Alþýðublaðið - 06.02.1942, Blaðsíða 4
FOSTUi>AXJ 6, FJKBRÚAR 1442
%
FÖSTUOACUR
NaeÉtxrieakair er Pétur JaJcobs-
son, Karlagötu 6, sími 2735.
Næturvöröur er í Laugavegs- og
Iagólfaapóteki.
ÚTVARPIÐ:
2ð,00 Fréttir.
20,30 ÚtTarpasagan: „Innrésin fré
Mais“, IV, aftir H. G.
Wells. (Knútur Arngríms-
son kennari.)
21,00, ESrindi: Úr hagsögu Reykja
víkur, III (dr. B|öm Bjöms-
sin).
21.25 Strokkvartett útvarpsins:
Sígild sanálög.
21,40 Hljómplötur: Norðurlanda-
söngvar.
21,50 Fréttir. Dagskrárlok.
K:R.-ingar
fara í akíðaferð næstkomandi
laugardagskvöld kl. 8 og á suimu-
dagsmorgun kl. 9. Þátttaka til-
kynnist í síma 4535 kl. 4—6 á
morgun.
Nefnd
til að athuga um fiskmiðstöð
fyrir Reykjavikurbæ var kosin á
bæj arstjórnarfundi í gær. í nefnd-
ina voru kosnir Sigurður Ólafsson,
Sveinn Benediktsson og Sigurður
Sigurðsson.
Hiutveltu
heldur Landnám Templara að
Jaðri á Heiðmörk n.k. sunnudag í
Góðtemplarahúsinu: Þar verður
margt ágætra muna. Matvörur,
500 kr. í peningum, tilbúin föt og
fataefni o. fl. Templarar og aðrir
velunnarar Jaðars, sem hyggðust
að gefa muni til hlutaveltunnar,
geri viðvart í síma 3458 og tali við
Sigurð Þorsteinsson.
Septímufundur
í kvöld kl. 8V2. Erindi: Ferðin á
fjallið.
Skíða- og skautfélag Hafnarfjarðar
heldur aðaldansleik sinn í Góð-
tempdarahúsinu n.k. laugardags-
kvöld. Aðgöngumiðar fást í verzl-
un Þorvaldar Bjarnasonar.
Hjónaband.
Síðastliðinn laugardag voru gef-
in saman í hjónaband Magnea
Kristín Hjartardóttir og Björgvin
G. Jóhannesson, Jófríðarstöðum
við Kaplaskjólsveg.
Læknablaðið
er nýkomið út. JEfni-þess er: Um
diabetes, eftir Valtý Albertsson,
Úr erlendum læknaritum o. m. fl.
Btlkksmiðir mótaala
UiuariSguBfli.
MðMudir ticss var hiMiin
i infcfllii
FÉLcAG blikhsmiða hélt aðal
fund sinn í gærkveldi og
fór þar fram kosning á stjóm
fyrir félagið.
Stjómin var endurkosin, en
hana skipa: Guðmundur Jó-
hannsson, formaður, Ásgeir
Mattháasson ritari og Björgvin
Ingibergsson gjaldkeri.
Á fundinum voru samþykkt
eftirfarandi mótmæli gegn kúg-
unarlögunum:
„Aðalfundur Félags blikk-
smiða haldinn 5. febr. 1942,
mótmælir eindregið bráða-
birgðalögum frá 8. jan. s.l. um
gerðardóm í kaupgjaldsmálum,
sem hefir þær afleiðingar í för
með sér, að svifta launþega í
landinu þeim skýlausu mann-
réttindum, að ráða kjörum sín-
um og kaupi.
Fundurinn skorar því á al-
þingi að nema tafarlaust lög
iþessi úr gildi.“
Fyrsti fnndnr nýjn
bæjarstjórnarinnar
f Hafnarflrði.
FYRSTI fundur hinnar nýju
bæjarstjórnar í Hafnar-
firði var haldinn nýlega.
Var á þeim fundi kosið bæj-
arráð í fyrsta sinni í Hafnar-
firði. Skipa það þessir þrír
menn: Kjartan Ólfasson, Emil
Jónsson og Þorleifur Jónsson.
Bæjarstjóri var endurkosinn
Friðjón Skarphéðinsson.
í útgerðarráð bæjarútgerðar-
innar voru kosnir: Emil Jóns-
son, Kjartan Ólafsson, Björn
Jóhannesson, Jón Matthíasson
og Hermann Guðmundsson.
Nýjar bifreiðar
i sorphreiðSflDina.
E» hað er «kki aéf tii al
kona hreinsaninni i lag
SORPHREINSUNIN er í
megiiasta' ólagi hér í bæn-
um, eins og kunnugt er, og hfef-'
ir nefnd verið starfandi í því
máli.
Bæjarverkfræðingi, sem nú
dvelur í New York, mtm hafa
verið íalið að leita tilboða á
nýjum bifreiðum til þessara
starfa og fullkomnum útbúnaði
á þá.
Hefir bæjarverkfræðingur
fengið slík tilboð og lágu þau
fyrir bæj arstjórnarfundinum.
Var samþykkt að fela bæjar-
verkfræðingi að ganga frá þeim.
Vitanlega er það ekki nægi-
legt að kaupa nýja bíla til að
koxna sorphreinsunimn í viðun-
andi horf — og verður það mál
vonandi athugað gaumgæfilega.
ferkameDDhvattírtil
al hiodra hergapaa-
framleiðsln Hitlers.
ÁskornB frá brezku og rúss-
neski verkalýðsfélöBunum.
T ÁSKORUN, sem gefin var
út í London í gær af Citrine
fyrir hönd hrezku verkalýðsfé-
laganna og Schwernik fyrir
hönd rússnesku verkalýðsfélag-
anna er skorað á verkamenn í
öllum undirokuðum löndum á
meginlandi Evrópu að gera allt,
sem í þeirra valdi stendur, til
þess að tefja og eyðileggja her-
gagnframleiðslu Hitlers.
Þar sem annað ekki dugar
eru þeir hvattír til þtess að
vinna skemmdarverk í verk-
smiðjunum í þessum tilgangi.
ÚTBREDEHÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ!
Taklð eftlr!
Kraftbrauðin, sem hinn þjóð-
kunni læknir Jónas Kristjánsson
mælir sérstaklega með, eru bök-
uð í aðeins einu bakaríi á öllu
landinu, og eru þar æfinlega til.
Karl Þorsteinsson.
SVEINABAKARllÐ
Vesturgötu 14, sími 5239.
bgamu mmm
Hringjarínn
í Notre Dame.
(The Hunekback of Notre
Dame.)
i MYJA BtO I
Plughetjur
flotans.
(Wings of the Navy.)
Ameríksk stórmynd með
CHARLES LAUGHTON.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd klukkan 7 og 9.
Framh..sýning kl. 3%—6%
Spennandi kvikmynd um.
snilli og fífldirfsku amer-
íkskra flugmanna. ASal-
hlutverkin leika:
GEORGE BRENT
OLIVIA DE HAVILLAND
FRÆGÐARBRAUTIN
IEnsk gamanmynd með
SONNIE BALE,
JIMMY O’DEA.
JOHN PAYNE
Sýnd klukkan 7 og 9.
Lægra verðið kl. 5.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
Sigriðar Bjarnadóttor
fer fram frá Ðómkirkjunni laugardaginn 7, þ. at. og
hefst með bæn á heimili hðnnar, Hátúni 5, kt. 1.30.
Fyrir hönd barna og tengdabarna.
Jón Ólafsson, lögfr.
Systir okkar
Ásthlidar Árnadóttir,
ándaðist að Landakotsspítala 5. p. m.
Jóhanna Árnadóttir. Sigríður Árnadóttir.
Árni Þ. Árnason.
Þökkum auðsynda samúð og vinsemd við fráfall
og jarðarför móðar og tengdamóður okkar,
Margrétar Sveinbjarnardóttur.
Fiskimannaprófi
nýlokið hér í bænnm
12 nemendur stóðust pað.
ISKIMANNAPRÓFI er ný-
loldð hér við Stýrimanna-
skólann, og gengu undir! það
f jórtán nemendur, 'en tveir stóð-
ust ekki prófið.
Þeir tólf, sem stóðust prófið,
hlutu þessár einkunnir:
Atli Þorbergsson I eink. 82 Vs
stig, Garðar Stefánsson I eink.
86% stig, Guðjón Emilsson I
eink. 90 stig, Guðm. Kr. Guð-
mundsson 88 stig, Guðm, Sím-
onarson I eink. 82 stig, Guðm.
Þorleifsson I eink. 79% stig.
Gunnl. Kristjánsson I eink.
84% stig, Hallgrímur Oddsson
II. eink. 74% stig, Mikael Guð-
mundsson II. eink. 74% stig.
Páll Pálsson I. eink. 81 stig.
Sigurður Þórðarson I. eink.
90% stig, Sigurhans Sigur-
hansson I. eink. 85 stig.
Prófin stóðu yfir frá 28.—30.
janúar. Fara þau fram um þetta
leyti á hverju ári hér í Reykja-
viík, en úti ,um land fara þau
fram annað árið á ísafirði og
Norðfírði, en hitt árið á Akur-
Böm og tengdabörn.
eyri og í Vestmannaeyjum, og
er það einnig í lok janúarmán-
aðar.
Stýrimannaskólinn annast
kennsluna, en prófdómendur
eru Hafsteinn Bergþórsson og
Sigurður Pétursson skipstjóri.
Þakkir.
SÍÐASTLIÐIN jól barst okk-
ur gamla fólkinu á elli-
heimili Hafnarfjarðar rausnar-
leg jólagjöf frá Bæjarútgerð-
inni. Það voru 50 krónur handa
sérhverju okkar, en við erum
26. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf
þökkum við öll, sem einn mað-
ur, af öllu hjarta, fyrst og
fremst bæjarstjórn Hafnar-
f jarðar, en einnig stjórn Bæjar-
útgerðarinnar. Af heilum hug
biðjum við algóðan guð að
launa gefendunum góðvild
þeirra gagnvart okkur. Hann
verndi þá nú og ætíð og blessi
öll störf þeirra í nútíð og fram-
tíð.
Ellihæli Hafnarfjarðar,
2. febr. 1942.
Gamla fólkið.