Alþýðublaðið - 23.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1941, Blaðsíða 4
ÞR5ÐJUDAG 23. SEPT. 1941 AIÞÝÐUBLAÐIÐ PSIÐJU DAGUR Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög eftir Ger- shwin. 20,00 Fréttir. 20.30 a) Frá Snorra-hátíð í Reyk- holti (H. Hjv.). b) „Víg Snorra Sturlusonar", kvæði Matth. Jochumss. (Þorst. Ö. Steþhensen les). c) Kafl- ar úr Heimskringlu. (Árni Pálsson prófessor). d) ís- lenzk lög. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturvarzla bifreiða: Aðalstöðin, sími 1383. Tilkynning. Frá kl. 9 f. h. á þriðjudag, 23. september 1941, verður settur far- „Esja“ vestur og norður annað kvöld (miðvikudag). artálmi þar sem vegurinn sunnan Hvalfjarðar byrjar. Innan við þennan farartálma er bannað að hafa með sér myndavél, nema hún hafi áður verið innsigluð af skrif- stofu hjá „Base Censor“, á Lauga- veg 67 A, Reykjavík: Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðs- syni ungfrú Inga Arngrímsdóttir og Haraldur S. Sigurðsson. Heim- ili þeirra er á Grandaveg 39. Operettan „Nitouche" verður sýnd annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl: 4 í dag. f Úrslitakappleiknum í Walterskeppninni var frestað . síðastliðinn ~ sunnudag vegna bleytu á vellinum. Verður keppn- in sennilegá n.k. sunnudag. Trúlofun.. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ninna Kristjáns frá ísafiröi og Jón frá Ljárskógum. Frá Líkn, Templarasundi 3. Bólusetning barna gegn barna- veiki hefst aftur og fer fram þriðjudaga og föstudaga kl. 6—7 síðdegis. Hringja verður fyrst í síma 5967 á þriðjudögum kl. 11 —12. Gjafir til væntanlegs húsmæðraskóla í Reykjavík: Frú Sganfríður Hjart- ardóttir 2000,00. Alþýðubrauð- gerðin 1000,00. Kærar þakkir. — Vigdís Steingrímsdóttir. SNORRI STURLUSSON Frh. af 3. síðu. fagra vín var si'lfri skenkt, iog gullin skál mætti greiptim." Þá hefir hinn fróði snillingur látið gamminn geisa of heima alla, bústáði go&a og manna, um gráa fio'meskju og nána samtíð. Þá hefir það gleymzt, að umhverfis hamaðlst fárviðri Sturtangaaldar- innar, bióðugustu aldar fsilands- sögunnar. Vér lítum á skeggöld og skálm- ö'ld eigi síður en Snorri SturJu- sion, þótt ekki berumst vér ís- lendingar á banaspjót innbyrðis. Mundum vér, sem uppi eruan á ö'ld ofbeldis og óhófs, ekkii geta lært af þeirri hófsemi og rétt- sýni, sem fram kemur í vertom þessa sagnfræðings, sem sá böð- ulsöxina gína við siér í1 kjaliar- anum í Reykholti fyrir sjö hundruð árum og sagði: ,,Eigi skal höggva.“ Ragaiar Jóhanuösson. SNORRAHATfÐIN I Reyk- HOLTI Frh. af' 3. síðu. Var j>að mál marina, að Gissur Þorvaldsson mundi hafa ráðið veðrinu þennain dag, en ekki Srorri. í Borgarnesi var veður svo iilt, að „Esja“ gat með engu móti lagzt við bryggju, og lá hún utar á firðinum. Varð það úr, að „Laxfioss“ fl'utt’i gestina út í ,,Esju“. Sjór va,r ósléttiur ug hva.sst. Óða’ra og skipin komu saman, sáu menn, að maður nokkur réð hvatlega til Upp- göngu á Esju og klifraði snar- lega upp, og var fræknieitor hans iofaður. Reyndist þetta að vera Eysteinn, viðskiptamálaráð- herra. Síðan fóaru aðrir, og var það nýstái'legt að sjá hrausta sjómenn fleygja ráðherrum, bisk- ! upum og prófessorum og öönum ; mektarmönnum rnilli skipa eins og fífuvöttium. 1 Var nú gengið til matborða • og komið til Reykjavíkur lum I miðnætti. | Garðyrkjuspingin: Reiknmgar vegna sýnmgarinn- ar verða greiddír í dag og á morgun ki. 2—5 í sýningar- skálanum. HQAMLA BIÓH Það skeði í Parfs Ameríksk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: JACK BENNY, JOAN BENNETT l Sýnd kl. 5, 7 og 9. mMBammmHmmmmmmammi B NÝJA BjÖ Heíjur Kanada (Hearth of the North). Skemmtileg og spennandi ameríksk mynd um hetju- dáðir Canadisku lögregl- unnar. Tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: Dick Foran Gloria Dickson Gale Page. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 .og 9. Jarðarför konunnar minnar, móður og tengdamóður okkar, GUÐRÚNAR ÁSGEIRSDÓTTUR, fer fram frá dómkirkjunni fimmtudaginn 25. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hennar, Bragagötu 38, kl. 1% e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Stefán Runólfsson. Valgarður Stefánsson. Kjartan Stefánsson. Guðmundína Stefánsdóttir. Ragnheiður Jónsdóttir. TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR NITOUCH Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Ath. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svarað í síma. Grænmefisbátariiiii í happdrætti garðyrkjusýning- arinnar féll á numer 16676. 61 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ að henni og var svo ákveðin á svipinn, að Hell gafst upp. — Jæja, og þvað ertu að géra hingað? — Ég þoldi ekki að vera lengur heima. Fólkið var orðið kátt. Ég hugsaði ekki um annað en Hell, alltaf var það Hell og ekkert annað en Hell, Hell, Hell. Og nú er ég loksins kominn hingað — til Elells. —- Já, en, heyrðu mig, Puck. Hefir þér aldrei verið sagt, að þú mættir ekki heimsækja unga menn á nóttunni? — Nei, það hefir enginn sagt mér, og ég læt eng- an segja mér það. Ég vil vera hjá þér, annars eiri ég hvergi. Og þú kemur aldrei framar yfir á Tulpen- land. Pabbi segir, að þú eigir þar ekki heima, og að þú megir aldrei koma þangað framar. En það getur ekki verið satt. Það getur ekki verið satt. Nú er ég orðin seytján ára, eftil vill verð ég níræð. Á ég þá aidrei að fá að sjá þig framar? Svaraðu því, Hell, þess vegna kom ég hingað að ég vildi spyrja þig að því. — Já, en Puek, hverju get ég í raun og veru svarað? Hvað á ég að gera? „ Puck rétti fram báðar hendur, eins og hún væri að ýta einhverju frá sér. — Ó, Hell, sagði hún svo með hægð. — Það hlýtur þú að vita sjálfur. Þú getur ekki heimtað, að ég segi það sjálf. — Hlustaðu nú á mig, Puck, sagði Hell. — Mér líður ekki vel um þessar mundir. Þess vegha skaltu vera góða stúikan og róa heim aftur. Við verðum heldur að tala saman að degi til. Komdu yfir um í bátnum á morgun. Nú vil ég fá að sofa. — Já, þú vilt sofa. Ég vildi, að ég gæti líka fengið að sofa, sagði Puck. — En mér líður hræðilega, Hell. Ég er oft svo hrædd. Nótt og dag finnst mér ég vera að deyja úr hungri. Hjarta mitt hungrar. Stundum langar mig til þess að hljóða, eins og þegar ég var barn. Stundum langar mig til þess að hlaupa burtu, burtu frá sjálfri mér, sama hvert ég fer, upp upp á jökul eða ofan á botn Meyjavatns. i Hell var ekki fullkomlega með sjálfum sér, en þó hafði hitaveikin ekki gersamlega svipt hann. ráði og rænu. Og hann langaði til þess að hjálpa þessari litlu, umkomulausu stúlku. En þá mundi hann eftir May og þá hvarf honum þessi löngun. — Svona yfirspennt máttu ekki vera, Puck! sagði hann stranguf í málrómi. Hann hafði miklar þrautir í handleggnum. — En ætlarðu þá að senda mig heim aftur? Get- urðu alls ekki hjálpað mér? spurði Puck djúpri rödd. — Þykir þér þá ekkert vænt um mig? — Jú, víst þykir mér vænt um þig. En það er hægt að láta sér þykja vænt um á fleiri en einn hátt. Og þú ert bara litla vinkonan mín frá strönd- inni hinum megin. — Þetta máttu ekki segja. Það er ekki fallegt af þér. Hvers vegna hefirðu þá .... Hamingjan góða, hugsaðu þér, hvað þú hefir gert. Þú hefir komið yfir um, klappað mér og kysst mig. Já, mundu það, að þú hefir meir að segja kysst mig oft, og í hvert skipti, sem þú hefir kysst mi'g, hefi ég fengið sting í hjartað. Og síðast, þegar þú komst yfir um .... nei, ég get ekki sagt frá því, ég get ekki skýrt það fyrir þér. En þegar ég geÚekki án þín verið, þá get- urðu ekki sent mig burtu. Hvað átti allt þetta að þýða, fyrst þú elskaðir mig ekki? Hvers vegna gerð- irðu þetta þá? Það get ég ekki skilið. Allt í einu var eins og skugga bæri yfir. Hell lbg- verkjaði í handlegginn, hjartað sló ákaft og æðarnar þrútnuðu. Hann reikaði að rúminu sínu og settist. En Puck kom á eftir honum og bauð honum varirn- ar. Svo tók hún utan um hálsinn á honum, en hann hristi hana af sér og byrjaði að skammast. Allt sumarið hafði hann verið mjög kurteis. Hann hafði soltið, skolfið, unnið eins og berserkur og haft áhyggjur, án þess að láta það á sig fá. Hann hafði sungið og blístrað og látið vel yfir leiðum hlut. Og þó hafði allt gengið á afturfótunum fyrir honum. En hann hafði boðið öllu byrginn og verið vingjarnlegur við alla, sem hann hitti. Það var ekki vafi á því, að Puck var langbezta manneskjan, sem hafði orðið á vegi hans þetta sum- ar. Hún var mjög geðfelld stúlka og aðlaðandi. Og hún hafði gert honum meira gott en nokkur önnur manneskja við Meyjavatn. Henni þótti vænt um hann á allt annan hátt en hinum stúlkunum þótti vænt um hann. Hún var miklu einlægari og var gædd sterkari tilfinningum. Þegar alls var gætt, var þessi litla stúlka frá Tulepenland sennilega göfugri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.