Alþýðublaðið - 11.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1942, Blaðsíða 3
;l*augardagur XI. ajpríl 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hver er á móti ? ' JEINU SINNI í fymdinni voru 60 þjóðir í Þj óðabandalaginu og þær ræddu og ræddu um , aS viohalda friði í heiminum. Nú eru 37 þjóðir flæktar í óg- urlegustu heimsstyrjöld, sem mannkynið hefir .háð. Það er því ekki undarlegt, þótt margir séu dálítið ruglaðir í því, hver er á*móti hverjum. Fer hér á eftir skrá yfir það. Í STRÍÐI VIÐ öll einræðisríkin eiga þjóðir eftirfarandi landa: Ástralíu, Bandarikj- anna, Bretlands, Costa Rica, Dominican lýðveldisins, El Salvador, Frjálsir Frakkar, Guatemala, Honduras, Haiti, Hollands og nýlendna, Kína, Kúha, Nýja Sjálands, Nicara- gua, Póllands, Panama, Suð- ur-Afríku. í STRÍÐI VIÐ Þýzkaland og Ítalíu (en ekki Japan) eiga þessi rílci: Belgía. Grikkland, Luxemburg, Júgóslavía, Nor- egur, Rússland og Tékkóslóv- akía. í STRÍÐI VIÐ Japan eitt á Bolivia. 1 STRÍÐI VIÐ Bandamenn alla eiga eftirfarandi ríki: Búlg- aría, Ítalía, Japan, Króatía, Manchukuo, Rúmenía, Slóva- kía, Ungverjáland og Þýzka- land. I STRÍÐI VIÐ Rússland og Bretland á Finnland. ÞETTA ERU aðeins þær þjóð- ir, sem formlega taka þátt í stríðinu, en auk þeirra hefir það bitnað beint eða óbeint á mörgum öðrum þjóðum og gert þeim margvíslegt tjón. Þessar þjóðir mætti flokka í tvennt: LÖND, sem hernumin hafa ver- ið af styrjáldaraðilum, en berjast ekki við þá: Island, Iraq, Iran og Sýrland her- numin af Bandamönnum og Danmörk af Þjóðverjum. HLUTLAUS LÖND eru: Arg- entína, Brasilía, Chile, Col- umbia, Equador, Eire, Mexi- co, Paraguay, Peru, Portugál, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrk- land, Venezuela og Uruguay. AÐ LOKUM mætti nefna Abes- siníu, sem hefir verið frelsuð ttndan oki árásarrílás, og hinn löglegi konungur settur aftur til valda. flebra ávarpar Iad- verja. NEHRU birti í gær yfirlýs- ingu til índverja ,þar sem hann sagði: 'Hvemig sem samningaum- leitanirnar í New Delhi fara, er það heilög skylda allra Indverja a6 þjóna landi sínu sem bezt þeir geta, þegar hætta steðjar að því. Hver einasti Indverji verður að hlýða köllun föður- Brezka flngvélamóðDrsklp- ino Hermes sðkkt vlð Ceylon Margar japanskar flugvélar skotnar niður i árás á Trincomalee. JdPANSKAR STEYPIFLUGVÉLAR hafa enn veitt brezka flotanum í Bengalflóa þungt áfall. í fyrradag sökktu þær flugvélamóðurskipinu Hermes 15 km. frá ströndum Ceylon. Var skipið farið frá flotastöðinni Trin- comalee, þegar Japanir gerðu hina miklu loftárás á hana, en að líkindum hafa flugvélamar, þegar þær komu frá árás- inni, séð Hermes, steypt sér yfir það, kastað á það sprengjum og sökkt því. Þar eð þetta var mjög nærri ströndinni, er búizt við, að mestöll skipshöfnin, 660 manns, hafi komizt til lands. Hermes var fyrsta skipið, sem frá upphafi var teiknað sem flugvélamóðurskip, en áður hafði öðrum skipum verið breytt í slík. Var það smíðað fyrir 18 árum, en hafði verið endur- bætt síðan. Það hefir nú verið tilkynnt, að Japanir hafi misst mun fleiri flugvélar í árásinni á Trincomalee,' en fyrst var álitið. Er nú talið víst, að tjón þeirra hafi verið 21 skotin níður, ef til vill 12 í viðbót og 2 skaddaðar. Bretar halda því fram, að þessi mikla árás á Trincomalee hafi átt að fara eins með brezka flotann í Indlandshafi og árásin á Pearl Harbor fór með Kyrra- hafsflota Bandaríkjanna. En það mishepnaðist algerlega, segja þeir. vlr japðnsku beiMipl. ' ' ........ Um 3500 ameríkskir sjóliðar komust undan frá Bataanskaga. —......♦ TAPANIR SETTU í GÆR lið á land á eynni Sabu, sem ^ er í miðjum Filippseyjaklasanum, skammt norðan við Mindanau. Sigldu 10 herflutningaskip og 5 herskip í fylgd með þeim upp að ströndinni. Gerðu þá amerfkskir tundurskeytabátar árás á skipalestina og sökktu einu stóru beitiskipi. Wainwright, hershöfðingi, hefir frá Corregidor sent Roosevelt forseta orðsendingu. Segir hann þar m. a.: „Ekkert samband hefir verið við hersveitimar á Bataanskaga í meira en sólarhring og er talið víst, að öllum bardögum sé lokið. Allt var gert til að verja skagann, sem mögulegt var, með svo takmörkuðum mannafla. Fáni Bandaríkjanna blaktir enn yfir Manilaflóanum í e'yvirkinu Corregidor. Að lokum þakkaði hann Rossevelt fyrir það traust, sem hann hefði sýnt sér meðan á baráttunni stóð. Það var tilkynnt í Washing- 350Q0 að tölu, hefðu komizt ton í gær, að mestur hluti þeira sjóliða og landgönguliða, sem voru á Bataanskaga, um Japanir hafa sent út hinar mestu sigurfregnir frá árásun- um við Ceylon, og segjast þeir hafa sökkt 2 beitiskipum, ein- um tundurspilli og einu varð- skipi öðru. Bretar tilkynna, áð þessar fréttir séu algerlega rangar. Það hefir nú verið skýrt frá því í London, að það hafi einnig verið steypiflugvélar, sem sökktu Dorsetshire og Cornwall. Brezbir kafbátar sðkbva fjórom sklp- um á Miðjarðarhafi. KAFBÁTAR BRETA í Mið- jarðahafi hafa enn sökkt fjórum flutningaskipum Itala. Voru það tvö stór skip og tvær skútur, en þær eru nú allmjög notaðar á leiðinni frá ftalíu til Libyu. Önnur skútan, sem nú síðast hefir verið sökkt, var hlaðin sykri, sem fara átti til hersveita Rommels. Á það er minnzt í sambandi við þessa frétt, að seinast í gær sökkti brezkur kafbátur ítölsku beitiskipi. Munu ítalir nú eiga lítið eftir af hinum gamla og góða beitiskipaflota sínum, t. d. aðeins eitt af stærstu tegund- inni. lands hans, er það krefst þjón- ustu hans. Indverjar verða ekki fluttir b"urt frá landi þeirra, þeir eiga heldur ekki að flýja þaðan, þeir verða að sýna, að þeir séu verð- ir þess arfs, sem þeim hefir ver- ið fenginn í hendur. Þjóðverjar ógna honum. Þjóðverjum hefir ekki tek- izt að sigra hina vösku Serba, sem berjast í fjöllum Júgóslavíu og gera tíðar árásir á stöðvar innrásarhersins niðri í dölunum. Nazistarnir hafa hví gripiö til þeirra ráða, að ógna Serbunum með því að beir muni taka konur þeirra, börn og a&ra ættingja sem gísl og láta þau gjálda gerða þeirra. Þetta var tilkynnt í blaðinu „Nova Freme“ í Belgrad fyrir nokkru. Þar stóð m. a.: Ef Mihailovich og menn hans ekki gefast upp og hætta and- stöðu sinni innan fimm daga, taka Þjóðverjar konur þeirra, Mihailovich, hershöfðingi Serba.^ Qg aðm ættingja sem gísl og gera einnig upptækar eigur þeirra. Verða þau látin gjálda þess, ef mótspyrnunni verður haldið áfram. undan til Corregidor. Miklar á- rásir hafa þegar verið gerðar á eyna. bæði úr lofti og af fall- byssum á ströndum Bataan- skaga. Enginn verulegur árang- ur hefir orðið af þessum árás- um. MacArthur hefir sagt, að her- mennirnir á Bataanskaga hefðu fallið eins og þeir hefðu helzt kosið: í orrustu. Hann sagði ennfremur, að aldrei hefði svo lítill her gert svo mikið við svo lélegar aðstæður. Ameríkskur kafbátur hefir sökkt stóru vopnuðu japönsku \ kaupfari í hafnu við Celebes. Hitti hann það með þrem tund- urskeytum og sökk það á svip- sfcundu. flafa Japanir 25000 5.-herdeildarmenn í Brasilii? SUÐUR-AMERÍKURIKIN óttast mjög 5. herdeild Þjóðverja og Japana, og ggra þau hinar víðtækustu ráðstaf- anir til að hindra hana. Fyrir nokkru tilk;ynnti brasilska stjórnin, að hcnni hefði borizt í hendur bréf frá ónefndum japansk-hrasilskum manni, þar sem hann heldur því fram, að Japanir hafi skipulagðan 25000 manna her I Brasilíu og eigi hann, þegar skipun verður um það gefin, að vittna vfðtæka skemmdastarfsemi. Segir í bréfinu, að menn þessir mimdu sprengja upp aflstöðvar og eyði- leggja járnbrautir landsins. Miklar kröfugöngux hafa verið farnar í Brasilíu í mót- mælaskyni gegn öxulríkjunum. S?íar ern við- bðnir innrás. Mikiii vígbúnaðnr i ár. SVÍÞJÓÐ hefir nú verið a Igerlega hervædd og viðbúin innrás í meira en mán- uð, og er búizt við, að suo verði áfram fram á vorið. Er vitað, að mikið þýzkt herlið hefir verið sent til borganna við Eystrasált, en þó kann að vera, að það eigi að fara til Leningradmgstöðvanna. Það hefir ekkert bent til þess undanfarið, að samkomulag Þýzkalands og Svíþjóðgr hafi versnað, eða að Þjóðverjar hafi gert neinar kröfur á hendur Svium. Þrátt fyrir það gætu Þjóðverjar haft margar ástæður til að gera innrás í landið, t. d. ef Bandamenn gera innrás í Noreg, er það þýzka hermun bráðnauðsynlegt Berggrav bisknp bandíekinn. Q UISLING hefir hafið gagn- sókn á hendur norsku kirkjunni og herma fréttir, að hann sé ofsareiður yfir and- stöðu kennimannanna. Hefir hann þegar látið handtaka Berggrav hiskup og þrjá presta aðra. Hafa þeir verið sendir í fangabúðir skammt frá Osló. Það er búizt við, að hinir 1100 prestar, sem sagt hafa af sér störfum, muni ef til vill stofna óháða þjóðkirkju. Er talið, að það verði erfitt fyrir Quisling að uppræta slík samtök, þar er slíkt mundi ekki aðeins vera árás á kirkjuna, heldur og allan kristindóminn. að flytja lið yfir Svíþjóð. Og þá mundu þeir geta fengið enn meira af jámmálmi írá nám- unum í Norður-Sviþjóð. Samkvæmt vigbúnaðaráætl- un Svia fyrir 1942, verður bætt við sænska herinn 4 skrið- drekasveitum, við flugherinn 5 flugvéladeildum og við flotann tveim beitiskipum og allmörg- um tundurspillum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.