Alþýðublaðið - 16.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.06.1942, Blaðsíða 8
fcr EIGINMAÐURINN hafði verið í afmælisveizla vin- ar síns og kom ekki heim til sín fyrri en sólin var komin upp um morguninn, og það var fljótt auðséð á honum, að afmælið hafði verið „undanþáguafmæli.“ Frúin reis upp við dogg í rúminu, þegar húshóndinn ramhaði inn með hattinn á höfðinu og vindilinn í munn- vikinu. Frúin var hálvond. „Hvusslags hattalag er þetta maður, að koma svona seint heimi Eg á bara ekki orð til i eigu minni!“ „Guði sé lof!“ sagði eigin- maðurinn. CHOPIN. ÞETTA gerðist í samkvæmi hjá Sólon stríðsgróða- manni. Meðal gestanna var Magnús músikalski, og hann sat hjá Ijómandi laglegri stúlku við borðið. Magnús vildi sýna ungfrúnni það, hve vel hann væri að sér í tónlist og fór því að tala um fræga tónsnillinga við hana. „Þér þekkið auðvitað Chop- in, ungfrú?“ sagði hann.. „Chopin?“ „Já, tónsnillinginn mikla.“ „Hvað hefir hann samið?“ „Ó, fjöldamargt, til dæmis hinn fræga Vals í Es-dúr.“ „Vals, já, en góði mdður, — hverjir haldið þér að dansi vals nú á tímum?“ Á SELAVEIÐUM. PETUR sýslumaður á Vest- ureyri og Bjöm kaup- maður höfðu gaman af að fást við veiðar. Einn góðan veður- dag réru þeir út með firðinum. Þá sáu þeir eitthvað hreyfast í flæoarmálinu í Litla vogi. „Hana, þarna er selur!“ hróp- aði Pétur sýslumaður. „Við skulum skjóta á piltinn.“ Björn stóð upp og miðaði vandlega, en þá hrópaði selur- mn: í guðs bænum, skjótið ekki! Eg er Gunnar kaupfélagsstjóri á Langeyri!“ Sýslumaður hikaði andartak, en svo hnippti hann í kaup- manninn og sagði: „Ó, skjóttu bara, Björn. — Heldurðu að það geti ekki allir selir fundið upp á því að segja svona!“ blána. Þetta var í fyrsta skipti, sem Craddock hafði látið í ljós tilfinningar sínar á augljósan hátt. Og um hana var það að segja, að hún reyndi ekki að leyna tilfinningum sínum. Hún blygðaðist sín ekki fyrir til- finningar sínar. Hún unni hon- um af öllu hjarta. Hún vildi kyssa sporin hans. Hún viður- kenndi það fúslega, að hann væri eini karlmaðurinn, sem gæti gert hana hamingjusama. Og hún hafði ákveðið að eng- inn annar en hann skyldi leiða hana að altarinu. — Eg vil verða konan hans, sagði hún ákveðin. Oft og mörgum sinnum hafði hún hugsað sér sig hvíla í örm- um hans. En hve hún þráði, að hann tæki hana í faðm sér og kysti hana. Hún spurði sjálfa sig að því, hvernig hún gæti beðið eftir því ' kvöldi, þegar hann játaði henni ást sína. En nú varð hún að setjast and- spænis frænku sinni og þvaðra við hana um einskisverð efni. Það var óþolandi. — Mér þykir fyrir því, að ég skuli koma svona seint til kvöldverðar, sagði hún um leið og hún -gekk inn. — Kæra vina, sagði ungfrú Pála, — ætlarðu ekki að borða köku? — Mig langar ekki í mat, sagði Berta og fley.gði sér ofan á stól. — En þú hlýtur að vera þyrst, sagði ungfrú Pála og horfði hvasst á frænku sína. — Viltu ekki f'á þér einn bolla af tei? Ungfrú Pála þóttist viss um, að þetta eirðarleysi ætti sér einhverjar orsakir. — Auðvitað er eitthvað á seyði, hugsaði hún. — Ég vona, að þau verði ekki lengi trúlof- uð, en gifti sig fljótlega. Ungfrú Páia hefði ekki getað þolað ástsjúka konu nálægt sér lengi. Henni fundust elskendur ákaflega hlægilegir. Hún horfði á Bertu gleypa í sig fáeina bolla af tei. Auðvitað báru þessi leiftrandi augu, þessir rjóðu vangar og þetta eirðarleysi vott um ástarævintýri. Hálft um hálft hafði hún gaman af þessu, ALÞ/ÐUBLAÐtÐ en henni fannst hyggilegt að láta það ekki í ljós, að hana grunaði nokkuð. — Þegar alls er gætt, kemur mér það ekki við, hugsaði hún, — og fyrst Berta ætlar að gifta sig, þá er bezt, að hún geri það sem fyrst. Ungfrú Pála sat í legubekkn- um við arininn. Hún var kona meðalhá vexti, fremur grönn með magurt og fremur hrukk- ótt andlit. Varir hennar voru þunnar og saman klemmdar, nema þegar hún talaði. Hún hafði þann sið að horfa fast á fólk, sem hún var að tala við. Menn sögðu, að ungfrú Pálu hætti við að horfa á fólk eins og það væri hálfvitar. Hún var nú orðin nokkuð við aldur, en hún hafði aldrei verið falleg. — Pála frænka, sagði Berta um leið og hún stóð á fætur. — Ég held, að þú hefðir heldur átt að heita Marta eða Matthildur. Það fer þér ekki vel að heita Pála. — Góða, það er óþarfi fyrir þig að vera að minna mig svona greinilega á það; að ég er orðin fjörutíu og fimm ára, og þú þarft ekki að brosa svona vegna þess að þú veizt, að í raun og veru er ýg orðin fjörutíu og sjö ára. Ég segi fjörutíu og fimm einungis af því, að betur stend- ur á þeirri tölu. Konu er alveg sama um aldur sinn, nema hún hafi í hyggju að giftasí ekkju- manni með seytján börn. — Ég er hissa á því, að þú skulir aldrei hafa gifzt, Pála frænka, sagði Berta um leið og hún leit undan. Ungfrú Pála brosti. Henni fannst þetta mikilsverð athuga- semd. — Kæra frænka, sagði hún, — hvers vegna hefði ég átt að gera það? Ég hafði fimm hund- ruð sterlingspunda tekjur á ári. En ég veit við hvað þú átt. Þú vilt, að ég hefði syrgt í þrjátíu ár dáinn elskhuga eða mann, sem hefði kvænzt annarri. Berta svaraði engu. Henni fannst veröldin yndisieg eins og hún var og vildi ekki hlusta á neinar sorgarsögur í kvöld. Hún fór upp á loft, settist við glugg- ann og horfði yfir að búgarðin- ÞriðjtMÍagtir 16. júni 1§4EÍ. NVJA Blð Kúrekinn frá Brookiyn íCowboy írom Brooklyn). Amerísk gamanmynd með fögrum söngvum. Aðalhlutverkin leika: DICK POWELL PKICDuLA LANE PAT O’BRIEN. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. GAMLA Blð ■ í viking <Mystery Sea Kaiðer) Carole Landis og: Henxy Wilcoxom Aukamynd: Herskipatjón U. S. í inni á Pearl Harb®a% Börn innan 12 ára fá ekM| aðang. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýnig kl. 3%— BLtePENINGARNÍR. Cowboymynd með Tim Holt. Börn innan 12 ára fá ekki| aðgang. um, sem sá, sem hjarta hennar girntist, bjó á. Hún velti því fyrir sér, hvað Eðvarð væri að gera núna. Beið hann næturinn- ar .með jafnmikilli eftirvænt- ingu og hún. Henni þótti leiðin- legt, að milli þeirra var hæð, svo að ekki var hægt að sjá alla leið heim til hans. Það var kalt og dimrnt um kvöldið. Berta læddist út um - hliðardyrnai- og henni faxuost hún vera að leggja út í ævin- týri, Hún gekk niður heimaveg- irm og vissi varla, hvað hún var að gera. Ef til vill myndi hann. ekki koma. Hún.þorði ekki að hugsa til þess, -hvernig henni yrði við, ef enginn væri við hliðið. Það gat ekki þýtt ann- að en það, að honum. þætti ekki. vænt um hana. Hún nam staðar HUNISIJRlliN IMS VILLA átti við, Villi. Líttu nú á allar skepnurnar í henni.“ Villi ætlaði einmitt að fara að skoða örkin’a, þegar hann fann, að einhver var að sleikja fótinn á honum. Hann leit niður og hann sá ljómandi fallegan — brúnan hvolp, — fallegasta hvolpinn, sem hann hafði nokkru sinni augum litið. Hvolpurinn hafði séð Villa. strax og hann kom inn í búð- ina ogx leizt undir eins vel á hann. Svo hljóp hann til* litla drengsins í þeirri von, að hann mundi kíappa sér. 1 „Nei, en hve þetta er indæll hvolpur!“ hrópaði Villi og tók hundinn í fangið og kjassaði hann. „Gaman væri nú að fá hann í afmælisgjöf!" „Já, hann er líka til sölu,“ sagði búðarstúlkan. „Hann er ódýr, kostar jafnmikið og örk- in.“ Villi leit bænaraugum á Dan- íel frænda og vonaði að hann myndi heldur gefa sér hvolpinn en örkina. En frændi gerði þaö ekki. Hann ætlaði sér að kaupa. örkina. Og það gerði hann líka. Harai. borgaði hana og sagði: „Gerið svo vel að senda hana í kvöld. Afmælisdagurinn drengsins er á morgun.“ Villi setti hvolpinn aftur á gólfið og var dapur í bragði. Hann hefði svo miklu fremur kosið að fá litla skinnið e» þessa stóru örk. Þetta var reyndar afbragðs falleg örk, — já, já, mesti kostagripur var hún, — en hvolpurinn var lif- andi dýr, sem hægt var að leika. sér við. Það var ekki hægt að leiká sér við dýrin, sem vom í örkinni, það var bara hægt að leika sér að þeim. „Elsku litli héppi minn!i<; hvíslaði hann. ,,Ég hefði feginn viljað fá þig í afmælisgjöf, ekki örkina. Mér hefði þótt svo gam- an að leika mér við þig.“ Hvolpurinn flaðraði upp um Villa og sýndi honum vinarhót. Hann langaði til að fara með honum. Hann vildi eiga svona lítinn og geðfelldan dreng eins NYNDASAM RDUNDING THE BENp AT HiGH 6PEED.T0NI FINP6 THE 0lGTI?AILER 0LOCKING "FHE K0AD...6HE 5WEKVE5 PE6FERATEpy/f~ Stúlkan, sem kemur nú til sögunnar, ekur með miklum haða eftir veginum. Hún kemur skyndilega að beygju á veginum, en þar- stendur geysistór bíll. Það er bíll dr. Dumartins. Henni tekst með naumindum að forðast árekstur,' en verður að aka út af veginum, þer sem einn hjóibai-ðinn springur. Þarna situr ungfrú Tóni Blake, langt uppi í óbyggðuxa með sprungna slöngu í einum hjólbarðanum. Henni lízt ekki á blikuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.