Alþýðublaðið - 26.01.1942, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1942, Blaðsíða 1
w KITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI; ALÞÝÐUFLOKKURINN XXHl, ARGANGLTR MANUDAGUR 26. JAN. 19«! 25. TÖLUBLAÐ Bæirnir hafa kvittað fyrir húgnnarlogin. Fylgi SJálfstæðisflokksins hrapaði niður nm land afilt við bæjarstjðrnarkosningar í gær Alþýðuflokkurinn vann glæsilegán sigur í Hafnarfirði og á ísafirði og jók fylgi sitt víða annarsstaðar. ...... Kommúnistar bafa yfirleiít staðið f stað URSLIT BÆJARSTJÓRNARKOSN8NGANNA, sem fram fóru í gær utan Reykjavíkur, eru nú orðin kunn. Þau sýna, a'ð einokun utvarpsins og hinn ósvífni áróður Framsóknar-- og Sjálfstæðis- flokksráðherranna þar gegn Alþýðuflokknum hefir minni árangur borið en til var ætlast. Bæirnir hafa notað kosningarnar til þess að kvitta fyrir kúgunarlög þeirra gegn launastéttum Eandsins. SjálfstæðisfEokkurinn hefir heðið meiri kosningaósigur en dæmi eru til í sögu hans hingað tii. Kundruðum saman hafa kjós- endumir snúið baki við honum í stærri bæjunum utan Reykja- víkur, svo sem í Hafnarfirði, á ísafirði, Siglufirði og Akureyri og á sumum þessum stöðum hefir fiokkurinn misst helming þeirrar fulltrúatölu, sem hann hafði áður i hæjarstjórn. I»að fólk, sem þannig hefir yfirgefið Sjálfstæðisfiokkinn fyrír svikin við málsiað bæjanna, hefir annaðhvort fylkt sér um Aiþýðu- flokkinn eða farið til bráðabirgða yfir á svokailaða „óháða^ lista. Giæsiiegastan kosningasigur vann AEþýðufiokkurinn í Hafnar- firði og á isafirði, þar sem meirihSufi hans nemur nú hundruðum atkvæða. Hann hefir yfirleitt aldrei unnið eins stórkostlegan sigur í þessum hæjum og við bæjarstjórnarkosningarnar í gær. En hann hefir einnig annars staðar aukið verulega fyigi sitt, jafnvei þar sem hann hefir á undanförnum árum átt erfiðast uppdráttar sakir sundrungarinnar í röðum iaunastéttanna. Kommúnistar hafa yfirieitt staðið í stað. Og hvernig síendur stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að vígi eftir slíkan kosningaósigur Sjálfstæðisflokksins? Með einræðisbrölt sitt, gerræði og kúgunarlög gegn Iaunastéttum landsins er hún í algerum minnihluta í svo að segja öllum bæjum landsins utan Reykjavíkur. — En nú á Reykjavík sjálf eftir að svara. Og svar hennar óttast Sjálfstæðisflokksforsprakkarnir mest. Annars hefðu þeir ekki farið bónarveg að Framsóknarhöfðingjunum um að fresta lcosningunum í Reykjavík í gær. Hér fara á eftir úrslit bæja- og sveitastjórnakosninganna í hinum einstöku ibæjum og kauptúnum landsiris: Kosningaúrslitin urðu þessi: í tbæjunum HafnarfiSrður Alþýðufl. fékk 987 atkv. og > menn kosna. Munaði litlu að bann fengi 6 menn kosna, því ið 6. maður á lista hans hafði 163 atkvæði, en f jórði maðurinn í lista Sjálfstæðisflokksins 166%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 785 atkvæði og 4 menn kosna. Óháðir verkamenn fengu 129 atkv. og engan mann kosinn. Við bæjarstjórnarkosningarn- ar 193-8 höfðu Alþýðuflokkur- inn og kommúnistar sameigin- legan lista iog fékk hann 983 at- kvæði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá 969 atkvæði, eða aðeins 14 atkvæðum minna. fsaljðrður Alþýðuflokkurinn fékk atkvæði og 5 menn kosna. 714 Sjálfstæðisflokkurinn fékk 378 atkvæði og 2 menn kosna. Óháður listi fékk 257 atkvæði og 2 menn kosna. Við bæjarstjórnarkosning- arnar 1938 höfðu Alþýðuflokk- urinn og kommúnistar sameig- inlegan lista og fékk hann 727 atkvæði og 5 menn kosna. Sjíálfstæðisflokkurinn 574 at- kvæði og 4 menn kosna. Hefir hann því nú tapað helmingn- um af þeirri fulltrúatölu, sem hann hafði í bæjarstjórn síð- astliðið kjörtímabil. \ Frh. á 4. si&u. Ný stðrsökn Rússa — nú mRli Lenjngradog Hoskva Þeir eru þegar farnir að nálgast járn- brautina milli Leningrad og Charkov. ...... ..... RÚSSAR hafa nú hafið nýja, mikla sókn um það bil miðja vegu milli Moskvá og Leningrad. Sækja þeir þar fram frá Waldaihæðum í áttina til járnbrautarinnar, sem Iiggur frá Leningrad til Charkóv alllangt að baki víg- stöðvum Þjóðverja fyrir vestan Moskva, en sú járnbraut er éin þýðingarmesta samgönguleiðin, sem Þjóðverjar ráða yfir í Rússlandi. Eru Rússar komnir þarna langt vestur fyrir Rzhew og hafa tekið járnbrautarstöð þar, sem liggur miðja vegu milli þeirrar borgar og Veliki Luki, en sú borg liggur aðeins ör- skammt austán við járnbraut- ina frá Leningrad til Charkov og ekki nema um 150 km. frá Iandamærum Lettlands. Er Þjóðverjimu tailin stafa mik- iflj hætta af þessari nýju sókn Rfissa. En þeir verjast þó enn í Rzhev og eru' sag'ðrr hal'a bú- izt þar ramhyggii’.ega fyrir. Sumnair á vigstöðvununi stainda yfír hasrðiir hardagar norðaiustur a£ Chairkov og eru Rússar sagðir þar í þann vegiran að taka ó- naffngreinda borg um % 80 km. norður af Charkov, ej'1 áCftti'ð er í London að það sé Bjelgorod. Stjórn SJémannafiélags- ins var öll endurkosln. Með sama atkvæðafjölda og^hingað til SJÓMANNAFÉLAG Reykja- víkur hélt aðalfund sinn í gær í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. . Lýst var úr&Iitum í stjórnar- kosmngu fyrjr fólagið, sem fram haffði fariö um borð í skipunum o-g í skrifetofiunm. Afls höfðu 555 Sélagsmenn- greitt atkvæði og úr- slit orðið sem hér segir: 1 . Formaður var tosinn Sigurjón Á Ólafesom með ,404 atkvæðum, varaSormaður ólafur Friðriiksson með 338 atkvæðum, ritari Sveinn Sveinsson með 294 atkvæðum, gjaldkeri Sigurður ólafsswn með 505 atkvæðum og váragjaldkeri ÓJaíur Árnason með 362 atkvæð- um, aMir' endurkosnir. Fðlagið teJur nú 1404 meðlimi en um síðustu áramót voru þeir 1255. ! Samþykkt var að hækka árs- gjaldið úr 20 krónum upp í 24 króniur. Eignir félagsins hafa aukizt mikiö á érirau eða um rúmar 23 þúsund krónur. Em þær þá tyrðn- ar rúmar 224000 krónur. Að endingu vom samþykkt með öMum greiddum a-tkvæðum eftirfarandi mótmæli gegra gerð- ardómslögum ráðherra Framsókn- ar- og SjálíEstæðisflokksins: „Þar sem ráðherrar Framsókn- ár- og Sjálfstæðisflokksins hafa með bráðabirgðalögum 8. þessa tnánaðair skipað gerðardómstóL i kaupgjalds- og verðlagsmálum, sem haffa það höfuð markmið að ■ halda ötlu kaupgjafldi launastétt- anna óbreyttu með lagaboði, þé inótmælir aðalf'undur Sjómarana- ffólags Reykjavíkur jieim kúgunar- aðferðum, af háilffu ríkisvaldsiras í garð verk alýðsffélaganua og iaunaffólks í landinu, er sviftir þær saumingsffre’si um kaup sitt og kjör.. Lög sem þessi stefna tiil frið- slita innau þjóðfélagsims verðí þeim framíylgt og nxiða til ein- ræðis og iDffbeldis í garð launa- stéttanraa. Funduriran saanþykkir því einhuga að mótmæla þessari ■lagaisetraingu og skorar á þing og stjórn að fellá þau úr gildí á næsta aiþmgi. Um (Leið samþykkir ffundurinn að beita öMurn löglegum aðferð- um ffgrir afnámi laganna.“ L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.