Alþýðublaðið - 25.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.03.1942, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIO a Miðvikudagur 25. marz 1942. Spitfireflugvélar Það hefir verið frekar hljótt um Spitfireflugvélarnar ensku í seinni tíð, en því fer fjarri, að þær séu dauðar úr öllum æðum. Nýjar og nýjar gerðir hafa komið fram af þeim og eru þær nýjustu búnar fallbyssum. Sjóorusta í sundinu við Malta ítalir gera mlklar árásir á brezka skipalest. TunduFskeyti hittir eitt ítalskt orustuskip. -A v. -. /: ’ ;; SÍÐASTLIÐNA þrjá daga hefir geisað sjó- og loftorusta í sundunum við eyna Malta. Var stór brezk skipalest á leiðinni til eyjarinnar, er ítalir gerðu miklar og ákafar árásir á hana bæði af sjó og úr lofti. Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnti í gærkvöldi, að skipalestin hefði komizt heilu og höldnu til ákvörðunarstað- ar síns, Malta, að því undanteknu, að einu flutningaskipi, sem sökkt var með flugvélasprengju. Segir ennfremur í tilkynningu flotamálaráðuneytisins, að fréttir, sem breiddar eru út frá Róm og Berlín, og segja frá miklu skipatjóni Bandamanna í þessari orustu, séu á engum rökum reistar og uppspuni einn. Hvað gera j hetjurnar ? j 1 i HVAÐ GERA hetjurnar í þessu blessaða stríði? Hvað hafa mennirnir, sem fá heiðurs merkin, gert? Þannig hugsa margir og það er ofur eðlilegt. Vjð skulum nú athuga nokkra af köppum nútímans, sem svo mjög eru dáðir í heimalöndum sínum. FYRST SKULUM við líta á ameríkskan höfuðsmann, — Arthur Wermuth, að nafni, sem barizt hefir á Luzon af slíkum eldmóði, að hann hefir verið kallaður „,eins manns herinn.“ Hann hafði, þegar síð- ast fréttist, sent 116 Japani til annars heims, en talan er vafalaust orðin mun hærri nú. BEZT BAR I veiði fyrir Wermuth, eins og hann mundi orða það, 11. janúar, en þá felldi hann 39 Japani með léttri vélbyssu. Hann sagði, að það væri eins einfalt og að skjóta endur. Daginn áður hafði hann sótt með nokkrum manna sinna gegnum herlínu Japananna og rakst þar á 450 þeirra. Hann sendi strax boð til ameríkska stórskotaliðs- ins, sem, eins og hann sagði sjálfur, sprengdi allan hópinn í tuskur. FRÁ 4. FEBRÚAR til 7. marz hafði Wermuth ekki stytt einum einasta Japana stundir, og hafði hann hinar mestu á- hyggjur út af því. Hann hefir særzt þrisvar, þar af er eitt sár aðeins 6 sm. frá hjartanu. EN ÞIÐ SKULUÐ ekki á- líta, að aliar hetjur séu eins og herra Wermuth. Það er öðru nær. Nú skulum við athuga annan mann, sem einnig barð- izt á Luzon. Ilann heitir Alex- ander Ramsey , Nininger og hefir hlotið æðsta heiðurs- merki, sem hægt er að veita Ameríkumanni. Sandy, eins og Á sunnudag gerði ítölsk flota- deild, sem í voru beitiskip, fyrstu árásina á brezku skipin. Var hún hrakin burt án þess að henni tækist að gera nokkurt tjón. Seinna sama dag gerði önnur hann var kallaður, hafði hinar mestu mætur á bókmenntum, listum, tónlist og yfirleitt öllu því, sem fagurt getur kallazt. SANDY HAFÐI ást á ljóð- um, og einu sinni kom faðir hans að honum, þar sem hann var að lesa kvæði Baudelaire á frönsku. Hann fékk þungar ávítur fyrir. Hann var mjög hrifinn af Tchaikovski, og hafði ennfremur mesta dálæti á leik- list. Getur nú nokkur ímyndað sér að maður, sem hefir áhuga á slíkum hlutum, sem þessum, geti orðið hetja í hernaði? SANDY VARÐ hetja. Hann sýndi slíka djörfung og áræði í árásum á stöðvar Japana á Luzon, að herstjórnin lýsti því að þetta væri meira afrek en skyldan gæti krafizt. Sandy féll í orustunum og lágu særð- ir japanskir hermenn hjá líki hans, er það fanhst.' ítölsk flotadeild árás, og voru í henni bæði beitiskip og eitt orustuskip. Gerðú brezku skip- in, sem voru til verndar skipa- lestinni þá gagnárás og skutu tundurskeytum að ítölsku skip- unum. Hitti í það minnsta eitt skeyti orustuskipið og sneri þá öll flotadeildin á brott, en án þess að gera nokkurn skaða. Þá gerði ofsastorm, sem tafði hina brezku skipalest allmikið. Veittist ítölum þá tími til að gera miklar loftárásir á skipin, og lauk þeim með því að einu flutningaskipi var sökkt, eins og áður getur. Þessi skipalest hafði með- ferðis mikilvægar birgðir til eyvirkisins Malta og komst þannig mikill meirihluti þeirra á ákvörðunarstaðinn. Átökin i Libyu virðast enn vera að mestu leyti í lofti, enda er það eitt höfuðskilyrðið fyrir sókn hvors aðilans, að hann hafi full yfirráð í lofti. Bretar gera næstum stöðugar árás- ir á flugstöðvar Þjóðverja, og bendir það til þess, að himr síðarnefndu hafi fengið liðstyrk, sem Bretsr vilja fyrir alla muni koma fyrir kattarnef. Vetður næsta skref Hitl ers innrðs i Ssípjóð? Aukin viðbúnaðnr i Svípjóð. LANDVARNARÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR sagði í gær í Stokkhólmi, að Svíþjóð óskaði ekki eftir friði, sem væri þrældómur, heldur aðeins friði, sem væri byggður á frelsi. Gerðar hafa verið áætlanir um stórkostlegar aukn- ingu landvama Svíþjóðar. Samtírnis þessu berast marg- ar aðrar fréttir frá Svíþjóð, sem benda í þá átt, að eitthvað sé þar á seyði eða í það minnsta búizt við því. Fyrir nokkru skrifaði enki herfræðingurinn A. B. Austin í eitt Lundúnablaðanna á þessa leið: „Það er líklegt, að innrás í Svíþjóð verði næsta skref Hitl- ers. Margt bendir til þess, að Þjóðverjar séu um það bil að ljúka við undirbúning innrás- arinnar. Árásir Þjóðverja beinist nú venju fremur mikið til Sví- þjóðar en það er ills viti. Hertaka Svíþjóðar mundi verða mjög mikilvægur hluti í vorsókn Hitlers. Hann er ákveð- inn að stöðva vopnasendingar Bandamanna til Rússlands, ann- aðhvort strax eða í sömu mund og hann hefur sókn sína. Þess vegna er mikill hluti þýzka flotans í Norður-Noregi. Þjóð- verjar óttast, að órásir á skipa- lestirnar, sem fara norður fyrir Noreg til Murmansk sé ekki nóg. Þeir óttast að Band&menn geri tilraun til að ná Norður-Noregi á sitt vald og koma þannig að baki herjum í Finnlandi og sam- einast Rússum. Til að hindra þetta vilja Þjóðverjar fá að flytja lið í stórum stíl til Noregs og Finnlands. Það’ er búizt við, að Svíar séu vel búnir undir stríð. Þótt þeir leyfðu einu þýzku herfylki að fara yfir landið í byrjun þýzk-rússnqska stríðsins, hafa þeir síðan neitað að hleypa fleiri sveitum yfir land sitt. Aðalatriðið í vörnum Svía er, eins og raunar hjá flestum öðr- um þjóðum, loftið. Svíar eiga um 500 herflugvélar, en flug- her þeirra er að því leyti ólíkur flugherjum annara landa, að hann hefir lagt mikla áherzlu á steypiflugvélar, og Svíar framleiða sjálfir steypiflugvél- ar.“ Mikil loftárás á Corregidor. JAPANIR hafa gert mikla loftárás á Corregidor, ey- virki Ameríkumanna í mynni Manilaflóans. Tóku 50 sprengju- flugvélar af nýrri gerð, sem ekki hefir verið notuð áður, þátt í árásinni. Köstuðu þær fjölda sprengja á eyna, en skaði varð ekki verulegur. Loftvarna byssur Ameríkumanna á eynni skutu niður þrjár af árásarflug- vélunum. Enn eitt niðings- verk Japana. FYRIR nokkru sökkti jap- anskur kafbátur flutn- ingaskipi suður af Java. Kom- ust skipsmenn í 2 báta og ætl- uðu að róa í áttina til lands. Kom þá kafbáturinn skyndilega upp á yfirborðið og sigldi ann- an björgunarbátinn í kaf, og særðust margir skipbrotsmanna við áreksturinn. Kom hinn bát- urinn brátt til aðstoðar og bjargaði flestum mönnunum úr sjónum, ékki var því fyrr lokið, en kafbáturinn kom öðru sinni og sigldi seinni bátinn einnig í kaf. Voru skipbrots- mennirnir hjálparvana í sjón- um og sigldu Japanirnir þá fyrst á brott, vafalaust hinir ánægðustu. Annað flutningaskip kom auga á mennina í sjónum óg tókst að bjarga þeim. Voru 13 af 19 á lífi, en margir þeirra særðir. Er þetta enn eitt dæmi um hina hrottalegu grimmd, sem Japanir sýna óvinum sínum. Tæpar 2 milljónir er lendra verbamanna í Þýkzalandi. FJÖLDI þeirra verkamanna, sem Þjóðverjar ýmist lokka eða flytja með valdi til Þýzkalands, vex hröðum skref- um og virðist síðarnefnda að- ferðin vera meira notuð. Alls munu nú vera 1 900 000 verka- menn frá hinum herteknu lönd- um við vinnu í Þýzkalandi, en samt álíta kunnúgir menn, að mikill mannskortur sé í iðnaði landsins, að nóg væri að gera fyrir 1500000 menn í viðbót. Ástæðan til þess mikla mann- skorts er vafalaust sú, að mikill fjöldi þýzkra verkamanna hef- ir verið kallaður í herinn og sendur til Rússlánds — í opinn dauðann, eins og brezka útvarp- ið orðar það. Spánverjar hafa nýlega gert samninga við Þjóðverja um að senda þeim menn til starfa við iðnaðinn í Þýzkalandi. Munu nú þegar um 35000 Spánverjar komnir til vinnunnar, og koma flestir þeirra frá námuhéruðun- um við Rio Tinto.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.