Alþýðublaðið - 18.08.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1941, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1941. ALm. t>Uk*LAÐIf> Heimsóknin Á laugardag: Um Churehill og há sem með honum voru Winston Churchill. Fyrir 70 árum bjó í New York maður að nafni Leonard, W. Jerome. Dóttir hans giftist Eng lendingnum Lord Randolph Churchill, þriðja syni sjöunda hertogans af Malborough. Árið 1874 eignaðist frú R. Churchill son í Blenheim höllinni, og var han skírður Winston. Þannig er Winson S. Churchill amer- íkskur í aðra ættina, enskur í hina. Winston var lélegur í skóla. Um skólatíð sína segir hann sjálfur: „Mér fór lítið fram í inámsgreinunum, en ekkert í íþróttunum". Hann skreið þó í gegnum Harrow og komst inn í Sandhurst í þriðja skifti, sem hann reyndi. Að því loknu gekk Churchill í fræga riddaraliðslherdeild. Hann undi þar þó ekki lengi og fór 1895 til Cuba, þar sem bylting hafði brotizt út og barð ist með ameríkska hernum. Eftir það barðist hann í Indlandi og sjðan í Sudan og lenti oft í lífs- háska. í Búastríðinu var hann stríðsfréttaritari og lenti í hin- um mestu ævintýrum, og 1901, 27 ára að aldri, komst hann inn í Parlamentið. Ráðherra varð hann 10 árum seinna, er Asquith gerði hann flotamála- ráðherra, en hann sagði því af sér eftir orusturnar við Darda- nellasundið, og fór sem liðsfor- ingi til Frakklands. Lloyd George kallaði hann aftur heim til að taka sæti í stjórninni 1917. Eftir stríðið, fram til 1939, var Churchill stöðugt að vara landa sína við hættu þeirri, sem Englandi stafaði af Þjóðverjum og síðar nazistum. Aðvaranir hans báru lítinn árangur en á hættustund þjóðarinnar voru völdin fengin honum í hendur. Chamberlain gerði hann að flotamálaráðherra, ér stríðið braust út, en er Chamberlain fór frá tók Churchill við for- sæti stjórnarinnar. Winston Churchill er sagn- fræðingur mikill og liggja mörg verk eftir hann á því sviði, Hann er listamaður og hefir gaman af að vinna múraravinnu. Churc- hill, hefir geysilegt vilja- og starfsþrek. Á skrifborði hans eru þrjár öskjur, sem stendur á „Fram- kvæmist í dag“,' „Geymist í þrjá daga“ og „Geymist í viku“. Churchill vill helzt stinga skjöl unum í fyrst nefndu öskjuna. Sir John Greér Dill er núverandi forseti brezka her foringjaráðsins og þar með æðsti maður alls landhers brezka heimsveldisins. Hann er sonur bankamanns í Ulster og fæddist á jóladag 1881. Hlaut hann menntun sína í Chelten- ham og Sandhurst, en gekk síðan, tvítugur að aldri í Leinsterherdeildina. Sir Dill barðist fyrst í Suður-Afríku, en gegndi síðan herþjónustu í allri heimsstyrjöldinni. Eftir styrj- öldina gegndi hann mörgum ábyrgðarmiklum störfum í hern um, veitti m. a. herforingjaskól um forstöðu. Þá brutust hinar miklu óeirðir út í Palestinu og Sir Dill var sendur þangað aust ur til að koma á „ró“ í landinu. Hann geroi það svo vel, að Arab arnir kölluðu hann „Djöfla- Dill“. Þegar hann kom aftur til Englands, var hann gerður að yfirforingja Aldershot herdæmi ins. Þegar svo Lord Gort kom með her sinn frá Dunkirk, var Sir Dill falin sú staða sem hann nú hefir. Hann er einn af þeim fáu ensku herforingjum, sem hefir hitt æðstu menn þýzka hersins. Sir Alfred Dudly Pickman Rogers Pound, sem nú er yfirforingi alls brezka flotans, stærsta flota í heimi, er 63 ára að aldri. Hann hefir verið sjómaður alla ævi, og hefir urm ið sig upp í þá tign að vera eftir maður Nelsons. Sir Dudly Pound tók þátt í síðustu heims- styrjöld, fyrst í flotamálaráðu- neytinu, en síðan tók hánji við stjórn orustuskipsins Colossus. Barðist það skip undir hans stjórn í orustunni við J'ótland við góðan orðstí. Eftir stríðið gengdi Sir Dudly, eins og harífi vill láta kalla sig, ýmsum tignar stöðum íj flotánum var yfit- foringi Miðjarðarhafsflotans, stjórnaði Atllajndshafsíflotanum o. fl. Árið 1935 varð Sir Dudly fyrir slysi, hann missti þrjár tennur og ein þeirra hrökk ofan í lungu á honum. Varð að skera hann upp til að bjarga lífi hans. Sir Wilfrid R. Freeman er nú annar æðsti maður brezka flughersins, næstur Charles PortaL Freeman er nú 52 ára gekk 1914 í brezka flugherinn, sem þá var kallaður Royal Fly ing Corps. Hann vann sig með dugnaði og atorku upp í þá stöðu sem hann nú hefir og gegndi meðal annars þjónusu í Egypta landi og Frakklandi. Nú um tveggja ára skeið hefir Free- man haft með höndum yfir- stjórn útbúnaðar brezka flug- hersins og framleiðslu fyrir hann. Mun það vera ástæöan fyrir því, að hann var valinn til að fylgja Churchill til ráð- stefnunnar við Roosevelt. Sir Alexander George Mon- tagu Cadogan. er forstjóri utanríkismálaráðu- neytisins brezka og hefir haft mörg mikilvæg storf á hendi í brezku utanríkismálaþjónust- unni um margra ára skeið. Hanrí fæddist 1884 og er yngri sonur fimmta jarlsins af Cadogan og hlaut menntun slijna í æðstu menntastofnunum Englands, Eton og Oxford. Hann giftist 1912, Lady Acheson, dóttir jarls ins af Gosford. Cadogan var ár- in 1933—’36 sérstakur sendi- maður og síðar sendiherra Breta í Peking. RIT UM FÉLAGSMÁLEFNI Framhald af 1. síðu. Til þess að gefa lesendum Al- þýðublaðsins nokkra hugmynd um rit þetta, fékk blaðið eftir- farandi yfirlit um efni bókarínn- ar iog höfunda hjá ritstjóra henn- ar: Lengsta ritgerðin í bókimni verður um heilbrigðismál eftir Vilmund Jónsson landlæknd. — Verður þar rakin saga heilbrigð- ismálanna allt frá landnámsöld og gefið itarlegt yfirlit um nú- gildandi löggjöf um heilbrigðis- málin og skipulag þeirra. Næstlengsti kaflinn- í bókinni er um alþýðutryggingarnar. Er þar rakin þróun löggjafarinlnair og rekstur byggimgarstarfseminn- ar frá upphafi. Þann hluta rit- gerðarinnar hefir Jón Blöndal samíð, en auk þess hefir Har- aldur Guðmundsson forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins ritað kafla almenns eðlis um nauð- syn og gaignsemi alþýðutrygg- inga. Jó'as Guðmundsson eftirlits- maður bæjar- og sve’tarfélaga rit ar kafla um framfærslUmálin, dr. Sínnon Jóh. Ágústsson um barna- vernd, Sverrir Kristjánssion um vinnuvernd. Guðmundur I. Guð- mundsson lögfræðingur umvinnu löggjöfina og Steingrimur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri um húsabyggingar í sve’tum. Skúli Þórðarson magister rit- ar um félög verkamanna og at- vinnunekenda. Ennfremur em eft- irtaldar ritgerðir eftir ritstjórann: um atvinnuleysismál, um verka- manuabústaði, almenn ritgerð Um félagsmál, um félagsmalaútgjöld hins opinbera, um mannf jölda, at- vinnu- og tekjuskiftingu þjóðar- innar o. fl„ og loks Um bú- neikninga og /vísitölu eftif rit- sljórann og Torfa 'Ásgeirsiston. Eins og þetta efnisyfirlit ber með sér, er hér^um allmikið rit að ræða, enda hefir félagsmála- Iöggjöfin aukizt mjög að vöxt- um og þýðingu síðustu tvo ára- tugina og þ'á sérstaklega þanrj síðasta. Er mjög nauðsynlegt að almenningi gefist kostur á að fá slíkt yfirlit um þennan málefna- flokk, en þetta er hið fyrsta, sem gerf hefir verið hér á landi. Hjá frændþjóðum okkar á Norðui'löndUm hafa verið gefin út mjög mörg rit um þessi efni, meðal annars stórar handbækur um alla helztu þætfi félagsmál- anna. Þótt ekki hafi verfð ráðizt í það að þessu sinni, agtti hér þó að \nsra koniinn álitíegur vísir að slíku verki. Bílaárekstur * varð í fyrrinótt á mótum Vestur- götu og Ægisgötu. Rákust þar á fólksbifreiðarnar R. 831 og M. 46 og skemmdust báðar' töluvert. Slys urðu éngin. Auglýsið í Alþýðublaðinu. „ÞJððverjar verða að bia sl« nndir ðframbaldandi brezkar Ieftárásir“ —Þýzkt blað. BREZKU árásarflugvélarnar fóru í nótt til Bremen, þar sem þær köstuðu sprengjum á hafnarmannvirki, og Duisburg, þar sem árásir voru gerðar á iðnver og verksmiðjur. I gærdag voru brezkar or- ustuflugvélar í leiðöngrum yfir Frakklandi, Niðurlöndum og Norður-Þýzkalandi og háðu margar loftorustur við þýzku orustuflugvélarnar. Voru 7 þýzkar flugvélar skotnar niður og 2 enskar. í grein í þýzku blaði fyrir helgina er talað um „hetjudáðir fólksins í Norður og Vestur- þýzkalandi“ og sagt „að það sýni engu minni kjark en her- mennirnir á vígstöðvunum". Má af þessu greinilega marka, að Þjóðverjar hafa nú fengið ,,heimavígstöðvar“ og að nú þarf þýzka þjóðin að þola svipuð og verri örlög en sú brezka í fyrrahaust og vetur, því að árásum brezka flughers- íns fer sífjölgandi. Áðurnefndri grein lýkur með því að segja, að „Þjóverjar verði að búa sig undir áframhaldandi loftsókn og árásir brezkra flugvéla“. Fréttir um umsagnir þessa þýzka blaðs bárust frá Sviss. STÚDENTAMÓTIÐ Framhald af 1. síðu. entar og gestir þeirra. Var veð- ur hið bezta og fór mótið hið bezta fram. Kiukkan á seinni tíniianiUTn í 6 gengu stúdentar fylktu liði undir íslenzkia fánanium og stúdentiafánanum til Lögbergs, en þtar bauð Sigurður Bjarnas/on frá Vigur, fiormaður Stúdentafélags- ins, gestina velkornna. Þá flutti •Benedikt Sv-einsson bókavörður erindi, en að þvi taknu voru sungin ættjarðarljóð. Klukkian 7 var sezt að snæð- ingi í Valhöll, en þar flutti Sig- urður prófes&or Nordal erindi, en að því loknu sungu þeir Árni Jónssion og Pétur Jónssiou tví- söngva. Að lokum var danzað fram eftir nóttu. Ferðasett, 4 manna. Sjússglös. Salt- og piparglös. Sparibyssur. Berjabox. Brauðkassar. Blikkbílar. Hárkambar, dökkir. K. Einarsson & Biornssoi Bankastræti 11. Sendisveioi óskast strax BIEKKA ÁavaltagdHo 1. — Skmi MM Enskar- burstavörur nýkomnar. Lágt veri Grettisgöíu 57 Simi 2841 Hjólboppur af Ford-bifreið tapaðist í gær á veginum milli Hafnarfjarðar og Vatnsleysu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila honum gegn fundar- launum til Magnúsar And- réssonar útgerðarmanns, Hótel ísland, sírni 5707. —2-------;----; r Náflskeið f siglingafræði verða að forfallalausu haldin á ísafirði og Neskaupstað á komandi vetri. Umsóknir um þáttöku sendist fyrir lok pessa mánaðars fyrir ísafjarðarnámskeið til Eagnars Jóhannssonar skipstjóra, ísafirði, og fyrir Norðfjarðarnámskeið til Þor~ láks Gnðniundssonar skipstjóra, Eskifirði. Skólastjóri Stýrimannaskólans. :. S. L , K. Et. B<, Knattspyrnumét Reykjavfknr Úrslitaleiknp í kvöM M. 8. VALUR og K.R. DRMRMSBRiRISHSMaURSSRIBSHRSBRflB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.