Alþýðublaðið - 25.03.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.03.1942, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. marz 1942. ' A MILLION Ð0LLA1K WORTH OF PLANE' J rv£LosTir//J DEV/LS! THEY'RE ESCAPiNG JN THE PLANE//U MY PLA/VE/ W? A.P Featurw A LB ANI nokkur uar handtekinn af ítölum. Hann gerði fangavörðum sín- um mjög gramt í geði með því að tönnlast sýknt og heilagt á sömu setningunni: „Já, það er nú það, illa fóru Grikkirnir■ með ykkur við Kóritza!“ Loks leiddist yfirmanni fangaherbúðanna þóf þetta. Hann brá Albananum á ein- mæli og sagði við hann: „Sko til, ef þú villt nú halda kjafti og hætta þessu, skal ég gera þig að liðsforingja í ít- alska hernum.“ „Allt í lagi,“ sagði Albaninn. Næsta dag kom Mussolini í liðskönnun. Hann tók í hönd Albanans og sagði: „Svo að nú eruð þér orðinn liðsforingi í hinum sigursæla ítalska her?“ „Það held ég nú bara,“ var svarið. „En heyrðu, lagsmað- ur, — helvítlega fóru Grikkja- fantarnir með okkur við Kóritza“! . * SJALDAN LÆTUR SÁ BET- UR, SEM EFTIR HERMIR. FY RIR nokkrum árum var Charlie Chaplin á gangi á götu í New York. Hann rakst á hóp unglinga, sem hló og klappaði og hafði yfirleitt mikil gleðilæti uppi. Chaplin varð forvitinn og tróðst inn í þyrpinguna til að sjá hláturs- efnið. í mannhringnum var ungur maður í allt of stórum skóm, með montprik, og .hermdi eftir hinuin mikla skopleikara, Chaplin sjálfum. Chaplin þótti gaman að þessu, hann fór til unga mannsins, tók stafinn og fór í skóna og fór að herma eftir sjálfum sér: Hópurinn horfði á, án minnstu hrifningar. Eftir nokkrar mínútur gekk ungi maðurinn til Chaplins, klapp- aði á öxl honum og sagði: „Þetta er nokkuð gott hjá þér, góði minn. En þú nærð ekki fótaburðinum hans.“ * T TÉfí. er ein bæntekning síra *■ ■* Þórðar í Reykjadal: „Skundaðu, Kristur, og hjálp- aðu henni Kolfinnu í Jötu, og henni Katrínu í bænum. En Guddu vorri sleppum vér.“ /X Mennirnir þrír kysstu á hönd henni og hún brosti við þeim öllum. — Ef til vill, sagði hún, — er franska skipið þegar farið frá ströndum landsins — alfar- ið, og þá þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því framar. -— Ég vildi að svo væri, sagði Eustick, er því iniður er ekki því að heilsa. Við erum nú að byrja að þekkja þorparann. Hann er alltaf hættulegastur, þegar hann lætur sem minnst á sér bera. Við munum áreiðan- lega verða vör við hann aftur og það svo um munar. — Og, bætti Penrose við, — hann mun áreiðanlega höggva strandhögg þar, sem við eigum hans sízt von. En það verður vonandi í síðasta sinn. — Það verður mér sérstök ánægja, sagði Eustic með hægð, -— að hengja hann í hæsta tréð í garði Godolphins lávaraðr réft fyrir sólarupprás. Og ég býð þeim, *sem hér eru viðstaddir, að vera við hátíðahöldin. — Þér eruð mjög blóðþyrst- ur, herra, sagði Dona. — Þér mynduð verða það líka, frú mín, sagði hann, — ef þér hefðuð verið rænd eigum yðar. Hugsið þér yður, ef öll- um silfurborðbúnaðinum yðar hefði verið rænt? — Það hefði verið gaman að fá tækifæri til að kaupa nýjan borðbúnað í staðinn. — Því miður lít ég víst öðru- vísi á það mál. Hann hneigði sig og snéri sér frá henni. Godolphin fylgdi Donu út að vagninum hennar. — Orð yðar voru vægast sagt óheppileg, sagði hann. — Eustick er frem- ur fastheldinn á fé sitt. — Það er kunnugt um mig, sagði Dona, — að ég er óheppin í orðalagi. — Yður fyrirgefst það vafa- laust í London. — Ég býst ekki við því. Það var ein af ástæðunum _til þess, að ég fór þaðan. Hann starði á hana og vissi ekki, hvernig hann átti að skilja þetta. Svo studdi hann hana upp í vagninn. — Það er óhætt að treysta ökumanninum yðar, er ekki svo? spurði hann og horfði á William, sem hélt stýristaumunum í höndum sér. — Já, það er óhætt að treysta honum, svaraði Dona. — Ég þyrði að trúa honum fyrir lífi mínu. — Hann hefir þrjózkulegan svip. — Já, en ég dáist samt að honum. Godolphin stirðnaði upp og vék frá vagninum fáein skref. — Ég sendi bréf til borgarinnar eftir viku, sagði hann. — Á ég að skila nokkru til Harrys? — Nei, ekki öðru en því, að mér líður vel, og ég er mjög hamingjusöm. — Ég mun segja honum, að ég hafi áhyggjur yðar vegna. — Gerið yður ekki það ómak. — Ég lít á það sem skyldu mína. Auk þess gæti það verið okkur mjög mikils virði að hafa Harry hér í riágrenninu. — Því trúi ég ekki. — Eustick og Pénrose eru aldrei sammála um neitt og ég þarf sífellt að semja frið á milli þeirra. — Og haldið þér, að Harry gangi betur að semja frið milli þeirra? — Það veit ég ekki, en ég þoli ekki, að Harry eyði tíman- um til einskis í London í stað þess að líta eftir eignum sínum' hér á Cornwallskaga. — Þessar eignir hafa séð um sig sjálfar um mörg ár. — Það kemur ekki þessu máli við. Sannleikurinn er sá, að við þörfnumst allrar þeirrar aðsfoðar, sem unnt er að út- vega. Og þegar Harry veit, að sjóræningjar eru hér við ströndina . .. — Ég hefi þegar tilkynnt honum það. • — En ekki nógu sannfærandi, er ég hræddur um. Ef Harry áliti í alvöru, að Navronhús væri í hættu, eða eignir hans og heiður konu hans, myndi hann naumast sitja aðgerðalaus í London. Væri ég í hans spor- um ... — Já, en það eruð þér nú ekki. — Væri ég í hans sporum, hefði ég aldrei leyft yður að ferðast vestur fylgdarlausri. GAMLA 890 Flóðbylgjan (TYPHOON) Amerísk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Dorothy Lamour og Robert Preston. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3Vz- 6Vz. ÓSKRIFUÐ LÖG Cowboymynd með George O’Brien Börn fá ekki aðgang. ■ NYJA BIO 1 herskólanum (Military Academi) Eftirtektarverð mynd er sýn ir daglegt líf ýngstu nemenda í herskólum Bandaríkjanna, Aðarhlutverk leika: Tommy Kelly, Bobby Jordan og Dovid Holt. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Lægra verð kl. 5. - Sýning kl. 5. — Lægra verð: LEYNIFÉLAGIÐ. (THE SECRET SEVEN). Spennandi sakamálamynd leikin af: Florence Rice, Bruce Bennett. Börn fá ekki aðgang. Allir vita, hvernig fer, ef kon- an er ein á ferðalagi. — Hvernig fer þá? — Þær missa kjarkinn, þegar mest á reynir. Þér þykist vei'a hugrakkar núna, en ef þér stæðuð augliti til auglitis við sjónræningjann, þori ég að ábyrgjast, að þér félluð í yfir- lið. — Það myndi ég áreiðanlega gera. — Ég þorði ekki að segja neitt, svo að kona mín heyrði, hún er svo taugaveikluð, en mér hafa borizt ljótar sögur til eyrna og Eustick hefir heyrt þær líka. [ — Hvers konar sögur eru ! það? BARNASAGA aumkunarlegar, sem honum var oftar hent upp í loftið. En þess á milli æpti Sankó hótanir og formælingar að óvin um sínum. Gerði hamn svo mik- inn hávaða, að húsbóndi hans heyrði loks til hans. Don Quix- óte þekkti rödd Sankós og snéri óðara við aftur til gistihússins. Einhver hafði læst hliðinu, til þess að enginn truflaði leikinn, svo að riddarinn varð að fara að húsabaki. Þar gat hann gægzt inn í garðinn með því að standa upp á hnakknum. Sá hann nú hvað fram fór þarna innan við. Mennirnir köstuðu Sankó ennþá óþyrmilega til, og hús- bóndi hans reyndi að klifra inn fyrir til að bjarga hönum. En Don Quixóte var ennþá stirður og illa til reika eftir byltuna, sem hann fékk í bardaganum við vindmyllurnar, og gat því ekki komizt yfir múrinn. Hann gat ekkert annað en blótað og hótað, en hópurinn fyrir innan bara hló og skipti sér ekkert af honum. Þegar mannaskammiirnar voru orðnar uppgefnar á því að hamast með Sankó, var ham settur á asnann og þeir báðir reknir út um hliðið. Sankó var ennþá skíthræddur og skjálf- andi á beinunum, þegar hann mætti Don Quixóte. „Æi, Sankó, ég er hræddur um að við höfum báðir orðið fyrir klækibrögðum vonds galdramanns,“ sagði riddarinn. „Þessi kastali, gistihús, eða hvað, það nú var, var fullt af göldrum. Og þetta illþýði, sem níddist á þér, var ekki menn, heldur púkar og svartálfar. Þegar ég’ætlaði að klifra yfir múrinn til að hjálpa þér, dró úr mér allan mátt vegna einhverra töfra, svo að ég gat mig hvergi hreyft. Ef það hefði ekki komið fyrir, myndi ég hafa gefið þess- um óþokkum ráðningu, sem ^ TNEY'RE Zóra: Þau komaSt undan í flugvélinni — flugvélinni minni! Zóra: Flugvél, sem kostar milljónir króna: Zóra: Óhræsin ykkar! Zóra: Megi, allt illt fylgja ykkur!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.