Alþýðublaðið - 11.09.1941, Qupperneq 2
^^U^DAGINN OG VBGINN—-
| Bréfin um siðferðisástandið. Brandarar og vitleysa. Nýtt
j bréf frá forystnmanni hinnar nýju ölhyggju, Ölveri hinum
| ölkæra.
*---— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. --
G FÆ NÚ SAND af bréfum
um ástandið. í mörgum
þeirra eru hinir furðulegrustu
„brandarar‘% vísur og kveðlingar.
Birði ég eigi að birta þetta, þó að
„brandararnir“ séu margir góðir
— og Þykir mér nú sem íslend-
ingar séu farnir að gerast fyndnir
á þessum síðustu dögum. Ég tek
tvö bréf úr hrúgunni;
„KASTI SÁ FYRST STEININ-
UM, sem saklaus er,“ segir „Ingi-
björg“ í bréfi til mín og heldur
áfram „Það er ávalt verið að
lasta kvenfólkið hér, bæði í ræðu
og riti, fyrir framkomu sína gagn-
vart hinum erlendu hermönnum,
sem hér dvelja. Og nú nýlega eru
flest blöð bæjarins búin að birta
skýrslur um, hve margar stúlkur
væru í „ástandinu" (eins og þeir
kalla það). Ég ætla nú að leyfa
mér að spyrja: Hvernig geta nú
þessir háttvirtu herrar, sem þetta
auglýstu, sannað að allar þær
stúlkur, sem þeir tiltóku, séu
vændiskonur?“
„EN ER NÚ SIÐFERÐIÐ nokk-
uð skárra hjá íslenzku karlmönn-
unum? Nei og aftur nei, það er
svo langt frá því, en því er bara
ekki haldið eins á lofti. Ég veit
ekki betur en að oft hafi þurft að
víkja karlmönnum úr embættum
fyrir kvennarag og annað slíkt, og
margir eru þeir ennþá í mikils-
verðum embættum, sem haga sér
eins og svín, en það er bara hilm-
að yfir það af því það eru karl-
menn, sem eiga hlut að máli.“
„Og í OKKAR ELZTU STOFN-
UN eru margir menn, sem að mínu
áliti eru ekki færir um að kasta
steinum á aðra í þessum sökum,
og þá sízt af öllu kvenfólkið. Og
fyrst að það á að fara að gefa
skýrslur um hegðun kvenfólksins,
þá finnst mér ekki nema sann-
gjarnt að gefin væri skýrsla um
hegðun íslenzkra karlmanna ó-
giftra og giftra, að minnsta kosti
þeirra, sem eru í mikilsverðum
embættum. Og þeir síðarnefndu
eru sízt af öllu betri. Þeir halda
víst að þeim sé allt leyfilegt. Með-
an að karlmennirnir eru ekki
orðnir að englum, geta þeir alls
ekki búizt við að kvenfólkið verði
það heldur.“
„TIMBERO" skrifar: „Fátt
hefir verið talað meira um und-
anfarið en hörmungarástand það,
er ríkir meðal vissra kvenna hér í
bæ, þessara „portkvenna", eins og
þær hafa verið kallaðar af einu
blaðinu. Ekki þarf að efa „stein-
kastið“, er þessar konur og ung-
lingar verða fyrir frá almenningi.
Er þeim. sem von er, borið á brýn
siðleysi og alls konar ómenning.
En hefir engum dottið í hug hvert
rekja má þessa lausung og þetta
siðleysi, sem nú ríkir í kynferðis-
málunum? A. m. k. hefi ég aldrei
heyrt á það minnzt, að það hafi
veríð rakið lengra en til eðlishvat-
ar viðkomandi einstaklings.“
„ÉG GERI RÁÐ FYRIR, og þori
reyndar að fullyrða, að margar
bækur nútíma rithöfunda okkar,
meira að segja þeirra rithöfunda,
er þjóðin hefir dáð og verðlaun-
að, eiga drjúgan þátt í siðleysinu
og hversu sjálfsagt allt er og
frjálst í kynferðismálunum.
Blygðun þekkíst orðið ekki og er
það miður farið. Kenni ég þar
um mikið, hversu rithöfundar
þessir hafa ritað „klúrt“ og alger-
lega óþarflega mikið og djarft um
kynferðismálin. Má segja að í
sumum bókum þeirra sé aðalefnið
kynferðissamband karls og konu,
því lýst frá mörgum og hinum
ótrúlegustu hliðum.“
..EITT AF FRÆGÚSTU SKÁLD-
UM Norðurlanda, Knut Hamsun,
vikur nokkuð bert að þessum
málum í bókum sínum „Benony
og Rosa“. Virðist svo sem að okk-
ar rithöfundar hafi tekið sér það
til endalausrar fýrirmyndar, en
þó á svo mjög siðminni hátt. Tel
ég enga eftirsjón í því fyrir þjóð-
ina, þótt þessir „kynferðisrithöf-
undar“ hvíli penna sinn um stund-
arsakir. Þeir hafa nú fengið nóga
uppskeru af iðju sinni.“
OG NÚ HEFIR HINN FRÆGI
ÖLVER skrifað mér annað bréf.
Hér er það: „Hin stórmerka rit-
gerð, er ég sendi yður, og þér vor-
uð svo vingjarnlegur að birta,
hefir vakið verðskuldaða athygli
allra hugsandi manna. Þrír menn
hafa gerzt svo djarfir að senda
„negatívar" athugasemdir við
þetta snjalla skrif mitt. Sá fyrsti
þessara manna, sá, er telur sig
vera af Egils kyni, tekur sér það
einkum fyrir hendur, að sanna
hina fornu reglu, að undantekn-
ingin sanni regluna; hann sem sé
bendir á hið eina dæmi í Eglu,
þar sem minnzt er á að Egill hafi
neytt öls óhóflega."
„HINN ANNAR, sem reit at-
hugasemd við grein mína, er aug-
sýnilega fasista-templari, vill af-
nema prentfrelsið, og leiði ég því
hjá mér hið einræðissinnaða hjal
hans. Sá þriðji, sem skitið hefir í
grein mína, er sjómaður nokkur
með klofinn persónuleika — tví-
skiptingur. Hann segist vera á
móti öldrykkju, en getur þess
jafnframt, að hann drekki öl þeg-
ar sig lysti og þyrstil Um íslend-
ingasagnakunnáttu mina vil ég
helzt ekki ræða opinberiega, því
að ég tel það smekkleysu að þurfa
að hæla sjálfum mér. En svo er
mál með vexti, að ég er þaulkunn-
ugur öllum íslendingasögum, og
hefi ég lagt sérstaka stund á að
lesa þær í hinum, fornu handrit-
um. Um hryðjuverkin, sem „Sjó-
maður“ telur hafa verið framin í
ölæði, vil ég þó geta þess, að það
var talin heilög skylda í þá daga
að hefna frænda. Þessu mikilvæga
atriði hefir ,,sjómaður“ sennilega
gleymt eða ekki vitað, þá er hann
reit greinarkorn sitt, og vill svo
kenna ölinu um allt.“
„FLESTIR íslendingar munu
kannast við þá háskólakennarana
Árna Pálsson og Sigurð Nordal.
Árni er maður lífsreyndur, mennt-
aður og greindur veí. Sigurður er
einn spakasti og gagnmenntaðasti
fræðimaður vor íslendinga. Báð-
um er þessum mönnum það sam-
eiginlegt að þeir eru af Egils kyni.
Báðir eru gagrtkunnugir sögu
landsins að fornu og nýju. Báðir
hafa sérstakar mætur á íslend-
ingasögum, og það, sem e. t. v.
þyngst er á metunum í þessu
máli: báðir hafa rannsakað þær
frá vísindalegu sjónarmiði. Þess-
um mönnum er því treystandi, ef
leita þarf álits þeirra um ölmenn-
ing eða ölmennt íslendinga til
forna. Treysti ég þeim Árna og
Nordal fullt eins vel og þeim hr.
leynilögreglumanni Sveini Sæ-
mundssyni og hr. ættfræðing Pétri
Zóphóníassyni og Columbusi báts-
verja á „Súðinniö1 til að dæma um
þessa hluti. Veit ég að dómur
þeirra Árna og Nordals yrði á allt
annan Veg en þeir templarar
myndu kjósa.“
„TEMPLARAR halda því mjög
á lofti, hve ölið sé óholt. Heims-
frægur, ungverskur vítamínsér-
fræðingur er á allt öðru máli.
Heldur hinn heimsfrægi ungverski
vísindamaður því fram, að sterkt
öl hafi sérlega þroskandi áhrif á
heilasellurnar og þar með göfg-
andi áhrif á allt sálarlífið. Þessi
niðurstaða hins heimsfræga, ung-
verska vísinda- og lærdómsmanns
ALÞYÐUBLAOIÐ " " ” FIMMTUDAG 11. SEPT. 1»4E
fBrezka blaðamannaheimsóknin.
I gær hafði brezki sendiherrann boð inni fyrir brezku blaðamennina, sem hingað eru komnir og
ýmsa íslenzka blaðamenn. Brezku blaðamennirnir, sem áttu að koma í gær, eru enn ókomnir.
Myndin, sem birtist hér að ofan, er tekin fyrir uían sendiherrabústaðinn, að Höfða, í gær. í fremstu
röð, frá vinstri: Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, Capt. Alford, Mr. Gander, frá Daily Telegraph,
Donegall lávarður, frá Sunday Dispatch, Mrs. Ilarris, Mr. Ðrew Middleton frá Associated Press,.
Lady Patricia Ward, frá Evening Standard, Mr. Worth, frá Associated Press, Mr. Bovell, frá
Pathé Gazette, Ólafur Friðriksson, fvar Guðmundsson. Önnur röð frá vinstri: Capt. Bltmt, frú
Karitas Sigurðsson, Howard Smith, sendiherra, Ámi Jónsson frá Múla, Pétur Ólafsson, Mr.
Lewis, frá Daily Sketch og Mr. Lacy, frá Daily Express. Annar frá hægri í þriðju röð er Stefán
Jóhann Stefánsson utanríkismálaráðherra.
Tilkynninff
til Tiðskiptamanna:
Hafnarstjórinn í Reykjavík lét í gær birta tilkynn-
ingu um það, að framvegis verði ekki leyft að
hafa vörur geymdar á hafnarlóðum Reykjavíkur-
hafnar lengur en þrjá sólarhringa frá því, er af-
ferming skips er lokið, en að þeim fresti liðnum
verði vörumar fluttar á stakkstæði suður hjá.
Haga og gymdar þar á kostnað og ábyrgð eigenda.
Út af þessu leyfum vér oss' að skora á viðskipta-
menn vora að leysa út og taka innan ofangreinds
frests vörur þær, sem þeir *fá með skipum vorum
og öðrum skipum, sem eru á vorum vegum og
. geymdar kunna að verða á lóðum hafnarinnar,..
þar sem vér að öðrum kosti hljótum að krefjast
þess að þeir greiði allan kostnað, sem ofangreind-
1 ar ráðstafanir Reykjavíkurhafnar kunna að hafa
í för með sér, enda'beri þeir alla ábyrgð á þeim.
afleiðingum, hv’erju nafni sem nefnast, er téðar-
ráðstafanir kynnu að orsaka.
Reykjavík, 9. sept. 1941.
Skipaútgerð ríkisins. H.f. Eismkipafélag íslands.
/ - V .. . f /
Pálmi Loftsson. G. Vilhjálmsson.
P. Smith & Co.
Erling Smith.
kemur mjög svo vel heim við hið
glæsilega sálarástand, sem hér
ríkti á gullöld vor íslendinga
hinni fyrri. Þá var ölið þjóðar-
drykkur íslendinga og fólkið undi
glatt við sitt. Þá bjuggu hér vitr-
ingar og kappar í hverri sveit; þá
var sterkt öl til á hverjum bæ; þá
var það ekki glæpur að styrkja og
skerpa gáfurnar. — Nú er öldin
önnur. Treggáfaðir og illa sendi-
bréfsfærir fasista-templarar ráða
hér lögum og lofum. Hið andlega
ástand þeirra og víðsýni má bezt
marka á því, að þeir vilja banna
andstæðingum sínum rúm í blöð-
um o.g tímaritum, þ. e. afnema
prentfrelsið. Þessir 'fasista-templ-
arar eru því ekki annað en óþjóð-
legir og dulbúnir 5. herdeildar
menn, sem nauðsynlega þarf að
hafa sterkar gætur á.“
„ÞAÐ ER ÞÖRF BREYTINGA í
þessum efnum og það strax. Tveir
víðsýnir og gáfaðir menn, báðir
af merkum bændaættum, hafa ný-
lega bent á þetta í Morgunblað-
inu. Krefjast þeir þess, að alþýðan
fái aftur sinn gamla og góða þjóð-
ardrykk. Þetta eru þjóðlegir menn
á borð við Sigurjón á Álafossi og
dr. .Guðjón Samúelsson kirkju-
byggingameistara. Þeir þora að
bera fram kröfur fólksins í þessu
þjóðþrifamáli. Þetta eru menn,
sem bera hag alþjóðar fyrir
brjósti. Þetta eru menn, sem virða
og elska prentfrelsið. Þetta eru
talsmenn skynseminnar, en fjend-
ur heimskunnar. Þessir menn hafa
tekið rétta stefnu, þjóðlega stefnu,
þeir hafa tekið stefnu á hið sterka
íslenzka öl. Hin útlenzka öfga-
stefna, sem hér hefir grassérað um
hríð og kallar sig Goodtemplara-
reglu. viðurkennir ekki þjóðleg
verðmæti, sízt af öllu hið sterka
íslenzka öl, sem var þjóðardrykk-
ur hér til forna. Hún vill útrýma
því með öllu og hefir ijlu heilli
tekizt það að nokkru nú um all-
langt skeið. Þessi óþjóðlega starf-
semi verður ekki lengur þoluð. Nú
skal skera upp herör meðal ís-
lenzkrar alþýðu og berjast til
þrautar fyrir hinu sterka öli; vér
stígum á stokk og strengjum þess
heit, að leggja alla andstöðu að
velli, hvar sem hana er að finna.“
„LÁTUM EKKI fasista-templ-
arana gala lengur út úr myrkrun-
um. Látum hina hreinskilnu rödd
ölbaráttunnar hvella hátt og
snjallt! Bræður og systur! Vér
berjumst hinni góðu baráttu, fyrir
íslenzkum menningarverðmætum
og jaínframt fyrir hánorrænni
samvinnu. Vér skulum sigrast á I
hinni útlendu Good-templaraher-
sveit, 5. herdeildinni! Niður meS
fasista-templara og prentfirelsis-
óvini; lengi lifi hin frjálsa nor-
ræna, skapandi ölhyggja og víð-
sýni!“
Hannes á homiBK..
Útbreiðið Alþýðublaði®.