Alþýðublaðið - 16.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.10.1941, Blaðsíða 4
FXHMTUDAGUR 16. OKT. 1641. AIÞÝÐDBIAÐIÐ FIMMTTJDAGUR Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, simi: 2581. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Lög úr nEvu“, óperettu Lehárs. 21.10 Upplestur: „Skagstrendingar og Skagamenn" eftir Gísla Konráðsson (Bjöm L. Jóns- son veðurfræðingur). 21.30 Hljómplötur: Andleg tónlist. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Úlfurinn á njósnarveiðum heitir spennandi njósnaramynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkin leika Warren William og Ida Lupino. Jarlinn af Chicago heitir mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkið leikur Robert Montgomery. Teknir úr umferð f fyrrinótt voru fjórir menn tekn ir úr umferð fyrir ölvun á almanna færi. „Á flótta“ heitir leikrit, sem Leikfélagið frumsýnir næskomandi sunnudag. Leikendur eru: Soffía Guðlaugs- dóttir, Emilía Borg, Lóló Jónsdótt- ir, Valur Gíslason, Haraldur Björns son; Jón Aðils, Lárus Pálsson o. fl. Ný skóvinnustofa verður opnuð í dag á Framnes- Danzskóli Rigmor Hanson. Æfingar hefjast í næstu viku fyrlr börn, unglinga og fnllorðna. — Einnig einkatímar og steppflokk ar. — Allar uppl, i sima 3159. veg 29. Eigandi hennar er Maríus Th. Pálsson. Dansskólt Rigmor Hanson hefst í næstu viku. Þar verða kenndir bæði sam- kvæmisdansar og step fyrir börn, unglinga og fullorðna. Gagnfræðaskóli Akureyrar var settur í gær af skólastjóra Þorsteini M. Jónssyni. Nemendur í aðalskólanum verða 96, og í kvöld deildinni 55 nemendur. Almemia kifrkjufundinum er nú lokið. Var rætt um safnað- arstörf,. gildi kristindómsins o. m. fl. Tvæt manneskjur dinar af pvf að drekka tréspíritns Einn fárveiktlst, en hefir nn náð sér. SÍÐASTLIÐNA þriðjudags- nótt andaðist maður austur í Rangárvallasýslu og kom í ljós við rannsókn, að banameinið var áfengiseitrun. Hafði maðurinn neytt áfeng-is síðast liðinn sunniudag. Á mánu- dagsmiotgnn kenndi hann lasdeika ög á þriðjudagsmorgiun var hann örendur. Sýslumaðurinn í Rangárvalla- sýslu kom hingað til bæjarins í gær iog hafði meðferðis flösku með lögg á, sem fannst í tjaldi og maðurinn hafði drukkið af. Viið rannsókn kom í ljós, ab á flöskunni var tréspíritius. Þá hafði annar maður, sem neyttii vins, orðið veikur, og var tvísýnt um liif hans í fyrrinótt. En í gær- morgun var hann talinn úr allri hættu. Taldi laiknirinn ekki vafa á því, að hann hefði fengið á- fengiseitrun. Þá er nýlátin hér í bænum kona, sem álitið er að hafi dáið af áfengiseitrun-. Sjilfritudí dýptar- mælar í tvo sam- mnnafélagsbita i tsafirði. Samskonar tegnnd og brezki flotinn notar. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins ísafirði í morgun. IGÆR var ýmsxmi mönum hér boðið í ferð með sam vinnufélagsbátnum „Vébirni“. Tilefnið var það að nýlokið er við að setja dýptarmælir af full komnustu tegimd í bátinn. Er þetta fyrsti vélbáturinn af þessari stærð, sem dýptarmæliir er settur í. Dýptarmælar af þéssiari teg- jund eru í „Esju“, „Skaftfelilmgi“, „Helga“, „Rickhard" og toganan- um „Garðari“. — Þetta er sjálf- rítandi dýptarmælir, gerður eftir „patenti“ brezka flotans. Þá er verið að setja dýptar- mæli af sömu tegund í samvinnu- félagsbátinn ,,Aúðbjom“. Skipstjórj á „Vébimi" er Hall- dór Sigurðsson, sem e'r elzti fer- maðurinn á isafirðú rúmlega sex- tugur að aldri, hefir verið fer- maður í rúm 40 ár og byrjaði í fyrsta skipti að stunda togveiðar á „Vébirni“ á vertíðdnni í fyrra. Bámarksálagning ð- hveðin á erlendnm skófntnaði. Áóhí ¥ar álagnlngin frjáls. VERÐLAGSNEFND sam- þykkti á fundi sínum í gær hámarksálagningu á erlendum skófatnaði, en á þessa vöruteg- ■gamla bio ■ Jarlinn af Cbicago (Töe Earl af dÉfcago) Amerisk sakamálakvikmynd með Robert Moatgowery Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.30.6.30 ■jaiMP'1'."”,. . -(g ■iiiriait.' Vðrðnr laoanna (The Marshall of Mesa City) Cowboy-mynd með George Ó Brien ■ NÝJA B)Ó B Úlfurinn á n]ósnaraveiðum (The Lone Wolf Spy Hunt). Spennandi njósnaramynd Aðalhlutverkin leika: WAREN WILLIAM og IDA LUPINO. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lækkað verð kl. 5). Innilegt þakklœti fyrir auðsýnda samúð við frá- fall mannsins míns og föður Einars Kristjánssonar sbipstjóra á e.s. Heklu. Guðrún Einarsdóttir og dóttir. und hefir álagning hingað til verið frjáls. Álagningin var ákveðin eins og hér segir: 1. Gummískófatnaður, að und anskildum kvensnjóhljfum og kvenskóhlífum og strigaskóm með gummíbotnum, sem falla undir 3. flokk: í heildsölu 12% og í smásölu, þegar keypt er af innlendum heildsölum 27%, en þegar keypt er beint frá útlönd- um 37%. 2. Götu- og samkvæmisskór kvenna: í heildsölu 12%, í smá- sölu, þegar keypt er af lager 37%, en 47% , þegar keypt er beint. 3. Allur annar skófatnaður 12%, 32% og 42%. Spegillinn kemur út á morgun. ALÞINGI Framhald af 1. síðu. í dag kl. 1.30 verður fundin- um haldið áfram. Eins og kunn- ugt er standa yfir umræður um. viðskiftasajnni,nga okkar við Breta og Bandaríkjamenn. ÁVEXTIRNIR málum. Enda var þetta haft í. huga, er við sömdum vð Banda- ríkin um að þau tækju að sér hervernd landsins. Or'ffsending til blindra manna frá Blindra- vinafélagi íslands. Þegar manntals skýrslur eru útfylltar, er nauðsyn- legt að geta blindra manna í at- hugasemdadálk með bókstafnum B. Það hefir mjög brunnið við á síðari árum, að blindra manna hefir ekki verið getið í skýrslum þessum og þar af leiðandi ekki mögulegt að ná til þeirra. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. — Viltu þá . . . —? Hún átti í mikilli innri baráttu. Vissulega var hann fallegur. Og það hlaut að vera töfrandi að vera landstjórafrú í Bengal og hafa fjölda þjóna. — Þú segir, að þú þurfir að vera tvo til þrjá daga fjarverandi? — Já, sennilega þrjá. Sefair þarf að fara bráð- um til London aftur. — Viltu bíða eftir svari þangað til þú kemur aftur? — Auðvitað! Eins og á stendur finnst mér það mjög skynsamlegt. Ég er sannfærður um, að það er fyrir beztu, að þú skoðir huga þinn vel um þetta mál, og ég lít svo á, að ef þú ætlaðir að svara neit- andi, þá þyrftirðu engan umbugsunarfrest — Það er líklegt, sagði hún. — Þá skulum við láta við það sitja í bráð. En nú verð ég að flýta mér svo að ég missi ekki af lestinni. Hún fylgdi honum út að bílnum. — Vel á minnst. Hefirðu sagt prinsessunni, að þú gætir ekki komið í kvöld? Þau höfðu ætlað að fara í kvöldveizlu, sem gamla prinsessan, San 'Fernando, ætlaði að halda þá um kvöldið. — Já, ég hringdi til hennar og sagði, að ég neydd- ist til þess að fara frá Florens og verða fjarverandi í fáeina daga. — Sagðirðu henni frá því, hvers vegna það væri? — Þú veizt, að hún er gamall harðstjóri, sagði hann brosandi. Hún var að reyna að telja mig frá því að fara, þangað til ég sagði henni hvað um væri að vera. — Ó, hún finnur einhvern í þinn stað, sagði Maria. — Ég vona, að þú fáir Ciro til þess að fara með þér, fyrst ég get ekki farið, sagði hann. — Það get ég ekki. Ég leyfði Ciro og Ninu að fara út. — Ég hygg, að það geti verið hættulegt fyrir þig að aka ein úti! á hvaða tíma sólarhringsins, sem er. En ég vona, að þú haldir loforð þitt við mig. — Hvaða loforð? Ó, að hafa skammbyssuna með þér. Ég held, að það sé hlægilegt. Vegirnir hérna í héraðinu eru alveg jafn öruggir og vegirnir í Engl- andi. En ef þér líður betur, þá skal ég taka hana með mér. Edgar vissi að Maria hafði gaman af því að aka ein um vegina, og eins og aðrir Englendingar, áleit hann, að allir útlendingar væru stórhættulegir fyrir menn. Hann vildi því endilega lána henni skamm- byssuna og fékk hana til þess að lofa sér því að hafa hana alltaf með sér, ef hún færi ein út. — Hér í sveitinni er fjöldi af hungruðum vesal ingum og peningalausum flóttamönnum, sagði hann. — Ég verð því ekki í rónni, nema ég viti það, að þú getir varið þig, ef hættu ber að höndum. Þjónninn stóð úti við bílinn og opnaði bílhurðina fyrir hann. Edger tók fimmtíu líra seðil upp úr vas- anum og fékk honum. — Heyrið mig, Ciro, sagði hann. — Ég fer í burtu og verð fjarverandi í fáeina daga. Ég get ekki fylgt ungfrúnni í veizluna í kvöld. Sjáið um það, að hún hafi skammbyssuna með sér, þegar hún fer. Hún lofaði mér því. — Ég skal sjá um það, herra, svaraði þjónninn. II. Maria var að snyrta sig. Nina stóð bak við hana. horfði á hana með athygli og bauð henni aðstoð sína. Nina hafði verið svo lerigi hjá Leonardsætt- inni, að hún gat talað ofurlítið í ensku, og þessa fáu mánuði, sem Maria hafði verið á Ítalíu, hafði hún lært ofurlítið í ítölsku. Þær gátu því talað saman án nokkurra erfiðismuna. — Heldurðu að ég sé búin að bera á mig nógu mikið af rauðum lit, Nina? spurði Maria. — Ungfrúin hefir að eðlisfari svo fallegan . and- litsroða, að ég er sannfærð um, að þetta verður nægi- legt. — Hinar konurnar í veizlunni mála sig allar, og ef ég geri það ekki líka, verð ég, eins og afturganga, sagði hún. Hún fór í kjólinn, setti á sig skartgripina og lét lítirin,. fallegan hátt á höfuð sér. Veizlugestirnir áttú að hittast í veitingahúsi, sem stóð á öðrum bakka Arno-árinnar, sem var frægt fyrir góðan mat. Og þar var mjög fagurt um að litast, ef setið var þar úti um júní-kvöld. Gamla prinsessan hafði komist í kynni við söngvara, sem hún hafði mikið álit á,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.