Alþýðublaðið - 05.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.06.1942, Blaðsíða 8
FYLGDIST ILLA MEÐ! KTÝLEGA kom kona nokkur ■* » inn á jerðaskrifstofu i London og spurði ósköp rólega, hvort það vseru ekki ennþá dag- Xegar skipaferðir yfir Ermar- eund, til Boulogne, — svo að maður gæti bnigðið sér tii Frakklands i sumarleyfinu! FÁIR þykjast armir í ölteiti. IfLAVFALEGA fór hann að •**• ráði sínu biðillinn, seni kom í kvonbænaerindum til tengdaföður stns tilvonandi. Vnnustan lá titrandi við skráar- gatið. ,Mig — hér — hér — langar til að biðja yður um að — hum — gefa mér dóttut yðar fyrir konuÝ .fiykir yður vín gott?“ spurði sá gamli, því að hann var mjög á móti vínnautn ungra manna. ,Já, þakka yðwr kærlega fyr- ir,“ sagði biðillinn feginn, „en eigum við ekki að ganga frá konumálinu fyrst?“ tjc t, EGAR síra Páll skáldi var ungur og óvígður, heyrði hann óséður á tal biskups, er hann ráðfærði sig við einhverja menn um það, hvort rétt mundi að prestvígja Pál. Um þetta kvað Páll: ,J ég að vígja hann Pál til prests? Piltar, hvað haldið þið? Þótt sungið hafi :ann margt . sawrugt vers, syndugur dálítið, ég held ég verði að hætta þess, hann mun víst, greytetrið, passa sig í þeim prúða sess, prestskapnum halda við.“ * SVO er auður sem augabragð VÍÐAR „ÁSTAND“ EN HJÁ OKKUR TjVAÐ sem öðru líður, er svo * •* ao sjá, sem canadiskum hermönnum á Englandi lítist vel á brezkar stúlkur. Giftingar þeirra á meðal fara óðum í vöxt og eru nú að jafnaði orðnar 400 á mánuði. Frá því að hermenn- imir komu fyrst til Englands, hafa 4000 af þeim gifzt brezk- um stúlkum. (Hkr.) JÓN KETILSSON kemur með framlengingarvíxil í bank- ann. Gjaldkerinn: „Þér eruð alltaf vanur að framlengja til þriggja mánaða. Af hverju hafið þér framlengt þennan til sex mán- aða?“ Jón Ketilsson: „Af því að núna í skammdeginu eru dag- amir svo stuttir. JCpR Hallgrímur- rithöfund- ur ekki bráðgáfaður maður?“ ,flefi bara enga hugmynd um það, góði. Ég þekki hann ekkert, hefi bara lesið bækum- ar ham “ AWttiiBiAIMÖ var glugginn stór, miklu stærri en glugginn á þessum klefa. — Auðvitað, sagði lávarður- inn, sem vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, en horfði á hana vandræðalegur á svip. Senrdlega var hún enn þá með hita, því að hún virtist tala hálfgert óráð. — Fauk það aldrei undir hurðina? spurði fanginn. — Það man ég ekki, sagði Bona. — En ég hefi ekki enn þá valið teikninguna. Héma er sendlingtrr. Mér þætti gaman að vita, hvort Hans Hátign þætti ekki vænt um að eiga hann. Herra lávarður! Er það sem mér heyrist, að vagni sé ekið burtu. Ef svo er, hlýtur það að vera læknirinn að fara. Godolphin lávarður hristi höfuðið og leit fram að dyrun- um. — Hann myndi áreiðanlega ekki fara, án þess að tala við mig fyrst, sagði hann. — Eruð þér viss um, að þér hafið heyrt vagnskrölt? Ég er ofurlítið heyrnardauf ur. — Ég er alveg sannfærð um það, svaraði Dona. Lávarðurinn gekk fram að hurðinni og barði á hana. — Halló, þið þama, Iirópaði hann. — Viljið þið opna strax. Fangavörðurinn svaraði, og þau heyrðu fótatak hans, þegar hann gekk upp stigann. Á auga- bragði hafði Dona gripið skammbyssuna og hnífinn upp úr vösum sínum og lagt á borð- ið, en íanginn breiddi þegar blöð ofan á. Fangavörðurinn opnaði hurðina, en Godolphin sneri sér að Donu. — Jæja, frú mín, sagði hann. — Hafið þér valið yður mynd- ina? Dona hleypti brúnum og fingraði við myndimar. — Það er í raun og sannleika mjög erfitt að velja úr þessu, sagði hún. — Ég get ekki valið á milli máfsins og sendlingsrns. Bíðið ekki eftir mér, lávarður minn, þér vitið, að konur eiga alltaf örðugt með að ákveða sig. Ég kem rétt á eftir. — Mér er áríðandi að ná í lækninn, sagði Godolphin, — svo að ef þér viljið afsaka mig, frú mín, þá skil ég yður hér eftir ásamt varðmanninum. Þér verðið hér kyrr, bætti hann við til varðmannsins um leið og hami fór út. Varðmaðurinn lokaði hurð- inni, og í þetta sinn var hann inni, krosslagði hendurnar og horfði bro^andi á Donu. — Það verður tvíheilagt hér á morgun, frú mín, sagði hann. — Já, sagði hún, — ég vona, yðar vegna, að það verði dreng- ur. Þá fáið þér meira öl. — Er ég ekki eina tilefni há- tíðahaldanna? spurði fanginn. Varðmaðurinn hló og band- aði höfðinu í áttina til rifunnar í veggnum. — Þér verðið gleymdur og grafinn um hádegi, sagði hann, — þér verðið hangandi uppi í tré, meðan við hin drekkum skál tilvonandi Godolphins lá- varðar. — Það virðist fremur hart aðgöngu, að hvorki ég né fang- inn skuli geta verið hér tii þess að ffcekka heillaskál sonarins og érfingjans, sagði Dona og brosti um leið og hún tók upp pen- ingapyngju og kastaði henni til fangavarðarins. — Ég þori að ábyrgjast, að þér viljið heldur drekka núna en að halda vörð klukkutíma eftir klukkutíma. Segjum að við fengjum okkur öl núna, þrjú, meðan lávarður- inn er hjá lækninum. Fangavörðurinn glotti og veifaði liendi til fanga síns. — Jafnvel þótt ég gerði svo, yrði það ekki í fyrsta skipti, -sero ég drykki öl fyrir aftöku. En eitt verð ég að segja. Ég hefi aldrei fyrr séð Frakka deyja. Mér er sagt, að þeir séu ekki eins lífseigir og við. Hálsinn á þeim er sagður brothættur. Hann veifaöi aftur hendi til fangans, opnaði hurðina, gekk fram fyrir og kallaði niður til félaga sinna: — Komið með öl- könnu og þrjú glös hingað upp. Meðan hann sneri baki að þeim, sneri Dona sér að fang- anum og þau hvísluðust á. — í kvöld klukkan ellefu. Hún kinkaði kolli og hvísl- aði: — Við William. Fangavörðurinn leit um öxl og sagði: — Ef lávarðm’inn kernur okkui’ að óvörum, verð- ur hann ævareiður. — Ég skal taka svari yðar og ábyrgjast, að þér verðið ekki fyrir neinu orðalcasti. Hans Há- tign hefír gaman af svona gríni og ég er sannfærð um, að hann hlær dátt, þegar ég segi honum frá þessu við hirðina. Hvað heitið þér? — Zaehariah Smith, frú mín. — Ágætt! Jæja, Zachariah! Ef þér lendið í einhverjmn vandræðum, skal ég flytja mál yðar fyrir konunginum sjálfum. Fangavörðurinn hló, en að- stoðarmaður hans kom til hans með ölið á bakka. Fangavörður- inn lokaði hurðinni og bar bakkann að borðinu. — Ég óska yður langra líf- daga, frú mín, sjálfum mér óska ég til hamingju með fulla pyngju fjár og nóg af öli að drekka, og yöur, íranski maður, óska ég skjóts og kvalalítils dauða. Hann. hellti ölinu í glösin, en Dona skálaði við fangavörðinn og sagði: — Lengi lifi hinn til- vonandi Godolphin lávarður. Fangavörðurinn kjamsaði öl- ið og velti vöngum. Fanginn lyfti glasi sínu og brosti til Donu. — Ættum við ekki líka að drekka skál frú Godolphins núna! Ég býst við, að hún þjá- ist mikið. — Og, bætti Dona við, — læknisins líka, því að hann hef- LiUian RnsseU Amerisk stórmynd er sýnir þætti úr æfisögu Amerísku söng og leikkonunnar frægu Lillian RusseU Aðalhiutverkin leika AJice Tage Don Ameche Benry Fonda Sýnd í dag kl. 4, 6.36 og 9. Amerísk kvikraynd, er ger- ist í Afr&tt. Douglas Fuirbanks, Jv. Madeleine Carroll Sýnd kL 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3¥j—6%. HRÆDDUB VBÐ KVENFÓLK með gamanleikaranum Joe Penner. FBstudagur ð. þ&ai 1942, mm nvja aió CAMLA BIO SS ir víst nóg að gera. Meðan hún var að drekka datt henni skyndilega nýtt í hug. Hún horfði á fangann og sá þegar, að honum hafði dottið það sama í hug, því að hann horfði á hana. — Zachariah Smith, eruð þér kvæntur maður? spurði hún. Fangavörðurinn hló. — Tví- kvæntur, sagði hann, — og fjórtán barna faðir. — Þá ættuð þér að geta skil- ið, hvernig lávarðinum líður um þessar mundir. En það er engin þörf á að kvíða, þegar jafn hæfur læknir og Williams er við hendina. Þér þekkið lækninn vel, er ekki svo? — Nei, frú mín, ég er að norðan. Ég er ekki ættaður frá Helston. — William læknir, sagði Dona eins og í draumi, — er skrýtinn náungi, með kringlótt, rauðleitt andlit, mjög hátíðleg- ur á svip. Ég hefi heyrt það sagt, að honum þyki sopinn góður. — Það er leiðinlegt, sagði fanginn, að hann skuli ekki drekka með okkur hér. En ef til vill drekkur hann með okkur seinna, þegar hann hefir lokið starfi sínu og hann hefir gert Godolphin lávarð að föður. — Það verður naumast fyrir miðnættið, sagði Dona. — Eða, hvað segið þér um það, Zach- ariah, sem eigið fjórtán born. — Miðnættið er hinn venju- legi tími, yðar tign, sagði fanga- vörðurinn hlæjandi. — Strák- arnir mínir allir níu fæddust á slaginu tlóf. — Ágætt, sagði Ðona. — Þegar ég hitti Williams lækni ætla ég að segja honum að LITLU BNgBÍÁNAMMR Móðir liennar starði undrandi á dóttur sína. „Eru þetta bara látalæti í þér, eða hvað?“ spurði hún. „Nei, nei. Þetta er alveg satt, eins og ég stend hérna! Náðu fljótt í lögregluna, áður en maðurinn fer burtu og kemst undan!“ Mamma hennar sá nú, að henni var alvara. Hún hljóp að símanum og hringdi á lög- reglustöðina og sagði frá því, sem fyrir þau Möggu og Palla hafði borið. „Við komum að vörmu spori,“ sagði yfirlögregluþjónn- inn. Og það reyndist vera réít hjá honum. Eftir örfáar mínút- ur heyrðist þytur í bifreið og þrír lögregluþjónar komu hlaupandi að forstofudyrunum, þar sem móðir Möggu beiS eftir þeim. Magga sagði þeim frá æv- intýri sínu í skyndi, en áður en hún hafði lokið sögunni, ýtfcu þeir henni inn í bílinn og brun- uðu af stað til gamla sýslu- mannshússins. En nú kom bobbi í bátinn! Þau voru rétt komin heim að gamla húsinu, þegar þau sáu einhverja smávaxna persónu koma hlaupandi eftir veginum, baðandi öllum öngum. Það var Palli. „Hó, hó,“ kállaði hann, þegar hann sá Möggu. „Það er of seint! Hann slapp! Hann slapp!“ Lögregluþjónarnir stöðvuðu bílinn, og Palli settist við hlið- ina á Möggu. „Hann kom út um forstoíu- dyrnar með stórap, stóran poka,“ sagði Palli. „Og hvað haldið þið svo! Það beið maður á bifhjóli eftir honum úti á stígnum! Þjófurirm stökk upp í körfuna, og svo brunuðu þeir af stað og óku í loftinu.“ „Sástu númerið á bílnum?“ spurði einn lögregluþjónninn, risastór maður, og tók fram vasabók sína. „Auðvitað gerði ég það,“ sagði Palli rogginn, „ég er Indíáni, og Indíánar taka eftir öllu, sem fyrir augu ber! Núm- erið var OP6186, og bifhjólið fór í áttina til borgarinnar.“ „Áfram, áfram,“ æpti annar lögregluþjónninn til ökumanns- ins. „ökum eins hart og skrjóð- urinn þolir! . . Haldið ykkur, böm!“ Nú var líf í tuskunum! Þetta var nú œfintýri í lagi! Palli og Magga stóðu á öndinni meðan lögreglubíllkm fleytti kerlingar eftir veginum. Hvílíkur hraðii Þou brunuðu í áttina til höfuð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.