Alþýðublaðið - 07.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1941, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 7. JCLÍ 1941. MÁNUDAGUR ' i — Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Tataralög. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Sig- fús Halldórs frá Höfnum). 20.50 Hljómplötur: a) Divetri- mento nr. 17" í D-dúr eftir Mozart. b) Sönglög úr óper- um. 21.50 Fréttir. Viknferff í óbyggffum. Ferðafélag íslands efnir til vikuierðar inn á milli Hofs- og Langjökuls. Lagt á stað laugardag- inn 12. júlí og ekið til Geysis og gist þar. Á sunnudagsmorgun far- ið ríðandi inn yfir Bláfellsháls eða sunnan Bláfells inn í Hvítárnes. Farið á bátum út á vatnið og í Karlsdrátt og Fróðárdali. Þá í Þjófadali og norður á Hveravelli og svo í Kerlingafjöll. Gengið á Hrútafell og Langjökul, líka Blá- gnýpu og hæstu tindá Kerlinga- fjalla. Ferðast á hestum um ó- byggðirnar og gist í sæluhúsum F. í. Áskriftarlisti liggur frammi í Saft og snlta Bláberjasaft. Krækiberjasaft. Kirsuberjasaft. Litað sykurvatn. Bláberjasulta. Syróp, dökkt og ljóst. Atamon. Betamön. Vínsýra. Flöskulakk. Korktappar, allar stærðir. fpFMÉÍIl BREKKA AwAltegOfta 1. — Skai MM. skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Tún- götu 5, en á fimmtudagskvöldið þ. 10. þ. m. verða allir að vera búnir að taka farmiða. Skólastjórastaffan við Gagnfræðaskólann í Flens- borg er laus til umsóknar frá 1. okt. n. k. Umferffadagar. Slysavarnafélagið og lögreglan í Reykjavík gangast fyrir því, að/ leiðbeiningar í umferðareglum fyr ir almenning fari fram á morgun og á miðvikudaginn. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Sigurbirni Ein- arssyni ungfrú Helga Þorsteins- dóttir og Árni Björnsson píanó- leikari. Heimili þeirra verður á Bergþórugötu 29. fiskimatsmaðtir, stórgjaldkeri, Hamnies J. Magnússon, Akusreyri, stóJigæslumaður ungtemplara. Fel ix Guðmundsson, stórgæsluma'ðux löggjafarstarfs, Guðjón HalJdórs- sion, stórfræðsIustjóri, Sigfús Sig- urhjartarsion, stórkapelán. Gísli Ság ungeirssion, stórfregnritari, Helgi Helgasion fyrrvenaindi stórtemplanf Mælt var með Jóni Ámasyni, sem umboðsmainni hátemplairs. 70 fulltrúax sóttu þingið. Ákveð ið var að hafa næsta þing í Reykjavík. K. l.-iipr Hrðn íslandsHeistarar. Nýr vararæffismaffur Vilhjálmur Þór bankastjóri hef- ir samkvæmt eigin ósk verið leystur frá störfum sem sænskur vararæðismaður á Akureyri. í hans stað hefir verið viðurkenndur sænskur vararæðismaður á Akur- eyri Jakob Frímannsson kaupfé- lagsstjóri. Happdrætti Laugarnesskirkju. Dregið var hjá lögmanni á laug- ardag og kom upp nr. 1760. Allir miðarnir seldust upp. Stórstá&ninngiiD lank í nðtt. Krístinn Stefánsson fyrv. skóla stjóri kosinn stórtemplar. C TÓRSTÚKUÞINGINU, ^ sem undanfarna daga hefir staðið á Akranesi, var slitið í nótt kl. að ganga 2. í gærkveldi fóru fram kosn- ingar embættismanna stór- stúkunnar og hlutu þessi kosningu. Kristtón Stefánsson fyrrv. skóla- stjóri, stórtemplar, Ámi óla stór- kanslari, Þóranna Símonárdóttir, stórvaratemplar, Jóh. Ögm. Odds- sion, stórritari, Jón Magnússon, Gerðn jafntefli við M LEIKURINN milli K.R. og Vals síðástliðinn föstudag endaði með jafntefli 1:1, og þar með sigri K.R.-inga í mótinu, þar eð þeir höfðu einu stigi meira fyrir leikinn. Mörkin voru sett sitt í hvorrun hálf- leik, og voru það sanngjörn úrslit, því að K.R.-ingar sýndu yfirburði allan fyrri hálfleik- inn, 'en Valsmenn áttu hinn seinni. Mark K. R.inga setti Schram. Vax það úr horni, skallaði hann knöttinn í mark. Mark Vals- manna setti einn af framherjaim þeirra, er markvöröur R. R.-inga hafði misst knöttinn úr höndum sér. Fyrri hálíleikurinn var ágæt- lega leikihn, léttur, góður sam- leikur og afar drengilega leikið. Síðaxi hálfleikur var frekar 'leik- 'inn upp í sigur eða ekki sigur og síður hirt um skipulegan, fagr-- þn leik, bæði í ,sókn 'og vöm. Síð- ustu 10 mínútumar, eftir að Vals- menn höfðu jafnað, vom sam- felld sókn þeirra. Verður þeim -lýst með orðum K. R.-ingsins, sem sagði: „Þetta eru lengstu 10 mín- útur, sem ég hefi lifað“, aGAMLA BIÖBPi m NÝJA Btð •• Haaa faoa stjðrnoraai! Flittamaðnrinn. (THE STAR MAKER.) (They made me a Criminal). BING CROSBY. Ameríksk söngvamynd Aðalhlutverkin leika: með hinni 14 ára gömlu John Garfield, söngmær Ann Sheridan, LINDA WARE ‘d- May Robson, og Symfóníhljómsveit Los Gloria Dickson. 1 Angeles undir stjórn Wal- ters Damrosch. Börn fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 7 og 9. 1 f Sýnd kl. 7 og 9. Innilegustu þakkir vil ég færa þeim mörgu, sem sýndu mér vinarhug á 50 ára afmælisdegi mínum. GUÐNI EINARSSON. Björgvin Schram var, eins og svo oft áðusr, lamgbezti maðurinn á vellinutm. Hann gaf þaið í skiyn í samsæti um kvöldið, að þetta mundi verða síðasta m'ót, sem hann keppti á, en knattspymu- menn munu varja trúa því, fyrr en þeir þneifa á því. I liðil Valsmanna bar einn ung- ur maður áf í glæsilega fögrum leik og afburöa knattmeðferð. Er það Snoirri Jónsson, ihnframberji. I liði K. R.-inga ,sem vann tit,- ilinn „Bezta knattspymufélag ís- lands 1941“ emi alt ungir menn. Auk Sigurjióus Jönssonar, isiem meiddist á fyrsta leiiknum, er Schram elstur 28 ára. Hann er og sá eini af þeim, sem verið hefir Islandsmeistari áður. Þessir leikmenn em mjög rómaðir fyrir samheldni og félagsanda, og þakka árangurinn fyrst og fremst því. B. Sambandstíffindi 5. tbl. þessa árgangs er nýkomið út. Efni: Vegavinnukaupið. Lág- markskaup í júlí 1941, Frá skrif- stofunni, Þingmála getið, Dags- brúnarskatturinn, Tímakaup við skipavinnu í júlí 1941 o. m. fl. Syróp! ljóst og I2 Og 'I, dökt i dósum SreítisoStB 57 Slml 284Í Útbreiðið Alþýðublaðið. 300ÖOOOÖOOCOÍ 12 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ sitt að launa. Ég vona, að þér séuð búinn að ná yður eftir þetta áhættusama sund. Vitið þér annars, hvaðan yatnið hefir þetta nafn, Meyjavatn? Sagt er, að einhvern tíma á miðöldum hafi 24 jómfrúr fleygt sér í vatnið til þess að forðast verri örlög af hendi ræningja, sem fóru um héruð eins og lógi yfir akur. Og nú hvíla þær á mararbotni og seiða til sín unga menn, sem reyna að synda yfir vatnið. Þá hafið þér fengið aðvörunina, doktor Hell. Annars sendi konan mín mig hingað, Puck, til þess að hiálpa gesti þínum af stað. Það er óskað eftir að þú komir heim til að koma Tiger í gott skap aftur. Hann er dálítið illa upp alinn. Puck tók í höndina á Hell og strauk henni við kinn sér. Hell reyndi að stama fram fáeinum orð- um, en hann var svo ruglaður, að þau heyrðust varla. Hann svejpaði fast að sér baðkápunni sinni og gekk á eftir baróninum út úr baðhúsinu. Allt virtist vera breytt. Loftið var tært og mollulegt og yndislegur bjarmi hvíldi yfir döggvuðum trjánum. Óvenjulega stór máni sigldi fram um tært himin- hafið, engin stjarna sást. Vatnið gjálfraði við fjöru- borðið, hvíta höllina bar yfir dökkar krónur trjánna. Hinum megin glytti í Ijósin á ströndinni, það var þorpið Meyjavatn. Það var verið að dansa í gisti- húsinu Stóra Pétri. Tónarnir bárust frá hljómsveit- inni og slétt yfirborð vatnsins speglaði ljósið frá gluggum kaffihúsanna. Turnklukkan í gömlu, róm- versku kirkjunni sló eitt. Hell skalf ofurlítið. Síð- ustu vikurnar var hann orðinn svo einkennilega blóðlítill og hrollsæll. Baróninn leit á hann frá hlið og því næst á boginn skuggann sinn. — Ég get því miður ekki lánað yður föt, sagði hann. — Við erum ekki líkir að stærð, því miður fyrir mig. Hell var ofurlítið feiminn yfir því, að þurfa að tala við þennan fræga höfund heimspekilegra bóka. — Ég verð að biðja yður afsökunar vegna dóttur minnar, ef hún hefir ekki hegðað sér eins og vera bar, sagði Dobbersberg eftir stutta þögn. — Hún er dálítið örgeðja. Kn Það er mér að kenna. Ég hefi verið lengi í hitabeltislöndunum. Það eina, sem ég hefi komið með þaðan, fyrir utan malaríu, sem alltaf þjáir mig, er fyrirlitning á evrópsku menningunni. Ég hefi skrifað bækur um þetta efni, en hver heiir nokkru sinni getað breytt nokkru með bókurn? Ham- ingjan má vita, að ég geri mér engar grillur um mátt hins skrifaða orðs. En ég hefi getað alið^dóttur mína upp eftir mínum eigin aðferðum. Og það þýðir það, að ég hefi alls ekki alið hana upp, kæri vinur, ekki hið minnsta! Mig langaði til að reyna þá að- ferð, að ala upp hitabeltismanntegund hér hjá okk- ur. SjálfUm finnst mér telpan mjög aðlaðandi . . Þessi síðasta setning hljómaði eins og spurning og Hell svaraði af sannfæringarkrafti: :— Já, vissulega / mjög aðlaðandi! Hann var í góðu skapi, hafði borðað vel og hafði nýlega yfirstigið mikla örðugleika. — Hjartað sló ákaft. Það mátti búast við sólskini næstu daga, veðrið var þannig. Það er reyndar hægt að segja, að hún eig meira í hættu en aðrar stúlkur,. þegar hún vaknar til lífsins. Hún er orðin sextán ára og rösk stúlka eftir aldri, og hún er þegar farin að leita fyrir sér. En ég verð að treysta á eðlisvitund hennar. Nú er um það að ræða, hvort tilraunim heppnast eða ekki. Hell þagði. — Má ég spyrja, hafið þér áhuga á vísindunum. eða er doktorsíitillinn ekki annáð en skrautfjöður £ hattinum? — Ég er efnafræðingur, svaraði Hell. — Ég hef oft reynt að gera tilraunir. Ég var við Oluma-verk- smiðjurnar, en ég var óheppinn. Yið, sem seinast vorum ráðnir, vorum alfir látnir fara. Og nú verð- um við að bíða. — Einmitt, sagði baróninn kurteislega. — Og hvað hafið þér nú í hyggju? — Það er alltof snemmt að tala um það, ég er að bíða eftir árangri af starfi mínu. Ég á von á bréfi. — Já, einmitt það, sagði baróninn eins og utan við sig — það er ágætt. Heyrið þér, nú er hún að syngja, sú litla Hún syngur alveg eins og börn syngja, eða Hlustið þér á? svertingjar. Allt, sem hún lifir, verður að söng. — Hell hlustaði og brosti. Iiann heyrði söng henn- ar greinilega. Röddin var einkennilega mjúk og lið- ug. Hann reyndi að greina orðin, en þau köfnuðu í þyt trjánna. Hell stóð kyrr og hlustaði, en Dobbers- berg barón leysti fangalínuna. — Þér getið komið með bátinn á morgun, ságði hann. — Reyndar hefði ég gaman af að sjá yður stöku sinnum hérna fyrir handan hjá ykkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.