Alþýðublaðið - 16.11.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1941, Blaðsíða 4
MANUDAfiUR 16. N6V. 1941. AIÞÝÐDBIAÐIÐ MÁNUDAGUR Næturlæknir er Bjarni Jónsson, Vesturgötu 18, sími: 2472. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. , ÚTVARPIÐ: 20.30 Um daginn og veginn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 20.55 Þættir úr Heimskringlu, II (H. Hjörvar). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Saensk- ar þjóðvísur og dansar eftir Hyden. Einsöngur (Heraaann Guðmundsson): a) Halld. Jónss.: Lóur. b) Karl O. Run.: í fjarlægð. c) Langemöller: Mansöngur. d) O, faðir (finnskt lag). e) Tosselli: Mansöngur. Listsýningu hafa þau hjónin Barbara Moray Williams og Magnús Árnason opn- að í Þjóðminjasafninu. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Guðdís Sigurðar- dóttir og Kristbergur Jónsson Laug Biskupstungum. Friðrik H. Fljózdal. Það er ekki rétt, sem blað skýr- ir frá í gær að vestur-íslenzkur maður Friðrik H. Fljótzdal sé for- maður bandalags jámbrautarverka I Laugarneshverlið vanfar dreng eða stúlku, til að bera At Alþýðublaðið. Eyflrðiogafélagið heldur fyrsta skemmtifund sinn á þessum vetri annað kvöld í Oddfellowhöllinni kl. 8.30 e. h. Til skemtunar verður: Ræðuhöld, einsöngur, uppiestur og dans. Aðgöngumiðar við innganginn. Allir Eyfirðingar og gestir þeirra velkomnir. Skemmtinef ndin. manna í Bandaríkjumum. Fljótzdal var formaður þess um langt skeið, en hann hætti því fyrir aldurs- sakir fyrir 1—2 árum- og nýr maður er tekinn við. Rússagildi heldur stúdentafélag háskólans í kvöld í Ooddfellowhúsinu. Hefst það með borðhaldi kl. 9. Frjáls verlzun, októberheftið er nýkomið út. Efni: Verðbólgan og orsakir henn- ar, Verzlunarskólinn og menntun verzlunarmanna, Vöruhúsið 30 ára ög vefnaðarvöruverzlunin, Guð- mundur Thorgrímsson, eftir Jón Pólsson, Jóhann Ólafsson & Co. 25 ára, Bardaginn um olíuna, Félags- heimili V. R., Um sölumennsku o. fl. Kaupsýslutíðindi eru nýkomin út. Efni þessa tölu- blaðs er: Utanríkisverzlunin, Syrpa Þórarinn Egilsson sextugur, Grund völlur sölumennskunnar, notið skýringamyndir, eftir Jas. A. Warsham, Úr reikningum Búnað- arbankans, Smásöluverðið, Bæjar- þing Reykjavíkur o. fl. Syndararnir sjö heitir mynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Mar- lene Dietrich, John Wayne og Mischa Auer. „Við lifum eitt sumar“. Áskriftarlisti fyrir þá, sem ætla að eignast tölusettu eintökin af bókinni, liggja nú frammi í bóka- verzlun Eymundsen, Isafoldar og Kron. HtlLDSOLUBIRGfilR: ARNi JONSSO N , HAPNARST.5,REYKJAVIK Iinbrotafaraldnr er nú í bænDin. 30 kgr. af brenslusprftti og einu útvarpstæki stolið. ALLMIKIÐ er nú um inn- brot og smáþjófnaði hér í bænum og er sakamálalög- reglan önnum kafin við þau mál. Um hfilgina var t. d. brotizt jinn í vitagagnabúrið við Klapp- arstig, iog va;r stolið þaðan brú&a, GAMLA BÍÚM Andy Hardy á hiðilsbuxum Aðaihlutverk leika: Lewies Stone Mickev Rooney Cecilia Parker Fay Hoiðen Sýnd klukkan 7 og 9. Áframhaidssýning kl. 3.30-6.30 MEÐ OPSAHRAÐA gamanmynd með GEORGE FORMLEY NYJA bió b Syndararnir sjö (Seven Sinners). Aðalhlutverkin leika: MARLENE DIETRICH John. Wayne og Mischa Auer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5.) Börn fá ekki aðgang. Félag nngra jafmadarmanaia: Aðalfnndnr félagsins verður í kvöld mánudag 17. nóv. kl. 8.30 e. h. í Iðnó uppi. » Dagskrá samkvæmt félagslögum. Félagar fjölmennið og mætið réttstundis. STJÓRNIN Jarðarför mannsins míns HALLDÓRS JÓNSSONAR kaupmanns frá Varmá fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hins látna kl. 1.30 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í Fossvoigi, Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jónína Þorsteinsdóttir sem á voru 'um 30 kg. af b renu'sluspTÍtti. Þá hafði verið buotizt inn í veitingastofu við Laiuffásveg og Reykjavíkurvneg og stoliið þar út- varpstæki. Enn fnemiur hafa verið fleiri om n'Ín UA t V, • n >£ tlv. W. SOMERSET MAUGHAM: E>rír biðlar — og ein ekkja. Það hefði verð auðvelt að skrökva að honum. Hún vissi ekki, hvað það var, sem vamaði henni þess. — Ég sagði þér, að ég væri ekki laus og liðug. Það er ómögulegt, að við getum hitzt aftur. Þú vilt ekki eyðileggja láf mitt, er það? — Ég verð að fó að sjó þig aftur. Aðeins einu sinni. Annars dey ég. — Vinur minn! Þú ert órýmilegur. Ég hefi sagt þér, að það er ómögulegt. Við verðum að skiljast að fullu og öllu. — En ég elska þig. Elskarðu mig ekki? Hún hikaði við andartak. Hún vildi ekki vera ó- vingjarnleg við hann, en hún sá, að ekki þýddi leng- ur annað en að segja sannleikann. Hún hristi höf- uðið og brosti lítið eitt . — Nei. Hann starði á hana, eins og hann gæti ekki skilið hana. fívers vegna fórstu þá með mig hingað. — Þú varsit einmana og örvæntingarfullur. Ég vildi gera þig hamingjiusaman stundarkom. —« Ó, en hve það rar grimmilega gert. En hve það var miskunarlaust! Rödd hennar titraði: — Segið það ekki. Ég ætlaði ekki að vera grimm eða miskunarlaus. Hjarta mitt var fullt af viðkvæmni og samúð. — Ég hefi aldrei óskað eftir samúð þinni. Hvers vegna lofaðirðu mér ekki að vera í friði. Þú hefir sýnt mér inn í heiminn, en nú var.par þú mér til jarðarinnar aftur. Henni sýndist hann stækka, þegar hann hreytti í hana þessum orðum. Það var eitthvað raunalegt við reiðiorð hans. Henni hafði aldrei dottið í hug, að hann gæti tekið þessu svona. — Ef til vill hefi ég verið heimsk, sagði hún. — Ég hafði aldrei í hyggju að gera þér mein. Ástin skein ekki úr augum hans lengur, heldur kuldi og reiði. Fölt andlit hans hafði orðið enn þá fölara, og það var eins og helgríma. Hún varð óróleg. Nú var henni orðið það Ijóst, hversu heimskulega hún hatfði farið að róði sínu. Þjónarnir svátfu í hinni álmu hússins, og þeir myndu ekki heyra til hennar, þó að hún kallaði á hjálp. Nú varð hún að hafa vald á sér og sýna honum, að hún væri ekki hrædd. — Mér þykir fyrir þessu, sagði hún dautflega. — Ég hatfði aldreí í hyggju að særa þig. Mér þætti vænt um, ef ég gæti gert eitbhvað fyrir þig. Hann gretti sig. — Hvað ætlarðu að gera? Hefirðu í hyggju að bjóða mér peninga? Ég vil ekki peninga þína. Hvað hetfirðu mikla peninga á þér? Hún tók töskuna sína, sem Lá á borðinu, og þegar hún opnaði hana, fann hún skaimnibyssuna. Hún hrökk við. Hún hafði aldrei á ævi sinni hleypt skoti úr skammibyssu. En það var, heimskulegt að láta sér detta í Jhug, að til þess þyrfti að koma. En það var samt heppilegt, að hún skyldi hafa skammlbyssuna. Edgar hatfði verið fyrirhyggjusamur. — Ég hefi hér tvær eða þrjár þúsundir Mra. Þær myndu duga þér, til þess að komast til Sviss. Þú vær- ir öruggari þar. Þér er óhætt að trúa því, að mig munar ekkert um að láta þig fá þessa peninga. — Auðvitað munar þig ekkert um það. Þú ert rík, er ekki svo? Þú ert nógu rík til þess að geta borgað fyrir skemmtun einnar nætur. Þarftu aHtaf að borga elskhugum þínum? Dettur þér í hug, að ég myndi lóta mér nægja þessar fáu lírur, ef ég væri að sækjast eftir peningum. Ég myndi taka perl- urnar atf hálsinum á' þér og armíböndin af hand- leggjum þínum. » — Þú getur fengið þau Mka, ef þú vilt. Mig langar ekki vitund til að eiga þau. Ég á eitthvað atf skart- griipum á náttborðinu. Þú mátt taka þá Mka. — Vonda kona- Ertu svo gerspillt að þú álítir að hægt sé að versla með alla menn? Þú ert fífl! Ef ég væri gráðugur í peninga, hefði ég getað gengið nazistunum á hönd. Ég hefði ekki þurft að verða útlagi. Ég hefði ekki þurft að svelta. — Drottinn minn dýri! Geturðu ekki skilið mig? Ég ætlaði að gera þig hamingjusaman, en þér finnst ég hatfa valdið þér sorg. Og ég vil, að við sættumst. Ef ég hefi gert þér mein, bið ég þig fyrirgefningar. Ég vildi aðens gera þig hamingjusaman.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.