Alþýðublaðið - 17.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.03.1942, Blaðsíða 4
4 A * ? VL ÞriSjuclagur 17. marz 1242» Útgefandi: Alþýðnflokknrinn Eitstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og / 4902 ■Símar afgreiðslu: 490.0 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. \ Alþýðuprentsmiðjan h. f. KosniogaArslitlH í Be;Uaiik. ÞAÐ var þungur áfellisdóm- ur sem kjósendur Reykja- víkur kváðu upp yfir stjómar- flokkunum, Framsóknarflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum, við bæ j arst j órnarkosningarnar á sunnudaginn. Framsóknarflokkurinn tapaði hér um bil þriðjapartinum af því kjósendafylgi, sem hann hafði við síðustu bæjarstjómar- kosningar í Reykjavík, missti eina fulltrúann, sem hann átti í bæjarstjóm og hefir þar með verið þurrkaður út úr bæjar- málapólitík höfuðstaðarins, svo fremi, að samstarfsflokkur hans í stjórn landsins, Sjálfstæðis- flokkurinn, haldi ekki eftir sem áður áfram að taka við fyrir- skipunum Framsóknarhöfðingj- anna um stjórn bæjarmálanna, eins og hann gerði ekki alls fyr- ir löngu við kosningu í niður- jöfnunarnefnd. Sjálfstæðisflokkurinn hefír, þrátt fyrir hálft annað þúsund nýrra kjósenda, sem þátt tóku í kosningunum, fengið um sex- hundmð atkvæðum minna en við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar, misst meirihlutann, sem hann hafði meðal kjósenda höf- uðstaðarins, og aðeins lafað í því að halda meirihlutanum í bæjarstjóminni sjálfri, þar sem hann hefir nú ekki nema átta fulltrúa í stað þeirra níu, sem hann átti þar allt síðasta kjör- tímabil. Enginn er í neinum efa um það, hvað það er, sem valdið hefir þessu fylgishruni stjórnar- flokkanna. Það eru kúgunarlög- in gegn launastéttu'm landsins, kosningafrestunarlögin, misnot- kun ríkisútvarpsins, ofoeldisráð stafanir stjórnarinnar yfirleitt, svo og KveMúlfspólitíkin — sambræðsla Sjálfstæðísflokks- ins og Framsóknarflokksins, sem kjósendur Reykjavíkur hafa kvittað fyrir á þennan hátt. Maður skyldi nú ætla, að slíkt fylgishrun stjórnarflpkkanna af þessum ástæðum hefði átt að koma fram í mjög auknu fylgi þess flokksins, sein mest h'ef- ir barizt á móti gerræði þeirra, og forystuna hefir haft í mót- spyrnunni gegn því á öllum svið um — Alþýðuflokksins. En svo hefir þó ekki orðið nema að nokkru leyti. Alþýðufiokkur- inn hefir að vísu fengið Ktið eitt hærri atkvæðatölu, en síð- ast þegar hann var einn um lista í Reykjavík. En svo að segja allt það fylgi, sem stjómarflokk arnir töpuðu, svo og nýju kjós- ALEXANDER OUÐMUNDSSON: Sparlfé laiiapega I REINU framhaldi af full- yrðingum atvinnumálaráð- herra í hinni dæmalausu grein- argerð gerðardómslaganna, um hinn fáheyrða gróða vinnustétt- anna.á síðast liðnu ári, er Morg- unblaðið nú með daglegar vangaveltur um þær gegndar lausu atvinnutekjur, og þær stóru fjárfúlgur, sem blaðið tel- ur að allir launþegar leggi á vöxtu. Er svo að sjá, sem hin sívakandi samvizka ritstjóranna fyrir veiferð alþýðunnar í land- inu, valdi nú með þeim þján- ingarfullum heilabrotum um það, hvernig varðveita skuli þessa fjársjóði launastéttanna fyrir hinu óumflýjanlega hruni, hinum óumflýjanlega refsidómi, sem koma skal yfir þjóðina fyrir það eitt, að manni skilst, að hún nú um nokkurt skeið hefir ekki eins og að undanfornu, lapið dauðann úr skel. Út af fyrir sig er þetta ábyrgðarlausa glamur um væntanlegt hrun og neyðar- tíma glögg bending um það, hversu gallað stjórnarfar lands- ins er og hve Mtils muni þaðan að vænta um raungóðar úr- lausnir vandamálanna. Vitan- lega er þetta sparifé aiþýðunn- ar hvergi”til nema í ímyndun hinna pólitísku leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins, vegna tak- markalausrar fáfræði þeirra á hinum raunverulegu kjörum hinna vinnandi stétta í landinu. Og þeir glíma þannig kófsveittir við ekki neitt. í nærfellt heilan áratug eða allt til þess, að Bretar hófu hér hinar stórbrotnu hernaðarlegu framkvæmdir, lifði alþýða manna við dæmafátt atvinnu- leysi og örbirgð. Hver einasta króna, sem heimilisfaðirinn vann sér xnn, átti fyrir fram á- kveðinn stað. Var ráðstafað til hinna brýnustu þarfa, oft löngu áður en hún kom í hendur hans. Dýrtíðarvinnan, atvinnuparadís verkamanna hér í bænum um fjölmörg seinustu ár, gaf þann- ig í aðra hönd einar 104,00 kr. á mánuði. Á sama tíma sem framfærzla meðalfjölskyldu var um 400,00 kr. á mánuði sam- kvæmt áætlun hagstofunnar. Og því ver sem þessar litlu atvinnu- tekjur hrukku til fyrir dagleg- um þörfum heimilanna, því meir skyldi sultaróhn hert. Um öll ytri lífsþægindi, alla hluti, sem beinlínis urðu ekki étnir, hluíu þessi heimili að neita sér um. Þannig var líf flestra launþega fyrir rúmu ári síðan, að örfáum undanieknum, sem á föstum launum voru. Þessar aðstæður vinnustétt- anna virðast nú gleymdar og grafnar eða þá hitt, að alveg virðist hafa farið fram hjá þess- um þjónum auðhyggjunnar, að um getin atvinnuleysisár komu efnahagslega á kné fjölmörgum heimilum og héldu við hungur þeim, er verst voru staddir. Nú telja þessir menn víst og sjálf- . sagt, að þessi sömu heilimi er hélt við ölmusu og njóta urðu vetrarhjálpar, hljóti að vera þess umkomin, þegar á fyrsta ári sem næg atvinna er, að leggja fyrir verulegar fjárfúlg- ur. Gefur þetta álit nokkra hug- mynd um það, hver þau lífskjör eru, sem iþessir menn telja helzt henta vinnustéttum landsins. Það, sem ekki rúmast innan í fólkinu, skal lagt til hliðar og sparað. Að mæta öðrum ófull- nægðum þörfum fólksins, svo sem fatnaði, híbílaprýði, bóka- kaupum og mörgu fleira, er að þeirra áliti á móti lögmálinu, sem þessar stéttir eiga að vera háðar, lífskjörunum, sem þær eiga við að búa. Sannleikurinn í þessu máli mun sá, að þrátt fyrir drjúgar atvinnutekjur og tiltölulega stöð uga vinnu, sem vel að merkja hinir gömlu máttarstólpar eiga engan hiut að, þá mun varla orð á gerandi um sparif járinnlög verkamanna og annarra laun- þega. Ber aðallega tvennt til, það fyrra hið ríkjandi atvinnu- leysi í landinu á„ undanförnum árum, hið síðarp sú raunalega óforsjálm valdhafanna áð taka ekkert tillit til f j ölskyIdustærð- ar við útreikning vísitölunnar. Mun sú rangsleitni gersamlega halda niðri allri viðleitni til f jár- söfnunar, þar eð kaupið í flest- um tiKellum rétt hrekkur til brýnustu þarfa á hin- um stærri heimilum og illa pndurnir, sem þátt tóku í kosn- ingunum, hefir farið yfir á Ksta Kommúnistaflokksins. Það eru þeir, sem hafa grætt á ofbeldis- ráðstöfunum stjórnarflokkanna. Það er gamla sagan: Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Gremjan og óánægjan yfir gerræði stjómar- flokkanna hefir orðið vatn á myllu hins erlenda ofbeldis- flokks, sem hér starfar. Um átján hundruð kjósendur hafa við þessar kosningar látið glepj- ast til þess að greiða lista Komm únistaflokksins atkvæði, til við- bótar við þá, sem veittu honum brautargengi síðast. Svo er á- byrgðarleýsi Framsóknarfloklís- ins og Sjálfstæðisflokksins fyrir þakkandi. Að öðru leyti en þessu getur Alþýðuflokkurinn vel við úrslit þó. Þar sem þungamiðju þjóð- lífsins er að finna í ranni heim- ilanna, heilbrigðu, vel ræktu fjölskyldulífi fer ekki hjá því, að iþetta fyrirkomulag er jafn þjóðhagslega hættulegt og það er ranglátt. Samkvæmt Morgunblaðs- kenningunni um að spara, virð- is í hugtakinu felast það eitt að leggja upp epeninga. Eiga inni- stæður á vöxtum í bönkum og sparisjóðum. Er aðstandendum blaðsins að því leyti vorkunn, að öðrum spamaði hafa þeir ef til vill aldrei kynnzt. Að eyða öllu, sem aflað er, verður því í þeirra munni ábyrgðarleysi og bruðl. Um aðstöðumun í þessum efnum virðist ekki vpra að ræða. Sannleikurinn er aftur móti sá, að til þess að mögulegt sé að leggja upp peninga, þá verða þeir að vera aflögu frá dag- legum þörfum. Launin að vera meiri en með þarf til nauðsyn- legs lífsviðurværis heimilanna. Þetta grundvallarskilyrði allr- ar auðsöfnunar virðast menn- irnir hins vegar ekkert vita um, eða svo er a. m. k. að sjá af skrifum þeirra. í orðinu að spara felst hins vegar margt annað, og kunna hinar fátækari stéttir þessa lands á því hin heeítei skil. Það kann að vera, að einstökw launþegar hafi dregið samaa nokkurt fé og gryxmkað að ein- hverju leyti á gömlum skuidum, en ástæðan fyrir því er efalawst sú, að mikið hefir verið um eft- ir- og helgidagavinnu. En sá böggull fylgir hér skammrifi, að þeim gróða er oft fórna® heilsu og vinnuþreki fyrir tíma fram. Að sofa og hvílast er lög- mál, sem erfiðismenn geta ektó. til lengdar sniðgengið, qg að þeim krónum, sem þannig kamn að safnast, getux iþví verið hæp- inn ávinningur, þá frá líður. Nokkuð hefir veríð rætt um skylduspamað meðai almenn- ings í sambandi við dýxtíðarmál- in, og er hugmyndin góð. En eins og hér að framan er sagt verður sú fjársöfnun að grund- valiast á meiri íekjura, miðað við raunveruleg vínnuafköst, t. d. 10 st. vinnudag. Allar tekj- ur þar fram yfir eru bundnar svo mikilli persónulegri áhættu, að sérmál verður að vera hvers og eins. En meðan náköld höndt gerðardómsins kyrkir í fæðingu alla viðleitni launþega til að bæta lífskjör sín, hlýtur spara- aður þeirra á meðal í hverri mynd sem er að eíga langt til lands. Þeir veltitímar, sem nú eru, þurfa að verða almeönings eign. Sem allra flest heimili £ sveit og við sjó fram þurfa nú að vera þess umkomin að geta Frh. á 6. síðu. j bæjarstjórnarkosninganna un- | að. Hann hefir haldið því fylgi meðal kjósenda og þeirri íull- trúatölu í bæjarstjórn, sem hann hafði síðast, og bætt við sig hér um bil hundrað atkvæð- um. Það er ekki slæm utkoma svo stuttu eftir alvarlegasta á- fallið, sem flokkurinn hefir nokkru sinni fengið í sögu sinni: flokkssvik Héðins Valdemars- sonar og alla þá sundrung, sem af þeim hlauzt. Kosningaúrslit- in sýna, að Alþýðuflokkurinn hefir nú til fulls yfirunnið þann klofning og er þess albúinn að hefja nýja sókxi. Það verður þýðingarlítið fyrir andstæðinga Alþýðuflokksins, að tala um „deyjandi flokk“ , eða „dauðan flokk“ eftir þessar kosningar. JT OSNINGADAGINN flutti Tíminn meðal annars svo- hljóðandi greinarstuf: „Frambjóðendur Sjáifstæðis- flokksins hafa sent út kosninga- plagg, þar sem m. a. segir, áð ekki þurfi að óttast „taprekstur" at- vinnuveganna, ef Sjólfstæðismenn hafi völdin í bæjarfélaginu. Hver hefir rekið úgerðarfyrir- tæki með meira tapi en Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokks- ins? Hvaða fyrirtæki var skuld- ugra í bönkunum, þegar styrjöld- in hófst og verðhækkun fisksins varð því til bjargar? Ein ástæðan til skulda Kveldúlfs, umfram önnur útgerðarfyrirtæki, er alkunn. Stjórnendur félagsins drógu fé úr þvi í „villur“ og hvers konar óhófseyðslu. Finnst reykvískum kjósendum það líklegast til að koma í veg fyr- ir taprekstur atvinnuveganna. að menn af þessu sauðahúsi hafi ein- skoruð völd hér 1 bænum? Sannarlega ekki. Leiðin til að koma í veg fyrir taprekstur at- vinnuvegarma, er eirrmitt sú, að skerða völd Kveldúlfanna yfir at- vinnuvegunum' ‘. Þeir eru ekki feimnir Fram- sóknarmennirnir. í hrossakaup- um sínum og valdabrölti hafa þeir náð tangarhaldinu, sem þeir hafa nú á Sjálfstæðis- flokknum, með því að hlaða stöðugt meira og meira undir fjölskyldufyrirtæki Sjálfstæðis- flokksformannsins: Með því hafa þeir keypt sér þjónustu Sjálfstæðisfíokksins. Og svo eru þeir að tala um, að það þurfi i „að skerða völd Kveldúlfannæ yfir atvinnuvegunum"! Það er sitt hvað: orð og athafnir hjá Framsóknarhöfðmgjunum. S: í bréri frá alþingi, undirrit- uðu af Snjólfi, sem Morgunblað- ið birti á sunnudaginn, era út- varpsumræðurnar um gerðar- dómslögin gerðar að umtalsefni. Þar segir meðal annars: ,,Ég æcla að engum sé gert rangt til með því, þó sagt sé, að Stefán í Fagraskógi hafi að minsta kosti um eitt atriði verið írumlegastur ræðumanna í þessum umræðum. Hann stakk nefnilega upp á því, að ríkisstjórnin og aðrir, sem á- huga hefðu fyrir landbúnaði, stuðl- uöu að því að útvega þeim Haraldi og Finrú jarðnæði, svo þeir ættu þess kost á næsta vori að gebast sveitabændur. í umræðum um dýr- tíðarmálin syngja þeír Haraldur og Finnur eins og kunnugt er jafn- an sama sönginn um okrið á land- búnaðarvörunum, og verður ei annað skilið en að þeim vaxi mjög í augum, hvílíkt sælunnar hlut- skifti bændaaðstaðan sé. Góður rómur var gerður að þess mn tillögum Stefáns, og mun eigi standa á framxéttri, hönd ríkis- stjórnarinnar og annara til þees að greiða fyrir því að Haraldur og Finnur fáí jarðnæði t. d. í Síbiríu, svo þeim géfist færi á að sýna stórgróða á búskapnum, og auðvit- að taka þtpir slíkri hugulsemi feg- ins hendi“. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra tók þessa frumlegu til- lögu upp eftir Stefáni frá Fagra- Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.