Alþýðublaðið - 02.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1941, Blaðsíða 4
FiMMTUÐAGUR 2. OKT. 1941. ALÞYÐUBLAÐIÐ IGAMLA BIO Happdræíti hlutaveltu Ármanns dregið var hjá lögmanni í gær upp komu þessi númer: 1. 9935 bókasafn; 2. 15642 matarforði; 3. 14801 fata- efni; 4. 10067 málverk; 5. 13663 frakkaefni; 6. 8233 stór, lituð ljósmynd; 7. 11248 stóll; 8. 17564 skíði; 9. 5109 værðarvoð; 10. 11707 safn af barnabókum. Mun- anna má vitja í Körfugerðina, Bankastræti 10. Vikan sem kom út í dag flytur m. a. þetta efni: „Aldrei gleymist Aust- urland,“ eftir Björn Guðmundsson frá Fagradal. Forsíðumyndirnar eru af Hallormsstaðaskógi og bíl- um í snjó á Fjarðarheiði, Allt eða ekkert, smásaga eftir Peter Cobb o. m. fl. Ármenningar! Vetrarstarfsemi félagsins hefst þriðjudaginn 7. okt. Allar innan- húss íþróttaæfingar verða í íþrótta húsi Jóns Þorsteinssonar, nema sundæfingar verða í Sundhöllinni. Aðalfundur félagsins verður í Oddfellowhúsinu (uppi) mánu- daginn 6. okt. Skrifstofa félags- ins íþróttahúsinu (sími 3356) er opin á hverju kvöldi frá kl. 8— 10 síðd. Félagsmenn! Ungir og gamlir! Takið allir þátt í starf- seminni í vetur og byrjið strax. Eik heitir ný trésmiðja og leikfanga- gerð, sem Kristján Erlendsson tré- smiður hefir sett á stofn og rekur á Skólavörðustíg 10 hér í bæn- um. Tekur þessi nýja vinnustofa að sér alls konar trésrrnði, leik- fangagerð, eldhúss- og búðáinn- réttingar o. s. frv. * SMIPAUTC ERÐ Ensbukennslan við við Háskóiann. EIR stúdentar, sem stunda enskunám viS Háskóla íslands, geta að því námi loknu fengið prófskírfeini frá Cambridgeháskóla. Verður enskukennslan í 2 flokkum í vetui' sem hér segir: 1. Enskunámskeið (talæfing- ar), 25 tímar fyrir þá, sem góða undirstöðuþekking hafa. — Kennslugjald 50 kr., er greiðist fyrirfram (stúdentar ókeypis). Þeir, sem vilja taka þátt í þessum æfingum, mæti í 3. kennslustofu háskólans, mánu- daginn 6. okt. n.k. kl. 6 e.h. 2. Enskunámskeið með prófi. Kennt verður í sérstökum flokki 4 tíma á viku í vetur íþeim, sem að vetrinum loknum vilja taka próf og öðlast próf- skírteini frá Cambridgeháskóla — sem háskóli vor mun hafa samvinnu við. Prófið mun fara fram í vor að nokkru í Reykja- vík, og að nokkru í Cambridge, (skrifleg verkefni verða send þangað og dæmd þar). Prófið mun fara fram á eftirfarandi hátt: Munnlegt próf. Skriflegt próf; a) enskar bók- menntir. b) þýðing úr ensku á íslenzku. c) stíll á ensku. Þeir, sem vilja taka þátt í námskeiðunum, geta innritað sig hjá háskólaritaranum í síðasta lagi 6. okt. n.k. LÍFS 06 LIBNIR (Beyond Tomorrow). Aðalhlutverkin leika: Richard Carlson, Charles Winninger, Jean Parker. SÝND KL. 7 OG 9. ÁFRAMHALDSSÝN- ING KL. 3.30—6.30. Læknir hófonna. Aðalhlutverkin leika: J. Carrol Naish og Lloyd Nolan. Böm fá ekki aðgang. Neð báli ofi Brondi Drums along the Mohawk. Ameríksk stórmynd frá Fox. Tt’ekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverk leika Claudette Colbert, / Henry Fonda. Börn fá ekki aðgéang. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR NITOUCHE Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Ath. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svarað í síma. Stór matsala Við getnm látið borða 2—300 mams i eiun, svo petta verðor stærsta matsala landsins fyrir almenning. Gerið svo vel að reyna viðskiftin. Olvaðir menn fá ekki afgreiðslu. Métel Hekla. ........................ FIMMTUDAGUR t Næturlæknir er Bjarni Jóns- son, Vesturgötu 18, sími 2472. Næturvörður er í Reykjavíkur- •og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand). 20.50 Útvarpshljóinsveitin: Laga- syrpa eftir Beethoven. 21.10 Upplestur: Sögukafii: „Salt jarðar“ (Gunnar M. Magn- úss rithöf.). 21.35 Hljómplötur: Barnavísan eftir Debussy. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Svar til Ólafs Thors frá Jóni Blöndal birtist í Al- þýðublaðinu á morgun. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Bryndís Bjarnadóttir Benedikts- sonar kaupmanns í Húsavík og Sigtryggur Þórhallsson verzlunar- maður á Húsavík. MeS báli og brandi heitir ný mynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það ameríksk stór mynd frá Fox, tekin í eðlilegum iitum. Aðalhlutverkin leika: Claudette Colbert og Henry Fonda. Gunnar M. Mágnúss rithöfundur les sögukafla í út- varpið í kvöld er hann nefnir: „Salt jarðar.“ Jón Magnússon fíl. eand. flytur Minnisverð tíð- indi í útvarpið í kvöld. Spegillinn kémur út á morgun. Samtíðin, októberheftið er nýkomið. Efni: Herbert Casson: Uma verksýni og vinnumistök. 25 ára starf í þágu íþróttamanna, viðtal við Jón Þor- steinsson. Garðyrkjusýningin ’41. Guðm. Friðjónsson: Úm Grímsey og Grímseyinga. Stefan Szenda: Þar, sem bóndinn sveltur og keis- arinn er guð. Ruth Gruber: Bak- dyr Rússlands. Þýzkukennsla fyrir almenning hefst í háskól- anum á morgun kl. 5 síðdegis. Iðnskólinn verður settur íf kvöld kl. 8. rrrrrr^' r:t-si „Esjau Hraðferð til Akureyrar n.k. mánud'agskvöld. Viðkömustað- ir í báðum leiðum: Patreks- fjörður, ísafjörður og Siglu- fjörður. Vörumóttaka á laug- ardag. Stúlkur, sem hafa í hyggju að taka að sér aðstoðarstörf á heimilum hér í bænum eða ut- anbæjar, ættu í tíma að leita til Ráðningarstofu Reykjavík- urbæjar, þar eru úrvals stöður á beztu heimilum fyrirliggjandi á hverjum' tíma. Ráðningar- stofa Reykjavíkurbæjar, — Bankastræti 7, sími 4966. ÖRUSTURNAR í UKRAINE Framhald af 1. siðu. að Þjóðverjar noti nú þar, í, fyrsta sinni í stríðinu í Rúss- landi, svifflugvélar. Þykir það benda til þess, að þá sé alvar- lega farið að skorta hinar venjulegu, vélknúnu flugvélar. Hafa flugvélar rússneska. Svartahafsflotans þegar skotið niður þrjiár þýzkar svifflugvél- ar sunnarlega í Ukraine. ----------------------------------k ,,Nitouche“, óperettan, verður sýnd annað kvöld kl. 8. 68 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ inu og gert okkur að fíflurh með því að róa um eins og steingeit ( klettana hjá Hirzinger-Kees. — Þetta er dálaglegt. Og sundkennarinn, veslings aum- inginn, sá hefir fengið nóg af því daginn þann. Hann kafaði og hann þraukaði allan daginn, þótt hann væri fárveikur. Það er óhætt að bera virðingu fyrir honum, það er nú karl í krapinu. Hann þraukaði á fótum, þótt hann hefði blóðeitrun og ég veit ekki hvaða sjúkdóma aðra. Hann er hraustmenni, það má hann eiga. Hann er íþróttamaður, og hann kvartar ekki, þótt ekki sé allt eins og það á að vera. Og ég er ekki trúaður á, að hann gefist upp alveg að óreyndu. Það er þróttur í honum. Þetta er mesti lireystimaður. Mayreder læknir segir líka, að ef til vill geti eðlishréysti hans bugað veikindin. Og við fcíðum nú og sjáum, hvað setur. Og ef hann er ekki með fullkomnu óráði þá er víst bezt að segja honum, að barónsdóttirin nafi sézt uppi við Hirzinger Kees. Það gleður hann áreiðanlega. — En hvað á að gera við ábyrgðarbréfið? spurði pósturinn. — Setjum nú svo að eitthvað áríðandi sé í I foréfinu, eitthvað, sem má ekki bíða. — Fáðu mér bréfið, ég skal kvitta fyrir hans hönd. Svo getur Matz litli beðið þangað til hann fær fulla maðvitund og fengið hónum bréfið. Hann situr við rúmið hans á hverjum degi, hvort sem er, snáðinn sá ama. Ég verð sjálfur að safna saman þurkunum á kvöldin, ekki gerir hann það, strákanginn. Látum hann bara sitja héma með bréfið. Þetta er þokkaleg saga. Meðan á þessu stóð lá Hell á bakinu í rúmi sínu á spítalanum. Það var bundið um handlegginn á hon- urn, og hvítt ullarbrekánið hófst og hneig vegna hins tíða andardráttar hans. — Æðaslátturinn er ekki hættulegur, sagði yfirhjúkrunarkonan og lagði vinstri hönd Hells með varúð ofan á sængina. Hell var með óráði. Hann' furðaði sig á geysistórum fuglum, sem honum fannst sveima yfir sér. Þeir voru með hvít höfuð og líktust nunnum. Hann hrukkaði brúnirnar. Hann hafði engar þjáningar. — Honum leið vel núna. Tímunum saman fannst honum hann vera að . synda í vatninu við hliðina á May, og þetta var freyðandi, stormæst vatn. Vatnið var blýtt og bylgj- uraar báru þau áfram. Þetta var flóinn. Þau voru í flóanum við Waikiki. Hell þekkti flóann á pálm- unum og hæðunum umhverfis flóann. — Hérna var það, sem Arne Borg æfði sig undir heimsmetið, sagði hann við May. Og um stund leit sýnin út eins og mynd, sem hann hafði oft séð í einni af bókunum sínum. May lá í vatninu við hlið hans. Hún synti rólega, föstum ákveðnum sundtökum. Hell minntist þess ekki, að hann hefði nokkru sinni kynnst annarri eins kyrrð og þetta var skemmtileg sundferð. — Reyndar kom hákarl allt í einu upp og beit hann, í handlegginn, en hann sagði May ekki frá því, svo að hún yrði ekki hrædd, og auk þess fann hann ekki mikiö til. Inni á ströndinni var verið að spila Hono- lulu Shimmy. — Mig hefir alltaf langað til þess að fara brúðkaupsferðina núna til Honolulu. sagði May, og Hell hugsaði um þetta, meðan hann synti. áfram lengra og léngra við hliðina á May. Hann var þá við Waikiki ásamt May, ög þau voru í brúðkaups- ferð. Hann áttaði sig á því núna. Þau höfðu synt svo iengi saraan, að hann hafði steingleymt brúðkaups- ferðinni. — Þarna getið þér séð, að það er hægt að búa í loftkastölum, sagði hann við herra Lyssenhop,- sem kom í heimsókn. Nú sátu þau í silfurglitrandi herbergi í miðjum loftkastalanum, og höllin vagg- aðist, eins og hún væri byggð á skýjabólstrum. May tók vasaklútinn sinn og þurrkaði svitann af enni hans. Hann fann greinilega hönd hennar, og honum: leið vel, en hann var skyndilega orðinn þreyttur. En nú fann hann meira til í handleggnum. þar sem hákarlinn hafði bitið hann. Hann opnaði augun. — Hvernig hafði Matz litli, komizt til Waikiki. Þoks var umhverfis hann, en hann sá þó á stöku stað gegn um þokuþykknið. Fyrst kom hann auga á Matz, sem sat á stólnum við rúmstokkinn, svo sá hann ljósbrúnan vegg, og á veggnum hékk gömul mynd. Hún var mjög óljós, en á myndinni sá hann samt fjall, og á fjallinu var kona. „Heilaga Ursula, bið fyrir oss.“ las Hell á myndinni. Snöggvast fannst honum bókstafimir hrökkva út úr myndinni og færast nær augunum, en þeir hurfu brátt í þokuna aftur. Svo sá hann hringi í loftinu, og þeir dönsuðu umhverfis hver annan, en þetta var fjarlægt og óskiljanlegt. Hann sá ekki May lengux, en hann sá aðra stúlku, sem lá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.