Alþýðublaðið - 27.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.08.1941, Blaðsíða 4
MiÐVIKUÐAGUR 27. áffúst 1941 ALÞTÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAOUR Næturlæknir er Eyþór Gunnars- son, Laugaveg 98, sími: 2111. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. —ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Lög úr óperum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: ,,Veturmenni“ (Guð- mundur Finnbogason lands- bókavörður). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á mandólin. 21.20 Samleikur á harmóníum og píanó (Eggert Gilfer og Fr. Weisshappel): a) Mendel- shon: Andante. b) Beetho- ven: Romance. 21.35 Hljómplötur: „Stúlkan frá Perth“, lagaflokkur eftir Bizet. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Marsvínaréksturinn við Skjálfan’da. Húsvíkingar náðu 75 hvölum af iþeim, sem reknir voru inn á Hellis víkina í fyrradag. En alls voru reknir á fjöruna á annað hundrað hvalir. Með flóði tók marga út aftur. Hvalirnir pru allt að 30 fet á lengd og er ekki enn þá búið að gera að þeim stærstu. í gærmorgun sáust margar hvalatorfujr úti á Skjálfanda, en enginn mátti vera að því að sinna þeim, allir voru uppteknir við hvalskurðinn. Karl Jónsson læknir er nýkominn heim úr sumarleyfi sínu. Verkamannfélagið Framsókn fer í berjaferð sunnudaginn 31. ágúst. Þær konur, sem vilja taka þátt í förinni, gefi sig fram á skrif stofu félagsins frá kl. 4—7 fyrir föstudag. „Nitouche“. Sýningar á óperettunni ,,Ni- touche“ hefjast aftur í miðjum næsta mánuði, en að óperettunni standa, eins og kunnugt er, Leik- félag Reykjavíkur og Tónlistar- félagið. Leikfélagið hefir ekki enn ákveðið neitt um vetrarstarfið, en aðalfundur verður haldinn n. k. þriðj udagskvöld. „Veturmenni“ nefnist erindi, sem dr. Guðmund ur Finnbogason landsbókavörður flytur í útvarpið í kvöld kl. 20.30. Tímarit Verkfræðingafélags ís- lands, 3. hefti þessa árgangs, er komið út. Efni er m. a.: Verkfræðinám við háskóla íslands (framh. frá 2. hefti), „Raforkuverið við ísafjörð á Norður-Sjálandi“. „Stofnuð raf- magnsverkfræðideild V. F. í.“ og „Lög Ramagnsverk^ræðideildar V. F. í. Frú Hallbjörg Þorláksdóttir Grettisgötu 39 er sjötug í dag. Hún er mjög vinsæl kona og vel látin. Ferð til Hvítárvatns, Hveravalla og Kerl- ingarfjalla. F'ERÐAFÉLAG ISLANDS bau'ð fullmium blaða og útvarps í fer'ð ttpp að Hvítár- vatni, niorður 'á Hveravielli og upp í Kerlingarfjöll, sem þ'að efndi til á mánu'daginn. Var gist á p riðjudagsnóttina í sælu- húsi félagsins á Hveravöllum, en kiomið aftur til bæj'aíiins í gær- kvöldi eftir að farin hafði verið vcgarlengd ,sem nemur fram og aftur lum 460 km. Létu blaðameninimir og full- trúi útvarpsins Vhið bezta yfir þessu ferðaiagti enda eru þær slóðir, sem farið vair um ein- hverjar pær stórkostlegustu og fegiurstu, sem hægt er flaira héir á landi- Veður var hið bezta uppi á öræfumum og skyggni ágætt. Næsta ferð Ferðafélag'sdins verð ur fariin um næstu helgi i»n á Emstriir ,sem liggja að fjaliabaki austuir af Tindafjöllum ,en niorð- ur af Mýrdalsjökli. Er það 3ja til 4ja daga ferð um fagíar, en fáfairnar slóðir. Útbreiðið Alþýðublaðið. ÓHEILINDI Á BÁÐA BÓGA. Framhald af 3. síðu Alþingi sjálft ber alla ábyrgð- á því hvernig komið er. Hefði það þorað að taka á niálinu þeim tökum sem þurfti hefði ©kki svtona farið. * Sem einstakt dæmi skulUm við aðeins lita á kartöfluverðið núna iog alla vitleysuna í sambandi við það. Tunnan af kartöfl'um hefir kostað að undanfömu 190 krónu'r. Hvaða þörf og hvaða !vit er í slíku verðiagi. Kartöflu- uppskeran virðist muni verðameð ágætum 'Og menn ©ru vaihaðir við þvi, af Grænmetiseinkasölu rík- isins ,að senda kartöflUr til Reykjiaviikur utan af landi því ReykjiavikurUp p s'keran mun i n ærri því fullnægjia markaðinum hér. Hvað á þá að gera við allar kartöflurnar utan af landiinu? Á að geyma þær þar til þær eru lorðnar skemdar, henda þeim þá og borga svo bændum „uppbót" úr dýrtíðarsjóðnum? Hefði nú ekki verið meira vit ií því að setja hámarksverð á þessa vörii, siem orsakaði 50»/o hækkunarinnar á síðustu visitöl- unmi wg láta selja kartöflumar viðunandi verði og verðbæta þær þá siðar, ef það sýndi sig að tap var á framleiðslunni ? , Slík ráðstöfun heitir á máli Tímans ,,að halda dýrtíðinni niðri á kostnað bænda“. Tíminn virð- ist ekki skilja þá einföldu stað- reynd ewn, tað það er fyrst og finemst imtlenda fnamieiðslan, s^m verður Uð halda niðrl og síður að verðbæta til þess að vísfta^an rjúki ekki upp úr öllu váldi. Ef hann og Framsóknar- fliokkurinn skilur þetta aldrei er þýðingarlaust Um máiið að tala frekiar. / _ Annað dæmi má taka. Nú er sm'jör ófáanlegt í bænum. Að sögn er því haldið hjá mjólk- ursamsöiunni þangað til eftir GAMLA B8Ö Fórain hennar I convoy (A Bill of Divorcement) Ameríksk kvikmynd frá RKO Radio Pictures. Maureen O’Hara Adolphe Menjou Herbert Marshall Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BIÓ I Ensk stórmynd, er gerist borð í brezku herskipi, er fylgir kaupskipaflota yfir Norðursjóinn. Aðalhlutverkin l'eika: CLIVE BROOK, JUDY CAMPBELL, JOHN CLEMENTS. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Jarðarför litlu stúlknanna okkar fer fram fhntudaginn 28. ágúst og hefst með bæn kl. 2 að heimili okkar Jófríðarstöðum við Kapplaskjólsveg. Jarðað verður í Fossvogi. Rebekka ísaksdóttir Viggó Jóhannesson. mánaðarmótin næstu en á þá að kioma á mahkaðinn á allmjög hækkuðu verði. Er þetta gert til þess að smjörið hækiki ekki næstu verðlagsvísitöiu sem reiknuö verð ur út- Ef þetta er satt þá er hér um að ræða meira en lítil óheilindi. Það virðist svo sem Tíminn ætlist til þess að kartöflurnar, smjörið og .kjötið fái að fara upp úr öllu vaidi. Biaðið virð- ist ekki sjá það, að kiomistfæða (almennilngs í slí.kt verð þá mink- ar fólk við sig þessa færu og kaupir meira af erlendum fæðu- tegundUm. Þess vegnia er það einmitt bændunum sjálfum mauð- synlegt að markaðsverðijft (ájvörm þeirra fari ekki iof hátt. Þá •selst meim og markaðurinn verð- ur örtiggari. En ineðan hv©r keunir öðrum og sá þykist bezTur sem lengst | getur geugið í óheilind'unum er ekiki að vænta neinna aðgerða.. En verði ekkeri að gert verð- ur vlsitalan Ikomin Upp í 200»/o í október eða nóvem'ber. StjóiTi- aivöldin verða því að taka rögg á sig, hætta óheilindunum en taka upp virka samvinniu um það ,að ráða skörulega fmm úr vandræðunWm. * Enskar- burstavörur nýkomnar. Lágt w©s»ð. i firettisgðtu 57 Slmi 2849 46 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ En þegar Lyssenhop heyrði þetta nafn, þetta venju- lega og sakleysislega nafn, var eins og kveikt væri í púðurtunnu. Andlit hans varð purpurarautt og þrútnaði uggvænlega. Hann hóstaði, greip andann á iofti og stundi — Herra . . . herra . . . eruð þér band-sjóðandi — hringavitlaus ? May, er þessi mað- ur kolbrjálaður? Vogarðu þér að koma hingað með stjörnubrjálaðan manninn? Hann finnur upp nýja filmu, sem getur ef til vill orðið milljónafyrirtæki. Og svo fleygir hann uppfinningunni í ginið á svikará, einhverjum, Mayer, sem hann hittir af tilviljun í kaffihúsi. Hvernig líður yður í kollinum? Hversu lengi ætlið þér að bíða eftir herra Mayer? Hann er í Ameríku, er ekki svo! Og hann skrifar ekki, hann á enga skrifstofu! Eruð þér í raun og veru svo bama- legur að láta yður detta í hug, að þessi-þessi Mayer komi nokkurntíma aftur með þessa eldtraustu filmu yðar ! ! Nú hefi ég fengið alveg nóg af þessu. Ég vil ekki hafa meira saman við þennan mann að sælda, May! Ég get orðið snarvitlaus, þegar ég hugsa um aðra eins regin heimsku. Hell, sem þekkti ekki bræðiköst gamla mannsins, fannst hann vera staddur í jarðskjálfta. May, sem þekkti hann betur, reyndi að stilla skap hans: — Pabbi, hlustaðu nú á mig, pabbi! — Ég vil ekki hlusta á eitt orð í viðbót, hrópaði gamli maðurinn. Hárið reis bókstaflega á höfðinu á honum, Hell til mikillar skelfingar. — Ég vil ekki heyra eitt orð enn þá. Ég hefi þegar heyrt meira en nóg um þessa heimsku. Maðurinn er sundkennari, látum það vera! Hann á enga peninga, hann geng- ur á götóttum skóm og hann hefir enga stöðu, látum það allt saman vera. Það getur komið fyrir alla menn, og þó er ekki öll von úti. En þegar menn eru fífl, þá er öll vcn úti. Það er aldrei og hefir aldrei verið hægt að bjarga fíflum og þau eiga sér aldrei við- reisnar von. Þér, með yðar Mayer! Þá fóruð þér með allt í hundana!! Mér er sama þótt fátæklingur fái dóttur mína, en að fífl fái hana, það samþykki ég aldrei! Ferðatöskurnar! Látið Eggenhofer bera ferða- töskurnar ofan. Ég vil ekki hlusta lengu á þetta mas. Nú þegir þú, May, og lætur mig í friði. May þagnaði. Hún þekkti- föður sinn. En þetta fékk mjög á Hell. Ekki voru það þó grófyrðin, sem hann hafði orðið að þola heldur vegna þess, hvern- ig gamli maðurinn talaði við May. Hell tók til máls. — Herra Lyssenhop, sagði hann. — Þér eruð í slæmu skapi. Og þér hafið ástæðu til þess. Þér hafið látið svikara leika á yður, aðeins af því að hann var svo ósvífinn að látast vera greifi ,og nú látið þér reiði yðar bitna á hverjum sem er. Ég er ekki mannþekkj- ari og ég er lélegur kaupsýslumaður. En ei að síður er ég ekki fífl, jafnvel þótt ég sé nefndur það. Og um greifann sagði ég strax, að hann væri svikari. En hinsvegar er Mayer heiðarlegur maður. Og nú skul- um við sjá, hvor okkar hefir á réttu að standa. — Það fáum við aldrei að sjá! hrópaði herra Lyssen hop. — Aldrei að eilífu. Enda kæri ég mig ekki um að heyra minnst á þetta framar. Ég banna þér að tala um þetta, May, heyrirðu það, ég banna það* strang- lega. Þér megið kalla mig hvað sem yður sýnist þann dag, sem herra Mayer kemur aftur. Þér skulið fá May og alla verksmiðjuna mína þann dag, sem Mayer kemur aftur með filmuna yðar. Þarna kemur loksins Eggenhofer. Og nú þegir þú, May, ég vil ekki heyra meira um þetta. Ég er búinn að fá nóg af dvölinni hérna við Meyjavatn Rignir ennþá? Já, auðvitað rignir. Það er ekki annað en leiðindi og aftur leiðindi á þessum stað. Ef ég ætti að vera hér lengi myndi ég fá slag. Þetta voru síðustu orðinn, sem Hell heyrði af vörum herra Lyssenhops. Eggenhofer hafði flýtt sér að bera niður töskurnar og Lyssenhop fór á eftir með aðra höndina í vasanum, en hinni hendinni hafði hann gripið í, handlegginn á May og teymdi hana með sér. Eftir var í herberginu aðeins vindl- ingareykur og samanbrotið blað krötað útreikn- ingum. Hell tók blaðið og stakk því í vasann. Hann gat ekki hugsað eina einustu hugsun, þegar hann gekk fram í ganginn og niður stigann .í annað skipti í dag hafði hann orðið fyrir vonbrigðum. Nú var nóg komið af svo góðu. En þegar hann beygði inn í ganginn við lestrarsal- inn, fann hann allt í einu, að handleggjum var vafið um háls honum og titrandi vörum var þrýst að vörum hans. £ j — Karla hrópaði hann ótta sleginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.