Alþýðublaðið - 03.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.05.1942, Blaðsíða 5
$vuamtéagtu> 3. mui W4&. AU>YIWIBtAOIÐ ... ; r;. . . f Leiðtogar franska lýðveldlsins fyrir rannsóknarrétti fasistnans. ábyrgð á hruni Frakklands. Hins vegar eiga þeir að íorðast eins og heitan eld að minnast á herinn eða Petain í sambandi við hrakfarirnar. ""....—...■- Kröfuganga í Paris fyrir stríð. Málaferlln i Rlom á Frakklandl DAHADIBE PARÍSARBLÖÐIN hafa harxnað mjög réttarhöld- in £ Riom og látið iðrun í ljós vegna þess ,að hinir ákærðu voru ekki skotnir upp \dð vegg árið 194C?. Eitt þeirr^. komst þanníg að orði, að þetta væru þýðingarmestu réttarhöld síðan er þingið 1793 dæmdi Lúðvík sextánda fyrir föðurlandssvik. Það hafði á réttu að standa. Ár- ið 1793 var einveldið fyrir rétti, árið 1942 var það lýðveldið. Þannig koxnst Lepn Blum að orði fyrir réttinum. Lýðveldið er fyrir rétti og það hefir góð- ar vonir um að vinna málið, en það er hinsvegar orsök þess, að málinu hefir verið frestað. Vichystjómin stofnaði eins- konar hæstarétt í Riom í júlí- mánuði órið 1940. Enginn efað- ist um það, að Hitler steeði bak við þessi málaferli. Hann vildi fá það „sannað“ fyrir rétti, að Frakkar væru upphafsmenn stríðsins. En þar lenti hann strax í allmiklum vanda. í fyrsta lagi var Petainstjómin samsett af herforingjum og stjómmálamönnum, sem höfðu . átt drjúgan þátt í forsögu stríðs- ins. Þcir voru ekki mjög æstir í að láta dæma sjálfa sig. í öðru lagi er fnanska þjóðin gædd sterkri réttlætistilfinningu. Gömlu mennimir hafa ekki enn þá gleymt Dreyfusmálinu eða þeim æsingum, sem urðu um allt landið út af því máli. Rétt- liöldin urðu því alls ekki um það, hverjir hefðu átt sök á því, að stríðið brauzt út, heldur hver hefði átt sök á ósigri og falli Frakklands. Léon Blum og Daladier sem forsætisráðherra frá því 1938, Pierre Cot og Guy la Chambre sem flugmálaráð- herra og M. Jacomet, sem gegndi embætti birgðamála- ráðherra í stjórn Daladiers, voru ákærðir um að hafa látið undir höfuð leggjast að vopna þjóð- ina og búa hana undir stríð. Leon Blum var einnig ákærður um að hafa rekið félagsmála- pólitík, sem hefði veikt öryggi Frakklands, Pierre Cot fyrir ringulreið í flugmálunum og að hann hefði sent hinni löglegu stjóm á Spáni flugvélar og Gamelin hershöfðingi fyrir van- rækslu í skipulagningu her- stjómarinnar og hersins yfir- leitt. Reynaud og Mandel og tveir af skrifstcfustjórum Reynauds hafa eliki komið enn þá fyrir rétt. Ákærurnar gegn GAMELIN þeim eru jnniskonar eðlis, en í stuttu máli ganga þær út á það, að þeir hafi reynt að halda stxíð inu áfram eftir að Frakkland gafst upp. . Allir hinir ákærðu að undan- skildum Pierre Cot og skrif- stofustjórum Reynauds, sem eru í Ameríku, hafa verið hnepptir í fangelsi. Daladier, Bhxm og Gamelin hafa verið í allan vetur í hinum kuldalega Portaletkastala í Pyreneafjöll- um innan um skálka og ill- ræðismenn. Málaflutningurinn hefir verið á þá leið, að sakbomingar hafa sent inrx varnarrit. í þessu varnarriti sagði Blxxm, að lýð- veldið væri fyrir rétti. En 900 vitxxi voru leidd fram einkalega, og hinir óhamingjusömu dóm- arar fengu til yfirlits 100,000 blaðsíðna málsskjöl. En fyrir hinn opinbera dómstól komu að- eins 215 vitni. í undirbúnings- réttarhöldunum voru þau vitni vinzuð úr, sem báru vitni bezt í Ixag yfirvöldunum. Þetta er dómurunum fuUkomiega ljóst. Þeir hafa verið að rannsaka þetta mál í meira en ár, og eru ef til vill búnir að komast að dómsniðixrstöðu áður en hín opinberu réttarhöld byrja. Dóm ararmir hafa tekið mikinn þátt í yfirheyrzlxmni, en annars er það siður, að þeir aðeins hlusta á sókn og vöm, og réttarhöldin hafa oft verið samtal milli dóm- stjórans, M. Caous og Daladiers. Hinir ákærðu eiga oft orðastað við vitnin, einkum þegar xxm póiitísk atriði hefir verið að ræða fremxxr en lögfræðileg — og oftast er því þannig farið —. Daladier hefir stöðugt verið í ^sókn og sýnt óþreytaxidi dugn- að og hæfileika við að ómerkja framburði andstæðra vitna. Hin hrörlegi dómssalur í Riom hefir verið lagfærður oí- urlítið. Tjöld hafa Verið hengd á veggina og dómaramir sitja í hálfhring á stólum í stíl keis- aratímanna. Hixxir fimm ákærðu sitja andspænis þeim, Daladier, Blum, Gamalin, la Chambre og Jacomet, en á bak við þá eru blaðamennirnir, sem fá þó ekki að skýra frá þessum réttarhöld- um eins og þeir vilja, nema ameríksku blaðamennimir. Blaðamenn Vichystjórnarinnar hafa það hlutverk að útmála, hve stríðsund irbúningurinn hafi verið glæpsamlega vanræktur og að fyrir stríðsstjómirnar beri Réttai’höldin hafa oft verið áhrifa mikil. Vöm Daladiers gegn ákærunni um vanrækslu stríðsundirbúningsins síðan 1936 var að mestu leyti hörð ádeila á Petain og þuldi hann upp úr sér af óþrjót- andi minni ákvarðanir og fram- kvæmdir Pétairxs sem hermála- ráðherra og forseta heiyáðsins 1934. ■ Marskálkurinn hafði bannað að lengja herskyldu- tímann, dregið úr herkostnaði og staðið á móti því að norð- austurlandamærin væru víg- girt með þeirn forsendum, að ekki væiú hægt að ná A_rdenna- fjöllum. Árið 1934, segir Dala- dier, áttu Frakkar sjö skrið- dreka og engar byssur til varnar skriðdrekum. Bréf frá Pierre Cot styrkti þessa staðhæfingu. Sem flugmálaráðherra árið 1937 hafði hann farið fram á aukn- ingu loftflotans um 100 prósent. Herforingjaráðið, en í því voru þá Pétain, Darlan og Gamelin stóðu á móti því. Hann hafði byrjað á því að eefa fallhlífa- hermenn, en herforingjaráðið svéefði þá tilraun áiið 1939. Við- vikjandi spumingunni um þjóð- nýtingu hergagnaverksmiðj- anna sagði Daladier, að tíu slík- ar verksmiðjur hefðu verið þjóð- nýttar, en 11,000 hefðxx verið einkaeign. Hinar þjóðnýttu hefðu þrefaldað afköst sín. Her- gagnaframleiðandiim Schneider harðneitaði að láta þjóðnýta verksmiðjur sínar og hótaði að hætta að afgreiða hergögn til Rússlands, ef hann fengi ekki að vera einráður ixm fram- leiðslu sín. Það varð til þess að kommúnistar risu öndverðir gegn því, að verksmiðjur hans vwnx þjóðnýttar! Daladier ákærði Gamelin fyrir að hafa ekki notað öll þau vopn, sexn hann hafði vfir að ráða. Þegar Frakkland gafst upp, hefðu milljónir sprengja legið í geymslum verksmiðjanna, 2500 flugvélar legið ónotaðar og skriðdrekarnix- dreifðir út um allt, í stað þess að safna þeim saman til atlögu gegn óvinun- um. Beztu herdeildirnar hefðú \ verið þar ,sem þeirra var engin þörf. Við öllu þessu sat Gam- elin steinþegjandi. Hann stað- hæfði strax í upphafi, að hann gæti ekki talað, án þess að varpa skugga á þá, sem undir sig hefðu verið gefnir og því myndi hann þegja. En stjórnmála- mennirnir hlífðu honum ekki og fullyrtu að ósigurinn hefði verið sök hei'foringjanna. Þegar réttarhöldin stóðu sem hæst varð Hitler æfur og sagði að þar færi ekki fram rannsókn á því, hver bæi'i ábyrgð á stríð- inu. ITann hafði vissulega á Ungir jafnaðarmenn með stóra mynd af Leon Blxxm, foriixgja franska Alþýðuflokksins, x fararbroddi. réttu að standa. Og þetta eru ekki heldxxr sérlega þægileg réttarhöld fyrir Pétain, sém bar að mestu leyti ábyrgð á því, að Frakkar höfðu of lítið af vopn- um, eða þau voru ekki þar sem þau áttu að vera, þegar á þurfti að halda. Lýðveldið hefir ef til vill átt einhverja sök á því, hvernig fór., en það er áreiðan- legt, að aðalsökin hvílir á her- foríngjai'áðinu, og aðalmenn- imir í því voru Pétain og Darlan. „Frú X“ skrifar um strætisvagnana, saumaskapinn og j afgreiðsíuna í búðunum. F RÚ „X“ skrifar mér alllangt » aði má kosta. Væri mjög æskilegt bréf Oí? .CMSfiÍr hvrn f wí n * rtA ___txi__ bréf og segir hún í því m. a.: „Ég les alltaf dálkana þína, og oft eru þeir .sannarlega „orð í tíma töluð.“ Það er margt, sém mig langar að kvarta um við þig, og þó sérstaklega rétta hlutaðeígend- ur.“ „FYRST OG FREMST eru það strætisvagnarnir, þó ekki um rekstur þeirra, sem er fyrir neð- an allar hellur, það eru svo marg- ir búnir að rita um það, en það er menningin í strætisvögnunum, ef svo mætti að orði komast. Ein versta plágan í því sambandi eru krakkamir. Oft þegar maður kemur inn í vagninn ejr hann hálf fullur af krökkum, aðallega á aldrinum 8—13 ára. Þau flýta sér að ná í öll sætin, þótt eldra og lasburða fólk verði að standa. ÞAU fljúgast á og hafa ýms skrípalæti í frammi, svo ég nú ekki á munnsöfnuðinn minnist, sem er nú mál út af fyrir sig. Gildir bað um fjöldann af böjmunum hér. Þau krossbölva áður en þau em fulltalandi. Svo sparka þau svo í fólkið, sem verður að standa, — svo föt þess eru öll útötuð í aur Svo troða þau ofan á fólk, þegar þau eru að ryðjast út og oft hefi ég séð þau hrekkja fólk í stræt- isvögnunum. Og nú vil ég spyx-ja: Eru nauðsynlegar allar þessar ökuferðir bamanna? Og ennfrem- ur: Getur ekki. vagnstjórinn fylgzt betur með hegðun bamanna í vagninum og vísað þeim út úr vagninum ,ef þau geta ekki hegð- að sér sem sæmilega siðuðum börnum sæmir.“ „SVO langar mig að minnast ögn á saumask.apinn, og um leið að spyTja þig, hvort ekki megi bera það undir gerðardóm, hvað * saumaskapur á ýmiskonar fatn- að gerðardómurinn eða verðlags- nefnd vildu gefa út skrá mn há- marksverð á saumaskap, eða er það ekki ckur að selja kjóla á 2—300 kr., sem maður veit, að efrnð kostar 35—50 kr. í kjólinn, er vinnan þá ekki orðin nokkuð dýr?“ „LOKS ER það afgi'eiðslan hér víða. Hvemig stendur á því, að kaupmenn og aðrir, sem afgreiðslu hafa undir höndum, kenna ekkí afgreiðsluíólki sínu mannasiði, ef þeir finna að það kann þá ekki sjálft? — Er það af því að þeir kunna þá ekki sjálfir eða er þeim soma, hvaða orð verzlun þeinra hefir á sér? Mér virðist að hver kaupmaður eigi að sjá heiður sinn í því að fólk hans komi kurt- eislega fram (eftir höfðinu dansa limimir), og sem betur fer, eru það margir kaupmenn, sem hafa skilning á því, en hinir eru enn- þá of margir.“ „í HVERSU mörgum búðum er er það ekki, sem stúlkurnar tala flissandi um sín einkamál á með- an þær eru að afgreiða og eru allar út á þekju, ef maður spyr um eitthvað og oft þarf maður að endurtaka 3—4 sinnum spurn- ingu' sína áður en þeim þóknast að taka eftir því, sem spurt er um? Svo er það eitt, sem verzl- unariólk gerir allt of mikið að, það er að stæla við viðskipta- vinina, danskurimx segir: „Kund- en har altid ret.“ Ókurteisin við viðskiptavinina hefir aukist mikið upp á síðkastið, jafnframt því, sem verzlunin hefir aukizt, en all- ir þeir, sem einhverja verzlun eða viðskipti hafa, ættu að hugsa út í það, að þótt gnótt sé af kaup- endum nú, þá á það eftir að breyt- ast, og' það fyrr en varir.“ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.