Alþýðublaðið - 29.11.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1941, Blaðsíða 3
ALPVÐUBLAPiP LAUGABDAGUR 29. NóV. 1941. ALÞÝDUBLABIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómarinnar: 4902 (ritstjóri), 4901 (innlendar- fréttir), 4903 (Vilhjáknur S. Vilhjálmsson heima) og 5021 (Stefán Pétursson heima). Símar afgreiðslunnar: 4900 og 4906. Alþýðuprentsmiðjan h. f. »------ '* “ l viðbnrðirnir i Kanp- ■anabila ÞAÐ hefir ekki fardð mörg- um sögum af þeim þrautum, sem bræðraþjóð okkar í Dan- mörku hefir orðið að þöla síðan hún varð að beygja sig fyrir margföldu ofurefli þýzka naz- istahersins, sem brauzt eins og þjófur á nóttu inn í land hennar, þvert ofan í gefin loforð og gerða samninga, og lagði það undir sig í fyrravor. En hafi einhver haldið, að sú þögn, sem ríkt hefir um hið þunga hlut- skifti dönsku þjóðarinnar væri vottur þess, að hún sætti sig eitthvað frekar við það, en aðrax þjóðir, sém sama ofbeldi hafa orðið að þola, en nú eru að byrja að hrista klafann, þá hafa þeir áreiðanlega 'orðið annars vísari af þeim fréttum, sem hingað bár ust fró Stokkhólmi í gær. Æðrulaust hefir danska þjóð- in að vísu borið það hingað til, að hið blómlega land hennar hef ir verið mergsogið af hinum naz istísku kúgurum, í vitund um það, við hve óguxlegan liðsmun væri að etja fyrir hana. En á æru sána lætur hún ekki ganga, hvorki-af ofúrefli innrásarhers- ins né af innlendum leigulþýj- um hans. Þegar landið er svikið til þess að ganga í bandalag við hinn blóðuga harðstjóra, sem hefir rænt það frelsi sínu, þá halda engin bönd og engar hætt ur henni frá því að láta húg sinn í Ijós allan, eins og hann er, bæði til hans og svikarans í eig- in henbúðum, Eric Scavenius, sem nú hefir selt föðurland sitt á markaði hinnar nazistásku ,,ný skipunar“ í Evrópu. Það eru ýmsÆr átakanilegir drættir í þeirri lýsingu, sem hin stútta Stokkhólmsfrétt í gær gaf okkur af viðburðunum í Kaupmarfnahöfn á þriðjudag- inn, þegar hin ærukæra og frels iselskandi frændþjóð okkar reis, undir byssukjöftum innrásar- hersins, upp í réttlátri reiði til mótmæla gegn þe;rri svívirð- ingu, sem henni og landi henn- ar hefir verið gert með vinmál- um og bandalagssáttmála hins leigða svikara við kúgarami. Og það mættti vera einkennilega ræktarlaus Norðurlandabúi, sem ekki hlýnaði um hjartaræt- urnar við þá frásögn. í fylkingarbrjósti mannfjöld ans, sem fór um götur Kaup- mannahafnar til þess að láta andúð sína í ljós á nazismanum og mótmæla öllum mökum við kúgunina og óréttinn, voru born ir Norðurlandafánarnir fimm. Finnum við ekki í þessari frétt, hversu heitt danska þjóðin þráir þá stund, að geta aftur sem frjáls þjóð tekið hið gamla og vel skipaða sæti sitt við hlið frjálsra frændþjóða sinna á Norðurlöndum? Og er hún ekki gleðilegur vottur þess, hver siðferðilegur stuðningur dönsku þjóðinni er í dag að vitundinni um það, að tilheyra hinu norr- æna samfélagi frjálsra bræðra- þjóða, þó að hún hafi með of- öeldi verið slitinn úr tengslum við það í bróð? Hver okkar hef- ir ekki þá tilfinningu, að það hafi verið meira en Danmörk, það hafi verið Norðurlönd öll, einhuga og óskift, sem mót- mæltu kúgun þýzka nazismans á götum Kaupmannahafnar á þriðjudaginn, þegar Norður- landafánarnir fimm voru bom- ir þar í fylkingarbrjósti mann- fjöldans? Það er líka eftirtektarvert, að það var ekki aðeins danski kon- ungssöngurinn, sem mannfjöld- inn söng, til þess að sverja gömllu Danmörku, sameínaðir um persónu hins aldurhnigna konunugs, trú og hollustu. Hann söng líka norska þjóðsönginn til ;þess að láta í ljós samúð sína með þeirri bræðraþjóðinni,1 sem verður nú að þola sömu hörm- ungarnar og danska þjóðin. En heyrum við ekki * út úr tónum norska þjóðsöngsins, sungnum af hinni undirokuðu dönsku þjóð, á götum Kaup- mannahafnar í dag, aðdáunina á hinni norsku frændþjóð fyrir frækilega baráttu hennar gegn hinum sameiginlega óvini, og um leið nokkurn söknuð yfir því, að danska þjóðin skyldi ekki hafa sömu aðstöðu til þess að rísa upp til varnar gegn of- beldinu þegar í upphafi? Það eru einlægar tilfinningar sam- úðar og bræðralags, en líka ibrennandi frelsisást óg vaxandi baróttuhugur fyrir sameigin- legum mólstað, sem lýsa sér í söng norska þjóðsöngsins jafn- framt þeim danska í hópgöngu fjöldans í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn var. Dánska þjóðin hefir sýnt það í þessari viku, að hún ætlar ekki að láta sitt eftir liggja, að taka iþótt í baráttu þjóðanna fyrir endurheimt frelsisins, þegar fyll ing tímans er komin, þó að henni væri, smæðar sinnar og legu lands síns vegna, meinað að rísa upp á móti ofbeldinu þegar í byrjun. Hvarvetna á Norðurlöndum og langt út fyr- ir þau fagna menn þeim frétt- um, sem í gær bórust fró Stokk hólmi um viðburðina í Kaup- mannahöfn. Þeir eru öllum ör- uggur vottur þess, að norræn frelsisást og norrænn samhug- ur er óbugaður og verður aldrei bugaður í Danmörku. „Lagarfoss“ fer væntanlega vestur og norður eftir miðja næstu viku. Þeir sem ætla að senda vörur með skipinu, tilkynni oss pað í siðasta lagi fyrir priðjudagskvöld 3. desember. Viðkomustaðir: ísafjörður, Siglufjórður og Akureyri, Upplestrarkvðld til ágóða fyrir Hali- gríBskirkjD. ]U| EIRI OG MEIRI SKRIÐUR ^ * er að færast á fjársöfnnn- armál Hallgrfmskirkju. öll þjóðin hlýtur að vera sammóla úm, að til þess að sú kirkja samsvari þakkarskuld vorri við Hallgrím Péturssan þurfi hvert eiina&ta maninsbarn að hafa lagt eitthvað til hertnar — mikið eða lítið eftir atvikium. Þegar ég var barn, vaf mér gefinn lítill hlutur í Eimskipafé- lagi íslands- Þegar „Gaðafoss“ og „Gullfoss" sigldu inn fjörðinn minn, fannst mér ég eiga minn skerf í þeim og þótti ósjálfrátt vænt um skipto. Svipuð tilfinn- ing þarf að vakna hjá sérhveij- um einstakltogi í sambandi við Hallgrimskirkju,.að öðru ledti en því, að þáð á ekki að vera til- finaiiing fyrir eign, heldur gjöf. Þegar þessi kirkja ris viö himin, vænti ég ,að hver maðtur, í hváða sókn eða sö&Uiði sem hainn er, og hvar í flokki sem haran stend- ur, geti horít á hana með þög- ulli gleði yfir þvi, að hanm hafi sjálfur hjálpað til að koma heninl «PP- í j Allt, sem gert er til að ýta undir góðan framgang bygging- armálstos, er þakklæúsvert. Mér er því sérstaklega Ijúft að vekja athygli á því, að I kvöld kl. 8 e. h. ætla margar skáldkonur að láta til sín heyna í húsi K. F. U. M. Konur þessar gefa starf sitt og alla fyriihöfn, og K. F'. U. M. lánar húsið fyrir ekskert. Auk þess má búast við þvi, að söngur værði á skemmtiskráami. — Allur ágóði remnur tii Hall- giímskirkju. — Skáldkoniuhnár eru: Hulda (Uninur Bjarkltod), Elínborg Lámsdóttir, Hugrúin (Filippía Kristjánsdóttir), Mar- grét Jónsdóttir, Guðrúin Stefáns- dóttir, Guðrún Jöhann.sdóttir, Halla Loftsdóttir og Ásta Guð- brandsdóttir. Svipuð samðkoma var hal din Sfyrir nokkru í Nýja-Bíó. Þeir, sem þar vom, munu hlakka til kvöldsins í kvöld. Flestir im»u koma aftur, ef þeir geta komið því við. i Jakob Jönsaon. Veggfóður í miklu og fallegu úrvali nýkomið. Ef pér þurfið að fá veggióðrað fyrir jól, þá kom- ið sem allra fyrst. Veggtóðurverziun victors Helgason Hverfisgötu 37. Simi 5949. Hvftkál Gulrætur RauOrófur ou Tomatar. Stórkostleg Hlutavelta verður á ir?@rgwn í Verkamannaskýlimi og hefst ki. 2 e. h. Nær oll stærri fyrirtæki bæjarins hafa gefið muni á þessa hlutaveitu ogaf mikilli rausn. Þar verða munir sem allir vilja eiga: Sllfurrefasklan - 500 kr. i peningum - Málrerk eftir einn bezta málara landsins - Trésknrðarmynd eftir Minn Tryggvadóttnr Matarforði - KSrfnstöll - Patnaðnr - Skðfatnaðnr - ÐUarteppi Permanent - Bæknr - Áskriftir að blððnm og bðkafélðgnm ý.:' . • ' ■ _ I . í . :■ og þúsundir aiinara mjög eigulegra muna. Mætið öil í verkamannaskýlinu ki. 2 á morgun. Bkkert happdrætti - Allir manir afhentir strax-Innpangar Í0 anra-Dráttur 50. aura Farfugla dtildRejrklavíkiir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.