Alþýðublaðið - 21.07.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.07.1941, Blaðsíða 2
ÍHÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1941. Eðlilegar myndir.. Myndirnar, sem þér takið, í dag munu verða yður dýr- mæt eign á ókomnum árum — ef þér takið þær á Kodak „Verichrome“-filmu. Kodak „Verichrome“ er sérstaklega fljótvirk — gefur góðar, skýrar myndir, jafnvel þótt skil- yrði til myndatöku séu slæm, en hefir safnt víðtækara ljóssvið en venjulegar filmur, til að verjast oflýsingu í í ofmikilli birtu. Auk þess tryggir litaviðkvæmni hennar fyllri og eðlilegri litbrigði á myndunum, sem þér takið. BIÐJIÐ U M Kodak'filmur með nafni — hjá öllum Kodak-verzlunum. Einkauniboð fyrir KODAfi Ldf. Harrow Verzlun Hans Petersen. Útbreiðið Alpýðubloðið. Hvernlg nazistar kúga undlroknðn pjoðlrnar. --,-+--- Færeystnmkaienn irnir og Ua „frjiisa ierslan“. UPPLÝSINGAR þær, sem Al- þýðublaðið gef'ur s. 1. fimtu dag um viðskiptaaðstöðu fær- eysku verkamannanna hér á Is- landi.hafa aövonum vakið mikl'a eftirtekt. Pað eru heldur engin undur, þótt mörgum bregði kyn- lega við, eftir að hafa hlýtt á alla þá lofdýrð, sem kaúpmanna- /Stétt þessar bæjar hefir sungíð „frjálsri verzlun“, þegar þeir einn göðan veðurdag fá þær upp- lýsingar, að kaupmaður, sem jafn framt er danskur vararæðisnnað- ur greiÖi fyrir nauðsynjavörukaup um skjólstæðinga sinna á þann hátt, að gefa þeim kost á að verzl.a við tvær til þrjár búðisr hér í bænum, en fleiri ekki. Og til að bæta gráu ofan á svart, þá þurfa þessir frændur vorir, Færeyingarnir, eftir því sem þeir sjálfir segja og ekki hefir verið andmæit svo vitað sé, að bíða í þessum búðum þar til búið er að afgreiða aðria viðskiptamenn". Pað þarf ekki að fara mörgum or'öum ium þessa hluti, til að menn sjái hvílík vandræða ráð- mennska þetta er á alla lund. í fyrsta lagi má nefna framan- greinda einokunaraðstöðu, sem ræðismaðurinn fær þessum tveim til þrem verzlunum upp í hend,- utnar, en slíkt framferði er jafn hvimleitt, hvort sem á það er Iít’ð frá sjónarmiði frjáistar verz) unar eða Færeyinganna, sem að vbnum þykir , hart áð búa við slíkt ófrelsi. En í öðru lagi segj- ast Færeyingarnir, sumir hverjir að minnsta kosti, verða að þola þá óhæfu að búa við annan rétt um afgreiðsl'u he'dur en aðrir við skiptamenn. Þetta er háðung, sem furðu- legt er að skuli eiga sér stað. Vararæðismaðurinn danski er í viðtall við Alþýðublaðið að bera i bætifláka fyrir þessu athæfi, en ferst það óhönduglega sem von er. Segir hann að samið hafi verið við þessar fáu verzlanir „til þess að geta haft eftirlit með kaupunum“, en þessi rök- semd er að engu hafandi, þar sem auðsætt er, að eftirli'tið er auðveldast á þaun hátt að gefa út ávísanir sem hljóða á tiltekn- át vörutegundir og tilteknar upp- hæðir og láta síðan Færeying- ana sjálfráða hvar þeir kaupa. Islendingut'. Aith. Það skal tekið fram, að Færeyingum er frjálst að verzla ihvar sem er fyrir þæ;r 25 kr„ sem . þeir fá útborgaðar hér. Rinsveg- ar eru fatnaðarkaiup þeirra bund- inu við þær 3 verzlanir sem nefnd ar voru í blaðinu. Rxjtstj. Sonnr Stalins pjzlnr her fangi? Fregn frá Vichy á laugardaginn skýrði svo frá, að meðal þeirra herfanga, sem Þjóðverjar hefðu tekið síðustu daga vikunnar sem Ieið, væri s'Onur Stalins. Engin staðfesting hefir fengizt á þessari Útbreiðlð AlþýSubUUB. NAZISTAR halda áfram aö ræna og mergsjúga þær þjóðir, sem þeir hafa brotið und- ir sig og er ekkert lát á þvii. Þær ránsaðferðir, sem fyrst voru nlotaðar í Póllandi eru nú nota'ð- ar í Hollandi, Belgíu, Noregi og jafnvel í Rúmeníu, ítalíu, Ung- verjalandi og Búlgaríu. Þýðing- armiklar iðnaðar miðstöðvarhafa — svo iengi sem nazistar ráða ríkjurn — verið lagðar undirrik- ið, ennfremur vefnaðarvöruhéruð- in í Auisturríki, Súdetalandi, Efri Slesíu, Luxenburg og Lods. Milli Þýzkalands og tékkneska „vernd- arríkisins“ og Hollands eru ekki til lengur neinir tollmúrar eða valútuhindranir. Þessi áþjiáðu lönd em rænd alveg miskunnar- láust. Þýzkir embættismenn á- kveða það, hvaða verksmiðjur fá hrávörur og hverjar eru starf- ræktar og hverjar ekki. Þegar hráefnunum er skipt niður kem- ur til greina álit Þjóðverja á því „hversu mikla þýðingu verk- smiðjan hefir fyrir framgang stríðsins'V að því er uxnboðsmað- ur Hitlers í Haag sagði. I Eins og ástatt er borgar sig betu'i' að láta tékkneska og hol- lenska verkamenn vera kyrra heima hjá sér og vinna þar fyr- ír. hið stríðsöða Þýzkaland. — Þjóðverjar hafa oft lent í vand- ræðum með þá verkamenn, sem þeir hafa flutt ti’l Þýzkalands. Margir verkamannanma hafaþver skallast við að vinna, vinma hægt eða reyna að flýja aftur heim til sín. Eins og á stendur fiiinst Þjóðverjum heppilegra að fara með hina þjálu ítölsku og ung- verskui verkamenn til Þýzka- lands, en láta Tékka og Hollend- inga ver,a kyrra heima hjá sér. Það er auðveldara að flytja verk- efnin til verkamannanna í Hol- landi, sagði umboðsmaður Hitl- ers yfir iðnaðinum í Niðuriönd- um, en hann bætti því við, að þetta þýddi þó ekJti það, að menn væru hættir að flytja hollenska verkamenn til Þýzkaiands, held- ur, að mjög væri farið að fækka um iðnlærða menn í Hollandi og að öðru leyti hefði komið í ljós, að aðrar aðferðir væru heppiiegri eins og á stæði. Belgía og hinn hertekni hluti Frakklands eru áþjáð og arðrænd á sama hátt í þjónustu Þýzka- ■Jands. Auk herstjómarinnar í Frakklandx er þar líka viðskipta- stjörn og fjármálastjórn ogfjár málastjórn, sem báðar heyraund- ir f^ármálaráðuneytið í Berlxn. Það eru Þjóðverjar, sém hafa eftir- lit með öllum starfsgreinum, en frönsk yfirvöld hafa framkvæmd- ir á hendi. Þá hefir verið stofnuð í Frakklandi stjórnardeild, sem 'sér uxn fransk-þýzka saxnvinnu og þrjár aðrar, sem verzlun og iðnaður, fjármál og verkamál heyra undir. Þegar þjóðirnar ern arðrænd- ar og vörur og framleiðsla send tTl Þýzkalands eru það fátæk- ustui stéttirnar, sem þetta kexn- ur harðast nið’ur á. Þýzku yfir- irvöldin neyða framleiðslufyrir- taéSxin til þess að minnka fram- leiðslufcostnaðmn eins og unnt er. Nazistarnír hafa engar áhyggjxxr af því, þó að vinnuveitendurnir í hinuin herteknu löndum verði að skera niður laun starfsfólk- ins- Þeir vona einmitt, að verka- mennirnir snúi reiði sinni gegn löndum sínUm, vinnuveitendunUin en taki ekki eftir því, að það eru hinir erlendu harðstjói'ar, sem'iem valdir að öllu saman. Til þess að auðvelda launa- jækkunina hafa nazistarnir Leyst upp verkalýðsfélögin. Hvorki í Þýzkalandi ,Póíiandi, AustUrríki, Sudetahéraðinu, Luxeburg eða Elsass-Lothringen eru lengur til veikalýðsfélög. I Hollandi er jþýzkur ríkisfulltrúi settur yfir fag félög verkamanna og í Belgíu, tékkneska vemdarríkinu og í Nor egi er verið að undirbúa sams- konar ráðstafanir. 1 Frakklandi hefir þeim Petain og Belin verið falið að koma verkalýðsfélögun- um fyrir kattarnef. Nazistarnir haéla sér af því ,að í herteknu löndunum hafi áhrifum hinna marxistisku skipUliagningar — fag félögunum — á launamáiin full- jdomiega verið eytt og stéttabar- áttunni sem vopni í launadeil- um gersamlega veriÖ útrýmt. I flestum EvrópUIöndum ,sem eru indiriokuð of Þjóðverjum, eru það ýfirvöldin, sem ákveða vinnulaun in Þau ræða að vísU við við- komandi aðila, en láta þá engin áhrif hafa á ákvarðauir sinar um launamál og vinnUskilyrði. Auð- vitað eru verkföll og verkbönn útilokuð, þegar yfirvöldin ákveða taunamálin. Þrælaháld evrópískra verka- fcianna er eitt af markmiðuim naz- ista. Þeir eru þegar búnir að koma á eins konar þrælaháldi þar sem þeir geta arðrænt verka- mennina. (I.T.F.). Sokiar Bómullarsokkar, Í8garn8Sokkar, Silkisokkar, Silkisokkar pure, Bondor, Kayser og Ariatoc o. fl. Dyngja Laugaveg 25. Georg Grikkjakonungur, sem sem brátt mun ætla að fara til Englands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.