Alþýðublaðið - 12.02.1942, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1942, Síða 2
FIMMTUDAG 12. FEBR, 1942 5MÁAUGLÝ5INGAR ALÞÝQUBLAÐSINS ■' v - ----- I VINNA UNGUR reglusamur maður óskar eftir verkstæðisplássi (trésmíði). Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir laugardag. 1 HÚSNÆÐI FAGVINNU í byggingariðn- aðinum, fyrirf ram greidda húsa- leigu eða aðra þóknun, eftir samkomulagi, fær sá, sem getur látið fámennri, reglusamri fjölskyldu í té húsnæði nú þeg- ar eða 14. maí. Tilboð í afgr. bl. fyrir 15 . þessa mán. merkt „Fljótt“. • Sölnmaðnr Okkur vantar strax sölu- mann í bæinn og nágrenn- ið. Heildverzlun GUÐM. H. ÞÓRÐARSONAR Austurstr. 17. Sími 5815. Nýkomnar vðrur: NÝTT KERAMIK í miklu úr- vali. BURSTASETT, mjög smekkleg. HÁRBURSTAR, margar gerðir. TESETT til ferðalaga, 8 stærðir. Margs konar skrautvamingur, svo sem: hringar, nælur. manchettuhnappar, púður- dósir o. fl. Ennfremur höfum við fengið aftur mikið úrval af alls konar LEIKFÖNGUM. Komið, —- skoðið og kaupið! Windsor Megasin Laugavegi 8. UBgnr maðnr með gagnfræðaprófi óskar eftir atvinnu við verzlun (helzt matvöruverzlun). Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi tilboð sín til afgr. blaðsins merkt „Ung- ur maður“ sem fyrst. Vörnbíll til söiu á Frakkasííg 26 A eftir kl. 4. Blý kaupir VERZLUN O. ELLINGSEN. ÁRÁSIN Á SWATOW Frh. af 1. sdðu. valdi Japana, unnu þar mikinn usla á hemaðarlegum mann- virkjum við höfnina og sprengdu í loft upp skotfæra- birgðir, en hurfu því næst aftur inn í land. Nýf (lotaforiogi banða- maona i Anstnr-Indiom. Hart flotaforingi, hinn amer- íkski aðmíráll, sem síðan um nýjár hefir verið yfirmaður alls bandamannaflotans í Austur- Indíum og úti fyrir Austur-As- íu yfirleitt, undir yfirstjóm Wavells, hefir beðizt lausnar og þegar látið af störfum. Við yfirstjórn bandamanna- flotans þar eystra hefir nú tek- ið í hans stað hollenzkur flota- foringi, Helprich aðmíráll, sem áratugum saman hefir veitt forstöðu hollenzka flotanum í Austur-Indíum og þekkir þar hverja ey, hvert sund og hvem vog. Hefir hann aðalbækistoð sína í Surabaya á Java. EKEE) INN UM GLUGGA Frh af 1. síðu. trillunni og óku inn um sýn- ingarglugga verzlunarinnar Verðandi. Er þetta stór sýningargluggi og varð mikið tjón að. AU»yPUBLAfUÐ Banatilræði gegn Þjóðverjam i Frakk- landi f aramjög í vöxt BANATUJLEÐI gegn Þjóð- verjum í París fara mjög í vöxt. Samkvæmt upplýsingum frá Hr. M. Cardozo, fréttar- ritara „Daly Mail“ i Madrid, eru þau einkum framkvæmd með handsprengjum, vélbyss- uffl og smá-vélbyssum. Þ. 9. desember, segir þessi fréttaritari, var gerð í París enn iþá ein árás á þýzka sveit, cg fórust tveir menn. Þjóðverjam- ir veittu öfluga mótspymu, en árásarmennimir komust undan á flótta. Ef maður ber þennan atburð saman við íyrri árásir, sem gerð- ar hafa verið á þýzka hershöfð- ingja, ýrnist á götum úti eða á svölum kaffihúsa, skilur maður óróa þýzkra hermanna yfir sí- auiknum vopnaburði. Þýzku yf- irvöldin vita nú að í allri ring- ulreiðinni, sem hmninu fylgdi, komst ógrynni yopna í hendur franskra manna, sem andvígir eru Þjóðverjum og ekki munu hika við að beita iþeim. Kveður svo mjög að þessu, toætir Car- dozo við, að aðstaða setuliðs- manna er að verða lífshættu- legri en hún var á sjálíum vig- stöðvunum. Eggert fiiifer skák- meistari fimmtngnr. IDAG er Eggert Gilfer skák- meistari fimmtíu ára. Hann er sonur þeirra merku hjóna Þuríðar Þórarinsdóttur og Guð- mundar Jakobssonar, sem flest- ir eldri Reykvíkingar munu kannast við. Em ættir þeirra beggja velþekktar og óþarfi að rekja hér. Gilfer á að baki merkan feril sem tónlistarmað- ur, og mundi það eitt nægja til að halda nafni hans á lofti, en hér verður ekki farið út í þá sálma, því að til þess munu nóg- ir aðrir verða. Hér verður að- eins rúm til að geta lítillega um afrek hans á skákborðinu utan lands og innan. Hann var ekki kominn af bamsaldri, þegar hann kynntist skáklistinni. Varð hann þegar hugfangirm af töfmm hennar og verður ekki séð að þau áhrif hafi rénað síð- an. Fyrst vakti hann á sér at- hygli, er hann, átján ára gam- all, sigraði í fjöltefli í Kaup- mannahöfn hinn heimsfræga skákmeistara Capablanca, er síðar varð heimsmeistari. Eftir heimkomuna frá Höfn komst hann brátt í fremstu rÖð ís- lenzkra skákmanna, og tuttugu og tveggja ára gamall varð hann skákmeistari íslands í fyrsta sinn. í meira en aldar- fjórðung, sem síðan er liðinn, hefir hann unnið fleiri og glæsilegri sigra en nokkur ann- ar íslenzkur skákmaður fyrr eða síðar. Nægir til marks um það að geta þess, að hann hefir alls átta sinnum orðið skák- meistari fslands, og mun líða á löngu, unz nokkur kemst þar jafnfætis honum. Fjórum sinn- um hefir hann keppt á alþjóða- skákmótum fyrir íslands hönd, og þá ávalt á fyrsta borði. Hef- ir hann þar unnið sér frægð, svo að hann er þekktastur er- lendi? af öllum íslenzkum skák- mönnum. Einna frækilegast þótti, er hann sigraði í Ham- borg 193Q á einum og sama degi Almes, skákmeistara Þýzka- lands, í gullfallegri skák, og Sultan Khan, skákmeistara 9 Englands, sem þá þótti einhver efnilegasti skákmaður heims- ins. Á sama móti gerði hann jafntefli við Marshall, hinn gamla ameríkska skákjöfur, og mun honum sjálfum þykja mest til um það afrek sitt. Á síðari alþjóðamótum hefir hann annið margan góðan sig- ur, t. d. er hann vann Thomas, frægasta skákmann Englend- inga, og Pirc, skákmeistara Júgóslavíu. í sumum þessara frægustu skáka hans koma sér- staklega í ljós þeir eiginleikar, sem helzt einkenna skákstíl hans, dirfska, en þó einkum furðuleg hugkvæmni. ”Það skyldi þó enginn ætla. að þýðing Eggerts Gilfers fyrir ís- lenzka skáklífið sé einurig-s fólgin í hans eigin sigrum, því að með réttu má segja, að hann hafi verið kennari hinna yngri meistara okkar og stuðlað þannig að því öðrum fremur, að hefja skákstyrk íslendinga á hærra stig, og verður það naumast ofmetið. Enn í dag er hami einn hinn traustasti og bezti félagi í Taflfélagi Reykja- víkur og telur eltki eftir sér að Aðalfnndnr Hen- endasambandsfiagn- fræðaskðlans i Rvík. AÐALFUNDUR Nemenda- sambands Gagnfræða- slcólans í Reykjavík var haldinn 10. febrúar síðastliðinn. Verkefni aðalftlndar voru: Að ganga frá lögum sam- bandsins og kjósa stjóm. í stjórn voru kosnir: Ingi R. Helgason, íorseti, Ingvar Ing- varssion, Jóhann Gíslason, Unmj|r Niikt/Jásd'ólttir, Hreiðar Ólafsson, Skúli Magnússon. Karl Sigurðsson. StjómJn á eftir að skipta með sér störf- um. Almennur áhugi lildr á málum sambandsins og félags- líf skólans er prýðilegt. en stutt’ af skólastjóra. Ný félðg í Í. S. I. ESSI félög hafa nýlega gengið í íþróttasamband íslands: U.M.F. Grettir, Miðfirði, fé- lagatala 66, form. Sigurður Daníelsson. íþróttasamband Hólaskóla, félagatala 42, form. Amór Óskarsson, Knattspymu- félagið Óðinn, Blönduósi, fé- lagatala 47, form. Konráð Díó- medesson, U.M.F. Sindn, Höfn, Homafirði, félagatala 55, form. Benedikt St. Þorsteins- son. Sambandsfélög Í.S.Í. em nú 119 að tölu, með yfir 15 þúsund félagsmenn. í tilefni af 30 ára afmæli Í.S.Í. 28. jan. s.l. gerðust eftír- taldir menn ævifélaar Í.S.Í.: Konráð Gíslason bókari, Ní- els Carlsson forstjóri, Leiiur Auðunsson frá Dalsseli, frú Að- alheiður Þorkelsdóttir, Jón Helgason kaupmaður, frú Klara Bramm Helgason. Ævifélagar Í.S.Í. em nú 128. Í.S.Í. hefir nýlega stofnað 2 ný ráð í Reykjavík. Hand- knattleiksráð Reykjavíkur, for- maður Baldur Kristjónsson í- þróttakennari, og Skautaráð Reykjavíkur, formaður Konráð Gíslason bókari. Tiðbúnaðnr í N.arvib. FREGNIR jrá Svíþjóð hertna, að Þjóðverjar hafi nú stórkostlegan viðbúnað í Narvík í Noregi. Er sagt að þeir ætli sér að koma þar upp mikill flotabæki- stöð — og þar verði einnig mik- il birgðastöð. Hafa Þjóðverjar fyrirskipað öllum íbúum Nar- víkur burtu úr bænum, og er það öðm sinni að þeim er skip- að á brott. tefla við þá, sem byrjendur eru í listinni, og það var ekkx sízt þess vegna, að Taflfélag Reykja víkur gerði hann að heiðuvsfé- laga sínum fyrir nokíxrum ar- um, sem lítinn vott þeirrar" þakklætisskuldar, er féiagPS stendur í við hann. Munu hinir mörgu vinir Gilfers og aðdá- endur óska þess í dag, að snilli bans megi í mörg ár cnn njóta sín og vera hinum ýngri til tovatningar og fyrirmyndar. Félagi í T. R. Kol Kol. Góð tegnnd af húsakolnm nýkomin. KOiWl l\/AÁ \ 8(ilHÍIUAM)8X SlMAR l%4' &40n KliYKMVtK ’+mf* ipynnlng. Frá og með föstudeginum 13. febrúar 1942 verður reiknað 30 aura heimsendingargjald fyrir hverja sendingu frá verzluninn félagsmanna. Jafnframt eru heiðraðir viðskiptamenn áminntir um að gera innkaup sín tímanlega, sérstaklega á laugardöginn. FÉLAG KJÖTVERZLANA í REYKJAVÍK v I liikynning frá Viðskiptanefnd. Með tilvísun til samnings um sölu á fiski til Bretlands, dags. 5. ágúst 1941, tilkynnist það hérmeð, að frá og með deginum í dag til apríl- loka 1942 hafa öll ídenzk og færeysk fisk- flutningaskip leyfi til að kaupa fisk á Breiða- firði til sölu í Bretlandi. Viðsklptanefndin. Reykjavík, 11. febrúar 1942.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.