Alþýðublaðið - 19.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1942, Blaðsíða 4
AU»Y»UBLAÐK> 1». «ós» 4 mli. ■ .ÍUm fttþijtmbtflMÖ j ÍTtgsfettðí: A^ifefekkttritttt I R3fet9fari: Steístt r|efeise«B Etfetjóm ofi afgreiÖHia í Al- þýOtihádiim' við Hverfiagðtu SMmar ritetjórosr: 4901 og 4M3 > 9*mar afgreiíteiu: 4900 og Terð í iausasölu 25 aura. AQiý9<q>r»teni0ínK k. I. Nýja stjórnin. HtNN NÝI FORSÆTI£RÁÐ- HERRA, Ólafur Thors, sagöi í yfirlýsingu sinni á al- þingi á laugardaginn, þegar hann tók við af Hermanni Jón- assyni, að stjórn hans vœri að- eins „stjórn Sjálfstæðisflokksins í þeim skilningi, að hana skipa eingöngu Sjélfstasðismenn." Hins vegar hefði hún „ekki þá afstöðu flokksstjórnar, að vera bœr um að framkvæma þau stefnu- og hugsjónamál Sjálf- stæðisflokksins, sem ekki njóta stuðnings annarra flokka, þar eð Sj álfstæðismenn eru nú, svo sem kunnugt er, aðeins 16 á þingi af alls 47 mönnum, er nú eiga þar sæti.“ I>að hefði nú sjálfsagt verið réttara af hinum nýja forsætis- ráherra, að vera ekki að tála um nein hugsjónamál í sambandi við Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar verður því ekki neitað, að þessi yfirlýsing hans virðist bera vott um alveg réttan skiln- ing á aðstöðu og hlutverki hinn- ar nýju stjórnar. Enda taldi for- sætisráðherrann á öðrum stað í yfirlýsingu sinni hlutverk henn- ar ekki vera annað en það, „að sjá farborða því máli er stjórn- anskiptum hefir valdið — stjórn- arskrármálinu — og að inna af hendi það höfuðverkefni undan- farinna rikisstjórna að verja þjóðina gegn áföllum á þessum einstæðu og örðugu tímum, framfylgja lögum og annast dag lega afgreiðslu þeirra mála, er á hverjum tíma koma til úrskurð- ar og framkvæmda sérhverrar ríkisstjórnar.“ í Ijósi þessarar stefnulýsingar hinnar nýju stjórnar virðist það vera alveg rétt á litið af hinum nýja forsætiisráðherra, að stjórn hans sé aðeins „stjórn Sjálf- stæðisflokksins í þeim skilningi, að hún er eingöngu skipuð Sjálf stæðismönnum”. iÞví að það mál, sem stjórnarskiptunum olli og hin nýja stjcjrn telur aðalhlut- verk sitt að leiða til sigurs, kjör- dæmamálið, var borið fram af Alþýðuflokknum, og hefði ann- ars, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, fengið að sofa svefni gleyrnskunnar um óákveðinn tíma enn fyrir Sjálfstæðis- flokknum, enda þótt hann hafi oft á undanförnum árum farið hjartnæmum orðum um áhuga sinn fyrir þessu „réttlætismáli“. í>að er h'ka vitað, að hinn nýi forsætisráðherra, Ólafur Thors, var af öllum forystumönnum Sjálfstæðisfl. þess minnst fýsandi, svo að \ekki sé sagt œeira, að kjördæmamálið Bléðf rignir yfir aðrar þjóð^ ir, yfir oss rignir gnlli. Ávarp Árna Pálssonar prófessors, flutt í út- varpið 17. mai i tilefni af Noregssöfnuninni. ÖMU TÍÐINDI hafa nú um nokkur mísseri borizt úx AVARP það, sem hér birtist, flutti Árni Pálsson pró- fessor í útvarpið á sunnudaginn í tilefni af Noregs- söfnuninni, sem hófst þann dag. Var það flutt að íilhlutua Norræna félagsins, og hefir Alþýðublaðið fengið leyfi til að birta það á prenti. / öllum áttum og öllum álfum heims. En þessi tíðindi f jalla um fótum troðinn og svívirtan rétt menningarþjóða, um brenndar og brotnar borgir, um morðvíg alsaklausra manna, um andlegar og líkamlegar pyntingar einstak linga og heilla þjóða, um land- ráð og svik og mörg hin heffi- Iegustu illvirki, sem vart finnast. dæmi til í raunasögu mannkyns- ins fram á þennan dag. Fáar þjóðir hafa verið sárar leiknar á þessari vitstola varg- öld, heldur en Norðm. Þeir risu þegar öndverðir gegn innrás inni, en þó að þeir yrðu að lúta í lægra haldi og væru rændir öllum rétti, þá hafa þeir jafnan síðan barizt af karlmannlegri hugprýði gegn miskunnarlausri harðstjórn og réttarráni. Norska iákið,liggur að vísu í valnum mn þessar mundir. Konungur landsins og ríkisstjóm eru land- flótta, en norskur landráðamað- ur fer með völdin, og er þó fá- ráður hvenær sem húsbóndi hans yglir brtún. En norska þjóð in stendur föstum fótum og horf ist í augu við örlögin. Synir hennar hafa sýnt, að þeir virða öll jarðnesk gæði og sitt eigið líf að vettugi, ef heiður og vel- ferð Noregs er í veði. Barátta þeirra hefir ennþá einu sinni sýnt og sannað öllum heimi, að ekki er allt undir höfðatölunni komið, en sá sannleikur hefir oft liðið stórþjóðum heimsins úr minni á hinum síðustu öldum. Smáþjóð hefir oft búið yfir næmari siðferðiskennd, harðari vilja og fjölskrúðugri menning- arhugsjónum, heldur en nokkur stórþjóð. Við íslendingar megum um þessar mundir minnast þess með fögnuði, að við erum af sömu rót runnir sem Norðmenn. Nor- egur var föðurland forfeðra vorra og þaðan fluttu þeir mál og menningu hingað í auðnar- land. Svo kvað Matthías: Noregur, Noregur, frægð vor sem fjör frá þínu brjósti er runnið. Sviplíka. hamingju, hlutfall og kjöy hafa okkur nornirnar spunnið. Til þín vor hjörtu, þótt hnekkt væri fjör, hafa brunnið. Það er að vísu rétt, svo sem skáldið kveður, að hamingjur Norðmanna og íslendinga hafa oft verið svo líkar sem samborn- væri nú tekið fyrir til lausnar, og skal þar fyrir þó ekki að óreyndu neitt efast um, að hann muni serri forsætisráð- herra, þrátt fyrir það, fylgja því máli eftir, úr því sem komið er, til fullnaðarsamþykktar. Þess er að vænta, að sú hóf- semi og sá skilningur á aðstöðu og hlutverki hinnar nýju stjórn- ar systur. En þó vaxð saga þess- ara tveggja þjóða þegar frá öndverðu ólík unt margt, þó að aldrei hafi meiru munað en nú á síðustu misserum. Bæði löndin hafa að vísu verið hernumin, en kjör þeirra í hemáminu hafa orðið svo ólík sem fremst má verða. Fyrir utan allt annað hafa atvinnuvegir norsku þjóð- arinnar verið lagðir á kaldan klaka og hún rúin inn að sikyrt- unni. En íslendingar hafa auög- azt svo ákaft, að slíkt eru vitan- lega engin dæmi í sögu vorri. En við vitum, að mörgum íslend- ingum, — væntanlega langflest- um — rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, er þeir hug- leiða, að mestur hluti þess fljót- tekna auðs, sem nú streymir inn í landið, stafar frá einhverju hinu óskaplegasta böli, sem nokkru sinni hefir dunið yfir mannkynið. Blóði rignir yfir aðrar þjóðir, yfir oss rignir gulli. Að vísú höfum við einnig orðið að færa mannfómir. Margir vaskir íslendingar hvíla nú á mararbotni af völdum ófriðar- in. En þó að tjón vort sé tilfinn- anlegt, eiga þó aðrar þjóðir xun miklu fleiri og miklu dýpri sár að binda. Og því er það, að þrátt fyrir þá stundarhagsmuni sem nú hafa fallið oss í skaut um hríð, þá sækja nú nagandi áhyggjur á margan góðan íslending. En er víst, að íslenzka þjóðin gangi heilli til skóg- ar um það er ófriðnum lýkur, heldur en þær þjóðir, er þjást nú mest? Mun virðing ís- lendinga fyrir sjálfum sér hafa vaxið á þessum árum? Munu þeir verða betri, ósérplægnari, hyggnari og heilbrigðari menn í gullregninu? Slíkum spurning- um velta menn nú fyrir sér og veitist ekki létt að fá ugglaus svör við þeim. Þó að við íslendingar séum umkomulausasta smáþjóð ‘heimsins, þá eigum við þó margt, sem oss er óþarft að láta af hendi við nokkum einvalds- herra eða nokkurt stórveldi, svo sem sál vora og samvizku. Þess Iar, sem kom frarn í yfirlýsingu Ólafs Thors á alþingi á laugar- daginn, endist henni svo lengi, sem nauðsynlegt er til þess, að Alþýðuflokkurinn og aðrir þeir flokkar, sem að kjördæmamál- inu standa, verði ekki knúðir til að taka afstöðu á móti henni fyrr en því máli er að minnsta kosti borgið. vegna mun flestum okkar hug- stætt, að nú beri oss skylda til að sýna samhug okkar með ■þeim, sem eru saklausir þjáðir og troðnir undir útlends hervalds. Og verða Norðmenn okkur næst- 1 ir fyrir allra hluta sakir. Þess vegna hafa nokkur sambönd félaga hér í bæ sameinast um að hefjast handa um samskot handa Norð- mönnum. Er tilætlunin sú, að fjárhæðin, er íslendingar kunna að leggja af mörkum, verði látin koma í hendur Norðmanna að ófriðnum loknum, en að ein- hverjum hluta hennar verði þó varið til hjálpar nauðstöddum flóttamönmun hér á landi. Einhverjir kunna að lita svo á, að íslendingar geti aldrei komið saman svo miklu fé, að það komi að nokkru haldi, er viðreisnarstarfið hefst í Noregi. En sú skoðun er röng. íslend- ingar eru nú svo efnum búnir, að þeim er í lófa lagið, að sýna MORGUNBLAÐIÐ gerði á sunnudaginn stjórnar- skiptin að umræðuefni í Reykjavíkurbréfi sínu. Þar stendur meðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn tók það ráð að taka eiinn að sér stjórn- armyndunina, með það fyrir aug- um, að andstöðuflokkar hans, sem eru fylgjandi umbótum í kjör- dæmamálinu, meti það mál svo mikils, að ráðrúm fáist til að fá þeim umbótum komið á. En engum getur dulist, að sú ríkisstjórn, sem hefir ekki nema rúmlega þriðjung þingmanna að baki sér, getur ekký unnið að áhuga- og stefnumálum flokksins, eins og flokksmemi hennar fjær og nær kysu helzt.“ Vonandi ber þó ekki að skilja þessi orð blaðsins þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á þessari stundu einhver önnur meiri áhuga- og stefnumál, en kjördæmamálið; svo oft er hann á|Sur búinn að lýsa yfir áhuga sínum fyrir réttlætismálinu, að maður skyldi ætla, að honum nægði, að geta framfylgt því á þeim fáu mánuðum, sem eftir eru þar til úr því verður skorið í haust, hvaða floltkur eða flokk ar skuli fara með stjóm lands- ms næstu fjögur ár. vilja sinn i verki á sæmilé^a myndarlegan hátt. Hitt er þó meira virði, að við getum látið £ ljós á þennan hátt, að oss renna til rif ja þær hörmungar, sem n4 eru að gerast í veröldinni, — að við horfum eigi hirðulausir og rænulausir á hinn ferlega hild- arleik. Og loks er oss það nau8~ syn sjálfra okkar vegna, aö vinna nokkurt það verk, sent borið gæti vitni um mannslund okkar og sómatilfinningu. Sameinumst því allir íslend- ingar um að sýna Norðmönnum óskipta samúð og veita þeim þá, hjálp, er við megum! Ttær prests- kosnisgar. GÆR vorú talin í skrif- stofu biskups atkvasði vitS prestskosningar í tveimur prestaköllum: Valþ j ófsstaðar- prestakalli í N'orður-Múlasýslu og Vallaprestakalli í EyjafirðL Um V alþ jófsstaðaprestakaB sótti að eins séra Marínó Krist- insson prestur. á ísafirði. Af 273 kjósendum á kjörskrá hlaufc umsækjandinn 174 atkvæði og var kosningin lögxnæt. Um Vallaprestakall var l£k» einn umsækjandi: sér Stefán V, Snævar. Af 1027 kjósendurö k kjönskiá kusu 646 og hlaut um- sækjandinn 644. Var kosningiBt, einnig þar lögmæt. • Nýr sendiráðsritari er nýkominn í ameríkskil' sendisveitina hér í bæ. Heitir hann Carlos J. Wames. Morgunblaðið segir ennfrem- ur um hin nýafstöðnu stjómar- skipti: „MeS því að taka einn við stjóm landsins undir núverandi kring- umstæðum krnan þings og utan, hefir Sjélfstæðisflokkurinn sýnt, nú sem fyrri, að harm er sá stjóm- málaflokkurinn í landinu, sem mesta hefir þjóðhollustu og fram- ar öllu kýs að vinna þjóðinni gagn, hvernig sem flokksafstaðan er. Þegar allt er komið í uppnám, milli fyrri samherja á þingi, og stjórn landsins er stefnt í full- komið óefni á alvarlegustu tímum, er það Sjálfstæðlsflokkurinn, sem tekur að sér að reyna til hins ítr- asta að koma á nauðsynlegu jafn- vægi og friði í þjóðfélaginu." Þetta skruiri hefði Morgun- blaðið nú helzt átt að leiða hjá sér í sambandi við istjómar- skiptin út af kjördæmamálinu. Það er W of vel kunnugt, hví- lfka eríi ,'eika það kostaði, að fá Sjálfstæðisflokkinn til fylgis við „réttiætismálið" og hvemig; Alþýðuflokkurinn varð að toga hann með töngum út úr flat- sænginni hjá maddömu Fram- sókn til þess að gera það, sem Morgunblaðið er nú að mikiast af. jámhæl þá I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.