Alþýðublaðið - 23.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.07.1941, Blaðsíða 4
CAMLA BfÖ Lifi frelsið - (Let Freedom Ring). • Amerísk söngmynd. Nelson Eddy. Virginia Bruce. Victor McLagien. Sýnd kl. 7 og 9. Ekki svarað í síma. B5S NYJA BIÖ Tvð samstilt (Made for each other) Amerísk kvikmynd frá United Artist. Leikst. John Cromwell. Aðalhlutverkin leika: Caríe Lombard og James Stewart. Sýnd kl. 7 og 9. Jarðarför hjartkæra scnar míns, Agnars Sturlusonar, fer fram frá heimili hans, Kárastíg 8, fösíudaginn 25. þ. m. kL 5.30 e. h. Jarðað verður í Fossvogi. Sigríður Þorvarðardóttir. MÐVIKUDAGUR Næturiæknir er Halldór Stefáns son, Ránargötu 12, sími: 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 íþróttaþáttur. (Sigfús Hall dórs frá Höfnum). 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Úr óbyggðum Þorst. Jósepsson blaðamaður). 21.00 íslenzk lög (hljómplötur). 21.05 Auglýst síðar. . 21.35 Hljómplötur: Vínardansar eftir Beethoven. , Þorsteinn Jósepsson blaðamaður flytur erindi í útvarp íð í kvöld. er hann nefnir „Úr ó- byggðum.” Hestamannafélagið „Faxi“ hélt kappreiðar á Ferjukotsvöll- um s. 1: sunnudag. Veður var gott og mjög fjölmennt. Alls voru reynd ir 16 hestar. Áfengisútsalan verður ekki opnuð fyrr en í næsta mánuði og verður þá verðið hækk- að, eins og. áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu. Útsölunum var lokað vegna þess, að engin spíritus var til í landinu. Átti hann að koma með Goðafossi, en samkv. lögum vestra má ekki flytja slíka vöru með farþegaskipum, ef margir far- þegar eru með. Trúlofun síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Svava Rosenberg, A. Rosenbergs hóteleig- anda og Adolf A: Frederiksen, A. JVÍ. C. Frederiksen, vélstjóra. Trúlofun Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þóra Óskarsdóttir, Haldórssonar útgerðarmanns og . Þorsteinn Egilsson, verzlunarmað- ur. Sanmastofa min verður lokuð næstu 3 vikur. EBBA JÓNSDÓTTIR, Skólavörðustíg 12. Trúlofun Á mánudaginn oþinberuðu trú- lofun sína ungfrú Sigurleif Þór- hallsdóttir og Aðalsteinn Sigurðs son bókbindari. Lanðsmót 1. flokks hefst kl. %Vz annað kvöld með leik milli K. R. og Víkings. Dóm- ari verður Þráinn Sigurðsson. Annar leikurinn verður á föstu- daginn milli Vals og Fram. Á hverfanda hveli, 7. hefti þessarar ágætu skáld- sögu, sem Víkingsútgáfan gefur út kom út í morgun. 11.200 mðl sildar komu til rikisverk' smiðjanna í nótt og í morguo. Mlkil sild við Skiga og Horn og gott veiðiveður. SÍLDVEIÐI er mjög mik- ið að glæðast fyrir norð- an. í nótt og í morguri hafa borizt til ríkisverksmiðjanna 11200 mál, aðallega frá Stapa, en nokkuð frá Horni- Ríkisverksmiðjurnar eru aliar teknar til staría, og ei" vinnsla í fullium gangi. Veiðiveður er á- ■ gætt og miki] sild á þessum mið- uim. þessi skip kiomu inn í nótt og í morgun: Huginn III. 650 mál, Meta 550, Huginn I. 550, Minnie 400, Auðbjörn 400, Olivette 250, Höskuidur 300, Baldur 800, Reyn- ir 230, Guðný 350, Stathav 300, Sjöstvjarnan 600, Dagný 1600, Björn Austræni 700, Sæhrímnir 800, Gylfi 550, Heimir 650, fór 60, Christjane 60, Helgi 700, Er- lingur I. 250, Sniorri 450. Við Skaga fengu skipin venjulegast 200—300 mál í kasti. Gera sjó- menn sér góðar wnir um vax- andi sildveiði. Kona verðnr fyrir bíl á Langivegi og stðr- siasast. ÍÐDEGIS í gær varð bif- *** reiðarslys inni á Laugavegi. Kona að nafni Guðfinna Ingveld ur Helgadóttir, Grettisgötu 77 varð fyrir hrezkri bifreið og slas aðist svo, að hún var flutt með- vitundarlaus á Landsspítalann. Hafði konan gengið á gang- stéttinni meðfram húsinu nr. 132 á Laugavegi, en skyndilega gekk hún út á akbrautina. Rétt fyrir aftan hana var brezk bifreið. Virtist bifreiðar- stjórinn ekki hafa tekið eftir konunni, því að hann ók á hana og fór vinstra framhjól yfir fót hennar. Kom íslenzk bifreið að í sömu • svifum og flutti konuna á Lands spítalann. Við læknissk-oðun kom í ljós, að konan var fótbrotin, opið brot og eitthvð mun höfuðið hafa brákazt. Dnferðadagarnir hefjast á morgnn. MFERÐADAGARNIR tveir, sem frestað var fyrir nokkru, verða á morgun og föstudaginn. Á morgun verður unnið að bættri umferð og auknum áhuga almennfa^s á þeim efnum á ýmsan hátt. Verður haldin gluggasýning í Sýningarskál- anum, þar sem sýndar verða m. a. myndir frá umferðaslys- um. Hefir rannsóknarlögreglan lagt þær til. Þá verða og sýndar' svipaðar myndir í hléunum á kvikmyndahúsunum. Bækling- ur um umferðamál verður og gefinn út. Geta menn fengið hann í bókaverzlunum og á lögreglustöðinni. Aúkin lög- reglugæzla verður á götunum og munu lögregluþjónarnir leiðbeina fólki. Að lokum verða flutt erindi í hádegisútvarpið næstu þrjá daga umumferða- mál. Meistaramót í. S. I. t næsta mánnði. Meistaramót Í.S.Í. í frjálsum íþróttum verðúr háð á íþrótta- vellinum í Reykjavík dagana 23., 24. og 25. ágúst n.k. Verður keppt í eftirtöldum íþrótta- greinum: Hlaup 100 m., 200 m., 400 m., 800 m., 1500 m., 5000 m., 10 000 m. — 4x100 m. og \ 1000 m. boðhlaup, hástökk, langstökk, þn'stökk, stangar- stökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, sleggjukast, 10 000 m. kappganga, fimmtarþraut. -Ennfremur verður keppni hjá íþróttamönnum sem eru yfir 32 ára að aldri. Þeir keppa í 100 m. og 800 m. hlaupi, langstökki cg kúluvarpi. í sambandi við mótið verður Öldungaboðs- hlaupið og stjórnaboðhlaupið. Umsóknir um þátttöku í meistaramótinu sendist í. R. R. eigi síðar en viku fyrir mótið, aannnnnnnanö Útbrelðlð Aipýðnblaðið W A ^ ^ W A W. Æ. ^ -- W W W W. W. 24 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ hafði þótt vænt um dýr og börn, fékk samúð með þessar manneskju, sem svo algerlega var sett hjá. Skömmu seinna stóð Hell á fætur og yfirgaf sam- kvæmið. Daufdumba stúlkan þrýsti hönd hans í kveð juskyni og leyndarráðsfrúin kinkaði kolli. En Hell stakk sér á höfuðið í vatnið og synti út á mitt vatn. Það var eitthvað, sem hann langaði til að geta skolað af sér. Gistihúseigndinn minntist á þetta við Eggenhofer dyravörð, Eggenhofer minntist á það við Bimdl, og Birndl lét Hell fá að heyra það við tækifæri. í gisti- húsinu Stóri Pétur var það ekki siður, að sundkenn- arinn léti svona mikið á sér bera og menn litu það ekki hýru auga. Stóri Pétur var fyrsta flokks gisthús, og svona framkoma gat gefið tilefni til umtals. Þegar stóra hásumarverzl. yrði haldin, væri það gert að skyldu, að allir karlmennirnir yrðu á smoking. Og inngangseyririnn yrði hækkaður upp í 10 skildinga. Á þennan hátt yrðu útilokaðir allir þeir,. sem menn kærðu sig ekki um að eiga samneyti við. Hell varð fjúkandi reiður, þegar hann frétti þenn- an boðskap. Varir hans urðu svo hvítar, að margir tóku eftir því. — Taktu markúrið og farðu út í bátn- um, sagði hann við May — ég held að ég sé í skapi til að setja met núna. May, sem var ótta slegin, hlýddi strax fyrirskipun hans og fór ofan í bátinn, en Matz reri. Hell stakk sér og synti þessa 1500 metra þvert yfir vatnið á 20,13. Báturinn hafði ekki við honum, og May dansaði af hrifningu. Hell hafði unnið austurríska metið og hann hafði unnið þýzka metið. Það vantaði ekki nema 3 sekuntur til þess að hann hefði unnið heimsmetið. Þegar May kom loksins yfir um lá hann hálf meðvitundarlaus á landgöngu- brúnni. En til hvers var það, að setja met svona alveg út í bláinn? Allan daginn var hann fjúkandi reiður og skammaði nemendur sína alveg blóðugum skömm- unum. Frú Mayreder fékk að gleypa meira vatn, en hún kærði sig um. Hann ætlaði með valdi að kenna henni að stinga sér. í hvert skipti sem hún skreið másandi upp á pallinn aftur, skipaði Hell henni sam- stundis út á stökkpallinn aftur og skipaði henni að stinga sér beint á höfuðið aftur. Um kveldið þrýsti hann May svo fast að sér, að hún hélt, að öll rif myndu brotna. Hún var eins og lömuð, þegar hún kom inn í herbergið sitt um kvöldið. — Jæja? sagði Karla, sem stóð fyrir framan spegil- inn á snyrtiborðinu sínu. — Þetta er ekki fyrir þig, Karla litla, sagði May stuttaralega um leið og hún slökkti ljósið. En Hell gekk þungur á svip og ákveðinn inn í gisti- húsið og bað um aðgöngumiða að miðsumardansleikn- um. Egenhofer afgreiddi hann, og gestgjafinn sjálf- ur, Pétur stóð rétt hjá og lézt vera heyrnarlaus. Hell lagði tíu skildinga á borðið. Auk þess átti hann eftir fyrir brauði og eggjum. Fyrstu dagana þurfti hann ekki að svelta. En þó var aðalvandamálið enn þá óleyst. Hann varð að útvega sér smoking, hvað sem það kostaði. Ef til vill myndi bréfið með milljónunum koma áður en danzleikurinn yrði. Það gat vel komið fyrir. Hell taldi skrefin sín að herbergis dyrunum. Hann leitaði véfrétta. Eitthvað varð að taka til bragðs, ef hann átti að ná í þennan smoking, sem hann vantaði. Það var ekki nóg að standa með hend- urnar í vösunum. Smokingurinn hans lá ennþá á veðlánastofunni, og- það kostaði 25 skildinga að leysa hann út. Hell reikn- aði út, taldi og lagði saman og loksins komst hann að niðurstöðu. Hann fór beina leið til herra Birndl með uppástungu, sem sýndi í senn hina mestu bjart- sýni og sárustu örvæntingu. — Heyrið mig, herra BirndJ, sagði Hell. Þegar við tökum meðallag þá hefi ég unnið mér inn tvo skild- inga og þrjátíu groschen á dag og ég er ráðin hjá yður í 40 daga enn. Nú getið þér látið mig hafa sextíu skildinga og þá erum við kvittir. Með þessu móti sparið þér að minnsta kosti tuttugu skildinga, senni- lega miklu meira. Veðrið er gott og loftvogin stýgur. Og auk þess. — Já, rétt, sagði Birndl, og ef hann rignir í fjöru- tíu daga þá er það ég, sem hefi orðið fyrir tjóninu. Ég vil ekki eiga neitt( á hættu. Þess vegna höfum við gert samning með okkur. — Jæja fimmtíu og þrjá og skildinga, sagði Hell, *sem vildi fara samningaleiðina — þér munð áreiðan- lega hagnast á því. — Já, en ef hann rignir nú, hvað þá? Ég vil ekkert eiga á hættu, svaraði Birndl og lét ekki þoka sér. ,Svo hvarf hann inn um dyrnar á aðgöngumiðasölunnk Hell, sá að hann hafði orðið undir í þessari viðureign.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.