Alþýðublaðið - 29.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.03.1942, Blaðsíða 5
Stumudag-ur 29.. mar/. 1942. ALÞÝOUBLAÐIÐ Þegar Japasir sOkktn orrosta- sHponnm „Prlnce of Wales“ og „Repulse“ fio Nalakkaskaga. EG stóð á stjómpalli á „Re- pulse“ þennan miðviku- dagsmorgun. Við áttum von á árás og allir menn voru á sín- um stað, að mér meðtöldum. Daginn áður höfðum við orð- ið varir við japanska flugvél, en þá hafði greiðzt úr regn- skýjunum ofurlitla stund. Flug- vélin elti okkur í fimm klukku- tíma, þar til dimmt var orðið. Þessi eini klukkutími, sem skyggni var gott, nægði til þess, að japönsku flugmennimir komu auga á okkur og örlög okkar voru ráðin. Á miðvikudagsmorguninn vorum við í Kínahafi, 50 mílur frá Malaya og 150 mílur norður af Singapore. Himinninn var skafheiður og steikjandi sól- skin. „Prince of Wales“ var í hálfrar mílu fjarlægð á undan okkur — það var fögur og tign- arleg sjón að sjá hann. Kd. 11.10 komu níu japanskar tundurskeytaflugvélar í ljós. Þær flugu í röð í 10 000 feta hæð. Þegar þær voru beint uppi yfir skipinu, slepptu þær 27 tundurskeytum. Hinar langdrægu loftvarna- byssur „Repulse“ hófu þegar skothríð og ætlaði hávaðinn og gauragangurinn að æra mann. Ég tók eftir því, að tundur- skeytaflugvélar höfðu einnig gert árás á „Prince of Wales“. Ein sprengjan féll í sjó- inn um tíu fet frá Repulse. Önnur kom niður á flugvéla- pallinn og sprakk þar. Klukkan 11,27 var kominn upp eldur í skipinu. Ei að síður voru allar skytturnar við störf sín. Skotliðarnir létu fyndni- yrði fjúka og voru hvergi smeykir. Klukkan 11,40. — „Prince of Sir Tom Phillips, aðmiráll, sem stjórnaði brezku orustu- skipunum tveim, þegar Jap- anir sökktu þeim. LÝSING SÚ á því, ei brezku orustuskipunum „Prince of Wales“ og „Re- pulse“ var sökkt við Mal- akkaskaga, sem hér fer á eftir, er rituð af hinum fræga ameríkska stríðsfréttaritara, Cecil Brown, en hann var á Repulse, þegar japönsku flugvélarnar gerðu hinar ör- lagaríku árásir á skipið. Brown var fréttaritari Col— umbia útvarpsfélagsins í Singapore,. og var gagnrýni hans á hinum lélega undir- búningi Breta þar svo hörð, að þeir hönnuðu honum að tala í útvarp þaðan til Banda- ríkjanna. Wales“ virðist hafa orðið fyrir tundurskeyti. Skipið hefir dreg- ið úr hraðanum og er nú í mílu- vegar fjarlægð. Enn þá sé ég japanskar flugvélar nálgast. Þær steypa sér yfir Repulse. Ég get talið níu flugvélar. Klukkan 11,45. — Sprengju- flugvélar nálgast. Tennant skip- stjóri kallar í hátalarann og skipar mönnum að leita skjóls. Flugvélarnar eru rétt fyrir ofan okkur. Það er kæfandi púður- svæla, sprengingarnar og eld- glæringarnar gífurlegar. Klukkan 11,48. — Ég sé, að tundurskeyti er varpað ör- skammt frá okkur. Flugvélin er á hlið við okkur og berskjölduð fyrir skotum úr byssum okkar. Vélin nær sér ekki á flug, en nálgast sjóinn. Flugvélin hrap- ar og logi gýs upp. En aðrar flugvélar koma í hennar stað. Japanirnir eru hugdjarfir. Níu tundurskeyti* renna eftir sjávar- fletinum eitthvað út í buskann. Klukkan 12,01. — Enn korna tundurskeytaflugvélar að úr öllum áttum. Það er eins og við séum umkringdir. Allar flug- vélarnar láta vélbyssuskothríð- ina dynja á okkur. Klukkan 12,10. — Árásinni er lokið. Tennant skipstjóri sendir Phillips flotaforingja á „Prince of Wales“ eftirfarandi skeyti: „Við höfum komizt und- an nítján skevtum.“ Klukkan 12,20. — Tíu flug- vélar nálgast. Þær stinga sér tignarlega, unz þær eru í 100 rnetra hæð. Þá sleppa þær tund- urskeyturn sínum. Ég sé eitt tundurskeytið stefna beint á okkur. Einhver hrópar: — Þetta skeyti hittir! Það lendir á skip- inu miðskipa. Það heyrist hræðilegur brestur og ég fer á fjóra fætur. Þegar ég stend á fætur aftur, er skipið farið að hallast. Tennant skipstjóri kall- ar rólegur í hátalarann:' „Hafið til björgunarbeltin.“ Við erum að ná í þau, þegar annað tund- urskeyti lendir á skipinu mið- skipa. Skipið er að sökkva. Tennant hrópar í hátalarann: „Yfirgefið skipið! Guð sé með ykkur.“ I Sokkin skip. ÉÉIg wm '' % m /' s • ■ V • K r • ý.^VXyyy-.-/; x x' X. >y': '. / ' Mfi Efri myndin er af „Repulse“, sú neðri af „Prince of Wales“. Klukkan 12,30. — Margir liggja dauðir við byssurnar. Sjómennirnir eru að svipta sér úr fötunum. Sumir hlaupa aftur eftir skipinu, til þess að stinga sér í sjóinn. Ég reyni að kom- ast upp í björgunarbát, sem er enn þá í davíðunum, en þegar orðinn fullskipaður. Einhver segir: „Þessi bátur losnar aldrei frá skipinu.“ Ég fer ofan aftur, sezt á borðstokkinn og leysi af mér skória. Klukkan 12,35. — Milli fimm og sjö hundruð höfuð standa upp úr sjónum umhverfis skip- ið. Ég renni mér niður skips- hliðina og sting mér í sjóinn. Ég syndi burtu frá skipinu, til þess að eiga ekki á hættu að fara niður með soginu, þegar skipið sekkur. Ég er vanur sundmaður, en mér er erfitt um sund, þar eð ég er í ölluíh föt- unum og myndavélin er á bak- inu á mér. Menn grípa í hvað sem fýrir verður, til þess að halda sér á floti. Ég sé suma gefast upp og sökkva. Ég næ í lítinn stól og hangi á honum, þar til ég næ af tilviljun í bjálka. Klukkan 2,00. — Tundur- spillir nálgast bjálkann og það er kastað til mín kaðli. Meðan ég er að synda að tundurspill- inum, sé ég „Prince of Wales“ hallast á hliðina og sökkva. Það var mjög heppilegt, að hvorugt skipið var sprengt í loft upp. Sprengjuflugvélarnar réðust ekki á tundurspillana. Það var hörmulegt að horfa á skipin sökkva, en það var fögur sjón að horfa á hugrekki sjólið- anna bæði um borð og eins, þegar þeir voru komnir í sjóinn. Kvenfélag Ballgríis- sóknar. Eftir Soffiu lugvars- dóttir. VÍÐA HÉRLENDIS bæði til sjávar og sveita hafa kon- ur án tillits til stétta eða stjórn- mála bundizt félagslegum sam- tökum. Það er merkilegt og vert þess, að á það sé minnzt, að þessi kvenfélög eru yfirleitt stofnuð til að koma einhverjum góðum málum í framkvæmd innan sveitar- eða bæjarfélagsy Það er táknrænt fyrir konur. að starfssvið þessara félaga er ævinlega á sviði líknar- og menningarmála, eins og t. d. að- hlynning sjúkra og aukin mennl í starfi húsfreyjunnar. Reynsl- an hefir sýnt, að hafi félögin einhverra orsaka vegna ekk: getað kómið einhverju slíku : framkvæmd, þá hafa þau blátl áfram liðið undir lok. Eitt er það, sem slík kvenfélög láta sig skipta, og það er kirkja safnaðar síns. Þau kosta kapps um að gefa henni góða gripi og prýða umhverfi hennar eftir föngum. Hér í bæ hefir fyrir stuttu verið stofnað nýtt kvenfélag, sem heitir Kvenfélag Hallgríms- sóknar. Það er stofnað til þess (Frti. á 6. SfSu.) Vantar slúðursögur í íslenzk blöð. — Erlend blöð birta þær. — Enn um trúlofunartilkymiingar og tryggðarof. — „Afskiptaleysið“ skrifar um óhreinan sjúkrabíl. GÓA ÞORRADÓTTÍR skrifar mér: „Að þú skulir ekki hafa meira af slú'ðarsögum í blaðinu þínu. Það, sem ég les fyrst í dag- blöðunum, er um hjónabönd og trúlofanir. En hvers vegna má ekki líka skrifa nm hjónaskilnaði og barnsfæðingar? Eða um sam- kvæmislíf og sögulegan samdrátt manna og kvenna, sem eitthvað eru nafnkennd? Um allt slíkt er mér sagt að sé mikið skrifað í blöð annarra landa, en hér þekkist það ekki. Segðu mér, ef þú viilt fá lín- ur um þetta efni frá mér til bírt- ingar. OG SVO VILDI ÉG, í sambandi við allar hjúskaparauglýsingarnar, m^elast til þess, að það varðaði við lög, ef auglýst væri þannig, án þess að alvara sé á bak við. Aug- lýsingamenn blaðanna ættu einnig að gæta þess að taka ekki við aug- lýsingum eða umsóknum af þessu tagi, nema af viðkomendum sjálf- um, og vera bundnir þagnarheitum um nöfn.“ ÞAÐ ER ALVEG RÉTT, að mik- ið er skrifað um svona mál í er- lend blöð, en ég sé ekki að það sé neinn ávinningur fyrir íslenzk blöð að skrifa um svona hégóma. Til dæmis sér maður oft í erlendum blöðum svona klausur: „Frú NN og herra forstjóri NN urðu þeirrar gleði aðnjótandi í gærkveldi að eignazt barn. Það var fallegur drengur, sem óg 18 merkur. Frúnni gekk fæðingin vel.“ Ef Hannes á horninu færi að birta svona fréttir, þá yrði mannfjölgun- in alveg óviðráðanleg. „AFSKIPTALEYSIГ skrifar: „Ég ætla að segja þér svolítiö: Fyrir stuttu þurfti ég að flytja sjúkling á Landsspííalann."" Ég hringdi á slökkvistöðina og bað um sjúkrabílinn, sem koma að vörmu spori. Þegar sjúkrakarfan var borin inn í húsið, tók ég fyrst og fremst eftir því, hve prúðir, al- úðlegir og nærgætnir mennirnir voru, sem með bílinn komu, og eins hinu, hve hreint línið var, sem sett var í körfuna. En þegar ég kom inn í bílinn tók ég eftir því, að þil hans voru, vægast sagt, sóðaleg. Þetta segi ég þér ekki af iilkvittni, heldur aðeins af þvi, að mér er ljóst að hér er um leiðin- lega vanrækslu að ræða, sem auð- velt er að bæta úr, en er hins vegar í óþægilegu ósamræmi við það, sem að ofan getur.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.