Alþýðublaðið - 19.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.05.1942, Blaðsíða 5
jyLfry&UBLAPHE* 5 Er eiturgasstríð í aðsigi? Viðtal við Dr. Kari Kroner, sem tók þátt í mörgum eiturgas- orustum i siðustu heimsstyrjðld. ÞAÐ vakti 'hér eins og axmarsstaðar mikla athygli, að Winston Churchill minntist í síðustu útvarpsræðu sinni á þann möguleika, að eiturgashernaður yrði hafinn af Þjóðverjum og þá vitanlega svarað í sömu mynt af Banda- niönnum. í tilefni af þessum ummælum og því umtali, sem þau hafa yakið, sneri Alþýðublaðið sér til Dr. Karl Kroner, hins þekkta læknis, sem því var kunnugt um, að 'hefir mikil kynni af eitur- gashernaði, meðal annars var með í mörgum eiturgasorrustum í síðustu heimstyrjöld, og spurði hann um álit hans á möguleikum eiturgashemaðar í þessu stríði. Dr. Kroner varð góðfaslega við þeirri ósk blaðsins, að svara nokkrum spurningum þess um þetta efni, og fara spumingam- ar og svör hans hér á eftir: Bnginii gashnrnadnr I stríðina i&ingað til. — Hvað haldið þér um mögu- leikann á því, að gashemaðux verði tékinn upp í þvi stríði, sem nú stendur, og hvað getið þér sagt okkur um eitugásnotk- un í ófriðinum hingað til? — Um það get ég ekki sagt mikið, svaraði Dr. Kroner, því að eiturgas hefir yfirleitt ekki verið notað í þessu stríði enn, svo vitað sé. Allar staðhæfing- ar eða ásakanir um eiturgas- notkun, sem hver ófriðaraðilinn um sig hefir öðru hvom verið að koma með í garð hins, hafa reynst vera á misskilningi byggðar eða hreinar blekkingar. Þannig var því t. d. haldið fram, að Pólverjar hefðu skotið gas- sprengjum í september 1939. En það er ekki rétt. Ekkert annað hefir sannast en það, að Pólverj- ar áttu, eins og vitanlega allar ófriðarþjóðirnar, birgðir af gas- sprengjum, og að þýzkir her- menn, sem voru að flytja slík- ar birgðir burt, eftir að þær voru fallnar Þjóðverjum í hend- ur, urðu fyrír gaseitrun af slysi einu. f>á var því og haldið fram af lækni í Móntevideo eftir sjó- orrustuna í mynni La Plata- fljófens, að skoiið hefði verið með gasi á „Graf Spee“. Það er vitanlega ekkert annað en vitleysa. í sjóorustum hafa gas- sprengjur yfirleitt aldrei verið nptaðar. Gassprengjur geta ekki unnið á hinum þykku stálplöt- um utan á herskipunum. Þær myndu springa á þeim án þess að hafa nokkur tilætluð áhrif. Á ,Graf Spee‘ hefir feersýnilega aðeins verið um að ræða eitrun af köfnunarefnisoxyd eða kol- amonoxyd, sem getur myndazt við allar sprengingar í lokuðu rúmi. — Sennilega er það einnig | rangt', sem sagt var, að Þjóð- verjar hefðu notað gas suður á Krím fyrir á að gizka einum mánuði. í stuttu máli: Það má segja, að í þessu stríði hafi gas ekki verið notað — þvert á móti því, sem gert var í stríðinu 1914 —1918. Gashernaðarinn i síð- nstn heimsstyrjðld. — En hvernig stendur þá á því, að. gas hefir ekki verið not- að í þessu stríði? — Það er áreiðanlega ekki af neinni dyggð, að það hefir ekki veríð gert, heldur vegna hins, að hersböfðingjamir hafa ekki gert sér vonir. um neinn úrslíta- árangur af gashernaði. Sá ár- angur, sem í fyrstu náðist með gasnotkuninni í síðasta stríði, byggðist alveg á því, hve óvænt hún kom þeim ófriðaraðilanum, sem seinni varð til þess, að grípa til þessa vopns, og hve gersam- lega óviðbúinn hann var, að verjast því. Þegar báðjr aðilar voru farnir að nota eiturgas og höfðu lært að koma við vörn- um gegn því, hættu eiturgas- árásirnar að vera eins ægilegar og þær höfðu verið í upphafi. Fyrir hermennina í skotgröfun- um voru þær eftir það ekkert verri en venjuleg skothríð. Og út af því brá aðeins, þegar tekn- ar voru í notkun nýjar gasteg- undir, sem gasgrímurnar reynd- ust ekki nægileg vörn gegn. í rauninni var þar þó ekki um gas að ræða, heldur um úðaðan olíukenndan vökva, sem særir hörundið mjög kvalafullum og seingrónum sárum; og hvorki venjulegur fatnaður né her- mannabúningarnir .reyndust nein vörn gegn honum. En nokít ur úrslitaáhrif hafði notkun hans ekki heldur. Það var ekki nema tiltÖlulega lítill hluti hermannanna, sem beið bana eða varð óvígfær við gasárás- imar. í samanburði við ýms nú- tíma sprengiefni, sem notuð eru bæði af flugvélum og skriðdrek- um með hryllilegum árangri, mætti því með nokkrum rétti segja, að gasið sé tiltölulega meinlaust vopn, svo andstyggi- legt, sem það er. Og mjög senni- lega er það fjTSt og fremst þess- vegna, að ekki hefir verið gripið til þess enn í þessu stríði. Sky ndilegar gasárás* ir ekki útilokadar. Dr. Karl Kroner. er mjög vel hugsanlegt, að gas- árásir verði skyndilega gerðar á einhverju takmörkuðu svæði vígstöðvanna í sambandi við tilraunir til þess að brjótast í gegn um vamarlinu andstæð- ingsins. Hugsanlegt er einnig, að búið sé að finna upp einhverjar nýjar tegundir af eiturgasi, sem érfitt eða ómögulegt væri að verjast með hinum gömlu gas- vömum. Mjög sennilegt er það að vísu ekki. Af vissum eðlis- fræðislegs.im og efnafræðisleg- um ástæðum eru menn tregir til að trúa, að slík efni séu til. Hin^að til er að minnsta kosti ekki vitað um neinar tilraunir, sem sýnt hafi fram á slíka möguleika. En með öllu óhugsan legir geta þeir þó ekki talizt. Mesta liættan: Gas~ árásir úv loftl á borgfr. — Hvaða gagnráðstafanir haldið þér, að gerðar myndu verða, ef annar ófriðaraðilinn skyldi, þrátt fyrir allt, skyndi- lega taka upp gashemað. Chur- chill hefir þó varla komið með hótun sína án þess að nokkuð byggi á bak við hana. — Það dettur mér heldia* ekki í hug. Ég er ekki í neinum efa um það, að öllum. viðbúnaði Framh. á 6. síðu. .— Eruð þér máske þeirrar skoðunar, að gashernaður verði yfirleitt ekki reyndur í stríðinu? — Það vil ég ekki segja. Það Ef eiturgasstríð verður hafið Heilsað upp á nýju ríkisstjórnma. — Ólafur er bros- leitur — en Jakob breytist ekki. — Kann Magnús Jónsson við sig? — Hvað heyrðu margir reeðu biskups á stumudaginn? Myndin sýnír brezkar konur búnar gasgrímum. NÚ ER NÝJÁ ríkisstjómin teb- in við völdum. Hún hefir sjálf lýst yfir þvi, að hún geti ekki „farið að framkvæma hugsjónir SjáírstæðisfIokksins“ og fer vel á því, enda er þetta bráðabirgða- stjórn, sett á laggirnar til þess að koma kjördæmamálinu í höfn. Má því gera ráð fyrir að þessi stjórn sitji rúmlega í þrjá mánuði. IVIÉR FINNST alveg sjálfsagt að ég heilsi upp á þessa nýju stjóm. Ég gat ekki verið að því að taka í hendina á Ólafi Thors í gærmorg- un, 'enda var hann önnum kafinn að taka í hendur manna í mið- bænum, en þar fór hann hratt yfir með hattinn aftur á hnakka og brosleitur eins og vant er. Nú er harui líka orðinn foi’sætisráðherra og þó að hann geti ekki sem stend- ur „framkvæmt hugsjónir Sjálf- stæöisflokksins", þá er það alltaf nokkuð að vera orðinn forsætis- rá'ðherra. ÞAÐ VARÐ svolítil breyting á Ólafi við þetter ekki þó til hins verra. Hann hefir verið dálítið þunglamalegur undanfamar vik- ur, enda hafa átoyggjur steðjað að honum. Nú er þeim lokið. Þetta er búið og gert. Hann hefir valið á milli og það verður ekki aftur tekið. MAÓNÚS JÓNSSON, hinn nýi atvinnumálaráðherra, var svolítið feiminn þegar hann tók sér sæti í ráðherrastólnum á laugardaginn. Ég veit ekki hvort hann kaim við sig í þessu ný-ja embætti, enda er hann að minni hyggju miklu meiri lista- og fraeðimaður en. stjórn- I málaþjarkari, þó að hann hafi nú lent í þessu. Slíkir meim vilja lika alltaf gera það bezta, sem hægt er, en það gengur stundum erfiðlega. í>að er umhverfið, sem ræður svo miklu. ÞÓ AÐ RÁÐHERRAR hafi mik- ið að gera, og f alvöru talað, miklu meira en almenringur gerir sér grein fyrir, iþá hygg ég, að Magnús Jónsson muni ekki forsóma hugð- arefni sín. Hann getur það bók- staflega ekki. Hann var mikið að flýta sér þegar hann gekk í gær- morgum um Kirkjustræti með stóru skjalatöskuna undir hénd- inni. Mér datt í hug: Hvort munu vera í töskunni „skissur“, teikn- ingar og „punktar“ í fræðirit eða skjöl um atvinnumál. og síldar- verksmiðjur. EN JAKOB breytist ekkert. Ég held að hanti myndi ekki breytast þó að hann yrði ríkisstjóri. Ef hann yrði vakinn einn morguninn með tilkynningu úm að hann hefði verið kosisnn ríkisstjóri í nótt, þá myndi hann aðeins rísa upp og segja: Þá það — og fara til Bessa- staða. Menn, sem ganga hægt, eru oftast nær crólegir hvað sem á gengur. b A er alltaf einhver óróleiki yfii Jónasi. ÚN HVAÐ VERÐÚR bí Her- maivni og Eysteini? Hermann ætl- ar nú að taka upp lögfræðistörf. Mun hann verða lögfræðingur hjé Hilmari Stefánssyni í Búnaðar- bankanum. Eysteinn ætlar að vera starfsmaður Framsóknarflokksins, fyrst um sinn til áramóta, en þá é Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.