Alþýðublaðið - 25.11.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.11.1941, Blaðsíða 4
mmmmAtm. ai> wsr. m. 1 ALÞÝÐPBLADIÐ miÐJMDAGUR Næturiæknii* íer H Björgvin SSm-jsson, Laufáswgi ll,' aími: 3U5. Næturvöröur er. í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 3O.-30 Erindi: Sjálfstæðisimrátta íslendinga á 14. öld, II (Árni PSlsson prófessor). 31.00 Tónleikar Táinlistarskólans: Kinleikur á fiðlu: Björn Ól- afason (píanó: Árni Kristj- ánsson): a) Tomaso Vitali: Oharonne í grmoll. b) Dvor ák-Kreisler: Slavneskur dans í e-.rn.oll, c) C. Cui: Drienilali^. d) Ð. Noacék: Perpetuum mobile. 21.20 Hljómplötur: Fiðlukonsert í D dúr. Op. 21. eftir Chaus son. •c- Cyrll Jackson flytur háskólafyrirlestur í 1. tóen.nslustofui háskólaps klukkan •.15 í kvöld. Fjallar fyrirlestur- inn um héraðið Somerset í Engl- andi, en við það eru margar sögu- liegar minningar tengdar. Skugga- myndir verða sýndar með fyrir- líestrinum. Hmflutnmgurmu í októbermónóui s. 1. nam kr. 100.030.25. Á sama tíma í fyrra aam hann kr. 55.924.400. Fiskbirgðir námu 31. okt. s. 1. 9811 þurrum tonnum. Á i sama tíma í fyrra aámu þær 5 829 þurrum tonnum. Útflutuingurinn 31. okt. nam kr. 157.029.300. Á sama tíma í fyrra nam hann kr. 100.962.240. Fiskafli í salt nam 31. okt. s. 1. 18.146 þurrum tonnum: Á sama tima í fyrra nam hann kr. 15.609 þurrum tonnum. 'Eónlistarfélagið og Leikfélagið sýna „Nitouche“ annað kvöld kl. 8. Karlakórinn Fóstbræður heldur samsöng í kvöld í Gamla Bíó kl. 11.30. Næsti samsöngur verðui* á " miðvikupagskvöld kl. 11.30. 82 ára er í dag Þuríður Guðmundsdótt- ir Elliheimilinu. 60 ára er í dag Guðmundur Jónsson skipstjóri frá Tungum, nú til heim- ilis á Vesturgötu 52 B. Hann hefir undanfarið verið skipstjóri á línu veiðaranum ,,Freyja“. Tilkynning írá brezka setuliðinu. Næturakst ur fer fram á veginum að Geithálsi og Hafravatni á milli kl. 18.00 og 20.30 í kvöld 25. nóvember: Ekið verður án ljósa. Fangelsi fyrir árás ogþjQfnað DÓMUE var nýlega kveðinn upp í aukarétti Reykjavík- ur í málinu réttvísin gegn Kristj áni Röðuls Guðmundssyni. Hafði hann að ósekju ráðist að samverkamanni sínum og bar- ið hann svto að sá á honuim. Hafði hann áður vérið dæmdur fyrir árás og þjófnað. Var hann dæmdur í 30 daga fangelsi ósltilorðsbundið úg auk þeess var honum gért að greiða 500 krónuir í skaðabætur fyrir vinnutap, iæknishjálp og líkams- lýti. iÓHAHNÁ EGtUSOÓTTIR SEXTtU AjRA Frh- af 3. siðu. fremstu röð þeirra, sem starfað haÆa í alþýðusamtökunum hér. Ávalt Ihefir hún haft tíma til aiLIs, sem gera Iþurfti, Alitaf jafn ráðíholi, djörtf og ósérhlífin. Aldrei hefir hún eitt augnaMik misst sjónar á markinu né hvik- að frá því, sem hún taldi rétt. í Henni er stéttarvitundin, skiln- ingurinn á hlutJverki og aðstöðu verkalýðsdns, í iblóð 'borixm. Hún er engin málrófskona og öll kreddutrú er íbenni fjarri skapi. Hún er nútíma verka- kona, fulltrúi hins lifandi lífs, alltaf viðíbúin að mæta viðhorfi líðandi stundar. Hún er búkona á góða og gamla sveitavísu, for- sjál og fyridhyggjusöm, rasar ei um ráð fraim, en þrauthugsar hvert mál. Ekkert er henni f jær skapi en þróttlaust kröfpskvald ur og tilefnislausar sesingaræð- ur. En enginn fylgir fastar eft- úr en hún þeim krafum, sem við lit er að koma fram; teíliir bún þá stundum á tæpt vað og beit- ir fyllsta kappi, en jafnan þó með forsjá. Og enginh kann ibetur en hún að meta gildi skörulegra kosningaræðna þeg- ar mikið liggur við og hún vill samstilla bugina til djarf- legra átaka. Hún kann jafn glöggt að meta styrk félagsins, sem hún stjórnar, og aðstöðu hins aðilans, er það þreytir kapp við. Oft hefir verið gestkvæmt hjá Jóhönnu. Margir hafa þurft til hennar að leita um aðstoð og ráðleggingar. Jafnan hefir hún veitt það, sem hún gat bezt, þótt hvorki hefði hún af- lagu fé eða fríðindi. Margur kom kjarklaius. en fór aftur djarfur og eirrbeittur. Haxaldur Guðmundsson. Soffía Ingvarsdóttir skrifar: Jóhanna Egilsdóttir er nú sextug kona. Þau tímamót æfi hennar vekja til umhugsunar þá, er hana þekkja. Þó frú Jó- hanna sé fníö kona og aldurs hennar gæti ekki mjög mikið, þá sézt, ef að er gáð, að svipur hennar og andilit er markað og mótað af baráttu. Út af fyrir sig er næg lífsbar- átta lögð á herðar hverri fá- tækri húsfreyju, er vinnur í sveita síns andlitis við hlið manns síps til að koyia áfram búi sínu og börnum. En jafn- framt þessu hlufskipti sínu hef- ir frú Jóhanna fœrzt annað langt um erfiðara í fang. Hún hefir tekið virkan þátt í bar- áttunni fyrir bættum kjörum annarra. Það er sú barátta, er hefir mótað svip hennar. Fyrir fáum ánatugum sáðan tóku nokkrir íslenzkir menn og konur jafnhliða sínu eigin stri.ti upp baráttuna fyrir aðra. Þessi fámenni hópur myndaði sam- tök. Samtökin uxu og urðu heill stjórnmálaflokkur — Al- þýðuflokkurinn. Aljþýðuflokkurinn er svo unigur, að hann á enn marga af frumherjum sínum í starfi. Meðal þeixra er Jóhanna Egils- dófctir. Á sextugasta afmælis- ðegi hennar er gott að minnast þess, hve ótrulega miklu af á- hugamálum Ailþýðuflokksins hefir tekizt að koma í fram- kvæmd. Alþýðuflokkurinn hefir ger- breytt lífsháttum allra al- menrvra launíþega í landinu, hvort sem þeir vinna verkleg eða andleg störf. Aliþýðuflokk- urinn hefir staðið með réttmæt- um kröfum þessa fólks, hefir skapað því aukin réfctindi, betri vinnuskilyrði, nauðsynlegar tryggingar. í lífsbók íslenzkra öreiga er brotið 'blað. þar sem Alþýðuflokkurinn hóf starf sitt. Hver voru áðuir kjör munaðar- leysingja og blásnauðra? Hvernig var farið með iþá? Hvar voru iþeirra réttindi? Hvar var opinber málsvari 'þeirra? Æskulýðurinn, sem ekki þekkir þefcta af eigin raun, ætti að spyrja eldri kynslóð- ina. Þeir hinir mörgu, er þekkja þetta, vita líka, að Alþýðu- flokkurinn hefir ekki aðeins veitt þeim ifátækustu og smæstu réttindi og tryggingar, heldur hefir hann gerbreytt viðhorfi annarra til þeirra. Menn leyfa sér ekki lengur óá- reittir að mislþyrma, svelta og lítilsvirða þá, sem á einhvem hátt eru minnimáfctar. A'lþýðuflokkurinn er flokkur mannúðar og mannréttinda. Starfssvið hans er vítt. Megi hin yngri kynslóð, er nú fylkir sér undir merki hans, fá með árunum markaðan svip sinn af baráttu hans — baráttunni fyr- ir aðra. Heill og heiður sé hverjum brautryðjanda Alþýðu flokksins. Heill sé Jóhönnu Eg- ilsdóttur sextugri. Soffía Ingvarsdóttír. Svava Jónsdóttir skrifar: í gamalli bók segir frá ung- um fiskimanni, sem gerst hafði einn 'af brautryðjendum nýrrar og liðfárrar hreyfingar, sem m. a. lagði áherzlu á kenninguna um jafnrétti, bræðradag og góð- vild meða'l mannanna. Svo bar við 'að máttvana vesalingur varð einu sinni á leið fiskimanns ins og baðst hjálpar hans, en •hann svaraði: „Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hefi það gef ég þér“. En gjöfi.n sem hinn fátæki fiskimaður gaf í anda og krafti herra síns og meistara reyndist öllu veraldarinnar gulli befcri, sá hinn máttvana maður spratt upþ og gekk um kring. Þegar ég í dag minnisfc Jó- hönnu Egilsdóttur 'hvarflar þessi gamla saga f rá dögum post ulanna í huga mér. Því Jóhanna hefir alltaf ver- ið að gefa, en víst sjaldan átt silfur eða gull, fremur en Pét- ur forðuim. En alþýðunni. á ís- landi, flokki hennar og samtök- um hefir hún stöðugt verið að gefa nú uim nærfelt 20 ára skeið. Gefa þeim tíma sirrn og krafta, brennandi 'áhuga, sívak- andi alúð og umhyggju, sem ekk ert getur rofið, vilja til fram- sóknar og sigurs, sem engin von brigði eða hrakfarir geta hug- að. Allir, sem unnið hafa að fé- GAMLA BÍÚWm Leyndamál lœknisins. (The Secret of dr. Kildare) LEW EYRES og LIONEL BARRYMOBE Sýnd kl. 5, 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.3#-S.3i Hr8©#Ile®wp draHiuar. Sakamálamynd með PETER LORRE Börn fá ekki aðgang. m NÝJA BiÚ Uppreisnin á Þraeiaskipinu. (Mutiny the Black Hawk) Spennandi og æfintýrarík mynd. Aðalhlutv. leika: RICHARD ARLEN, ANDY DEVINE. CONSTANCE MOOR. Börn fá ekki aðgaug. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5.) 1 tónlistarfél'agið og leikfélag reykjavíkur NITOUCHE Sýning annað kvöld ki. 8. ATH. Frá kl. 4—5 er ekki svarað í sírna. Karlakórinn Fóstbræðnr. Sö»gstjóri: Jóa Haildórsson. 3. Samsöngur í kvöld í Gamla Bíó kl. 11.30. 4. Samsöngur verður á iniðvikudag 26. nóv. kl. 11.30. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzl. Sigfúsar Eymunds- sonar og ísafoldar. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við fráfall og jarðarför Ágústar Guðmundssonar útvegsbónda í Halakoti. Kona, börn, tengdadóttir og barnabörn. lagsmáium með Jóhönnu og þeir eru nú orðnir margir, munu vera sammála um, að allt starf Ihennar, er unnið af svo óeigin- gjörnum fúsleik, svo mikilli góðvild til málefnisins, sem unnið er fyrir, og fólksins, sem erfiðisihs á að njóta, að óvenju- legt má teljast. Öll hljótujm við, sem með henni höfum unnið, að eiiga margar endurminningar um það, hve viiljug og óþreyt.andi Jóhannia hefir verið, hvenær sem nauðsyn samtakanna krafði. Þetta mikla starf henn- ar er þeim mun athyglisverð- ara, þar sem hún hefir í einka- lífi sínu orðið eins og margar alþýðukönur að sameina bæði kjör verkamannskonunnar og verkakonunnar, því hún hefir auk þess að annast sitt mann- manga heimili jafhan unnið erf- iðisvi.nnu utan þess. Fyrir flest- ar konur er þetta ærið dags- verk. En áhugi Jóhönnu, skiln- ingur hennar á aðstöðu og hlutverki alþýðunnar, saimúð hennar með hinum minni mátt- ar, hefir knúð hana frana til baráttu í fremstu röð. Þessa alls minnumst við og þökkum í dag, um leið og við ámum henni alls hins bezta, í framtíðinni. Við vitum að bezta afmælis- gjöfin, sem hún getur 'fengið, er öflugt starf, unnið með alúð og trúmennsku, fyrir þær hug- sjónir, sem Jóhanna hefir helg- að ailt siitt mikla starf. Svava Jónsdóttir. Telpoapeysiir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.