Alþýðublaðið - 24.09.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.09.1941, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPT. 1941 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson, (heima), Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son, (heima), Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. — 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Svikamflla Sjðlfstæðisflobksins. Felix Guðmundsson: Þjóiarviljiin i áfengismálonnm Svar til Morgunblaðsins. er ennþá gijdandi í landinu. AÐ er alkunn staðreynd, að almenningur er oft lengi að átta sig á óvæntum atburðum og fyrirbrigðum, sem fram, koma í þjóðlífinu. Þetta er svo alls staðar og þá að von- um einnig hér á íslandi. ‘ Ein afleiðing þessa seinlætis er sú, að hægt er að stofna og halda uppi heilum stjómmála- flokkum, jafnvel árum saman, sem hafa það að markmiði, að koma þjóðinni undir erlend yf- irráð, án þess almenningur hafi hugmynd um það, hver raun- verulegur tilgangur slíks flokks er. Forystuménn þessara flokka vita, að almenningur er svona seinn að átta sig og þeir reikna með þessum seinagangi. Þess vegna geta þeir sigrað með „leiftursókn“, ef hún er nægi- lega vel undirbúin og kemur á réttum tíma. Standa þá sila- keppirnir uppi fullir undrunar yfir því, að enginn skyldi hafa séð við óþokkunum, og sjá það fyrst á eftir, hverjir höfðu rétt að mæla. Leiðirnar, sem fara verður til þess að viðhalda þessum seinlætis hugsunar- hætti, eru margar. Ein af mörg- um þessara leiða er sú, að tala ávallt eins og allir vilja heyra, Um það er ekki fengizt þó það kosti það, að gerast margfaldur ósannindamaður eða sverja í dag fyrir það, sem sagt var í gær. Það teljá þessir menn ekkji eftir sér, ef hitt aðeins tekst, að halda þjóðinni í blekk- ingaviðjunum þar til „leiftur- sóknin“ getur hafizt og sigur- inn, sem byggist á ósannindum og blekkingum, getur unnizt. Aldrei hefir það komið greinilegar fram í sögu ís- lenzkra stjórnmálaflokka en nú síðustu vikurnar, hvernig þess- ari áróðursaðferð er beitt hér á landi af málgögnum Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðismenn hafa hér í Reykjavík og víðar svokölluð „málfundafélög verkamanna1'. Þessi félög samþykkja áskorun til ríkisstjórnarinnar um að stöðva verðhækkun á landbún- aðarafurðum. Morgunblaðið birtir ekki þá samþykkt af því það blað er lesið nokkuð út um sveitirnar. Hins vegar birtir Vísir þær, af því hann er hvergi lesinn nema í Reykjavik og þar vilja allir fá sem ódýrastar landbúnaðarvörur. Bændur og þingmenn úr Sjálfstæðisflokkn- um fara á fund landbúnaðar- ráðherra og krefjast þess að verðlag á öllum landbúnaðar- afurðum sé stórhækkað. Frá þessari „kröfugöngu" Sjálf- stæðismanna á fund ráðherrans segir hvorki Mgbl. eða Vísir. Hvers vegna ekki? Vegna þess að það fellur ekki í kramið hér í Reykjavík, en þar er fylgið mest. Hins vegar er það notað á laun út um sveitir landsins, að Jón á Akri og Þorsteinn Dalasýslumaður séu aðalfor- ingjar fyrir bændufh landsins um að hækka verðið á landbún- aðarvörum, en Framsóknarráð- herrarnir standi á móti. Ofan á þessa tvöfeldni bæt- ist svo það, að blöð Sjálfstæð- ismanna skrifa um það dag eft- ir dag, að landbúnaðarráðherr- ann standi á móti öllum að- gerðum til lækkunar á dýrtíð- inni. Þau nefna ekki „kröfur“ sinna eigin manna — jafnvel þingmanna, og þau nefna aldr- ei einu orði, að sjálfir ráðherr- ar Sjálfstæðisflokksins láta alveg undir höfuð leggjast að gera skyldu sína í þeim efnum að lækka dýrtíðina, en reyna jafnvel að koma þeirri sök á ' félagsmálaráðherrann, sem er hinn eini af ráðherrunum, sem frámkvæmt hefir allar þær dýrtíðarráðstafanir, sem undir hans ráðuneyti falla, að að- gerðaleysið sé jafnvel honum að kenna. Hvers vegna er Sjálfstæðis- flokkurinn með þessi óheilindi? Hvers vegna segir hann hvorki frá „kröfum“ „Sjálfstæðis- verkamanna“ né „Sjálfstæðis- bænda“? Það er af því, að hon- um er nauðsynlegt að geta enn um stund blekkt fólkið í land- inu svo það sjái ekki gegnum svika- og óheilindavefinn, sem verið er að vefja að höfði þess. Með tilstyrk kommúnista ætl- ar flokkur þessi að ná yfirráð- unum hjá þjóðinni og þá fyrst sér hún hversu blekkt hún hef- ir verið. Sömu blekkingunum er t. d. j beitt í umræðum um kosning- arnar í Norður-ísafjarðarsýslu. Þar er heimtað að kosið sé. ' Hins vegar er ekki minnst á Snæfellsnessýslu, sem búin er að vera þingmannslaus í nærri 2 ár af því þar eiga Sjálfstæðis- menn sökina á drættinum. Og svona er þetta á öllum sviðum. Alls staðar er það aug- ljóst, að tilgangurinn er að blekkja þjóðina og ljúga að henni svo hún uggi ekki að sér og hægt sé að hremma hana í hinni fyrirhuguðu sameigin- legu „leiftursókn' kommúnista og Sjálfstæðismanna þegar heppileg stund kemur. Þetta er ein af þeim mörgu leiðum, sem þekktar eru úr bardagaaðferðum kommúnistá og nazista. Þeir menn, sem í heimsku sinni og niðurlægingu taka slíjkar aðferðir upp, þurfa hvorki að vera nazistar né Þessari grein var neit-aö [um rúm í Miorgtunblaöinu. F. G. Herra ritstjóri Valtýr Stefáns- son, Reykjavík. Þér birtiö í blaði yðar sunnu- dag 7. þ. m. grein með fyrirsögn- inni; ,,Hver er vilji Alþingis í áfengismálun]um?“ Gnein þesSi er þannig úr garði gerð, að það vek- ur iundrun mína, að þér hafið léð slíkri ritsmíð rúm í blaði yð- ar. Ég hefi haldið, að þér vær- uð sá maðurjnn, er miestu réði um það, hvað birt væri i Miorg- unblaðiniu, og ég hefi ekki trúað því, eftir þeirri þó mjög svo tak- mörkuðu þekkingu, sem ég hefi á yður ug ábyrgöartilí'inningu yðar og alvöru sem stjórnanda stærsta blaðsins, sem ú,t er gefið á ís- iandi, að þér undir núveaiaudi kringumistæðtum létuð slíka rit- smíð, sem hér um ræðir, koma í blaði yðar. Ég hefi þó ekki gleymt þeirri stefnu, er blað yða,r hefir haft í áfengismálunium á fyrri tímum, þegar aðeins Is- lendingar byggðu landið, og þarf væntanlega ekki að skilgreinia þann mun, sem á því er að halda áfengi að þjóðinni þá eða nú, þó'að alltaf sé það illt. Mér er kunnugt um, að fjöldi manna Htur svipað á mál'ið og afstöðu blaðs yðar til þess, eins og ég. Þess vegnaa ætla ég að reyna frjálslyndi yðar og þegnskap til kampenda blaðs yðaö þe rra bind- indismanna, sem skipta hundmð- um og jafnvel þúsiundum, og fjölda manna, sem líta á málið Iíkt og þeir, eins og nú síianda sakir. Ég vil enn fremur láta yð- ur vita það, að ég rita ekki Um þessi mál sem einstaklingur af fiordild eða, löngun til að standa í blaðadeilum, heldur ber mér að gea það. Félagsskapur, sem hefir innan sinina vébauda þústindir manna, hefir kjörið mig ásamt fleirum, ti) að ver,a málssvara fyrir málefni það, er það sitarfar að, sem sé að friða landsfólkið fyrir áfenginu. Vilji alþingis. Þessi umrædda grein byrjar á þeirri fráleitu staðhæfingu, að meirihluti þings sé á móti því að áfengissölnstöð- um hefir verið lokað. Þessa stað- hæfingu byggir greinarhöf. á því, kommúnistar. En þeir eru blindaðir af hatri og öfund eða því, sem kannske er enn verra, að þeir eru búnir að missa hæfileikann til að greina á milli lyginnar og sannleikans. Ef haldið er áfram á þessum leiðum, verður afleiðingin of- beldisstjórn og frelsisskerðing. En þessir menn snúa ekki sjálf- ir við á braut sinni. Eina leiðin til bjargar er sú, að almenn- ingur snúi við þeim bakinu og sýni þeim þá rólegu fyrirlitn- ingu, sem þeir eiga skilið. „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir,“ segir Björnsoa og það er sannmæli, en jafnsatt er hitt, að þær leiðir, sem heimskir menn og illgjarnir velja þjóðunum, enda í ógöng- um og hörmungum. Það hefir saga mannkynsins svo þráfald- lega sannað. * að fellf var á alþingi 9. júlí s. 1. að taka fyrir þingsályktun Uip lokuo áfengissölustaðanna. ‘Mér er ekki ljóst, hvort greinarhöf. dregur þessa ályktun og býður hana almennimgi gegn betri vit- u:nd, eða fáfræði hans er svo mikil, að hann ekki veit hirca réttu ástæðlu fyrir því, að málið var ekki tekið til umræðu og at- kvæðagreiðslu. Ég efast ekki Um að þér, þr. ritstjóri, vitið hana, — Þó skal ég geta hennar hér. Rikisstjórnin hafði lýst þvi yfir, að hún óskaöi þess, að ekkert annað mál en það, sem var til- efni þessa þingfundar, þ. e. Bandaríkjaverndin, yrði tekið á dagskrá. Til þess væri ætlast, að þingið stæði ekki nema einn dag. Fram komu þó tvær þings- ályktunartillögiur, siú ,sem hér um ræðir, og önnur frá Sósíalista- fliokknum. Forseti gat þess, að tillagan um lokunina, svo og aðr- ar tillögur, er á dagskrá yrðu teknar, yrðu ekki afgrieiddar nema með afbrigðum frá þing- sköpum, og eins og vitað er, dugar ekki til þess einfaldur meirihluÆi. Atkvæöagneiösla sú, er fram fór í þessu máli, fór því fram einungis um það, hwrt málið skyldi itekið á dagskrá, vit- andi það, að vafasamt var að af- brigði fengjust, svo og það að yrði gamþykkt að tiaka þessa til lögu á dagskrá, myndi fleira fylgja með. Því var það, að þing- menn, sem voru með efni tillög- unnar, en töld'u af nefndum á- sxæðum ekki hægt að taka hana á dagskrá, gieiddu atkvæði á rnöti því, og qnn fnem'ur sátu aö:r- ir hjá þessari atkvæÖagneiðslu, sem beinlínis voru. fylgjandi efni hennar. Það fer því mjög fjarri, að þessi umrædda atikvæða- greiðsla sýndi vilja þingsins um lokunina á áfengissölustöðuinium. Vilji alþlngiskjósmdanna u.m þetta mál hefir kornið mjög gneinilega í ljés, en annað hvort virðir greinarhöf- hainn ekki mik- iils, eða haran gleymir að geta um hann. Er það þó, fremur ólífc- legt. að u:m gleymskiu sé að ræða, því frá áskiorumum nærri 23 þús- u:nd kjósenda um iokun allra á- fengissölustaða hefír verið skýrt í Morgunhlaðinu að ég ætla oftar en einu sinni. Meirihluti alþingiskjósenda í öllum bæjium, þar sem útsölur hafa verið, hafa sfcorað á ailþingi og ríkisstjórn að loka þeim.Auk þess er það vitað, að slðan þessax ásfcoranir voru undirritaðair og sendar, hefír málinu mjög aukizt fyigi um land allt og þó sérstak- iega í bæjumum. Það þarf þess vegna ekki um það að deija, hvað alþingi hefír bofíð að gera í jmál- inu. Kjósendurnir hafa sagt þvi það, og ef lýðræðishollusta þings og stjómar er amnað og xneira en lauslegt skraf Og léleg lioforð, þá er skyldan skýr. Og nú sem stendur eru það ólokin störf að kjósa alþingismenn. Qg á meðan verðuir varla talað um annað meira afgerandi vadd en aiþingiskjósenduma, ef lýðræöi Hver refcur menn út í brenni- vínssnlkjarr? Greinarhöf. fer því næst nokkrum orðlum um fé það, er rikið fleygi frá sér með því að loka fyfír áfengisisölUi, og er nokkuð „Öott“ á ágóðann saman- borið við undanfarandi ár. En líklega hefir það síast inn í höf- uðið á honum, að drykkjiuskap- ur mynidi aukast óðfluga og því miðað gióðann við það, en eins og víndýrkenda er venja, gieymt gersamlega afleiðinguinlum og því fjármagni, sem tiil frádráttar kemur. Þetta ér venja manna með hans hugsiuinarhætti, áfengið vilja þeir hafa laust og sem viðaist á boðstólum, hvað sem pað kostar og hverjair sem afleiðingamar verða. Áfengisdýrfcun og sjálfs- elska em tvö óaðskiljanleg öfl. Annars þarf hvorki Morgunblaðið hé adþingismenn að óttast átölur fyrir tapið. Kjósendur landsins vissu það, að hinn svo nefndi gróði af áfengissölu miundi hverfa ineðan ,lokað væri, og þeir munu ekki harma það. Jafnframt því sem greinarhöf. minnist á tekjutap ríkissjóðs, sem hamn: sjóanlega meiinar lítið með og er auikaatriði hjá honium, talar hann inm, að þingmenn hafi ekki vilj- að hvetja Jandsmenn til að sníkja sér áfengi hjá hinu erdenda setu- iliði. Hér hyggur greinarhöf. al- þingismenniina hugsa nákvæm- iega eins og hann, sem ekkí þekkir nema tvær leiðir fyrir borgarana. Það ex, annaðhv'ori að sníkja áfengi hjá erlendum her- mönnum — eöa neyna að smygla áfengi, eða fá það ólöglega, til dæmis ef eitthvað iféllí til af fjósabmggi. Þá einu sjálfsögðu leið, sem urn er að ræða fyrir álla sæmilega íslendinga, nefnir hann ekki á nafn, það er þá, að neyta ekki áfengis á meðan rík- isstjómin hefír ákveðið að ekfc- erii áfengi skudi selt. Það eitt, að rifcisstjórnin hefír áfcve&ið það, er nóg ástæða, og þegar þait við bætíst, að meiiriMutí kjós- enda hefir krafizt þessa, var það sfcýlauis skylda. Og þegar svö er vitað, að þessar áskoranjr frá kjósendum og ákvörðun rífcis- stjórnar um álgera iofcun fyrir áfengið em fram komuar vOgna öryggis lanidsmainna og sjálf- stæ&ás laridsins, þá er það býsna bari, ab til sfculi vera blaðamenin, sem hafa í hótuinlum um lögbrot ög brennivínssníkjuir hjá eriend- um hexmönnum. Og aÖ stærsta blað landsins skuli birta slíka ritsmíð, er meira en, hart, það er beinlínis óskiljanlegt, því vaTla verður búizt við öðm, en að öll- Um blaðamönnium sé það ljóst, 'að það ervþjóðhættudegt að blöð- in bendi á leiðir til lögbro ta og tedji það afsakanlegt, ef ekfci Sjálfsögt, á sama 'ftma siem dálk- ár bláðanna em fiullir vanidlæt- ingar og örvænta mjög um sið- ferðislífið, alð miinnsta kosti í höfuðstaðnum, og flestir munu vita, og sennilega greiaiarhöf. lika að áfengisnautn er visasta gróðr- arstía hvers kanar siðleysis. pk. á 4. sfBn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.