Alþýðublaðið - 16.05.1942, Side 6

Alþýðublaðið - 16.05.1942, Side 6
AIÞTOUBLAÐK) Dempsey gerist hermaður. Hinn frægi hnefaleikari, Jack Dempsey, sótti í vetur um upptoku í ameríkska 'herinn, en fékk það ekki, vegna þess, að hann er orðinn of gamall. Þá reyndi hann að komast inn í ríkisher New York-fylkis og tókst það%. Er hann nú liðs- foringi þar. M skólar: Námsflokkar Reykja yíkur 00 Handíðaskólinn. VÍSIft gerði í langri grein í gær, skrifaðri af Árna frá Múla, úrslit kjördæmamálsins, sem nú mega teljast fyfirsjáan- leg, að umtalsefni, og er nú ekki lítið upp með sér af því, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hafi snú ið á Framsóknarflokkinn, sem hefði verið búinn að snúa hon- rnn hina hættulegustu snöru. í grein Árna segir meðal annars: „Framsóknarílokkurinn ætlaði að koma ár sinni svo fyrir borð, að Sjálfstæðismenn neyddbst til þess að ganga til kosninga, ári þess að hafa fengið nokkra láusn á kjördæmamálinu. Hann ætlaði að grafa þessum heittelskaða sam- starfsflokki kyrrláta og djúpa gröf. En nú brást bogalistin, aldrei þessu vant. Gröfin er tekin og það er heppilegt, að hún er dálítið asúmgóð, því að hún á að taka við einum 6—7 þingmönnum Fram- sóknarflokksins áður en 6 mánuð- ir eru liðnir.“ Já, nú er tónninn annar, en þegar Árni frá Múla var að betla Framsókn um að bjóða Alþýðuflokknum og helzt Kom- múnisaflokknum líka upp á nýja þjóðstjórn og fresta síðan kosningum enn á ný til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gæti kom- izt undan því, að taka afstöðu í k j ördæmamálinu! ;!• Jónas frá Hriflu skrifaði á fimmtudaginn eina greinina enn í Tímann um kjördæmamálið og er ekki alveg af baki lottinn. fulla samvinnu aftur, og bjarga við málum lands og þjóðar með öflugum samtökum.“ Eins og menn sjá er Jónas. ekki alveg vonlaus um að ná sambandi við Ólaf vin sinn, jafnvel þótt hann sjái nú ekki aðra möguleika til þess, að fá hann „dæmdan“ til þess að taka upp samvinnuna á ný. 'Jf. Þjóðviljinn gaf á fimmtudag- inn út slagorð kommúnista í væntanlegum kosningum í vor. Það hljóðar þannig „Þeir kjósendur er ekki vilja að ný þjóðstjórn setjist á rökstóla að kosningum lokinum, kjósa með Sósíalistaflokknum, hann er eini flokkurinn, sem hefir jákvæða stefnu fram að bera, ekkert nema stórfelld fylgisaukning hans getur hindrað myndun nýrrar þjóð- stjórnar.“ Jú, það má nú segja; sá hefir „jákvæða stefnu“! Það væri sannarlega gaman að fá að vita, í hverju hún hefði komið fram öðru en hinni „jákvæðu11 afstöðu hans til alls þess, sem austan frá Rússlandi kemur. Iieikritið „Það logar yfir jöklinum“, eftir Sigurð Eggerz,, verður leikið í út- varpið í kvöld kl. 20,30. Leikfélag Akureyrar sér um leikinn og verð- ur útvarpað frá Akureyri. Leik- ’stjóri er Ágúst Kvaran. NÝLEGA hafa tveir skól- ár hér í Reykjavík lokið vetrarstarfsemi sinni að i þessu sinni, Handíðaskólinn og Námsflokkar Reykjavíkur Eru þetta stofnanir, sem halda uppi alþýðulegri fræðslu í bóklegum og verk- legum námsgreinum. Starfsemi Námsfl. Reykja- víkur er nú að verða lokið á þessu starfsári. Á uppstigning- ardag var samkoma í Náms- flokkunum og afhenti forstöðu- maðurinn, Ágúst Sigurðsson, 107 nemendum þátttökuskír- teini. Eru það vottorð um það, að nemandi sá, sem skírteini fær, hafi stundað námið vel og samvizkusamlega til enda nám- skeiðanna. Má þetta teljast góð þátt- taka, þegar á það er litið, hve mikil atvinna og annir eru nú hér í bænum. En flokkar þess- ir eru einkum hentugir fólki, sem vinnur á daginn, en hefir tómstundir á kvöldin, því að þá fer kennslan fram. Tilhögun Námsflokkanna er sú, að fólk, sem innritast, er ekki skyldugt til að taka allar námsgreinarnar, heldur getur það valið úr eina, tvær eða fleiri, sem viðkomandi hefir sérstakan hug á að nema, og hefir tíma til að stunda. Kenn- , : .. i. •. ararnir verða að haga kennslu sinni að ýmsu leyti á annan veg en í öðrum skólum, því að aðstæðuf eru á márgan hátt ó- lííkar. Forstöðumaður Námsflokk- anna gat þess við uppsögnina, að mikill hluti nemenda hefði nú í vétúr verið fullorðið fólk, og bæri því að fagna, því að flokkarnir væru engu síður ætlaðir því en unga fólkinu. í vetur voru námsgreinarnar 12, en kennararnir 9. Þessar námsgreinar voru 1. íslenzka, kennari Andrés Björnsson. 2. íslenzkar bókmenntir, kenn ari Ragnar Jóhannesson. 3., 4. og 5.: Stærðfræði, bók- færsla, reikningur, kennari Her mann Jónsson. 6. Garðrækt, kennari Jóhann Jónasson,, búnaðaráðunautur. í þes&um flokki stendur nám- skeiðið yfir enn og er nú haldið uppi verklegu námi, en í vetur var bókleg kennsla um garð- rækt. ; 7. Barnasálarfræði, kennari dr. Símon Jóh. Ágústsson. Þessir tveir síðast töldu flokk ar voru fyrst teknir upp í vetur. 8. Söngur, kennari Hallgrím- ur Helgason, tónskáld. 9. Félagsfræði, kennari Ólaf- ur Björnsson, hagfræðingur. 10. Upplestur, kennari Sig- urður Skúlason, meistari. 11 og 12. Danska og enska, kennari Ágúst Sigurðsson, sem jafnframt er forstöðumaður námsflokkanna. Alltaf er hægt að bæta nýj- um flokkum við, ef ástæður eru fyrir hendi, og er í ráði að setja næsta haust á laggimar skriftar kennslu, og e. t. v. hraðritunar- flokk. Nemendur námsflokkanna hafa nokkurn félagsskap með sér utan kennslustunda. Voru nokkur kynningarkvöld haldin í vetur. Þetta er fjórða árið, sem flokkarnir starfa. Handíðaskólinn var stofnaður haustið 1939 og lýkur í dag þriðja starfsvetri sínum. Nem- endur skólans í vetur voru alls 238 að tölu, en kennarar 14. Tilgangur skólans er sá að veita kennurum og kennaraefn- um sérmenntun í teikningu og handíðúm, að gefa almenningi kost á námi í þessum greinum, að halda uppi kennslu í verk- legum greinum fyrir ungmenni, og, að veita þeim, er ætla að helga sig myndlistamámi, sem fullkomnasta kennslu í teikn- ingu og málaralist. Skólinn starfar í þrem dag- deildum og mörgum síðdegis- og kvöldflokkum. Dagdeildir skólans eru: 1) Kennaradeild með 7—8 stunda kennslu á dag, 7 mán. vetrar. Kennslugreinar: tré- smíði, málmsmíði, pappavinna og bókband, föndur barna, drátt. list, íslenzka, skólasaga, uþpéld- isfræði, helsufræði. 2) Myndlistardeildin með 5 stunda kennslú á dag, 7 mán. á ári. Kennslugreinar: teikning ýmiskonar og málaraíist. 3) Öryrkjadeild veitir lömuð- um og fötluðum unglingum kennslu í verklegum greinum. Síðdegis- og fevöldnámskeið skólans. Mikill meirihluti nem- enda skólans stundar nám á síðdegis- og kvöldnámskeiðum hans. Eru þar kenndar þessar greinar: Teikning barna (flokkur barna 7—14 ára), föndur (námskeið fyrir starfandi barnakennara í Reykjavík og nágrenni), smíðar (námskeið fyrir drengi 9—13 ára), heimaiðja skáta (25 skátar nutu kennslu í bókbandi), tré- skurður, bókband, alm. teikning og meðferð lita, rúmsæisteikn- ing, auglýsingateikning og leð- urvinna. ^ Til þessa hefir Handíðaskól- inn verið einkaeign Lúðvígs Guðmundssonar skólastjóra. Ríkissjóður hefir kostað kennsl- una í kennaradeildinni, en fél. „Sjálfsbjörg“ hefir styrkt kennsluna í öryrkjadeiid skól- ans. Allri annarri starfsemi skól ans hefir verið haldið uppi með kennslugjöldum nemenda. 9. þ. m. yar sú hreyting gerð á síripun skólans, að honum var breytt í sjálfseignarstofnun og heitir hann framvegis Handíða- og myndlistarskólínn. Eignir stofnunarinnar eru: húseignin á Grundarstíg 2 A hér í bænum, og húsbúnaður og kennslutæki þau, er áður voru í Handíða- skólanum. Stjóm hirniar nýju stofnunar er þannig skipuð: formaður er Ingimar Jónsson skólastjóri, rit- ari Sigurður Thorlacius skóla- stjóri, en gjaldkeri 1 Halldór Kjartansson forstjóri. ,-rr- Lúðvíg Guðmundsson er ráðinn for- stöðumaður skólans, en Kurt Zier listmálari, fyrsti kennari. Bver var MHlsæto- ari við sinblið? JÓÐVILJINN skýrði frá því á miðvikudaginn, fyrsta daginn, sem hann kom út aftur — sennilega til að sýna lesend- unum, að honum væri ekkert aftur farið — að ritstjóri AI- þýðublaðsins, Stefán Pétursson, hefði á tímabilinu frá því að Bretar hertóku landið og þang- til að Þjóðviljinn var bannað- ur „setið að sumbli“ með þeim , ,úrkynj uðu yfirstéttarherrum‘ ‘, sem Chamberlain sendi hingað. Alþýðublaðið getur í tilefni af þessu upplýst, að ritstjóri þess, Steían Pétursson, hefir frá því að Bretar komu hingað og fram á þennan dag fengið og þegið, ásamt öðrum íslenzk- um blaðamönnum, samtals tvö kurteisisboð frá yfirmönnum þeirra eða sendimönnum hér, og ekki hitt þá við önnur tæki- færi. Og í bæði skiptin hefir ritstjóri Þjóðviljans, Einar Ol- geirsson, verið þar fyrir, þegar Stefán kom, og eftir, þegár Stefán fór. Geta þá lesendúr Þjóðviljans reiknað út, hver þaulsætnari hefir verið við „sumblið“ með hinum „úrkynj- uðu yfirstéttarherrum“ Chani- berlains, Stefán Pjetursson e®a Einar Olgeirsson. ■ Setuliðsstjóinin tilkynnir: Skotæfingar fara fram nálægt Reykjavík daglega 17.—23. maí klukkan. 9—17. Sírlgasfeór! (Margar stærðir) Ódýrir Grettisgötu 57. ' Hann skrifar: „Hér er ekki nema eitt svar að gefa. Kjósendur geta veitt Fram- sóknarflokknum stöðvunarvald í kosningunum í vor. Með pví fá á- rásarmenn Sjálfstæðisflokksins hæfilega ráðningu. Núverandi stjórnarflokkar yrðu þá, með dómi þjóðarinnar, að taka upp NJósnarl i herráðl ÞJóðverJa eftir Eernard iewman, einhvern slyng- asta og híræfnasta njésnara, sem uppi feeHr verié, er békin, sem pér eigið að lesii i kveld.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.