Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 3
Miðvíkndagur 6. maí 1942.
ALf»Yf>UBLAÐIÐ
Brezk ifflnrás á Madagaskar.
20.000 manna her sett-
ur á land hjá flotastöð-
inni Ðiego Suiarez.
Landstjóri Viehystjórnárinnar
kveðst munu verja ejrna.
'♦...——
BREZKAH HERSVEITIR voru í dogun í gær settar á
land á frönsku eynni Madagaskar, sem er við austur-
'strönd Afríku. Brezk flotadeild kom í ljós úti fyrir hinni
jtniklu flotastöð Diego Suiarez, sem er á norðurodda eyjar-
innar og allmikið lið undir stjórn herforingjans Sturges var
sett á land. Frakkar veittu litla mótstöðu og náðu brezku
Jhersveitirnar brátt fótfestu á eynni. Flugvélar voru í fylgd
með flotanum, engar fregnir af loftárásum hafa borizt.
Flotastöðin Diego Suiarez er á smáeyju við norðurodda
Madagaskar og er hún tengd við sjálfa eyna með eyði. Sam-
skvæmt fréttum frá Vichy í gærkvöldi, hefir Lavai sagt á
fundi blaðamanna, að eiðið væri þegar á valdi Breta. Þá
:segir einnig í þessiim fréttum frá Vichy, að Bretar hafi við
landsetningu þessa 20 000 manna lið, og sé flotinn, sem flutti
það til eyjarinnar sem hér segir: Tvö beitiskip, fjórir tund-
urspillar og flutningaskip. Þá segir þar, að flugvélarnar
hafi ef til vill komið frá flugvélamóðurskipi.
Þeir Pétain, marskálkur og Darlan hafa sent áskorun til
landsstjórans á Madagaskar um að verjast innrásinni vesklega.
Landstjórinn hefir lýst yfir, að hann muni verjast gegn Bretum,
meðan hann geti. Fyrir nokkru var hreinsað til meðal embættis-
manna á eynni og voru margir þeirra, sem talið var, að væru
hlynntir de Gaulle, reknir úr stöðum sínum og sumir settir í
fangelsi.
Kínverjar ráðast inn i
stórborgir á valdi Japana.
Éftirmaður
Staunings.
Um svipað leyti og innrásin
var gerð á Madagaskar, var hinn
illræmdi japanski aðmíráll,
Nurma, í Vichy og átti hann
þar viðræður við helztu for-
Hann stjórnar
Innrásnm Breta.
BREZKI herforinginn,
sem stjórnar innrás-
inni á Madagaskar, er
Major-General Sturges úr
landgönguliði flotans
(Royal Marines).
Þettá er sami herfor-
inginn, sem stjórnaði her-
töku íslands 10. maí ’40.
Þá var hann ekki orðinn
Major General, heldur
Brigadier, sem er næsta
: stig fyrir neðan, og hefir
hann því verið hækkaður
í tign.
Þegar Sturges kom til
íslands, hafði hann undir
stjórn sinni nokkur hundr
uð illa útbúinna her-
manna, sem framkvæmdu
1. hertöku Breta í þessu
stríði.
Nú hefir hann 20 000
manna her undir sinni
sijórn og þar á meðal
nokkrar af hinum frægu
víkingasveitum, sem eru
eins vel útbúnar og bezt
má verða.
Sturges tók þátt í
leiðangrinum til Gallipoli
í fyrri heimsstyrjöldinni,
svo að hann hefir farið
víða. Hvert skyldu þeir
senda hann næst?
kólfana. Vara hann gestur Lav-
ais, en boðinn velkominn af
Darlan. Þegar fregnin um inn-
rásina barst, hélt Nomura þegar
til Berlínar. Er enginn vafi tal-
inn á því, að hann átti að semja
við Vichystjórnina um hlunn-
indi fyrir Japani á Madagaskar,
eins og áður var gert í Franska-
Indokína, en síðar mundu Jap-
anir sölsa undir sig þar öll völd.
Það hefir verið tilkynnt í
Washington, að þessi innrás
Breta á Madagaskar sé gerð
með fullri meðvitund og sam-
þykki Bandaríkjastjórnar. —
Hefir það verið tilkynnt sendi-
herra Vichy stjórnarinnar þar í
borg, að hvers konar mótráð-
stafanir Frakka gegn Bretum
mundu verða skoðaðar sem á-
rás á Bandamenn í heild.
Hefir utanríkisráðherra
Washingtonstjómarinnar lýst
því yfir, að bandaríksk her-
skip og herlið væru albúin
þess að styðja þessa innrás eða
Breta, ef Frakkar grípi tii
nokkurra gagnráðstafana. Þá
sagði Cordell Hull ennfremur,
að Bandaríkjastjórn hefði vak-
andi auga á Frakklandi og ný-
lendum þess, til dæmis eynni
Martinique í Vestur-Indíum.
Bretar hafa fullvissað lands-
stjórann á Madagaskar um að
að réttur Frakka til eyjarmn-
ar mundi í engu verða skertur
og hún ætti í framtíðinni að
tilheyra franska heimsveldinu,
eins og hún hefir gert hingað
til. Hafa þeir lofað því að
flytja herlið sitt á brott að
stríðinu loknu.
Madagaskar hefir geysilega
þýðingu fyrir hvorn aðilann,
sem hefir hana á valdi sínu. —
Vilhelm Buhl.
IAFNAÐABMAÐUBINN
Vilhelm Buhl hefir verið
kjörinn eftirmaður StaUnings,
sem forsætisráðherra Danmerk-
ur. Mun hann jafnframt fara
áfram með embætti fjármála-
ráðherra, sem hann áður hafði,
og verða því engar frekari
breytingar á stjórninni.
Buhl var um langt skeið skatt
stjóri í Kaupmaimahöfn, en hef-
ir verið fjármálaraðherra í
stjórn Staunings í þrjú ár.
Þjóðarsorg er í Danmörku
og hafa dansleikir og skenuní-
anir verið bönnuð.
Fram hjá eynni liggja einhverj-
ar mikilvægustu siglingaleiðir
Bandamanna, eða þær, sem
liggja frá Bretlandi og Banua-
ríkjunum til Indlands, Iran, og
Egyptalands. Á eynni er einn-
ig einhver bezta flotastöð í
heimi frá náttúrunnar hendi,
og er þaðan hægt að ráða mikl-
um hluta Indlandshafsins.
Það má telja víst, að Japan-
ir hafi ætlað sér að leggja und-
ir sig bæði Ceylon og Madagas-
kar og hefðu þá Bandamenn
misst tvær beztu flotastöðvar
við Ihdlandshaf. Japanir hafa
nú allmikinn flota á hafinu og
hefir hann bækistöð í Singa-
pore. Hins vegar er ekki vitað
hver flotastyrkur Banda-
manna þar er. Fyrir nokkru
síðan tilkynnti útvarpið í Rótn,
að mikil brezk flotadeild hefði
farið fyrir Góðrarvonarhöfða
og væru í henni orustuskip,
flugvélamóðurskip, beitiskip og
tundurspillar. Þá var það til-
kyn:.t í Berlínarútvarpinu fyr-
ir nokkrum dögum, að 2 am-
erísk orustuskip hefðu komið
til Indlandshafs. Ekki er
hægt að segja hváð hæft ér í
þessum fréttum, en víst er, að
flotastyrkur Bandamanna á
þessum slóðum hefir aukizt
mikið undanfarið.
Frh. á 6. síðu.
Þar á meðal Staanghai, Ningpot
Nantaing, Hangehow og Amojr.
■ ... • ,
Gotubardagar, brunar og margar birgða
stððvar Japana eyðilagðar.
• "™"-.ÆTi
TT ÍNVERJAR hafa hafið sókn á allri víglínunni gegn
-*-*■ Japönum, en jafnframt hafa þeir gert árásir inn í
sex borgir landsins, sem eru á valdi Japana. Árásimar voru
gerðar í borgunum Shanghai, Nanking, Hangchow, Ningpo,
Amoy og Nanshang, sem allar eru skammt aftan við víg-
línur Japana.
Árásir þessar hófust xneð uppxotum smáskæruflokka
24. apríl, en síðan réðust víkingasveitir Chiang-Kai-Sjeks
inn í bprgimar. Á Nanking var ráðist frá suðri og komu
upp brunar í borgunum, þegar Kínverjar sprengdu í loft
upp miklar birgðastöðvar Japana. Þessi borg hefir verið
á valdi Japana síðan 1937 og er hún aðsetursstaður lepp-
stjórnar þeirrar, sem Japanir hafa í Kínaí í borginni Nan-
chang, sem er lengst inni í landi allra þessara borga, urðu
miklir götubardagar milli japans'kra og kínverskra hersveita
Það er ekki við því búizt, að* “
hér sé um að ræða svo stórfelda
sókn, að Kínverjar taki þessar
borgir aftur úr höndum Japana,
heldur má frekar líkja árásun-
um við strandhög.g Breta. Þær
eru stórkostlegt æfintýri, sem
getur haft margs konar þýðingu.
Kínverskur talsmaður í Lond-
on hefir rætt nokkuð um þess-
ar árásir. Sagði hann, að eyði-
lagðar hefou verið miklar birgð-
ir fyrir Japönum og þar að auki
hefðu þýðingarmiklar járn-
brautastöðvar verið mikið
skemmdar.
Hann sagði, að það, sem gert
hefði Kínverjum þetta kleift,
hefði verið hin ágæta vörn
Bandamanna í Burma og loft-
sókn Bandamanna í Ástralíu,
þar eð Japanir hefðu orðið að
kalla mikið lið til þessara víg-
stöðva frá Kína.
Þar að auki hafa Japanir orð-
ið að senda mikið lið norður á
hóginn, til að vera við öllu bún-
ir á landamærunum við Rússa.
Japanir setja
lið á iand á
Gorreoidor.
SÍÐUSTU FRÉTTIR.
Tilkynning hrezku her- og
flotastjórnarinnar í gærkvöldi
sagði, að manntjón Breta
væri lítið og bardögum héldi
ájram.
Fregnir frá Vichy herma, að
Bretar hafi notað í innrásinni
bæði fallhlífarhermenn og
skriðdreka.
LAVAL hefir svarað orð-
sendingu Bandaríkjastjórnar á
þá leið, að hér sé um innrás
af hendi Breta að ræða. Hann
talaði og um tilraunir Banda-
ríkjastjórnar til að hindra
Frakka í því að verja lönd sín.
ÞÁ SEGIR í Vichy-fréttum,
að frönskum kafbát hafi verið
sökkt við Madagaskar.
Það var TILKYNNT í
Washington í nótt, að
Japanir hefðu gert tilraun til
að setja lið á land á hinu öfl-
uga eyvirki Bandaríkja-
mann í Manilaflóa, Corregi-
dor. Fóru japanskar hersveit-
ir frá Baíaanskaga í smábát-
um og reyndu að komast á
land á norðurenda eyjarinn-
ar. Sundir á milli er aðeins
3000 m. breitt. Nánari fregn-
ir eru ókomnar.
Ekkert var minnst- á hinar
eyjarnar í flóanum ,en búast má
við, að reynt verði um leið að
koma liði þar á land.
Roosevelt forseti hefir sent
Wainvright hershöfðingja, sem
stjórnar vörnunum á eyjunum,
orðsendingu, þar sem hann seg-
ir, að hin hetjulega vörn Cor-
reggidor hafi verið til fordæm-
is fyrir Bandamenn um allan
heim.
Correggidor hefir nú varizt
ásamt nokkrum smáeyjum í
flóanum síðan Japanir náðu
Bataanskaga á sitt vald 24.
marz. Hafa verið gerðar yfir
300 árásir á eyna og nær stöð-
ug stórskotaliríð hefir verið á
hana.
BREZKI flugherinn gerði í
fyrradag miklar loftárásir á
Stuttgart í Þýzkal. og Skoda-
verksmiðjurnar í Tékkóslóvak-
Ive
fu
„.„aáfcv-.iíasf-í