Alþýðublaðið - 04.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.10.1941, Blaðsíða 4
LAUGAKDAGUR 4. OST. Í841. AIÞYÐDBLAÐIÐ ■ GAMLA Blð ■ LÍFS 06 LIBNIB (Beyond Tomorrow). Aðalhlutverkin leika: Richard Carlson, Charles Winninger, Jean Parker. SÝNDKL. 7 0G 9. AFRAMHALDSSYN- ING KL. 3.30—6.30. Lsknir bófanna. Aðalhlutverkin leika: J. Carrol Naish og Lloyd Nolan. Börn fá ekki aðgang. NYJA B(0 I eð báli og Brandi Drnms atong the Mohawk. h Ameríksk stórmynsd frá Fox. Tt'ekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverk leika Claudette Colbert, Henry Fonda. Börn fá ekki aðgéang. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR NITOUCHE Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag: Ath. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svárað í síma. Listsýning f skálanum við fiarðastrætf opnað kl. 2 e. h. á morgnn (sunnudag) LAU GARDAGUR Næturlæknir er Jónas Kristj- ánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Hljómplötur: Lög leikin á harpsicord. 21.40t Upplestur: Úr helgum ritum (séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur). 21.20 Hljómplötur: „Rósariddar- inn,“ tónverk eftir Rich. Strauss. 21.42 Ðanslög. 21.50 Fréttir. 24.00 Ðagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlæknir er Pétur Jakobsr son, Vífilsgötu 6, sími 2725. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa. 12.00 Hádegisútvarp. 15.30 Mjðdegistónleikar (plötur): Frönsk tónlist. 19.30 Hljómpl.: Píanósónata nr'. i 1, Es-dúr, eftir Haydn. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómpl.: Rússn,. kirkjul. 20.30 Erindi: Snorri Sturluson og Reykholt (Sigurður Nordal prófessor.). 21.00 Útvarpshljómsveitin: íslenzk lög. Einsöngur (Einar Ól- afsson; hassi): a Fischer: Eg glaður stend með glas í hönd b) Mozart: O, Isis — c) Ole Bull: í>á einsamall er ég. d) Stenka Rasin; rúss- neskt þjóðlag. 21.35 Hljómpl.: Ýms lög. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. MESSUR Á MORGUN: Messur í dcmkirkjunni: Kl. 11 séra Bj. Jónsson (altarisganga). Kl. 2 Barnaguðsþjónusta (sr. Fr. Hallgrímsson). Kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. , Fyrsta barnaguðsþjónusta. á þessu hausti í dómkirkjusöfnuðin- um er á morgun kl. 2. Nesprestakall. Barnaguðsþjón- usta í Skildinganesskólanum kl. 10 fyrir hádegi. Börnin hafi með sér sálmabækur. Hallgrímsprestakall í fríkirkj- unni á morgun kl. 2. séra Jakob Jónsson. Messað í Laugarnesskóla kl. 2. Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan í Réykjavík. Messað kl. 5. Séra Árni Sigurðsson. Messur í kaþólsku kirkjunni í Landakoti: Lágmessa kl. 6.30 árd. Hámessa kl. 10 árd. Engin síðdeg- isguðsþjónusta. Messa í fríkirkjunni í Hafnar- firði kl. 5. Séra Jón Auðuns. Kálfatjörn. Messa kl. 2. Prófastur Hálfdan Helgason. Ferðafélag íslands heldur skemmtifund í Odd- fellowhúsinu nk. þriðjudagskvöld þ. 7. þ.m. Húsið opnað kl. 8.30. Hallgrímur Jónasson, kennara- skólakennari flytur erindi um Norðurlönd og' sýnir skugga- myndir í litum. Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlun- um Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldarprentsmiðju á þriðjud. Stjórn Alþýðuflokksins kemur saman á fund í Alþingis- húsinu í dag kl. 5 e.h. Verða þar mættir, auk miðstjórnar, fulltrúar flokksins utan af landi. Eimreiðin, júlí—septemberheftið er ný- komið út. Efni: Við þjóðveginn: Árni Pálsson: Snorri Sturluson og íslendingasaga, Vilhjálmur Stef- áiisson: Hefðbundnar villukenn- ingar, Kristmann Guðmundsson: Gömul saga. Guðmundur Hannes- son: Augustin Lodewyckx, Helgi Valtýsson: Þegar ég sat um Henry Ford, Augu’stin Lodewyckx: Frum- byggjar Ástralíu, Sveinn Sigurðs- son: Á Kaldadal, Þórir Bergsson: Nokkur kvæði, Dr. Alexis Carrel: Bænin er vald, Kári Tryggvason: Myndirnar á veggnum, Guðm. E. Geirdal: Pasingala, kvæði o. m. fl. Kaupsýslutíðindi, 28. tbl. er nýkomið út. Efni: gengishækkun óframkvæmanleg. Jas. A. Warsham: Grundvöllur sílumennskunnar, Syrpa, frá bæj- arþingi Reykjavíkur o. m: fl. Gömlu dansarnir verða í kvöld kl. 10 e. h. í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna Nitouche annað kvöld kl. 8. Ársafmæli brezka útvarpsins hér var í gær. Var mjög vandað til dagskrárinn- ar. Við þetta tækifæri flutti Curtis yfirmaður brezka hersins ávarp. Sambandstíðindi, 7. tbl. þessa árg. er nýkomið út. Efni: Dýrtíðarmálin, Lágmarks- kaup í okt. 1941, Uppsögn samn- inga, Félagsdómur í málinu Stein- dór Einarsson gegn Bifreiðastjóra- félaginu Hreyfill, Útgáfustarfsemi M.F.A. og margt fleira. Listsýning verður opnuð kl. 2 e.h. á morg- un í sýningarskálanum við Garðastræti. Áheit á Hallgrímskirkju. Kr. 2.00 frá J.S.J. Guðrún Geirsdóttir er að byrja skriftarnámskeið sín svo sem undanfarin ár. Skátar! Fyrsta sýniferð Reykjavíkur- skáta hefst sunnudag kl. 1.45 frá Miklagarði. Mætið í búningi. Auglýsið í Alþýðublaðinu. Liverpool, Laugaveg. Það tilkynnist kér með heiðruðum viðskittavinum okkar, að við hættum fyrst um sinn rekstri útbús obkar á Laugaveg 76 af peim ástæðum, að húseig- andinn tók húsnæðið til eigin afnota, en húsnæði höfum við enn ekki fengið fyrir útbúið Við munum að sjáífsögðu, svo fljótt, sem þess verður kostur. opna aftur útbú við Laugaveg, en á meðan svo er ekki, munum við afgreiða allar vörur frá aðalbúðinni í Hafnarstræti 5. Gerið svo vel að panta í síma 4201-4202-1135. Vörurnar verða send- ar um hæl. 69 VICKI BAUM SUMAR VIÐ VATNIÐ hreyfngarlaus undir líni, og það leit svo út, sem hún væri dauð . Svo þekkti hann rauða spítaia- merkið, sem var ofið í ábreiðuna. •— Jæja, það er þá svona, hugsaði hann, og nú mundi hann allt, sem gerst hafði. Hægt og hægt rann aí honum morfín- víman. Hann vaknaði til vitundar um þjáningar sínar á ný. Hann reyndi að hreyfa sig ofurlítið. — — Þú mátt ekki hreyfa þig neitt, heyrði hann einhvern segja á bak við sig, einhvers staðar fyrir aftan höfðalagið, og hönd teygði sig fram, til þess að þurka svitann af enni hans. Matz klifraði ofan af stólnum, sem hann hafði setið á og lagði tvö bréf ofan á ábreiðuna. — Nú eru bréfin komin, herra Hell, sagði hann og klifraði aftur upp á stólinn. Hell rendi augunum til bréfanna tveggja á ábreið- unni. Annað bréfið var frá May. Hann reyndi að vakna af morfínvímunni og þreifaði með vinstri hendi eftir bréfinu. Hann var veikur. Hann mundi það núna. Það var eitthvað að hægri handleggnum á honum og það hafði verið skorið í hann, og nú lá hann í spítalanum. Hann hafði ekki áttað sig vel ennþá, en það var áreiðanlega höndin á honum, sem hélt á bréfi frá May. Hann bar það alveg upp að augunum, hann. þekkti aftur rithön^lina hennar, enda þótt honum finndist í vímunni stafirnir hrynja sundur og detta. Stundarkorn lá hann hreyfingarlaus og gat enga björg sér veitt. Svo bar hann það upp að munninum og reyndi að rífa um- slagið með tönnunum. En hann gat það ekki. Hann varð fljótt þreyttur og varð að gefast upp við svo búið. Þá heyrði hann umgang bak við höfða- lagið. — Á ég að opna bréfið og lesa það fyrir þig? spurði feimnisleg rödd. Hell brosti og varð ekki neitt undrandi, þegar hann kom auga á Puck. — Þarna er þá Puck kominn, sagði hann ánægð- ur. — Mig hefir dreymt svo undarlega um þig. — Já, ég veit það. Þig hefir ekki dreymt það allt. Þú leitaðir líka að mér. Þú leitaðir að mér í vatninu, þangað til ,leið yfir þig og þú varst borinn heim, sagði Puck og leit riiður. Hún hafði farið í hvítan kyrtil af einni Ursulasysturinni, og hann var henni alltof stór. — En ég var alls ekki í vatninu. Fólk er svo heimskt. Því dettur alltaf það versta í hug. Hvers vegna hefði ég svo sem átt að stökkva f vatnið? — En hvar varstu þá — Þarna efra. Ég hljóp upp í fjöllin, til þess að reyna að gleyma þessu. Það er gott að vera þarna uppi, þar hugsar maður ekki um lítilfjörlega hluti. Ég var uppi á Eisemen Zahn í þrjá daga og tvær nætur. — Já, það var rétt. Það getur verið ágætt að vera þar efra, það er ég sannfærður um. En líður þér betur núna? spurði Hell vingjarnlega, enda þótt hann þyrfti að neyta ýtrustu orku, til þess að halda meðvitundinni vakandi. Puck kinkaði kolli. Já, nú er ég búin að jafna mig, en á ég að lesa fyrir þig bréfið? spurði hún feimnislega. Hell leit á bréfið og ” hikaði við. Jæja, látum það svo vera, það var bara. Puck, sem fékk að sjá það. — Kæri vinur, byrjaði Puck og las eins og skólastelpa, sem. er að lesa stílinn sinn upphátt. — Nú höfum við verið í Gossensass í þrjá daga. Það finnst mér leiðinlegur staður. Það getur veriS gaman að vera hér á skíðum, en á sumrin er ekkert varið í að vera hér. í vikulokin förum við til Ber- línar. Það er nú hægt að koma tauti við pabba aftur. Næst skaltu fá lengra bréf. Mig langar til þess að eignast mynd af þér. Margir kossar! Þín May. — Það er hér líka annað bréf, flýtti Puck sér að segja, því að henni var ekki sama um alla þessa kossa, sem stóðu í bréfinu, þrátt fyrir það, að hún hafði heitið sjálfri • sér því að vera nú skynsöm stúlka og ekki krefjast neins, handa sjálfri sér. —- Hér er annað bréf, viltu, að ég lesi það fyrir þig' líka? Hell var þegar farið að dreyma um May. — Andartak var hann, aftur í Honolulu, og þung augnalok hans höfðu sigið saman. — Hlustarðu á? spurði Puck. Hann neytti ýtrustu orku til þess að hrista af sér vímuna, og í einu vetfangi var hann. kominn frá Waikiki til Ursuluspítalans og inn í rúm, og hann reyndi að falla ekki aftur í dá. — Já, lestu bara, sagði hann og reyndi að lít.a glaðlega út„ Puck opnaði bréfið og byrjaði að lesa: ,,Kæri doktor Hell! Fyrir átta dögum kom ég heim frá Bandaríkjun- um og hóf þá strax að nýju samninga fyrir yðar hönd við kvikmyndafélögin, og nú veitist mér sú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.