Alþýðublaðið - 09.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.05.1942, Blaðsíða 7
ILaagaMlagtir 9. maí 1(M£. ALÞYÐUBLAÐiÐ **4r *-^ ••* r*r_ - |Bærinn í dag.j Næturlæfcnir er Bjarni Jónsson, Vesturgötu 18, sími 2472. Næturvörður er í Reykjavíkur- Ápóteki. ÚTVARPIÐ: 12.00 Hádegisútvarp. 15JJ0 Miðdegisútvarp. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónskáldakvöld: Hallgrímur Helgason. 21.43 Fréttir. 22.00 Danslög. Revyan i> Halló, Ameríka! verður sýnd á morgun kl. 2,30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Happdrættið. í dag er síðasti söludagur fyrir næsta drátt Happdrættis Háskói- ans. Fálkinn, sem út kpm í gær flytur m a. þetta efni: Við Reykjanes, forsíðu- mynd, afmælisgrein um sundfélag- ið Ægi, Andlitshjúpun og konur Austurlanda, eftir dr. Frederik Poulsen, Fimm stórlaxar Rúss- lands, Á kreppuárunum eftir Frið- jón Stefánsson, Vísindin horfa öll til himins eftir Pétur Sigurðsson, Tin og stjórnmál í Bólivíu, eftir John Gúnther, Aulastaðir, eftir L. Bromfield o. m .fl. Ármann Halidórsson skölastjóri Miðbæjar.barnaskól- ans hefir fengið skipun fyrir em- bættinu. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Ásdís Jóhannesdóttir frá Stykkishólmi og Jens Sæmunds- son frá Norðfirði. Laugarnesprestakall. Messað kl. 2, séra Garðar Svav- arsson. Eftir guðsþjónustuna verð- ur fundur í kvenfélagi safnaðar- Fríkirkjan. Messa á morgun kl. 5. Séra Á.S. Anua Iwanowna heitir nýútkomih bók eftir Erica Höyer, konu Höyers þess, er lengi bjó hér í Hveradölum. Bók- in er frumrituð á dönsku, en Ámi Óla hefir snúið henni á íslenzku. ■Smith-hjónin heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er það ameríksk gam- anmynd með Carole Lombard og Robert Montgomery í aaðlhlBt- verkinu. Rit Jóhanns Sigurjónssonar, seimia bindið er komið út á veg- um Máls og menningar. í þessu bindi er: Galdra-Loftur, Mörður Valgarðsson, brot úr leikritum, svo sem: Myndhöggvarinn og Frú Elsa, smásögur og ævinýri. Ör- æfaganga, Brot, og að lokum bréf Jóhanns. Þýðingin á Merði Val- garðssyni er gferð af Siguxði Guð- mundssymi arkitekt. .Stðlkas af Island4 IFYKRA KVÖLD voru víðs- vegar á götiun bæjarins litlir bréfmiðar með eftirfarandi vélritaðri auglýsingu: „Pessi aðgöngumiði byður á Amerískan dansleik, sem verð ur haldinn í ^ámkvaemishús- inu á Laugarveg og Hverfisgötu á 8 Mai 1942. Það kostar ekkert fyrir hressingu. Á dansleiknum skemtir hin vinsaela Ameríkst Mjómsveit. Pao byrjir á klukk- an 8.“ Finnst miímumi málið á boðs- kortinu ekki fallegt? Svo og aS- ferðin til að koma þvá til ..stulfeas af ísland*?! SJO- jpoar i neetvood er í o 1 « . » Britlsh Couhsel hei ur boðið aðstoð sína. ■ i . . STOFNUN Sjómannastojii í Fleetwood f-yrir íslenzka sjómenn er í undirbúningi. Það er aðeins beðíð eftir skýrslu um.málið frá seiidiherra íslands i London, Pétri Benediktssyni. Davíð Ólafsson, forseti Fiski- félags íslands skýrði Alþýðu- blaðinu frá þessu í gærkveldi, en hér í blaðinu vár þetta mál gert að umtalsefni. Uppástung- an að því að koma upp íslenzkri sjómannastofu í Fleetwood, — kom fyrst fram í erindi ,sem Einar Magnússon, menntaskóla kennari, flutti í útvarpið og var síðan birt í blaði Fiskifé- lagsins „Ægi”. Fiskifélagið tólc síðan málið upp og Fiskiþingið veitti til stofnunar sjómanna- stofunnar 2 þús. kr. Var síðan meiningin að efna til samskota hér til fyrirtækisins. í Þegar Pétur Benediktsson, sendiherra, kom heim fyrir skömmu, áttu þeir tal saman um málið, hann og Davíð Ól- afsson, og varð úr, að beðið skyldi með frekari aðgerðir, þar til sendiherrann hefði at- hugað allar aðstæður ytra. Lét hann líka þau orð falla, að fé- lagsskapurinn British Gounsel hefði boðizt til að veita stofn- un sjómannastofu fyrir ís- Ienzka sjómenn aðstoð sína. Gera má ráð fyrir, að skýrsla berizt innan skamms frá sendiherranum og þá mun strax verða hafizt handa. NÝTT SUMARHEIMILI Frh. af 2. síðu. að koma upp þessu sumar- heimili. Þess má geta að heimili þetta verður vel'í sveit sett að mörgu leyti. Það er út af fyxir sig, en ;þó rétt við þorpið Stokkseyri, og skaramt til læknis, sem situr á Eyrarbakka. Auðvelt er um alla aðdrætti, og dáglegar ferð- ir til Reykjavíkur. Nýmeti mun vera hægt að fá þar ailt sumar- ið og næga mjólk. Grösugt er allt um kring og nóg svigrúm fyrir börn til að leika sér úti, og enn fremur skilýrði til þess að kenna börnum útivinnu, ef þau hafa þroska til þess. Þá má og geta þess að þarna er ein- hver glæsilegasti sjóbaðstaður hér á landi, lygn lón milli skerja og skeljasandsfjöru. Verður sjórinn í lónum þessum glóð- volgur á sumrin af sólarhita og endurkasti geisla af skerjunum. Má því segja a?j þarna sé dýr- mætur heilsubrunnur við hlað heimilisins. í húsinu verða enn fremur öll þægindi, sem eru í nýtízku húsum, vatnsleiðsla, vatnssalerni, heit og köld böð, miðstöðvarhitun, rafmagn og' sími. Til þess að tryggja það að stofnun þessi verði ætíð : nótuð til mannúðarstarfsemi, eins og að framan er lýst, 'hefir fram- kvæmdanefnd umdæmisstúk- urmar sett um hana skipulags- skrá, sem hefir inni að halda ákvæði um starfsemina. Enn fremur er svo kveðið á, að stofn- unin sé sjáLfseignarstofnun með sérstökum eða sjálfstæðum fjár- hag.“ MÓTMÆLI LJÓSMÆÐRA ur lögskipuð ijósmóðir Reykja- víkurbæjar átti við yður 20. þ. m. og því til áréttingar, vilj- um við undirritaðar ljósmæð- ur í Reykjavík taka fram eftir- farandi: I blöðum bæjarins hefir undanfarna daga verið lýst samkomulagi milli yðar og hj úkrunariéiagsins ,,Ljkn“ um það, ao frá og með 1. maí n.k. hafi félagið í þjónustu sinni hjúkrunarkonu, sem hafa skuli á hendi eftiriit með sariigur- kommi í bænum og jafnframt úrskurðarvald um það, hverj- ar vanfærar konur verði tekn- ar á fæðingardéild Landspít- alans og hverjum vísað frá. — Ennfremur hafi sama félag um- sjón með og ráðstafi hjálpar- stúlkum þeim, sem bærinn hefði í þjónustú sinni til að- stoðar fæðandi konum í heima- húsum, sem hjálpar eru þurfi. Það er skemmst frá að segja, að með þessari ráðstöf- un álítum við svo freklega gengið á rétt ljósmæðra í þess- um bæ, þar sem allt annarri stétt eru falin þau störf, sem bersýnilegá eiga heima innan verkahrings Ijósmæðranna, að við teljum okkur engan veginn geta við unað. Viljum við sér- staklega benda á í þessu sam- bandi, að hvorki lögskipaðar Ijósmæður bæjarins, stjórn Lj ósmæðraf élags íslands né yfirljósmóðir fæðingardeildar voru kvaddar til þessara ráða eða þeirra álits leitað, og ligg- ur þó í augum uppi, að þetta eru aðilar, sem þarna standa hvað næst. Má um leið minna á, að þetta er ekki fyrsta her- ferð Líknar á ljósmæðrastétt þessa bayar, því að félagið hef- ir gert hverja tilraunina eftir aðra til þess að draga eftirlit með vanfærum konum og ung- börnum úr höndum ljósmæðr- anna, sem samkvæmt starfs- reglum stéttaririnar eiga ein- ar að hafa þetta eftirlit með höndum í samráði og samvinnu við viðkomandi lækna. Við álítum, að með þessari; nýju ráðstöfun sé engin bót ráðin á þeim Vandræðum, sem ríkjandi er í bænum vegna ónógs rúms í fæðingarstofnunr um, en sé það hins vegar álit ráðandi manna, að - stofnun slíks embættis sé nauðsynleg, krefjumst við þess, að starf þetta verði falið ljósmóður, en engum öðrum. Við viljum í því i sambandi minna á, að á Elliheimilinu hér í bæ og ýmsum sjúkrahúsum, einkum úti á landi, mun vera skortur hjúkrunarkvenna og virðist því engin ástæða til þess að verða þeim úti um einskonar atvinnubótavinnu af þessu tagi. Ifins vegar myndi enginn hörgull á vel menntuðum Ijós- mæðrum, t. d. fyrrverandi að- Ú! AÍN _ ; , , •/ - . Innileg þökk fyrir auðsýnda vmáttu og samúð við andlát og jarðarför ... KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Kópsvatni. Eiginmaður og sonur Jónas Jónsson og Sigurður Jónsson frá Grjótheimi. Innilégar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför v TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR Steinunn Þorsteinsdóttir, Hafsteinn Tómasson, Hilmar Tómasson, Katrín Tómasdóttir, Ingibjörg Tómasdóttir. Þökkum innilega alla vináttu, auðsýnda við útför HJARTAR BJÖRNSSÓNAR frá Skálabrekku. Vandamemi. % Nokkrar stulkur vanfar að Kleppi og Vífiisstððnm. Upplýsingar hjá yfirhjókruMar- konnniam. I Uppboð. verður haldið mánudaginn 11. maí n. k. að Hró- arsdal í Mosfellshreppi og hefst kl. IV2 e. h. Selt verður: Hestar, vagn, aktýgi, valtari, skilvinda, bílmótor, landbúnaðarverkfæri o. fl. Greiðsla við liamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 9. maí 1942 Bergur Jónsson. Nokkrir dnglegir verkamenn verða nú þegar teknir í bæjarvinnu. Allar nánari upplýlsingar gefur Ráðningarstofa Reykjavíkur- bæjar, Bankastræti 7. ' Félagslíf. Æfing hjá meistaraflokki, 1. og 2. flokki í kvöld kl. 7 og á morg un kl. 11 f. h. Mætið vel og stundvíslega. Nýkoipið: Sumarkjólaefni, mikið • úrvaL Borðdúkar, Gólfteppi. Komið — skoðið og kaupið. Verziuain Astor Laugaveg 18 stoðarljósmæðrum við fæðing- ardeild Landsspítalans og jafn- vel ljósmóður, sem menntuð er utan lands og innan, til þess að gegna þessu starfi, og væri þá minnstur vandinn fyrir bæjarfélagið að greiða þessum starfs«ianni sánum viðunandi kaup til þess að fyrirbyggja ótta um hlutdrægni eða tog streitu eiginhagsmuna, og gæt hún þá um ieið ráðstafað hjálp arstúlkunum í hænum í sam ráði við starfandi Ijósmæður Við væntum þess að sjálf sögðu, að þessi mótmæli okkæ verði tekin til greina, og óskun eftir svari fyrir 1. maí n.k.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.