Alþýðublaðið - 16.01.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.01.1942, Blaðsíða 4
FÖSTUÐAGUR 1$. IAN. 1&42 FÖSTUDAORU ííaeturlæknir er Kjartan Ólafs- sson, Lækjargötu 6 B, sími 2814. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. Kosaingar á stjórn standa enn yfir í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Eru nú að verða síð- ustu forvöð að neyta atkvæðisrétt- ar síns. Skrifstofan er opin kl. 4 —7 daglega. Árshátíð Alþýðuflokksfélaganha í Hafn- arfirði verður haldin annað kvöld á Hótel Bjöminn. Til skemmtunar verður: upplestur, einsöngur, gam- anvísnasöngur, ræðuhöld og dans. Jólatrésskemmtun heldur Trésmiðafélag Reykja- víkur í Oddfellowhúsinu næstkom- andi miðvikudag og hefst hún kl. 3. Klukkan 10 hefet dans fyrir full- orðna. Aliar iþróttaæfingar hjá glímufélaginu Ármann falla niður á laugardaginn vegna árshá- tíðar félagsins. Skuggar borgarastríðsins heitir söguleg, ameriksk mynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkin leika Claire Trevor, John Wayne og Walter Pidgeon. Vegna ofveðursins í gær var ekki hægt að bera blaðið til kaupenda nema í fá hverfi. Er því blaðið í gær einnig borið út í dag. Hjónaband. Á morgun verða gefin saman í hjónaband austur í Neskaupstað í Norðfirði ungfrú Arnfríður Jóns- dóttir og Sigurður I. Sigurðsson kennari við garðyrkjuskólami á Reykjúm. Glímufélagið Ármann heldur árshátíð sína annað kvöld og hefst hún með borðhaldi kl. 8y2. Áskriftarlistar liggja frammi í Bókaverzlun ísafoldar, hjá Þór- arni Magnússyni, Grettisgötu 28, og í skrifstofu Ármanns, íþrótta- húsinu. Athugasemd. í tilefni af ummælum í grein Sigurðar G u ð mu n d sso nár í Al- þýðublaðínu 12. þ. m:, hefir kaup- lagsnefnd beðið blaðið að vekja athýgli á þvf, að samkvæmt þeim lögum, sem hún á að fara eftir í starfi sínu, beri að miða vísitöluna við verðlagið 1. hvers mánaðar. Mjólkurhækkunin, sem kom 9. des., gat því ekki verkað til hækk- unar á desembervísitöluna, en kemur að sjálfsögðu að öllu leyti fram í næstu vísitölu, sem miðast við verðlagið 1. jan. s.l. Hjálparbeiðni ■jU ÉR í BÆNUM býr bláfá- taek ekkja heilsulítil með 'þrjú börn í ómegð. Reykvíking- ar eru kunnir að hjálpsemi, þegar neyð ber að dyrum hjá einhverjum samborgaranna. í>eir, sem vilja leggja eitt- hvað af mörkum handa þessari fátæku konu, geta snúið sér til afgreiðslu Alþýðublaðsins, sem tekur fúslega á móti samskot- unum. ■ HALLA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Vatnsdal andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 14. þ. m. Vandamenn. ■ Jarðarför móðux okkar JAKOBÍNU JÓHANNSDÓTTUR er fyrirhuguð að Odda á Rangárvöllum þriðjudaginn 20. jan. á hádegi. -4 Fyrir hond okkar, barna hinnar Iátnu. Erlendur Þórðarson. Jarðarför INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Langholtsparti fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 17. janúar . Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu, Hverfísgötu 43, hlukkan 1 e. h. Fyrir hönd vandamanna. Einar Björnsson. Hjartans þakklæti færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR, Hverfisgötu 106. Guð blessi ykkur öll. , Axel Þórðarson. Halldóra Þórðardóttir. Hólmfríður Þórðardóttir. ■BGAMLA Btð NYJA BIO Kittf Foyle Ameríksk kvikmynd. AðalMutverkið leikur (The Dark CommandL) GiNGER ROGERS. Söguleg stórmynd frá tím- um Barfoarastríðsins í Sýnd klukkan 7 og 9. í---------------------- Framhaldssýning kl. 3V6— Ameríksk gamanmynd með Joe Penner og Betty Grable. Bandaríkjunum. Aðalhlut- verkin leika Claire Trevor. John Wayne, Walter Pidgeon. Böm fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Lægra verða klukkan 5. LeSkfélag lleyk|aviknr „GULLNA HLIÐI : Sýning í kvöld kí. 8. Nokkrir miðar eftir og verða þeir seldir frá kiukkan 4 í dág NÆSTA SÝNING VERÐUR Á SUNNUDAGSKVÖLD- * Aðgöngumiðar að þeirri sýningu verða seldir frá kl. 4 til 7 á morgun. S.B. GSiibIm dansarnir laugardaginn 17. jan. kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2. Engum pöntunum veitt móttaka. — Aðeins leyfðir gömlu dansarnir. HARMONIKUHLJÓMSVEIT félagsins. SHIPAUTGERÐ wÞ6p“ ©< WUNDÍfV' miKymNcm FREYJUFUNDUR í kvöld kl, 8V2. Venjuleg fundarstörf- Mætið stundvislega. fer til Eyja kl. 8 í kvöld. | Æðstitemplar, W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. sagði íþér, að það væri heimskulegt af þér að eyða púðri á þennan náunga. Þú þurftir ekki að láta þér detta í hug, að maður á borð við hann tæki sögu jþína góða og gilda. María sá enga óstæðu til að vera raunaleg fyrst Rowley tók þessu svona glaðlega. Hún brosti og sagði: — Hann tók þessu mjög prúðmannlega. — Það þykist ég vita. Ég er sannfærðuc um, að hann hefir hagað sér eins og sannur heiðursmaður. •— Hann er sannur heiðursmaður. — Það er töluvert meira en hægt er að segja um mig. Ég er heiðursmaður að fæðingu, en ekki að eðli. — Þú. þarft ekki að segja mér það, Rowley. — Þykir þér fyrir þvá, hvemig fór? — Nei, ekki get ég sagt það. Ég er ekki að biðja þig að trúa mér, en sannleikurinn er sá, að ég komst að íþeirri niðurstöðu rétt óður en ég talaði við hann, að ég vildi ekki ganga að eiga hann fyrir neinn mun. —> Þetta geðjast mér að heyra. Ég vildi ekki herða mjög að þér að hætta við að giftast honum. En ég er sannfærður um, að þér hefði hundleiðzt í hjóna- bandínu, ef þú hefðir gifzt honum. Ég þekki konur, og þú ert ekki heppileg eiginkona heimsveldissmiðs. — Hann er mikill maður, Rowley. — Veit ég það, Hann er mikill maður, og ber sig eins og mikilmenni. Það er einmitt það, sem ég kann ekki við. Hann er eins og Charlie Chaplin væri að leika Charlie Chaplin. — Mig langar til þess að komast í burtu héðan sem fyrst, Rowley. —■ Ég sé enga ástæðu til þess, að þú sért hér leng- ur en þér þóknast. Þú hefir gott af því að breyta til. — Þú hefir verið mjög vingjarnlegur við mig. Ég mun sakna þín. — Og ég býst við, að við eigum eftir að sjást oft og mörgum sinnum eftirleiðis. — Hvernig dettur iþér það í hug? — Ja, vegna þess, að mér sýnist ekki annað fyrir höndum, en að þú giftist mér. — Hvað áttu við? — Jæja, það hefir nú margí komið fyrir siðan síðast, og ég er sanníærður um, aðj þú hefir ekki gleymt því. Ég bað Iþig að giftast mér í gærkveldi. Ég tók ekki svar þitt alvarlega. Ég hefi aldrei beðið konu, án þess hún tæki bónorði mánu. — Ég hélt að þú værir að gera að gamhi þínu. Mér þykir ósennilegt, að þú viljir eiga mig, eins og nú er komið. Hann hallaði sér aftur ó bak í sæti sínu og reykti víndlinginn sinn í makindum. Bros lék um varir hans og vingjamlegur glampi var í góðlyndislegum augum hans. Það varð ekki á honum heyrt, að hann léti sig neinu skipta, hver yrðu endalok þessa máls. •— Þú veizt það, væna mán, að ég er í fremur litlu. áliti. Menn óvíta mig mjög fyrir ýmislegt, sem ég; hefi gert. Og ég er viss um að iþetta fólk hefir 4 réttu að standa. En ég held, að ég hafi ekki unnið neinum mein. Konum geðjast að mér og ég er eng- inn munkur. Þó hefi ég ekki lagt það í vana minn að gagnrýna annað fólk fyrir gerðir þess. Ég birðr. ekki um að hnýsast í einkamíál annarra. Ég er ekki heimsveldissmiður. Ég er ekki viljasterkur eða metn- aðargjarn. Ég er bara venjuleg landeyða, á töluvert af peningum og geri ekki annað en það, sem mér gott þykir. Þú vilt máske halda því fram, að ég sé- eyðsluseggur og letingi. Jæja, hvernig litist þér þá á, að reyna að bjarga mér frá villu míns vegar og: leiða mig á rétta foraut. Ég á búgarð í Kenya og er að losa mig við ráðsmanninn minn vegna þess, að hann er duglaus. Mér hefir dottið í hug, að það væri ef til vill ekki úr vegi, að ég færi þangað sjálfur og stjómaði búinu. Það er sennilega kominn tími til þess, að ég setjist að. Ég er sannfærður um. að þér Iþætti gaman að því að eiga þar heima. Hann foeið stundarkom eftir svari hennar, en hún: svaraði engu. Hún var svo undrandi, að hún gat ekkert sagt. Orð hans komu henni á óvart, og hún horfði á hann, eins og hún gæti ekki trúað því, a6 honum væri alvara. Hann hélt áfram, talaði hægt, eins og hann væri að segja gamanyrði og ætlaðist. til þess, að hún skemmti sér. •— Þú hafðir á réttu að standa, þegar þú sagðir, a5 ekki vekti annað fyrir íhér en að lenda í ofurlitlu ástarævintýri með þér. Hvers vegna ekki? Þú ert

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.