Alþýðublaðið - 13.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1942, Blaðsíða 4
4 fUf>t^5nblaM5 Útgetandi: Alþýðunobknrtmi Kitetjért: Stefán PJetnzssoo Ritstjóm og afgrelSsla i Al- IþýðuhúsiiVu við Hvenösgötu Simar ritstjórnar: 490X og 4803 | SXmar atgreiðslu: 4900 og 4806 Verð í iausasöiu 25 aura. Aiþýðupxeutsmlðjaa b. t Kosningarnar í kaupstöðunum. Þ AÐ leynir sér ekki, að Sjálf stæðisflokkurinn óttast dóm kjósenda við kosningarnar, sem nú fara í hönd. Svo mjög er hann sér þess meðvitandi, að hafa brotið af sér við fylgis- menn sína með hinum sífelldu hrossakaupum Ólafs Thors við Fraxnsóknarhöfðingjana hin síð- ustu ár. Enda sýndi það sig greinilega við bæjarstjórnar- kosningarnar í vetur, hvemig Kyeldúlfspólitíkin hefir verkað á fylgi flokksins. Blöð Sjálfstæðisfl. reyna þó að bera sig mannalega. Morg- unblaðið lét svo um mælt í gær, að þau „óánægðu öfl“, sem talað hefði verið um í Sjálfstæðis- flokknum undanfarið, fyrirfynd ust þar ekki lengur, þar sem nú hefði verið slitið stjórnarsam- vinnunni við Framsókn og geng_ ið væri tii kosninga um kjör- dæmamálið^ eitt aðalstefnumál S j álfstæðisf lokksi ns. Um þessi huggunarorð Morg- unblaðsins við sjálft sig og Sjálf stæðisflokkinn er það að segja, að sá flokkur væri líka meira en illa á vegi staddur, sefn væri búinn að gefa upp alla von. En það er hinsvegar áreiðanlega al- ger misskilningur hjá Morgun- blaðinu, ef það heldur að Sjálf- stasðisflokkurinn geti treyst á kjördæmamálið eitt x þessum kosningum. í fyrsta lagi er það allt of vel kunnugt, hvernig Sj álfstæðisf lokk ur inn tvísteig í kjördæmamálinu fram á síð- ustu stundu í von um að geta koxnizt hjá samvinnuslitum við Framsókn og hjá kosningum. Það er vitað, að til þess var haxm reiðubúinn að verzla með kjör- dæmamálið við Framsóknarhöfð ingjána og stöðva það á þinginu í vor. Alþýðuflokkurinn, sem bar kjördæmaskipunarfrum- varpið frara, varð beinlínis að kúga Sjálfstæðisflokkinn til fylgis við það og þar með til samvinnuslitanna við Framsókn. Ef um kjördærnamálið eitt væri kosið við þessar kosningar, myndu þeir kj/ dur, sem framgang þess vi.„ , því hafa ólíkt meiri tryggingu fyrir sigri réttlætisins, ef b kysu Al- þýðuflolrkirm. En i.;" inmsir • tír elcki nema eitt áf mörguxh tórmál- um, sem kosið verður um. Og í Reykjávík, og-raunar í kaup- stöðunum yfirleitt, getur það augsýnilega ekki einu sinni haft xiein úrsiitaáhrif á.; kosningarn- ar. Því að þar eru þeir flokk- ar, sem við eigast, allir yfir- lýstir stuðningsflokkar kjör- dæmabreytingarixmar. Fram- sókn kemur þar ekki til greina. i Hún er fylgislaus við sjávar- síðuna, nema á Akureyri Það verða því önjnrtr mál, sem ráða úrslitum kosninganna í kaupstöðunum. Þar munu kjósendur fyrst og fremst spyrja að því, hvaða afstöðu flokkarn- ir hafi haft til dýrtíðarmálanna yfirleitt, til kaupkúgunarlag- anna og gerðardómsins, til geng- ismálsins og til skáttalagabreyt- ingarinnar, sem nú er að byrja að verka í stórhækkuðum út- svörum á almenningi í Reykja- vík og bæjunum. Sjálfstæðisflokkurinn mun því ekki komast hjá því við þessar kosningar, að svara til saka, hversvegna hann sveik launastéttir landsins og tók hönflum saman við Framsókn- arflokkinn í vetur á móti Al- þýðuflokknum um útgáfu kúg- unarlaganna og stofnun gerð- ardómsins; hversvegna hann stóð ásamt Framsókn á móti gengishækkun krónunnar, sem Alþýðuflokkurinn stakk upp á, og hversvegna hann gerði þær breytingar á skattalögunum með Fraxnsókn, að útsvör al- mennings skuK nú stórhækka, en stríðsgróðafyrirtækjunum vera hlíft við útsvörum á allar tekjur yfir 200 þúsund krónur. Öllum er ljóst, að það verða fyrst og fremst þessi mál, sem um verður barizt í nánustu fram tíð. Og í þeim hafa Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn staðið hlið við hlið á móti Alþýðuflokknum hingað til. Það væri því engin furða, þótt margur kjósandinn hugsaði sig tvisvar um áður en hánn greiddi Sjálfstæðisflokknum at- kvæði sitt við þessar kosningar. Því að hvar kemur Sjálfstæðis- flokkurinn til með að standa í deilunum um þessi mál í fram- tíðinni? Skríða þeir ekki saman Ólafur Thors og Framsóknar- höfðingjarnir á ný, undir eins og kjördæmamálið hefir verið leyst — til þess að halda niðri kaupi launastéttanna, til þess að híndra gengishækkun krón- unnar, til þess að hlífa Kveld- úlfi við sköttum og útsvari og til þess að tryggja stríðsgróða- mönnum yfirleitt áframhald- andi milljónagróða á kostnað almennings? Þessar og óteljandi aðrar svip- aðar spurningar munu koma fram við þessar kosningar og setja svip sinn á þær. Sjálf- stæðisflokkurinn skal ekki ímynda sér,, að launastéttirnar séu búnar að gleyma svikum hans í dýrtíðarmálunum, launa- málunum, gengismálinu og skattamálunum. Þær munu verða nokkuð margar þær þús- undir kjósenda, sem hugsa sig tvisvar um við þessar kosning- ar, áður en þær gefa með at- kvæði sínu flokki Ólafs Thors umboð til þess að halda slík- um svikum áfram í samvinnu við Framsóknarxlokkinn. AU>Y0UíBLftOm Laugardðgnx 13. jéní 1942b ÁSGEIR ÁSGEtRSSON: Lausn kjðrdæmamálsins og sjálf stæðismálsins. ' ....... Andstæðingum kjör- DÆMAMÁLSENS virðist kappsmál að telja mönnum trú um, að hlutfallskosningar í tví- menningskjördæmum séu bara yfirskin, og að hér liggi eitt- hvað á bakvið: svo sem eins óg stor kjördæmi með hlutfalls- kosningum eða að gera allt land- ið að einu kjördæmi. Þetta er vottur um, að þeir óttist að kjördæmabreytingin veki enga skelfingu eins og hún var sam- þykkt á þingi í vor og það þurfi einhverja grílu til að ráða niður- lögum hennar. Um þetta get ég bara sagt, að það er tilhæfulaust að nokkuð liggi á bakvið. Enda vita kjósendur það, að aðrar breytingar verður að bera undir þá síðar, og væri þá nógur tími að svara. Nú er það eitt til um- ræðu, sem í frumvarpinu felst. f Andstæðingar kjördæmabreyt ingarinnar finna það líka, að til þess að afstýra hlutfallskosn- ingu í tvímenningskjördæm- um, þurfa þeir að reiða öxina að rótum hlutfallskosninganna yf- irleitt, enda spara þeir ekki að gera þær tortryggilegar, eins' og væru þær rót alls ills. í stjórn málum. En þar er liöggið reitt of hátt, enda taka þeir ekki af- leiðingunum og bera fram til- lögu um afnárn allra hlutfalls- kosninga í landinu. í Búnaðar- félaginu er það talið nógu gott, að hafa hlutíallskosn- ingar; hlutfallskosningar eru taldar beztar fyrir þing- nefndir, kosning efrideildar o. s. frv. Kjördæmaskipunarírum- varpið sjálft var athugað í 9 manna nefnd, sem kosin var hlutfallskosningum, svo það er máske ekki við góðu að búast. Það er ekkert nýmæli hér á landi að kosningaréttur eigi að vera jafn. Árið 1900 ritar Páll Briem amtmaður grein í Eim- i-eiðina, þar sem hann segir að atkvæði kjósenda „eigi að vera jöfn, eigi aðeirts er snertir þann mann sern hann vill kiósa, held ur og þann flokk, er hann vill fylgja að málum“. Hér er sú krafa, sem- nú er gerð, orðuð skírt og afdráttarlaust og 1905 og 1907 ber Hannes Hafstein hlutfallskosningar, að vísu í stórum kjördæmum, en aðaltil- gangurinn var að tryggja rétt- lát hlutföll, svo sem hér er gert. Þá -var ekki fund- in sú leið, sem getur sam- einað gömlu kiördæmaskip- unina og réttláta útkomu. Hannes Hafstein talar um „þá góðu og sanngjörrm kosninga- aðferð, sem komi í veg fyrir þau rangindi, er vel geta átt sér stað eftir núgildandi lögum, að jafnvel minni hluti kjósenáa getur algerlega ráðið úrslitum kosninga“. Og Lárus H. Bjarna- son segir. „Umhyggjan fyrir réttu hh ifalli milli meiri- og miuni hluta er í alla staði rétt- lát. Hver flokkur á að geta komib að jafnmörgum fulltrú- ujx og hann er sterkur til.“ Jón M.u; ■ .son segir „að þing verði þá rétt ágrip aí þjóðmni“. Og Ólafur Briem, sem síðar var formaður S. í. S., segir: „Hlut- fallskosningar hafa mjög mikla yfirburði fram yfir aðrar óg gera mönnum mögulegt að sam- eina sig í einn flokk, þó þeir búi ekki á sama stað“ Og Þór- hallur Bjarnason, biskup, segir: „Fyrir mér era góð hlutfalls- kosningalög kappsmál, því þau eru runnin af rót réttlætishugs- sjónarinnar“ — Mér finnst ekki ólíklegt að þessi vitni gætu róað einhverjar hrelldar sálir. x/ Þáð er veikleikamerki *þegar öxin er reidd of hátt. En hitt ber þó enn skýrari vott um veik- an málstaðr þegar umræður fara mest út í þá. sálma, sem eru þessu máli í eðli sínu óvið- komandi, svo sem það hvort, forsvaranlegt sé að hafa kosn- ingar eða flytja ágreiningsfnál á ófriðartimum. í fyrra var tekin sú einstæða ákvörðun, að fresta kosning- um um óákveðinn tíma. Ég var einn í hóp þeirra manna, sém eiga sökina eða sómann af því. Það var margt kvíðvænlegt og óvenjulegt þá á seyði. Landið hafði að vísu verið hertekið í eitt ár, en ,þó var ófriðurinn í kringum okkun þá að byrja. íslenzkum skipum hafði verið sökkt, landið hafði verið lýst á hernaðarsvæði Umtalið u» Atlantshafsorrustuna var þá nýbyxjað, og búizt jaínvel við úrslitum hennar á því suxnri. Það lá í loftinu að við kynnum að verða að taka mikiisverðar ákvarðanir um Xandvarnir á hverri stundu. Hugurinn var órór. og þingheimur ákvað að fresta kosningu. En síðan hefir ýmislegt komiS á daginn, sem ekki varð séð fyrir. Strax og kosningafrestun- in var ráðin fór að brydda á tillögum, sem virtust eiga rót sína í því, að ekki þyrfti að líta framan í háttvirta kjósend- ur. Þegar leið á sumarið fór upplausnin vaxandi í ríkisstjórn inni, og haústþing var ekki þesslgt, að einn hugur væri ríkjandi. Eitthvað hefir verið að síðan kosningunum var frest- að. Ég hygg að flestir þingmenn hafi gert þá uppgötvun, að það er illt þingi, að sitja umboðs- laúst5 að sú taug er sterk og viðkvæm, sem tengir saman þihg og þjóð, og að þinginu hætti til að visna upp, ef á hana er höggið. Ég hygg að við séum flestir komnir á þá skoðun að hvað sem öðrum hættuxn líöur, þá sé sú hættan ekki minst sem felst í því að fella niður kosningar. Kosningar eru svo Frh. á 6. síðu. HÉR í REYKJAVÍK er nú mesta fátið og furðan þeg- ar farin af Framsóknarmönnum yfir hinum sviplegu endalokum stjómarsamvinnunnar við Sjálf. stæðisflokkinn í sambandi við kjördæmamálið, og það er jafn- vel ekki grunlaust um, að viss Framsóknarhöfðingi, sem telur sig hafa orðið útundan við skipt,- ingu valdanna undanfarin ár, geri sér nokkra von um að tak- ast megi að endurnýja stjórnar- samvinnuna við Sjálfstæðis- flokkinn að kjördæmabreyting- unni lokinni, og þá á þann hátt, að hann sjálfur nyti sín eitthvað betur en hingað til. En úti á landi vita Framsóknarmenn ekkert um þetta og ráða sér enn lítt fýrir reiði. Hér fara á éftir ummæli Framsóknarblaðsins ,,Dags“ á Akureyri fyrir aðeins örfáum. dögum um samvinnu- slitin og kjördæmabreytinguna. „Dagur“ segir: „Þegar þær fréttir bárust út um landið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ginið við beitu Alþýðu- flokksins, og að fleygur þess flokks h.efði borið tilætlaðan árangur, stóð meginþorri manna höggdofa af undrun. Menn áttu foágt með að festa trúnað á það, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði kastað frá sér á- byrgu starfi um landsmálin og á- kveðið að varpa þjóðinni út í inn- anlandsstyrjöld. velja samstarf við kommúnista og krata um kjör- dæmamálið og upplausn í öllura öðrum málum í stað samvinnu við Framsóknarflokkinn um fjárhags- og dýrtíðarmálin, en til þess var fleygur Alþýðuflokksins fram kominn að sundra þeirri sam- vinnu.“ Eins og menn sjá, situr „fleygurinn,, enn mjög óþægi- lega'í Framsóknarflokknum úti um land. Þar eru Framsóknar- menn enn „höggdofa“ yfir því, sem gerzt hefir. „Það leikur heldur ekki á tveim tungum,.“ segir „Dagur“ enn frem- ur, „að. nokkur hluti Sjálfstæðis- flokksins taldí ekki koma til mála að láta þessi pólitísku hrekkja- brögð hafa nokkur áhrif á samstarf flokltanna að nauðsynjamálum þjóðarinnar. Hitt varð nú samt staðreynd, að meiri hlut; flokksins vildi allt annað. Sjálfstæðisflokk- urinn. ákvað að -gína við beitu Al- þýðuflokksins, kasta frá sér á- byrgu samstarfi um stjórn lands- ins, mynda í stað þess ríkisstjórn með stuðningi Alþýðuxlokksins og kommúnista, til þess eins að hrinda þjóðinni út í tvennar kosningar með stuttu millibili og breyta kjördæmaskipun landsins. Svo ósvífnir eru þessir flokkar að lýsa því jafnframt yfir hver í kapp við annan, að þetta sé eina verkefni ríkisstjórnarinnar og að þeir eigi ekkert sameiginlegt annað en þetta eina.“ Já, hvílík ósvífni líka aí Al- F.ramh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.