Alþýðublaðið - 25.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.03.1942, Blaðsíða 4
Miðvikudagux 25. marz 1942, .--i * ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hljn)f>ubUM5 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn V 'ff l K B, n ■ A tt Ritstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Sjðlfstæðismðlið og kjðrdæmamðlið. EIR af forsprökkum Sjálf- stæðisflokksins, sem vilja fórna yfirlýstri stefnu flokksins í „réttlætismálinu“ — kjör- dæmaskipunarmálinu — fyrir áframhaldandi stjórnarsam- vinnu viö Framsókn, virðast nú vera búnir að koma sér niður á það, undir hvaða yfirskini þeir skuli taka afstöðu á móti breyt- ingartillögum Alþýðuflokksins til leiðréttingar á núverandi misrétti kjördæmaskipunarinn- ar og kosningafyrirkomulagsins. Það á að reyna að gera kjör- dæmaskipunarfrumvarp Al- þýðuflokksins tortryggilegt með meira eða minna ákveðnum ásökunum þess efnis, að í því felist einhver svik við sjálfstæð- ismál þjóðarinnar: Þetta kem- ur greiniíega fram í „Bréfi frá alþingi“, rituðu undir dulnefn- inu „Snjólfur“ og birtu í Morg- unblaðinu í gær. Þar segir með- al annars: „Flutningsmenn hafa látið undir höfuð leggjast að taka upp í frumvarpið þá breytingu, sem orðin er á stjórnskipunar- lögum landsins. Það hefir án alls efa sært tilfinningar allra íslendinga, sem unna sjálfstæði landsins, að breytingar á stjórn- arskránni, eins og þeim málum er nú komið, skuli bera að með þeim hætti, að þar eigi að standa áfram „stjórnarskrá kouungsríkisins íslands“. „Það er athyglisvert," segir í Morgunblaðsbréfinu enn frem- ur, „að það skuli geta komið fyrir, að fulltrúa þjóðarinnar á alþingi beri þannig út af leið rökréttrar hugsunar í sjálfstæð- ismálinu, eins og hér hefir átt sér stað. . . . Er ekki hægt að líta á það öðruvísi en sem skort á sjálfstæðri hugsun og þjóð- legum metnaði, að bera fram breytingar á stjórnarskránni með öðrum hætti en þeim, að tekin sé upp í þá breytingu end- anleg stjórnskipun landsins. Sú aðferð, sem þingfulltrúar Al- þýðuflokksins hafa valið, að ganga á snið við þetta, er ósam- rýmanleg íslenzkum hugsunar- hætti.“ Svo mörg eru þau orð hins dulnefnda rithöfundar í Morg- unblaðinu. Hann hefir upp- götvað — og það mátti að vísu ekki seinna vera — að með kj ördæmaskipunarfrumvarpi Alþýðuflokksins sé farið „út af leið rökréttrar hugsunar í sjáK- stæðismálinu“; það sé „ósam- rýmanlegt íslenzkum hugsunar- hætti“! Eftir slíka uppgötvun verða sjálfstæðishetjumar í kringum Kveldúlf víst ekki í miklum vandræðum við at- kvæðagreiðsluna um „réttlætis- málið“ á alþingi. Ekki ætti það að þurfa að verða samvinnunni við Framsókn að fótakefli, ef þær mættu ráða. En hvað munu þeir Sjálf- stæðismenn segja, sem þegár hafa tekið ótvíræða afstöðu með kjördæmaskipunarfrum- varpi Alþýðuflokksins á alþingi, eða að minnsta kosti með veru- legum atriðum þess, í samræmi við yfirlýsta stefnu flokksins? Á öðrum degi fyrstu umræð- unnar um frumvarpið'í neðri deild, lét Gísli Sveinsson svo um mælt, að sjálfstæðismálið væri ekki mál neins sérstaks flokks; því hefði í raun og veru þegar verið ráðið til lykta með sameiginlegri samþykkt allra flokka á alþingi, þó að frestað hefði verið formlegri fram- kvæmd hennar; og það bryti því ekki á nokkurn hátt í bága við endanlega lausn sjálfstæðis- málsins og endurskoðun stjórn- arskrárinnar með tilliti til sam- bandsslitanna við Dani, þó að kjördæmamálið væri nú tekið upp til lausnar eins og gert væri í frumvarpi Alþýðuflokksins. Það er lærdómsríkt að bera þessi ummæli saman við bréf „Snjólfs“ í Morgunblaðinu. Því að hingað til hefir enginn borið Gísla Sveinssyni það á brýn, að hann ^yæri hálfvolgur í sjálf- stæðismálinu. En nú fær hann að lesa það í aðalblaði síns eigin flokks, að hann sé kominn „út af leið rökréttrar hugsunar í sjálfstæðismálinu“, og skoðun hans sé „ósamrýmanleg íslenzk- um hugsunarhætti“! Annar þekktur Sjálfstæðis- maður, sem ekki á sæti á al- þingi, Jón Kjartansson, hefír opinberlega lýst sig fylgjandi frumvarpi Alþýðuflokksins, í grein, sem hann skrifaði í Morg- unblaðið rétt eftir að frumvarp- ið kom fram. Og hann lauk meira að segja grein sinni með eftirfarandi orðum: „Það er á- reiðanlega hyggilegt, að gera nauðsynlegar breytingar á kosn- ingafyrirkomulaginu áður en stjórnarskráin fær sína höfuð- endurskoðun, sem verður strax að stríðinu loknu.“ Nú fær Jón Kjartansson hins vegar að lesa það í sínu eigin blaði, að með þessum ummælum sé hann kominn ,,út af leið rökréttrar hugsunar í sjálfstæðismálinu“; þau séu „ósamrýmanleg íslenzk- um hugsunarhætti“! Eins og menn sjá, hefir „Snjólfur“ Morgunblaðsins ekki gætt þess, að hin eitruðu skeyti hans, sem ætluð voru Alþýðu- flokknum einum, hitta nokkuð marga af hans eigin flokks- mönnum, og ekki þá verstu, sem sé alla þá, sem nú vilja standa við yfirlýsta stefnu flokks síns í kjördæmaskipun- armálinu og ekki vilja fórna henni fyrir áframhaldandi sam- vinnu Kveldúlfs við Framsókn- arvaldið. Leiðrétting þess misréttis, sem núverandi kjördæmaskipun og kosningafyrirkomulag skap- ar, getur ekki á nokkurn hátt tafið endanlega lausn sjálfstæð- ismlásins, né teflt henni í tvi- sýnu. Þeir, sem nú leyfa sér að Ihalda sliku fram, gera það ekki af neinni umhyggju fyrir lausn Saga styrktarsjóðs verka- raanna- og sjðmannafél. -----' SJéðurlnn er nú eftir 20 ára starf tæpar 150 pásundir króna. -----•----7- Á sama tíma hafa 1870 verkamerkn, sjómenn og verkakonur notið styrks úr sjóðnum, sem nemur tæpl. 50 þús. kr. C T YRKTARS J ÓÐUR Verkamanna- og sjó- mannafélaganna í Reykjavík hefir nú starfað í rúm 20 ár. Reikningar sjóðsins eru ný- komnir og hafa verið f jölrit- aðir, fylgir þar með yfirlit yfir sögu sjóðsins undanfarin 20 ár, og sést þar hve geysi- mikill stuðningur hann hefir verið fýrir verkamenn, sjó- menn og verkakonur í Reykjavík. Samkvæmt reikningum sjóðsins hafa 1870 verka- menn, sjómenn og verkakon- ur notið styrkja úr sjóðnum á þessum árum, samtals að upphæð kr. 240 512,94. Á sama tíma hafa verkalýðsfé- lög greitt til sjóðsins kr. 49 566,00. Nú á sjóðurinn samtals kr. 149 170,23 eða tæpar 150 þúsund krónur. Um þennan sjóð verkalýðs- ins í Reykjavík hafa staðið nokkrar deilur á undanförnum tveimur árum. Skál ekki farið út í þær hér, en hér fer á eftir ágrip af sögu hans: STOFNUN SJÓÐSINS Árið 1917 samþykkti stjórn- arráðið að leyfa sölu 10 botn- vörpuskipa frá Reykjavík til út- landa með því skilyrði, að 3% af söluverði þeirra yrði afhent landsstjórninni til ráðstöfunar, ásamt bæjarstjórn Reykjavíkur, „til dýrtíðarhjálpar handa fólki, sem atvinnu hefir haft af fisk- veiðum á sjó og landi“. Hundr- aðsgjald þetta nam 135600,00 krónum. Hásetafélagið kaus nefnd til þess að íhuga málið, og á fundi í nóv. 1918 var lagt fram álit nefndarinnar, þar sem „gengið var út frá því sem sjálfsögðu, að hásetar fengju verulegan skerf af þessu fé, þegar því yrði ráð- stafað“. Gerði nefndin tillögu um að þeim hlutanum yrði var- ið til þess að stofna tryggingar- sjóð fyrir háseta. Var nefndinni falið að starfa áfram og vinna með sams konar nefndum frá Dagsbrún og verkakvennafélaginu Framsókn Nefndir þessar urðu sammála um að leggja til við stjórnarráð- ið, að stofnaðir yrðu þrír styrkt- arsjóðir, einn fyrir hvert félag, og þeim skipt milli félaganna eftir réttum hlutföllum, að und- sjálfstæðismálsins, sem allir flokkar eru sammála um, — heldur af fjandskap við kjör- dæmamálið, af því að lausn þess er ósamrýmanleg stjórnarsam- vinnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. anskildum nokkrum hluta fjár- ins, sem verja skyldi til hús- byggingar til sameiginlegrar eignar og afnota fyrir félögin. Tillögur þessar voru sendar stjórnarráðinu, en það vísaði málinu til bæj arstj órnar, ásamt tillögum nefndanna. í febrúar 1919 kaus bæjar- stjórnin þriggja manna nefnd, þau bæjarfulltrúana: Sighvat Bjarnason bankastjóra, Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúa og Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, til þess í samvinnu við fulltrúa frá verkamannafélaginu Dagsbrún (Kjartan Ólafsson steinsmið), Hásetafélaginu (Jón Back sjó- mann) og verkakvennafélaginu Framsókn (Caroline R. Siemsen frú) að gera tillögur til bæjar- stjórnarinnar um ráðstöfun á hundraðsgj aldinu. Fulltrúar bæjarins og félag- anna héldu nokkra fundi til þess að ræða um hvernig verja skyldi fénu, en samkomulag náðist ekki við fulltrúa félaganna um sameiginlega tillögu. Bæjarstjórnarnefndin kom sér saman um eftirfarandi til- lögu, sem hún lagði fram á bæj- arstjórnarfundi 3. apríl 1919: „Fé því, kr. 135600,040, auk vaxta, sem um ræðir í bréfi stjómarráðsins, dags. 20. jan. þ. á., skal verja svo, sem hér segir 1. Hundrað þúsund krónum skal verja til að mynda styrktar- sjóð fyrir sjómanna- og verka- mannafélög (karla og kvenna) í Reykjavík, þau sem nú eru eða síðar kunna að verða stofnuð, og sem eru í Alþýðusambandi íslands. Vöxtum af höfuðstólnum, sem aldrei má skerða, skal varið til styrktar þeim meðlimum félag- anna, sem verða fyrir slysum eða heilsutjóni. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík skal, ásamt kosnum manni úr bæjarstjórn Reykjavíkur, semja reglugerð fyrir sjóðinn. Stjórn- arráðið staðfestir reglugerðina. 2. Tuttugu og fimm þúsimdf (Frh. á 6. síðu.> ATÖKIN innan Sjálfstæðis- flokksins um það, hvaða afstöðu taka skuli til kjördæma- skipunarfrumvarps Alþýðu- flokksins komu í gær mjög greinilega fram í blöðum Sjálf- stæðisflokksins hér í Reykjavík. Annarsvegar eru þeir, sem vilja styðja frumvarpið í samræmi við yfirlýsta stefnu flokksins, hinsvegar þeir, sem vilja fórna „réttlætismálinu“ á altari stjórnarsamvinnunnar*við Fram sókn. „Vísir“ skrifar í gær: „Víst er um það, að Framsókn- armenn eiga erfitt í kjördæma- málinu. Málstaður þeirra er slík- iir, að þeim er ógerlegt að láta rök mæta rökum. ðÞess vegna þarf enginn að kippa sér upp við það, að þá brestur stundum stilling- una, þegar mest þrengir að. Sá breizkleiki hefir fylgt mannkyn- fnu, síðan sögur hófust, að þeir, sem öðlast hafa forréttindi, láta þau sjaldan af hendi með góðu. Flestar réttarbætur eru fengnar fyrir harða baráttu. Við skulum þessvegna ekkert vera að býsnast yfir því, að Framsóknarmenn slái skjaldborg um rangan málstað. Engum kom það á óvart. Þeir eiga um þetta sammerkt við flesta þá, að fornu og nýju, sem sitja yfir hlut annarra." Þannig skrifar „Vísir í gær. * En Morgunblaðið skrifar á allt annan hátt. Það ræðst ekki á Framsóknarflokkinn í sam- bandi við kjördæmaskipunar- frumvarp Alþýðuflokksins, heldur á Alþýðuflokkinn. Það skrifar: „Síðan frumvarp þetta kom fram í dagsljósið, hafa menn ver- ið að velta því fyrir sér, svo not- að sé orðatiltæki, sem við og við sést í Morgunbl. í sambandi við> ýmiskonar kringilyrði, sem þar er varpað fram í skemmtanaskyni, að hve miklu leyti alvara og heil- indi liggi á bak við flutning þessa máls.“ Það er engu líkara, en að Morgunblaðið óttist, að Alþýðu- flokkurinn muni ekki greiða at- kvæði með sínu eigin frum- varpi! Er ekki réttast fyrir að- standendur blaðsins að reyna það til hlítar með því að sýna sín eigin ,,heilindi“ í þessu rétt- lætismáli? Hið nýja tímarit „Helgafell'V sem fyrsta heftið kom af fyrir nokkrum dögum, skrifar í inn- gangi að bókmenntaþætti sín- um: „Þær áhyggjur, sem látið hafa á sér bæra öðru hvoru hjá ýms- um mætum “sonum Sögueyjarinn- ar, vegna sívaxandi „bókaflóðs“ á ári hverju nú að undanförnu, tóku á sig orðsins mynd með eft- irminnilegum hætti, er forsætis- ráðherra vor, sem sjálfur er þó bókamaður og skáld gott, sá á- stæðu til þess í áramótaboðskap sínum, að nefna bókakaup Reyk- víkinga á síðastliðnu ári sem dæmi um óhóf og rangsnúið ald- arfar. Þetta gerðist tveim dögum áðin- en hið merka enska tímarit Time and Tide hafði þessi orð eft- ir hinum brezka embættisbróður ^ráðh., Mr. Churchill: „í fjöl- breyttum bókakosti eru fólgnir möguleikar til þess að tryggja sigurvænlega þróun menningar- innar.“ Og tímaritið bætir við þessum ummælum úr Times Liter- ary Supplement til áréttingar: — „Hingað til hefir enginn hér á landi (þ. e. í Bretlandi) gerzt svo frumlegur að halda því fram, að (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.