Alþýðublaðið - 16.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1942, Blaðsíða 3
ILaugardagxir 16. maí 1642. ALÞYÐUBLADIÐ Inm norskir arar FIMM norskir kennarar sluppu nýlega frá Noregi til Englands í litlum fiskibát. Hafa þeir sagt frá ýmsu úr bar- áttú norsku kennaranna við nazista og sýnir það enn glögg- lega, að þeir hafa staðið óhagg- aðir og ákveðnir gegn tilraun- um quislinga og Þjóðverja tU að koma á nýju ,,skipulagi“ i skólum landsins. í febrúar var nær öllum skól- um Noregs lokað, og síðan hefir engin barnakennsla verið í landinu, því að foreldrar vilja ekki senda börn sín í skóla naz- ista. Af 15 000 kennurum, sem eru í Noregi, hafa aðeins 3Q0 svikið, eða aðeins 2 af hundraði. Einn kennaranna, sem flúðu ~til Englands, sagði frá því, að Gestapo hefði sent honum að- vörun, sem var á þessa leið: „Mundu, ef þú vinnur gegn JÞjóðverjum, að þú átt tvo böm.“ En hinn hugdjarfi kenn- ari komst undan og með hon- um voru konan hans og börnin tvö. Lögregluforingi quislinganna Jonas Lie, hefir aðvarað lög- regluna og hvatt hana til að vera við öllu illa búna á •sunnudag. Norðmönnum verður bannað -að draga norska fánann að hún eða bera nokkur þjóðmerki. Þjóðhátíðardagur Norðmanna verður haldinn hátíðlegur um allan heim bandamanna. þar sem Norðmenn eru. Mest verða hátíðahöldin væntanlega í Eng- laridi og Skotlandi. 30 ára riEíissljórn- komisgs. IGÆR átti Kristján kon- ungur X. 30 ára rílcis- stjórnarafmæli og blöktu fánar ivið húna af því tilefni hér um allan bæinn í gær. Danska félagið ,,Dannebrog“ hélt í gærkveldi skemmtisam- komu í Oddfellowhöllinni til að minnast þessa afmælis konungs. f. danska útvarpinu frá London i gær var konungs minnzt mjög Mýlega. Korngeymsla brennur. Fyrir nokkru brann mikil korngeymsla í fylkinu Wisconsin í Bandaríkjunum. Myndin er frá brunanum. Tjónið var áætlað 14 milljónir króna. Harðar orustur geisa nú í úthverfum Kerchborgar. Ekkert lát á sákn Rássa * I áttlna til Ktaarkov. Rússar sækja á við Leningrad ¥ ¥ ER, ÞJÓÐVERJA á Kerchskaga virðist nú vera í út- hverfum borgarinnar Kerch. Rússar tilkynna aðeins, að hersveitir þeirra hafi hörfað til nýrra vanarlína, en miklar orrustur standi yfir á skaganum. Fréttir frá Vichy í gærdag hermdu, að borgin væri þegar á valdi Þjóðverja; en það virðist hafa verið rangt. Sókn Timochenkos til Kharkow heldur áfram af mikl- um krafti, og hafa Rússar tekið mörg mikilvæg þorp og hæðir í námunda við borgina. Sóknin mun vera gerð á 60—70 km. svæði. Tvær allmiklar skriðdrekaorrustur hafa átt sér stað, og telja Rússar sér sigur í báðum. í annarri þeirrá misstu Þjóðvérjar 25 skriðdreka, en í hinni misstu þeir 75. , Tékkar berjast við nazista. ITÉKKÓSLÓV AKÍU hafa orðið bardagar milli Tékka, sem hafa unnið að eyðileggingu járnbrautanna og þýzkra lög- reglusveita. Á einum stað kom þýzk sveit þar að, sem nokkrir Tékkar voru að koma fyrir sprengiefni undir braut. Hófst þegar bardagi og var einn skót- inn til bana af hvorum flokki, en Tékkarnir komust undan. Miklar skemmdir hafa orðið á járnbrautarlínum Þjóðverja við frönsku ströndina, en þar eiga sér nu stað miklir her- gagnaflutningar. í lofti sækja Rússar einnig á yfir Kharlcowvígstöðvunum og skutu þeir í fyrradag niður 28 flugvélar, en misstu sjálfir að- eins 3. í árás á þýzkan flugvöll voru 30 flugvélar eyðilagðar á jörðu niðri. Þjóðverjar hafa sent allmikið af varaliði í orrustumar við Kharkow, en þessar hersveitir eru flestar þreyttar eftir skyndi lega og hraða ferð til vígstöðv- anna og hafa gagnáhlaup þeirra lítinn árangur borið. Fréttaritari brezka blaðsins Times í Stokkhólmi hefir skýrt frá miklum vonbrigðum meðal nazista yfir því, hversu hæg sókn þýzka hersins á Kerch hafi verið. Eru þeir hræddir við það, þar eð þýzkx herinn þolir nú illa nokkurn álitshnekki, þegar vorið er komið og ekki er hægt að kenna neinu um, ef illa fer. Rússar halda áfram minni áhlaupum á norðurvígstöðvun- um. Hafa þeir í einni orrustu á Leningradvígstöðvunum fellt 2000 Þjóðverja og eyðilagt 13 skriðdreka. Herfræðingur einn í Lund- únaútvarpinu benti á það í gær, að sókn Timochenkos geti haft hina stórkostlegustu þýðingu, þar eð hún raski áætlunum nazista óhjákvæmilega. Þeir neyðast til að flytja mikið lið til Kharkov/ og getur það dreg- ið úr liðsaukaflutningum til Kerch og á annan hátt komið hinu mesta róti á samgöngur Þjóðverja. Á þjóðhátíðardag Norðmanna, 17. maí, verður ekki tekið á móti heimsóknum hjá norska ræð- ismanninum. Kvennade.iid Slysavarnaféiagsins heldur dansleik á morgun í Odd- fellowhúsinu. Aðgöngumiðar verða > seldir á sama stað frá kl. 5 annað kvöld. Handiðaskólinn opnar vorsýningu sína í dag klukkan þrjú í Miðbæjarskólanum. 13 jtfztar iierflutn ingaflngvélar skotn- ar niðnr. ¥lir 406 her- n flBgiMm druhhna í gein. ■ FYRIR NOKKRU vora brezkar orrustuflugvélar á heimleið frá árás i Norðtör- Afríku. Sáu þá flugmeimiraær skyndilega, hvar um 20 þýzkasr flugvélar flugu rétt yfir sjávar- fletinum. Þetta voru Junkers 52 herflutningaflugvélar, sem vorma að flytja hermenn frá GriJtík- landi til Libyu. f hverri þessaira flugvéla voru um 40 hermeim, altygjaðir. Brezku flugmennirnir steyptu sér yfir Þjóðverjana og riftt flugvélar þeirra í sundtir, hverja á fætur annarri með vél- byssum sínum. Örvinglan mikil komst á meðal þýzku hermann- anna og þeir opnuðu alla glugga og skutu af tommybyssum sín- um og rifflum á brezku flugvéi- arnar. En það dugði ekki, hver á fætur annarri steyptust þýzktt vélarnar í sjóinn með um það bjl 800 m. millibili. Þannig hélt það áfram, þar til “Bretamir höfðtt skotið niður 13 flugvélar og eytt skotfærum sínum. Þá vortt um 400 þýzkir flugmenn og hermenn í sjónum, drukknaðir eða (drukknaridi. Flugmenn brezku flugdeiid- arinnar (eimi þeirra var ástr- alskur og annar kanadiskur) sögðu eftir á, að þetta hefði ver- ið hrein skemmtiferð, eins og hver flugmaður getur ímyndað sér hana dásamlegasta. Cristmás Möller. , Christmas iðller kemst til Englands frl Danmðrkn HlNN þekkti danski stjórn- máIalei«5togi, Cristmas Möller, hefir ásamt konu sinni og syni komist til Englands frá Damnörku. Er enn allt á hnfiu með það, hvernig hann komst frá landi sínu. Möller hefir skýrt enskum blaðamönnum nokkuð frá ástandi og horfum í Danmörku. Sagði hann, að 98 af hverjum 100 Dönum vapru einlægir fylg- ismenn Bandamanna og biðu þeirrar stundar, er Danmörk verður aftur frjáls. Um matvælaástandið í Dan- mörku sagði Christmas Möller, að það færi hraðversnandi vegna þess, hve landbúnaður- inn hefði minnkað mikið. Hann sagði, að t. d. hefði svínum fækkað um helming í landinu. Cristmas Möller er eins og kunnugt er leiðtogi danskra í- haldsmanna. Ekki hefir hann fá ekki frðnskn tierskipin i MaFtiniqne. AmeribDmemi liindra Ifiehy- stjórniiia. — 3) SAMNINGAR hafa sta» yfir undanfarið milli Bo- bert, flotaforingja Frakka k Martinique, og Bandaríkja- stjórnar ara að útiloka, ®ð frönsk herskip, sem nú eni í höfn í Martinique, verði notnð í hernaði gegn Bandamönnum. Mun nú hafa verið.gengið frá samningum um herskipin, sem þar eru, en á meðal þeirra eru flugvélamóðurskipið Bearn og skipið Jeanne d’Arc. í þessu máh hefir Bandaríkja- scjórn algerlega hundsað Vichy- stjórnina og ekki virt hana eða Laval, forseta hennar, viðlits, heldur aðeins samið við Robert, eins og áður var getið. Enn fremur eru í Martinique mörg flutningaskip, alls um 140 þús. smálestir. Er enn óráðið, hvað um þau verður. enn skýrt frá því, hvort hann muni taka virkan .þátt í starf- f semi frjálsra Bana, en fastíega j er búizt við því.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.