Alþýðublaðið - 13.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.06.1942, Blaðsíða 8
 ALftYÐUCLAeiB Laugardagmr 13. júni 1942. HVALREKI. JL LÖKKUKARL á Norður- ■* . landi hét Styrbjöm. Ein sagan, sem hann sagði, var sú sem hér fer á eftir: ,JEinu sinni rak hval á fjör- ur föður míns, mjög ókennileg- an, svo að faðir minn var í efa um, hvort hvalurinn væri ekkx eitraður, þó lét hann skera spik- bita af hvalnum til að flytja heim og sjóða. Þegar tekið var upp úr pottinum, söfnuðust þar að, eins og gerðist í þann tíma, bæði hundar og heimafólk. — Sagði þá faðir minn við mig: ,JEttu hvalinn, Styrbjöm, — engan má ég hundinn missa.“ Tók ég þá hvalinn og át, — bragðið var gott, og svangur var ég. ,Jlvemig er hvdlurinn, Styr- björn?“ spurði faðir minn. Og þá var ég svo heimskur að svara: „Ó, bezti hvalur, guð minn!“ ,tAldrei fékk ég að smc.kka þann hval aftur. og var ég þö oft svangur!“ * ÁSTIN spyr ei um jafnræði. * JO* BENEZER HENDERSON, fræðimaðurinn enski, sem hér ferðaðist um, dvaídisi í Reykjavík veturinn 1814—15, og ber henni illa söguna: „Reykjavík er eflausi versti staður á íslandi, er menn geta dvalið í að vetrarlagi. Félags- bragurinn er svo auðvirðilegur sem hugsast getur. Þar er sam- komustaður ýmissa útlendinga, eru flestir þeirra alveg ómennt- aðir, og dvelja á íslandi aðeins í gró&askyni, þar er ekki aðeins hörmuleg auðn fyrir trúaða menn, heldur einnig algerð vöntun á hverri uppsprettu andlegrar nautnar. Hinir út- lendu íbúar sitja vanalega all- an daginn auðum höndum með tóbakspípu í munninum, en á kvöldin spila þeir og drekka piíns. Þar eru haldnir 2 eða 3 dansleikir á hverjum vetri og stundum leika helztu íbúarnir sjónleik, í þessum tilgangi leggja þeir undir sig yfirréttar- húsið og flytja hiklaust bekkina út úr dömkirkjunni til þess að hafa eitthvað til að sitja á. Það kom eitt sinn, að eian leikar- inn ,sem leikið hafði iangt fram á laugardagsnótt sté í stólinn næsta dag til að boða almenn- ingi trúna. Áhrifin af þessum bæjarbrag á hina innfæddu Is- lendinga í Reykjavík eru auð- sjáanleg. Allt of margir hafa drukkið í sig þennan anda og hin góða háttsemi íslehdinga spillist auðsjáanlega af vondu eftirdæmi útlendinga þeirra, sem heimsækja þá.“ ENGINN stýrir banábáru. * rp UNGUMJÚKUR var hann ungi maðurinn, .‘■em var að tala við unga fállega stúlku um ástamál og hún sagði: \ .Ástin er sjúkdómur!“ ,Já, og þér eruð meðaliðj sagði hann. BE R T A horfði út um gluggann á grámygMegt loftið. Himinninn var grár, skýin bólstruð og virtu6t hanga neðan í himinhvelfingunni. — Svalur gustur þaut yfir rykug- an vegiim, sein lá niður að hlið- inu, og ákntrén, sem uxu fram með veginum, voru gersamlega nakin og blaðlausar greinarnar virtust skjálfa af hrolli. Þetta var í lok nóvembermánaðar og dagurinn var ömurlegur. Hönd dauðans virtist hafa teygt sig yfir allt. Á svona degi var naum- ast hægt að hugsa sér, hvernig sólskinið leit út, vorið, blómin og hin grænu blöð. Berta snéri sér við og horfði á frænku sína, sem var að skera upp úr nýrri bók. — Þú ert ákaflega óróleg, Berta, sagði hún, þegar hún tók eftir því, að frænka\ hennar starði á hana. — Ég er að hugsa um að ganga niður að hliðinu. — Þú hefir nú gengið þangað tvisvar þennan síðasta klukku- tíma. Finnst þér svona gaman að ganga ofan að hliðinu? Berta svaraði þessu ekki, en snéri sér aftur út að gluggan- um. i — Um hvað ertu að liugsa, Pála frænka? spurði hún, snéri sér skyndilega við og sá að frænka hennar starði á hana. — Ég var að hugsa um það, að maður verður að vera glögg- skyggn til þess að geta sér til um hugsanir kvenmanns af því einu að horfa á hárið í hnakk- ahum á henni. Berta hló og sagði: — Ég býst við, að ég hafi engar tilfinn- ingar, sem þurfi að dylja. Ungfrú Pála svaraði þessu engu, en grúfði sig aftur yfir blaðið, sem hún hafði verið að lesa. Hún vissi ekki, hvað frænka hennar átti við, en var annars löngu hætt að undrast uppátæki Bertu. Þessi þrjú ár, sem liðin voru frá því faðir Bertu dó, höfðu þessar tvær konur lært að umgangast hvor aðra og þola duttlunga og dynti hvorrar annarrar furðanlega vel. Þeim þótti vænt hvorri um aöra og voru tengdar órjúfandi böndum frændsemi og vináttu. Ungfrú Pála hafði verið kölluð frá Ítalíu að dánarbeði bróður síns, og yfir gröf hinns látna höfðu þessar tvær konur kynnzt. Ungfrú Pála var of sjálfstæð kona til þess að geta leyft nokkrum að ráða yfir sér. Hún lét annað fólk í friði og vildi sjálf fá að vera í friði. En fyrst það var nú á annað borð skylda henn- ar að ganga munaðarlausri írænku í móðurstað, þá þótti henni þó betra, að Berta var orðin átján ára og gat því að mestu leyti séð um sig sjálf. Ungfrú Pálu þótti ekkert fyrir því, að skjólstæðingur hennar virtist fljótt vilja fara sinna ert um að hanga í pilsum frænku sinnar, sem líka vildi fara sinna eigin ferðá frjáls og óháð. Þær ferðuðust um meginland- ið og skoðuðu margar kirkjur, borgir og málverkasöfn, og þegar svo bar undir, var heit- asta ósk þeirra sú, að dylja til- finningar sínar hvor fyrir ann- arri. Ungfrú Pála áleit það fyrir neðan virðingu sína að láta í Ijós tilfinningar s/nar á sama hátt og hinir rauðu Indíánar þola hinar þyngstu þrautir, án þess svo mikið sein að stynja. Hún notaði kurteislega og fín- gerða kaldhæðni til þess að dylja tilfinningar sínar, hló í stað þess að gráta, því að henni fundust tár ekki viðeigandi. — Jafnvel fallegustu konur verða ljótar af að gráta, sagði hún — og ljótar konur beinlínis viðurstyggilegar. Loks fór ungfrú Pála úr íbúð sinni í Lundúnum og settist að hjá Bertu á vel ræktuðu sveita- setri Leysættarinnar nálægt Blackstable í Kent. Sambúð þeirra frænknanna var mjög samræmisfull, enda þótt þær kysstust ekki kvölds og morgna. Báðar báru töluverða virðingu fyrir eiginleikum hvorrar ann- arrar, og einkum fyrir fyndnis- yrðum, sem stundum hnatu af vörum þeirra í garð hvor ann- arrar. En þær voru of skyn- samar til þess að láta sér koma illa saman, og fyrst þær ekki hötuðu hvor aðra, var engin á- stæða til þess að umgangast ekki vingjarnlega. En þennan dag furðaði ungfrú Fála sig á eirðarleysinu, sem haíði gripið Bertu, og einkum vfir því, hvrsu oft hún átti eríndi ofan a.ð hliðinu. Berta lét á sig hatt og gekk út. Trjágöngin með álmtrjám á báðar hendur, sem lágu alla leið frá dyrunum á húsi Leys- ættarinnar og niður að hliðinu, höfðu eitt sinn verið fögur, en nú báru þau aðeins vitni um fornan glæsileik, gleymda tign, og virðuieik ættar, sem nú var í hnignun. Sums staðar höfðu tré fallið og dáið og voru þar skörð eftir, og stór trjábolur lá enn þá á einum stað, eftir hvass- viðri, sem hafði gengið. Öðrum megin við álmtréh var engja- spilda, sem einu sinni hafði verið í rækt, en var nú fallið í órækt. Fáeinar kindur kropp- uðu stráin á vellinum, þar sem áður fyrr höfðu dansað Ungir menn og konur og leikið sér og rætt um stríðið og síðasta bind- ið af bókum Richardsons. Hin- um megin var hrörleg limgirð- ipg og svo tóku við hinir víð- lendu akrar Leysættarinnar. Berta gekk niður heimaveginn og horfði út á þjóðveginn hin- um megin við liliðið. Henni var það léttir að finna ekki lengur kalt augnaráð ungfrú Pálu eigin ferða, en kærði sig ekk- hvíla á sér. Kenni veittist nógu [Wtm RHSsel ■Ameríksk stórmynd, er synir pætti úr ævisögu ameríksku söng- og leikkonunnar frægu, LILLIAN RUSSELL. Aðalhlutverkin leika Alice Tage Ðon Ameche Henry Fonda Sýnd í dag kL 6,30 og 9. Síðasta sinn. Sýning kL 5. YIÐ RIO GRANDE með Cowboyanúm Charles Starrett. Síðasta sinn. erfitt að berjast við tilfinningar sínar, sem bærðust í brjósti hennar eins og fuglar í búri. En ekki hefði hún, hvað sem í boði væri, viljað láta neinn skyggn- ast í barm sinn, þar sem hún geymdi allar ungmeyjaróskir sínar. Hún gekk út á þjóðveg- inn, sem lá frá Blackstable til Tercanbury, horfði eftirvænt- ingaraugum eftir veginum og hjarta hennar sló ákaft. En vegurinn var auður og yfir hann þaut aðeins gnauðandi vindur- inn. Hún gat ekki snúið aftur heim til hússins. Henni fundust veggir þess vera fangeLsi. Og henni fannst svalur vindurinn kælandi og hressandi. Hún kom aftur og horfði heim að húsinu, sem var eign hennar og^arfur. Hún sá, að ekki myndi af veita að gera við heimaveginn, og trjágöngin þurftu líka lagfær- ingar við, trén voru orðin hrör- leg og haustvindurinn feykti gulnuðum blöðunum. Húsið gnæfði þarna upp af grunni sín- GAMLA BfiÓ Undan strðnduml Singapore fRoad to Singapore) BING CROSBY DOROTHY LAMOUB BOB HOPE lukamynd: Um loftvamir. Sýnd kl. 7 og 9. rramhaldssýning kl. 3 Vá-6Vá. | DBÖTTNARAR LOFTSINS (Men against the sky) um, án nokkurs samræmis við umhveríið. Það var byggt á rík- ísstjórnarárum Georgs annars með mörgum gluggum og dor- iskum súlum. Það var eins og það hefði dottið niður í garðinn af einskærri tilviljun. Það hafði ekki fríkkað með árunum og blómin, sem einu sinni höfðu verið í garðinum, voru nú öll sölnuð og garðurinn allur í ó- rækt. Dagur var liðinn að kvöldi og dimm skýin grúfðu yfir jörð- unni. Berta missti alla von. En einu sinni enn þá horfði hún út yfir hæðirnar og hjarta hennar sló ákaft. Hún blóðroðnaði. — Henni fannst blóðið þjóta um æðar sér og hana langaði til þess að snúa við í flýti og hraða sér heim til hússins. Hún gleymdi nú hinum leiðinlegu klukkutímum, sem hún hafði orðið að bíða eftir manninum, sem var nú að ganga upp hæð- ina. Hann kom nær. Það var há- vaxinn maður um tuttugu og M . LEYNIHÓLF19 bókina til borgarinnar og lát- um einhvern frímerkjasérfræð- ing skoða hana,“ sagði pabbi. „En ég er nógu fróður um frí- merki til þess að sjá, að 'þessi frímerki eru verðmæt Og (— mjög fágæt.“ Nú var heldur en ekki upp- nám í Gamla húsinu! þar var talað og þar var hlegið! Bæði mamma og pabbi skriðu inn í gamla skápinn til að skoða leynihólfið, sem nú var alveg tómt. „Þetta er sjálfsagt leynihólf- ið hans afa“, sagði pabbi. „Það var svei mér gaman, að þið skylduð finna þetta, krakkar! En hvemig stóð á því, að þið funduð það?“ „Við erum búin að leita alls- staðar; hreint og beint allsstað- ar!“ sagði Dísa. En einmitt þarna leituðum við síðast. Okk- ur datt það ekki í hug íyrr en þetta.“ Daginn eftir fór pabbi þeirra með frímerkjabókina. En hann kom bókalaus aftur. „Góð tíðindi!" hrópaði hann. „öll frímerkin voru verðmæt, og fimm þeirra eru mesta met- fé- Við fáum fleiri .þúsund krón- ur fyrir þau! Hvernig h'zt ykk- á?“ ur aí „Húrra; pabbi! Getum við þá búið áfram hérna í gamla hús- inu okkar? spurðu börnin bæði í einu. „Já, ég býst við því,“ sagði pabbi. „Ég skildi frímerkin eft- ir hjá frímerkjasérfræðingi, og eftir nokkra daga getur hann sagt mér hve mikið við fáum fyrir þau. Við verður að bíða eftir því.“ Fréttirnar bárust að' fáum dögum liðnum. Frímerkin seld- ust fyrir ágætt verð, og pabbi þurfi ekki að selja gamla húsið, — síður en svo. Þetta var nú hægt að kalla hundaheppni! Hrópum þrefalt húrra fyrir langafa!“ æpti Brjánn og hljóp fram fyrir gömlu ljósmyndina af langafa og heilsaði með hendinni. „Hipp, hipp; húrra!“ Og Dísa fullyrðir, að hún hafi séð gamla manninn á myndinni brosa. ENDIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.