Alþýðublaðið - 13.01.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.01.1942, Blaðsíða 2
MIÐJUDAGUK JX JAN. 1942 UÞVflllBUBIB SMAAUGLÝ5INGAR ALÞÝflUBLAÐSINS SÖLUSKÁUNN, Klappaí- stíg 11, sími 5605, kaupir og selur allf; konar húsgögn, karl- marmafatnaö og irxargt fleira. TAPAZT hefir karlmanns armbandsúr é leiðinni frá Magnúsi Benjamixnssyni til Ritfangaverzl. Penninn. Finn- andi er vinsamlega beðinn að skila iþví í „Pennann“, Ingólfs- hvoli. »............—............ KVENMANNSREIÐHJÓL nýtt, með ljósum og bögglabera er til sýnis og sölu á Bergstaða- stræti 2 frá kl. 11—2 á morgun. Verð kr. 350,00. SKAUTAR töpuðust 4. þ. m. við suðurhlið Hljómskálagirð- arinnar. Finnandi er vinsam- lega beðinn að gera aðvart í síma 3581. Fundarlaun. NÝR og notaður fatnaður til sölu. Nokkrir karlmannafatnað- ir og vetrarfrakki í mjög góðu standi er til sölu. Stærð ca. 52. Upplýsingar hjá Larsen, Sea Transport Office, Lækjartorgi, eftir kl. 7 síðdegis. 15—16 ÁRA stúlka óskast til léttra húsverka. Upplýsingar Njálsgötu 87 A. ÓSKAÐ ER eftir stúlkum til húsverka á góð heimili í bæn- um. Bæði hálfan og allan dag- ánn. Upplýsingar á Vinnumiðl- unarskrifstofunni. Sími . 1327. TIL SÖLU tv'eir armstólar og ottóman, Urðarstíg 12. ÚTVARPSTÆKI, 6 lampa Philips, til sölu með tækifæris- verði. Uppl. á útvarpsviðgerða- stofu Otto B. Arnar, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. UNGUR MAÐUR óskar eftir að kynnast stúlku eða ungri ekkju með framtíðarsambúð fyrir augum. Tilboð ásamt mynd, nafni og heimilisfangi leggist inn á afgreiðslu Alþýðu- tolaðsins fyrir lok þessa mánað- ar merkt „Framtíð“. Fullkom- inni iþagmælsku er heitið að viðlögðum drengskap. VANUR bifreiðarstjóri óskar eftir akstri á vörubíl, helzt við akkorðsvinnu. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Alþýðublaðsins merkt „Akkorð“ fyrir 16. þ. m. TVÆR útungunarvélar til sölu. fyrir 800 egg og 350 egg. Uppl. síma 1669. KÁPUR ávalt fyrirliggjandi í Kápubúðnini, Laugavegi 35, sími 4278. RÁÐSKONU vantar á lítið sveitaheimili fyrir næstkom- andi vor. Tilboð merkt „Bú- stýra“ leggist inn á afgreiðslu Alþýðublaðsins fyrir lok þessa mánaðar. SEM NÝTT eikarborð spor- öskjulagað og 4 stólar til sölu. A. v. á. ÍBÚÐ. 2 herbergi og eldhús, óskast sem fyrst. Nokkurra mánaðá fyriframgreiðsla ef ósk- að er. Tilboð merkt „J. S.“ sendist afgr. blaðsins. v....—----------------- — RAFMAGNSSUÐUPLATA óskast keypt. Uppl. í síma 2160. (... ...... .....■■■ MÆÐGUR óska eftir 1 stofu og eldhúsi eða eldunarplássi. ÍEinhvers konar hjálp getur komið til greina. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt „10“ fyrir laugardagskvöld 17. jan. - KENNI ensku, lestur, stíla, talæfingar. Sími 3664. TAPAÐIST peningaveski á leiðinni úr Hamri að Haga. Skilist gegn fundarlaunum á skrifstofu- Almenna byggingar- félagsins. Lækjargötu 10. TVÆR ungar stúlkur reglu- samar, sem ekki eru í ástand- inu, óska eftir að kynnast reglu- sömum mönnum á aldrinum 25 —35 ára í góðri stöðu. Upplýs- ingar um atvinnu og heimilis- fang ásamt mynd, sem verður endursend. Þagmælsku heitið. Tilboð merkt „K. G.“ sendist fyrir 17. þ. m. til afgreiðsl- unnar. VARAHJÓL af Opelbíl tap- aðist fyrir jól. Finnandi vin- saml. toeðinn að hringja í síma 4702. BÍLSTJÓRI óskast á vörubíl strax. A. v. á. TAPAZT hefir fyrir nokkr- um dögum karlmanns arm- baridsúr. Finnandi geri aðvart í síma 4425. BUDDA með peningum tap- aðist í Bankastræti í gær. Vin- samlegast skilist á afgreiðslu Alþýðublaðsins. PÍ ANÓ-H ARMONIK A. full stærð. 120 bassa, einnig fimm- föld harmonika (sænsk grip), 144 bassa, til sölu. Njálsgötu 23, III. hæð. ÚTVARPSTÆKI 3 lampa (Telefunken) til sölu, verð 100 kr. Upplýsingar í síma 5240. Ungur reglniamur vélstjóri með góða framtíð fyrir höndum óskar að kynnast stúlku eða ekkju á aldrin- um 20—30 ára með hjóna- band fyrir augum. Þær, sem kynnu að vilja sinna þessu, sendi tilboð ásamt mynd og heimilisfangi í afgreiðslu blaðsins fyrir laugardagskvöld merkt 51. Þagmælsku heitið. Stúlla getur fengið atvinnu í bakarii. Góður vinnutími. Sveinabakaríið. Vesturgötu 14. Sími 5239. Steli-eða timbnrbús á góðum stað í bænum óskast til kaups. Tilboð óskast send Alþ.blaðinu fyrir 19. þ. m. Vil kaopa 5 manna drossíu í góðu standi strax, helzt einka- ibíl. Tilboð leggist á afgr. blaðsins merkt „x“. Vörubill til sölu og sýnis í dag milli 6 og 8 og á morgxm frá kl. 1 Vz—3. 5 manna Ford (straumlína) til sölu og sýnis á Laugaveg 128 eftir kl. 6 í kvöld. Stfilko vantar strax á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Upplýsingar gefur yfir- hjúkrunarkonan. i Nokkra nnga pilta, sem eru í danstímum, varitar ungar, siðprúðar stúlkur á aldrinum 17—19 ára til þess að dansa við. Þær stúlkur, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn, heimilisfang (og símanúm- •'er) inn á afgreiðslu blaðs- ins fyrir 19. þ. m. merkt „Dansar vel eða ekki“. HAFNARFJÖRÐUR , £ FTh. af 1. síðu. deildarlán o. fl.. og er gert ráð fyrir að greiða þessi lán að fullu, en ef viðkomandi lánar- drottinn vill það ekki, því þessi lán eru vel tryggð og greiddir af þeim góðir vextir, þá hefir bæjarstjórn ákveðið að leggja samsvarandi upphæð í sjóð til að greiða lánin mteð síðar. Þá skal þess getið, að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefir greitt allar sínar skuldir og á því tvo tog- ara og margt fleira útgerðinni viðkomandi skuldlaust, og enn fremur á Bæjarútgerðin mjög stórar fjárupphæðih í sjóðum. Bæjarstjórn Hafnarfjaröam er það vel Ijöst að fongimii reynslu að eftir það góðæri sem nú er, muni koma krepputiiuar. Legguir hún því allt kapp á að búa bæj- arfélagið undlr það að tatka á móti eriiðu áaxnum en það te’.ur hún bezt gert með því að gera bæinn skuldlausan og auka iraun- hæft atvinnulíf í bæmum meðbæj- arútgerðinni. SINGAPORE ( i ' i Frh. af 1. síðu. ar flugvélar voru skotnar niður. •• í Sin gapore-fregn u n u m í gær- kve’.di var það staðfest, að Jap- ani'r væru búnir að taka Kuála Lumpur. Það er önnuir stærsta borgln á Malakkaskaga. og ekkj nem'a 270 km. norðvestur af Singapore. Pregnir frá Batavía á Java í morgun herma, að hið litla '.setu- lið HoXendinga á eyjunni Tara- kan úti fyrir austurströnd EJoirneo hafi í gær orðið að gefast uipp fyrir landgönguliði Japana. OlíMlindir, sem erix á þessarj (©yju og Japanir hafa fyrst ög Tremst verið að seilaist eftir, voru eyðilagðar áður en setúlilðið gafst upp. Hart aðmíráll 'hinn þékkti am- eríski sjólibsforinigii, sem skipað- ur hefir veriið yfiirmaður alfe Bandaríkjaflo tans úti fyriir Aust- ur-Asíu kom til Batavia, höfuð- bOirgaTinnar í Austur-Iuddum Ho.l- Iandis í gær. Kom hann þangað i kafbát. Athugið Tvö ný og vönduð gólf- teppi af allra nýjustu gerð til sölu ó Bórugötu 34, eftir kl. 6 í dag. Stærðir: 2,75X3,75 og 3,20x4.20 metra. 10 prósent ’Rýmum fyrir nýjum gler- vörum. Seljum í nokkra daga: Bolla, mjólkurkönn- ur, matardiska, djúpa og grunna. tepotta og fleira með 10% afslætti. HAMBORG h.f. __________ Laugavegi 44. Sem ný, kjól- og smckingföt á lít- inn manri til sölu eftir kl. 8 í kvöld á Nýlendugötu 27 (niðri). TVÆR TILLÖGUR ALÞÝÐU- FLOKKSINS r í « Fih. af 1. Biðu. láta byggja hér í bœnum á þessu ári 100—150 smálesta járnskip m’eð Dieselvélum til fiskveiða og verja til þess hluta af liaudbæru fé bæjarins um síðustu áramót. Jafnframt felur bæjarstjórn borgarstjóra og bæjaráði alla framkvæmd í máli þessu svo og að leita eftir þriðjungsframlagi ‘ frá ríkis- sjóði.“ Hvorug þessara tillagna fann náð fyrir augUm bæjarstjórnar- meirihlutans. Var þeim báðum vísað til bæjarráðs — og geta menn gert sér í hugarlund af reynslunni hvað það muni gera við þær, eins og það er nú skip- að. Hcdin Brn: Feðgar á ferð. Aðais'ternn Sigmundsson ís- ienzkaði- Víkimgsú'tgáfan 11941. ÞETTA eir önnuir færeyska fekáldsagan, sem Aðaisteinp Siigmiuindsson. keranari snýr á ís- iónzku. Hin. var Far veröld þi'irn veg ef'tir Franz Jaoobsen og vat' henni ágætlega tekiið, erada ex* (bún í röð bétri skáldsagna. Færeyingar eru töluverð bók- menn'taþjóð og hafa átt möiig góð Ijóðskáld. Lí'tið sem ekkert hefir veri'ð þýtt á islenzku af færeyskum Ijóðum og gæli fxó orðið töluverður bókmennta’.egur ávinningur að því, ef það væri vel gert. Nú hefiir Aöalsteimn Sig- mundsson ri'ö'Sö á það vaðið að kynna ísiendiingum færeyska skáld.sagnagerð og heffir hann ekki valið af verri endanum, en Vík- ingsútgáfan hefiir vandað mjög tii ‘frágangs bókanna. Skiáldsagan Feðgar á ferð ger- ist nálægt Saurvogi' og snýst að- allega um feðga tvo, Ketil og Ká’.f. Þeir em gamliir í hettunni og kæra sig ekki um að hlaupa eftir því, sem kallað er tízka. Andstaða þeirra em bræðumiir synir Ketris gamla en bræður Kálfs, en þeir hafa gengiið aö eiga helimasætur úr þoirpánu og þær láta ekki bjóða, sér moMar- kofa til ibúðar. Keti.il og Kálifur, fulltrúar gamla tímains, láta sér nægja að sækja sjóimn á árabáti; eiins og á hinum gömlu lOg gó'ðu dögum, en bræðurnir, fulltrúar nýja titnans, brosa að þeim að- förium og viljia nota vélbát sam- kvæmt kröfum nýja tíanans. Þein> er lílca sama þó að þeir skuldi, en það má gamli maðuirinn ekki heyra nefnt og að síðustu tekur hann einti kúna sína, sem hann á, út úr fjósinu og seiur hania, til þess að geta, borgað skxild, sem hann hafði af léttúð stofnað til í ölvímu eftir grtindadráp í Saurvog'stfirði'. Aðalsöguhetjiuirnar em ákafiega frumistætt fólk, en það er kjarni og seigla í því, það má ekki vamm siitt vita í neinu. Hedin Brú er kunnáttu- maður í skáidsagnagerð og trú- legt þætti mér, að márga myndi langa til að kynnast betur fær- eyskum bókmenntum er þeir hafa Iesið þessa bók. Karl ísfeld. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.