Alþýðublaðið - 05.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.06.1942, Blaðsíða 7
7 F&s&ttdttg'Ox' 5- jNmi .1542. |AU>YÐUBLAÐIÐ| j Bærinn í dag.j Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sínu 3951. Naeturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki. ‘ ÚTVARPIÐ: 12.15 Hádegisútvarp. 15.30 Mjðdegisútvarp 19.25 Danskir söngvar. 20.00 Fréttir . 20.30 Brmdi: Danmörk (séra Bj. Jónsson vígslubiskup), 20.55 Útvarpshljómsveitin: Dönsk þjóðlög. 21.15 Upplestur úr. dönskum bók- menntum (Sigurður Skúla- son magister). 21.35 Hljómplötur: Lög eftir Carl Níelsen. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Hræddur við kvenfólk heitir framhaldssýningin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkio leikur gamanleikarinn Joe Penner. Saíari, heitir ameríksk kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Gerizt hún í Afríku og leika aðalhlutverkin Douglas Fairbranks yngri -og Madeleine Carroll. Mokafli á Siglufirði. Um þessar mundir er mjög góð- ur áfli á Siglufirði. Trillubátar fá 6000—7000 pund í róðri. Gestir í bænam: Erlingur Friðjónsson, kaupfé- lagsstjóri á Akureyri. Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, ísafirði, Vigfús Friöjónsson, fréttaritari Al- þýðublaðsins, Siglufirði, og Hrafn G. Hagalín, ísafirði. í'ónlistin, tímarit Félags ísL tónhstar- manna er nýkomiS út. Efni: Björg- vin Guðmundsson: Enn pra tón- menntun, Þorsteinn Konráðsson: Söngbókmennth- og hljóðfæri ís- lendinga á 19. öld, Hallgrimur HeSgason: Sigvaldi Xaldalóns, tón- skáld, Björgvin Guðmundsson: Interlude, auk þess margt smáveg- is. / Skartkoiö. Frú Frances Latiner frá At- í , lanta í Bandaríkjunum var. fyr- ir nokkru síðan á dansleik, þar sem hún var með skart- gripi, ftcm kdstuðu 400.000 dollara,.,Þar af kostaði hríngur iiiíi .250,000 dollara, armbandið 13.500 dollara, hálsmemð 175.- ©00, ©g eyrnalökkarnir 25.000 . itflIáraiV •' " r'Wf SJ Á-LFSTÆÐISLISTINN ■ Framh. af 2.. síðu. fulltrói. Jóharni G. MÖller alr þingismaðiu:, Guðmimdur Ás- bjömsson, forseti bæjarstjómt ar, Sigurður Halldórsson verka- maður, Eínar Erlendssón bygg- ingameistari, Sigurður Sigurðs- son skipstjóri, Halldór Hansen læknir og Jón Ásbjömsson hæstaréttarmálaflutniugsm. Morgunblaðið skýrði svo frá í gær, að listinn þannig skipaðux hafi að endingu verið samþykkt ur í einu hljóði, en eitthvað hefir sú. eining verið einkenni- leg. ef ráða má af þeim átök- um, sem: á' undah voru gengin. Eins og kunnugt er hafði Sig- urði Kristjánssyni verið. til- kynnt það fvrír nokkrum dög- um. að hann yrði ekki hafður í kjöri.fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Og um leið spurðist að ofarlega á listanum myndu verða tvö ný nöfn: Bjarni Benediktsson borgarstjóri og Björn Ólafsson heildsali. Sigurður Kristjánsson sneri sér þá strax til miðstjórnar flokksins og krafðist skýringar á því, hvers vegna honum væri sparkað út af listanum. Heimt- aði hann svar við þeirrí spurn- ingu innan ákveðins tíma og hótaði að gangast að öðrum kosti fyrir því að annar Sjálf- stæðisflokkslisti yrði hafður í kjöri, með honum í efsta sæti. Á fundi miðstjórnar og kjör- nefndar Sjálfstæðisflokksins, þar sem þessir úrslitakostir Sigurðar komu til umræðu fór allt í uppnám, og lauk honum þannig, að engin niðurstaða fékkst. Mun það hafa verið á þriðjudagskvöld. Allur miðviku- dagurinn gekk svo í það, að reyna að bræða flokkinn saman um sameiginlegan lista og tókst það fyrst, þegar Björn Ólafsson hafði verið fenginn til að skrifa Ólafi Thors bréf, þess efnis, að 'hann gæfi ekki kost á sér til þingmennsku. Mætti Ólafur með þetta bréf upp á vasann á fulltrúaráðsfundi Sjálístæðis- flokksins á miðvikudagskvöldið Ias það upp og stakk því næst upp á því, að Sigurður Kristjáns son yrði látinn skipa fjórða sæti listans, sem Birni" Ólafssyni hafði verið ætlað ð skipa. Og var það þá samþykkt. Hefir miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins haft hina mestu hneisu af öllum þessum undir- bú.ningi' framboðs síns hér í Rekjavík. Önnur frambod. Sjálfstæðisflokkurinn til- kynnti einnig í gær frambjóð- anda sinn í Hafnarfirði. Þa ðer Þorleifur Jónsson bæjarfull- túúi, Bjarni Snæbjörnssoh er sagður hafa verið ófáanlegúr til að vera I kjöri. Loks var frá því skýrt, áð Árni Jónsson frá Múla myndi verða í kjöri af hálfu Sjálf- stæðisflokksins í Suður-Múla- sýslu, en ekki í Norður-Múla- sýslu eins og síðast. , Ölvaður við ákstur. Nýlega var inaður dæmdúr í iög- reglurétti- Reykjavíkur í ^10 daga varðhald. og syiptitr, ökpleyfL í 3 nxánuði fyrir öivuh "víð átóítur. r»Í!.r Þokkum einlæga hjálp og hltitleknmgu við fráfali og jarðar-f för iitlu dóttur okkar. Klara Guðlaugsdóttir. GtsÚ Erlendsson. NÝ VPPFÍNmNG Framh, af 2. siðu. isáns, og. í ,beinu .sambandi við hana ; standa ýmsir iiðir þess, eins og t. d. lóðastokkarnir. Hinir 8 flokkar kerfísins eru: 1. Skipið. 2. Beitingavél. .. . ' 3. Lóðastokkar. 4. Lóðaspil: 5. Blóðgunarvél. 6. Stýrisútbúnaður. 7. Línuútbúnaðúr. 8. ; Gervibeita. Allir liðir kerfisins standa í beinu sambandi hver við ann- an, og mun ég Sækja um einka- leyfi á allri heildinni í einu — undir' nafninu „Fiskveiðakerfi Hagaiíns*1. Áðúr en ég sendi-stjórnarráð- inu umsókn um einkaleyfi á kerfinu, hafði ég hugsað meý að ljúka til 'fulls tveimur liðum þess. beitingavélinni og gervi- beitunni, en sækja um einka- leyfi hinna liðanna eftir ná- kvæmum teikningum. Ég hefi nú þegar lokið til fulls við beit- ingavélina, og við gervibeituna eru vandamálin leyst. Verður gervibeitan með sama ilm og bragði og síld, en situr betur á önglinum, verður ódýrari og hentar betur vélinni en beitu- síld. Þá hefi ég lokið frumteikn- ingum að hinum öðrum liðum kerfisins. Nákvæma útfærslu á kerfinu get ég ekki látið koma fyrir al- menningssjónir fyrr en ég hefi sent frá mér umsóknir um einkaleyfi, ekki sízt, þar sem mér er kunnugt um, að menn hér á landi hafa fengizt við smíði beitingavélar, sem væri sérstæð heild. En væntanlega líður ekki á löngu, unz ég verð tilbúinn með umsóknina. Árangurinn, sem á að nást með kerfinu, er sá, að í stað þess, að t. d. 15 smálesta land- róðrarbátur, sem leggur yfir- leitt 100 lóðir, hefir 9 starfandi menn, 5 á sjó og 4 í landi, ætti ekki að þurfa alls meira en 3ja manna áhöfn á kerfisbátnum. Rekstur kerfisbátsins verður einnig ódýrari vegna gervibeit- unnar, flækjulausrar lagnar og yfirleitt þægilegri og heppilegri meðferðar á línunni.“ Er þess að vænta að þessi nýjung í fiskveiðum okkar gef- izt vel, þegar hún verður tekin í notkun, og að hún megi verða hinum unga uppfinningamanni til frama. Hefir Alþýðublaðið VIÐTAL VIÐ SENDIHERRA BANDARÍKJANNA HÉR. Frh. af 2. síðu. er og hvaðan sem er, gerð af óvini sem er máttugur, miskunn arlaus og ennfremur mjög slyngur. Þessvegna eru svo margar herstöðvar ‘hér, þess vegna er þeirra gætt svo vand- lega með hlöðnum byssum, þess vegna hætta flugmennirnir lífi ' sínu nær daglega og bíða stund- inn bana af.“ ..Ameríkski herinn“, sagði sendiherrann ennfremur, „er alltaf viðibúinn og hann vill, ef þess réynist þörf, sýna, að hann er starfi sínu vaxinn, hann vill gera það fyi’ir sína eigin þjóð og íslenzku þjóðina. En áð; tryggjá það, að áúátekni' hyggileg, viturleg og gæiin, er annað mál. — Þessu vanda- máli vinnúr herstjórnin að dag og riótt, vegna íslendinga og allra borgara, sém verða að iiía innan um byssur og byssu- stingi. Líf íslendinga og Amer- íkumanna eru jafn kær yfir- völdum þeirn, Sem starfa að þyí ao verja hvortveggja. Ef mistök koma fyrir, verða þau ekki þoluð, en allt sem hægt er, er gert til að koma í veg fyrir þau.“ Áð lokum sagði sendiherrann, að hann vildi þakka íslenzku blöðunum og útvarpinu fyrir skilning þann og velvilja, sem hefði gætt í frásögnum þeirra af hinum sorglega atburði, er litli drengurinn, Jón Hinrik, varð fyrir banaskotinu. „Þið hafið gagnrýnt okkur“, sagði sendiherrann að lokum, en gagnrýni ykkar hefir verið sanngjörn og þið hafið ekki ef- azt um hinn góða vilja okkar. Með því hafið þið gert sjálf- um ykkur og landi ykkar sóma og gert okkur ákafari en nokkru sinni í að uppræta galla þá, sem kunna að vera á framkomu okkar, og vinna að því, að sam- vinna og sambúð okkar við ís- lendinga verði eins góð og við höfum gert okkur vonir um.“ Dagsbrúnarmenn heimta að loforðin nm vísitðlnna sén efnd. Oci mótmæla fækkun í setuliðsvinnnnni. VERKAMANN AFÉLAGIÐ .,Dagsbrún“ hélt fund á sunnudag og var hann vel sóttur. Aðallega vQr rætt um endurskoðun vísitölunnar, hina nýju vinnuúthlutun og önnur áhuga- og hagsmunamál verkamanna. Eftirfarandi á- lyktanir voru meðal annars gerðar á fundinum: „Fundur í verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn sunnu- daginn 31. maí 1942, ítrekar samþykkt félagsins við síðustu allsherj aratkvæðagreiðslu Dagsbrúnar um að skora á rík- isstjórnina að hlutast til um éndurskoðun á útreikningi dýr- tíðarvísitölunnar fyrir kaup- gjaldsbreytingum og að félagið fái fulltrúa við þá endurskoð- un.“ „Fundur í Vkmf. Dagsbrún haldinn 31. maí 1942, staðfestir fyrri mótmæli félagsins gc m ! þeirri, fækkun í lapdyamavinL unni, er fyrrverandi ríkisstjórn hefir samið um við stjórn setu- liðanna. Fundurinn vítir harðlega þá í þess stað á vinnumiðlunar- kerfi, er sviptir verkamenn frelsinu til þess að seíja vinnUn afl sitt að eigin vild. Fundurinn gerir þá skýlausu kröfu til ríkis^tjórnarinnar, að hinn leynilegi samningur ,um fækkun verkamanna í land- vamavinnunni verði tafarlaust birtur. Til þess að sýna ábyrgðartil- finningu sína gagnvart þörfum hinna nauðsynlegu atvinnu- vega og landvarnanna, ítrekar fundurixm enn einu sinni, að verkamannafélagið Dagsbrún sé reiðubúið til samstarfs um þessi mál.“ ÚTSVÖRIN í REYKJAVÍK. • Framh. af 2. síðu. fremst að greiða til bæjarins. Sjáifstæðisflokkurinn hefði í bróðurlegri einingu við „Fram- sóknar“ höfðingjana svipt bæ- inn þessum tekjustofni. Verka- fólkinu og millistéttum bæjar- ins yrði að blæða fyrir þá ivihir un sem stórgróðafyrirtækin fá með samnmgum Ólafs Thors og Framsóknar. Bæjarráð hafði lagt til, að þær breytingar yrðu gerðar á fjárhagsáætlun bæjarins, að til húsbygginga, eftir ákvörðun bæjarráðs, yrði varið 3,7 mill- jónum króna. En það er fram yfir áætlaða útsvarsupphæð. Og var það samþykkt. Ármenningar! Handknattleiksæfing karla er í kvöld kl. 8 á íþróttavellinum. — Mætið allir. Mætið stundvíslega. Vegna veikinda Otto Johansson sendifulltrúa verður venjulegri móttöku í Sænska Sendiráðinu þjóðhátíðar- dag Svía, 6. júní. Áheit. Styrktarsjóði sjúklinga á Krist- neshæli hafa borizt nokkur áheit frá mönnum, sem ekki hafa látið nafns sins getið. Þessum góðu gef- endum, sem þannig minnast sjóðs- ins, til styr.ktar bágstöddum og sjúkum, viljum við fæa’a beztu þakkir. Styrktarsjóðsnefndin. Danski sendiherrann. og frú hans munu svo sem verið hefir taka á móti gestum á grundvallarlagadaginn, 5. júní, milli kl. 4 og 7. Þftstmdlr vita að æfilöng gæfa fylgir hringunum frá SIGURÞÓE. Auglýsið í AlþýðnblaðiniL Iaðferð að hafna allri aðferð við verkalýðsfélögin um skipu- lagningTi \ómuiaflsins, en koma ■ > :..;i • 7vý;.';" ú •■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.