Alþýðublaðið - 17.02.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1942, Blaðsíða 2
3>EIÐJUDAG 17. FEBR. 1942. ALÞÝÐUBLAÐiB SMÁAIIGLÝ3IHGAR ALÞYflUBLAÐSIHS SILFURN ÆLA (fiðrildi) — tapaðist síðastliðið laugau- dagskvöld, sennilega í Al- þýðuhúsinu, eða þaðan að Litlu Bílstöðinni. Vinsamleg- ast skilist gegn fundarlaunum á Hörpugötu 28. NÝR SVAGGER (á lítinn kvenmann) til sölu. Ennfrem- ur: Tvenn ný drengjaföt á 9— 10 ára gamla. Til sýnis á Rán- argötu 15, efstu hæð, eftir kl. 12 á miðvikudag. Skrifstofuherbergi Lítið skrifstofuherbergi óskast til leigu við eða í Miðbænum, strax. Tilboð auðkennt: „Lítið her- bergi“ sendist afgr. Alþbl. Starfsstnlknr óskast í iðnfyrirtæki. Uppl. í skrifstofu Fél. ís- lenzkra iðnrekenda Skóla- stræti 3, Sími 5730. EININGARFUNDUR. annað kvöld kl. 8. Öskupoka-upp- boð og ýms annar gleðskap- ur. Dans hefst kl. 10,30. ÞING OPINBERRA STARFS- MANNA Frh. af 1. síðu. ir: Björn L. Jónsson, veður- fræðingur og Ingibjörg Ög- mundsdóttir, fulltrúi frá félagi símamanna, og til vara Pálmi Jósefsson, kennari. Árnaðaróskir bárust stofn- þinginu frá Alþýðusambandi íslands og Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur. Bréfið, sem stofnþinginu barst frá Alþýðusambandinu var svohljóðandi: 16. febrúar 1942. „í tilejni af stofnun Banda- lags opinberra starfsmanna vill Alþýðusamband íslands, allsherjarsamtök ísl. verka- lýðssamtaka, færa hinu ný- stofnaða bandalagi beztu árn- aðar- og framtíðar-óskir. Alþýðusambandið vonar fastlega, að Bandalagi opin- berra starfsmanna megi auðn- ast að rétta hlut meðlima þeirra félaga er innan vé- banda þess eru, með því að bæta kjör þeirra og kaup og ráða fram úr öðrum þeim að- kallandi nauðsynjamálum, sem ráða þarf bót á. Eins og allir launþegar í landinu hafa gleggst orðið varir við, er nú unnið að því á markvisan hátt að þrengja kosti launþeganna, og leggja hömlur og viðjar á þau samtök sem berjast fyrir réttindum þeirra, í von um að á þann hátt takist að bæla niður, and- stöðuna við hinar gerræðis- fullu og ómaklegu árásir, sem launastéttirnar hafa orðið fyrir. Verkalýðssamtökin hafa nú þegar liafið ákveðna baráttu undir merkjum Alþýðusam- bandsins, fyrir endurheimt- ingu þess frelsis og þeirra sjálf sögðu lýðræðislegu réttinda, sem verkalýður og allir aðrir launþegar hafa verið sviptir. Sú barátta ber . því aðeins gipturíkan og skjótan sigur í skauti sér, að launþegarnir í hvaða starfsgrein, sem er, fylki liði og taki höndum sam- an og sæki að settu marki. sam huga og samtaka. Ávallt hefir nauðsyn á traust um samtökum verið mikil en efalaust • aldrei brýnni og meir, aðkallandi, en einmitt nú. Al- þýðusambandinu er það því mjög mikið ánægjuefni, að fé- lög opinberra starfsmanna hafa treyst raðir sínar og stofnað með sér allsherjar bandalag. Um leið og vér færum Banda- lagi opinberra starfsmanna vorar beztu árnaðaróskir, vilj- um vér mega vænta þess, að gott og gæfuríkt samstarf geti hafizt og haldizt milli þess og Alþýðusambandsins í öllum þeim málum, sem sameigin- legra hagsmuna er að gæta.“ Á fundi þingsins á laugardag var eftirfarandi ályktun um bætt launakjór og réttarbætur — samþykkt: „Bandal. beinir svofelldum áskorunum til Aliþingis, bæjar- stjórna og annara hlutaðeig- andi aðila: 1. að launakjörn opinberra starfsmanr.a verði tekin til end- urskoðunar nú þegar á Alþingi í bæjarstjórnum og ihjá öðrum aðilum, og þau bætt að mun, enda hefir hagur landsins batn- að svo, að það er bæði fært og skylt. 2. að framkvæmd verði nú þegar ítarleg rannsókn á grund- velli verðlagsvísitölu kauplags- nefndar cg verðlagsvísitalan endurskoðuð m.a. með hliðsjón af búreikningum frá fleiri stétt um manna en hingað til. Jafn- framt 'verði fjölgað nefndar- mönnum í kauplagsnefnd um 2 og tilnefni BSRB annan þeirra. 3. að opinberum starfsmönn- um, sem eiga fyrir ómegð að sjá, verði með Iöggjöf ákveðin aukaverðlagsuppbót eftir ó- magafjölda, og reiknist hún frá 1 jan. ’41. 4. að ákvæðum um aldurs- uppbætur opinberra starfs- manna verði breytt þannig, að hámarkslaunum verði náð á ekki lengri tíma en sex árum. (sþ. 33 shlj.) 5. að lögum um Lífeyrissjóð embættismanna og Lífeyrissjóð barnakennara sé breytt í það horf, að þeir veiti fulla örorku og ekknatryggingu auk þeirra réttinda ,er þeir nú veita, og sé öilum opinberum 'starfsmönn- um gefinn kostur á samsko.nar tryggingu, enda leggi viðkom- • andi stofnanir fram nauðsyn- legt stofnframlag í því skyni. (sþ. 33 shlj.) ALÞYÐUFLOKKSFELAGIÐ Frh. af 1. síðu. i inn hefðu vitandi vits og af ásettu ráði framkaUað vaxandi dýrtíð og þar af leiðandi aukn- ar kröfur um launabætur af hendi launastéttanna og síðan gefið út kúgunarlögin og bráðabirgðalögin um frestun bæjarstj.kosninganna. — Þetta gerðu flokkarnir með sér fyrst að Ólafur Thors neitaði að framfylgja því ákvæði dýrtíð- arlaganna að lækka farmgjöld —v og Framsóknarráðherrarnir síðan með því að hækka verð á landbúnaðarafurðum upp ur öllu veldi. Þegar svo var komið, var það sjálfsögð s jálfþ j ar g ajr y i ðleit n.i launastéttan-na að gera tilraun- ir til að fá kjör sín bætt. En þegar samtök þeirra reyndu það greip ríkisstjórnin til þeirra ofbeldisrðástafana að banna frjálsa samninga miili launþega og atvinnurekenda. ^Blík framkoma er einsdæmi í íslenzkri stjórnmálasögu. Haraldur Guðmundsson rakti þessi mál í langri og skýrri ræðu, sem var mjög vel tekið. Ekki. vannst tími til að" ljúka aðalfundarstörfum að fullu og verður framhaldsaðalfundur innan skamms. ! Ranði krossinn hefir fjðrsðfnnn tii stari- seiai sinnar á merpn S Brezk leiksfning að Rernððsstððfls. „AIlt pettð — og ísland líka(i. Cb REZKIR setuliðsmenn hafa samið skemmtlegan. leik, sem þeir kalla „All this and Iceland too.“ . . Allt þetta og ísland líka. Leikurinn er bráðskemmti- legur. Er hann í mörgum sýn- ingum og í revyustil. Fjallar hann um ,líf her- manna. hér, stjórn setuliðsins, vonir og þrár, komu amerísku hersveitanna hingað — og á- standsmálin. Er þetta saklaust og góðlát- legt gaman. Mikil söngur er í leiknum, dans og kátína. Annað kvöld verður leikur- inn sýndur, og er sýningin sér- staklega ætluð fyrir íslend- inga. Leikhúsið er fiskhúsið að Þormóðssföðum, sem mjög hefir verið breytt. Aðgöngu- miðar fást í öllum bókabúðum og kosta 8 krónur. Einstakir aðgöngumiðar eru ekki seldir. 6. að ríki og opinberar stofn- anir greiði nauðsynleg iðgjöld í Lífeyrissjóðina fyrir starfs- fólk sitt á móti tillagi sjóð- félaga og sé tillag sjóðfélaga eigi hærra en gjald til Lífeyris- sjóðs íslands er á hverjum tíma. 7 að átarfsmönnum allra bæj- axfélaga séu tryggð eftirlaun með svipuðum kjörum og Reykjavíkurbær veitir starfs- mönnum sínum. 8. að stofnanir þær,sem kost- aðar eru af ríki. og bæ í sam- einingu, greiði kostnað við tryggingar starfsmanna sinna hlutfallslega við þátttöku ríkis og bæja í launagreiðslum. OFNUNARDAGUR Rauða Kross íslands er á morgun, öskudaginn, og verða þá börn send út um bæinn til söfnunar. Starfsemi R.K.Í. hefir aukizt mjög á síðari árum og hefir fé- lagatala þrefaldast á s.l. fjórum árum. Þá hafa fjárframlögin á öskudaginn aukizt mjög. Þau sjöfölduðust í hitt ,eð fyrra og sú upphæð tvöfaldaðist í fyrx’a. R.K.Í. hefir starfandi R.K.- deildir á: Akranesi, Akureyri, Hafnarfirði, ísafirði, Sauðár- krók, Siglufirði og Vestmanna- eyjum, auk ungiiðadeilda á sumum öðrum stöðum. Þótt starfsemi R.K.Í. hafi aukizt með ári hverju, þá hefir samt starfsemi R.K.Í. aldrei verið svipuð því eins mikil og 1941. Þá hefir R.K.Í. haft af- skipti af að koma um 3000 börnum í sveit. Þá hefir undirbúningsstarf- semi vegna hernaðaraðgerða verið aukin og má þar minna á blóðsöfnun R.K.Í. Stjórn R.K.Í. óskar þess, ef einhverjum finnst starfsemi R.K.Í. einhvers virði, að hann styrki starfsemina á öskudag- inn með framlagi annaðhvort á skrifstofunni eða í innsiglaðan (plomberaðan) söfnunarbauk eða með því að kaupa merki. Kosningeskrifstof' ir A-Iistans ern tvær. báðar í AlþýðU" búslnu á 3. og 6. hæð. Símar 5020 og 2931. Vinnið fjrip A- listann. Svarið ku gunarlög um S IttMHrflr vita að æíilö*g fylgir krÍKgusnum írá SieWRÞÓK. SETNING ALÞINGIS Frh. af 1. síðu. leikum. Til þess þarf meðal annars að leitast við að safna í sjóði, svo að fé verði fyrir hendi til þess að inna af hendi nauðsynlegt viðreisnarstarf. — Verður óumflýjanlegt að afla. ríkissjóði frekari tekna í því skyni. Auk venjulegs fjárlagafrum- varps munu frumvörp þau, or stjórnin leggur fyrir Alþingi að þessu sinni, aðallega bein- ast í þá átt, sem greint hefir verið.“ Því næst tók aldursforseti við fundarsjórn. Minntist. hann íyrrverandi þingmanns, sem látizt hafði, Matthíasar Ólafssonar. Var því næst fundi frestað, þar’ eð margir þing- menn voru ókomnir til þings. Æffotfri baroa á „Sólskinsdeildin1 fær alls- sfaðar frábæriega ffóðar viðtðknr. Barnakórinn „sól- SKINSDEILDIN“, stjórnandi Guðjón Bjarna- son, hefir staðið í miklum ferðalögum undanfarið. Fyrst fór kórinn austur yfir fjall og hafði söngskemmtanir að Eyrarbakka, Stokkseyri, Ölf- usá og Hveragerði, og um helg- ina að Sandgerði og Keflavílc. Aðasókn að söngskemmtun- unum var mjög góð allsstaðar, og sums staðar varð fólk frá að hverfa. Kórinn söng eingöngu lög við íslenzka texta. 27 börn eru í kórnurn. Það yngsta 10 ára og hið elzta 16 ára. Sérstaka athygli vekur ein- söngvari í kórnum, 10 ára hnokki. Þegar kórinn var á heimleið úr Keflavík í fyrrakvöld, lenti hann í miklu æfintýri. Kl. urn. 11 var lagt af stað frá Keflavík, en skammt þar frá bilaði bif- reiðin og var hún biluð í 7 klukkustundir. Litlu söngvar- arnir dvöldu í bílnum allan þennan langa tíma. Var vitan- lega mikið sungið, en mun heldur hafa dofnað þegar fór að líða fram undir morguninn. En skapið var ágætt og líð- anin góð. Um mánaðamótin ætlar „Sól- skinsdeildin“ að heimsækja Hafnfirðinga •— og þá verða Hafnfirðingar að vera gest- risnir. Alúllar-filt í 6 litum, er nú komið á markaðinn. Á gólf, undir teppi og meðfram. Á skrifborðsstóla. Tilvalið á gólf í öllum sumarbústöðum, veiðimannahúsum og til ýmissar annarrar notkunar. Jóss Siverisem Sími 3085.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.