Alþýðublaðið - 30.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. júní 1942 « fN|njöttblaí>it> Otgetandi: AlþýSuílokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Samstjóro Kveldúlfs oo Framsóknar upp aftur? BLÖÐ Sjálfstæðisflokksins gera nú mikið að því að brýna liðsmenn hans til kosn- ingabaráttunnar með þeim um- mælum, að nú sé fyrir Sjálf- stæðisflokkinn til mikils að vinna: Það eigi að brjóta Faam- sóknarvaldið í landinu á bak aft ur og skapa „hreinar línur“, eins og Morgunblaðið komst að orði á sunnudaginn, enda sé Sjálfstæðisflokkurinn nú ekki lengur í hinni óvinsælu stjórn- arsamvinnu við Framsókn. Þetta eru vafalaust ljúfir tón ar í eyrum Sjálfstæðism., sem langþreyttir eru orðnir á þvargi hrossakaupanna við Hrifluflokk irm. En því miður eru það bara allt aðrir tónar, sem til þeirra berast utan úr kjördæmunum, þar sem frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins ættu nú, sam- kvæmt yfirlýsingum M orgun- blaðsins, að vera að gera upp við Framsóknarvaldið og skapa hinar langþráðu „hreinu linur“. Þar hefir einn af frambjóðend- unum, Ingólfur Jónsson frá Hellum, lýst því yfir á fundi í Vestur-Landeyjum í Rangár- vallasýslu, að vafalaust mimi Sjálfstæðisflokkurinn taka upp stjórnarsamvinnuna við Fram- sókn á ný eftir væntanlegar haustkosningar, enda beri þess- um tveimur flokkum ekkert verulegt á milli. Og á fundi í Keflavík sagði sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, — í svarskyni við digur- barkalegum yfirlýsingmn Fram sóknarframbjóðandans þess efn is, að Framsókn myndi ekki taka upp samvinnu aftur við núverandi forráðamenn Sjálf- stæðisflokksins, — að hann vissi betur um hug Framsóknarfor- ingjanna og sérstaklega vinar síns; Jónasar frá Hriflu. Stjórn- airsamvinna millv Sjálfstæðis- flokksins og Frainsóknarflokks ins gæti tekizt á ný hvenær, sem væri, eftir kosningarnar! Þannig tala forráðamenn og frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins. Það eru töluvert aðr- ir tónar, en í Morgunblaðinu og Vísi. Þeir eru ekki alveg að hugsa um „að brjóta Framsókn- arvaldið á bak aftur“ og skapa „hreinar línur“. Það er öðru nær. Þeirra aðal áhyggjuefni er þvert á móti það, hvernig þeir geti sem allra fyrst kom- ist aftur í flatsængina hjá mad dömu Framsókn! Gerðardómurine farg á Yerfea- lýðnum, enda pðtt Iðgin um hann hafi oft verið brotin. geta sig ekki hreyft, nema a5 eiga það á hættu, að eignir þeirra verði gerðar upptækar og forystumenn þeirra ofsóttir. Er þetta sérstaklega áberandi, þar sem kaupfélögin eru aðal- atvinnurekandinn.“ Viðtal við Sigurjón Á. Óiafsson, forseta Alþýðusambands íslands. —............' 'I UM ÞESSAR MUNDIR gera verkamenn, iðnaðarmenn | og sjómenn ekki aðeins hér í Reykjavík, heldur og all- víða úti um land tilraunir til að bæta launakjör sín með í vinnustöðvasamtökum. * I Hefir þetta tekist hér í Reykjavík, á Akranesi og víðar og verkalýðurinn fengið nokkrar kjarabætur. En það hefir þó mjög farið eftir því, hvernig atvinnumöguleikar eru á hverjum stað. í þessari baráttu hafa samtök verkalýðsins ekki getað veitt verkalýðnum, nema óbeinan stuðning og hefir það þó orðið verkamönnum til mikillar hjálpar, þar sem nokkúrri sókn í áttina til umbóta hefir verið hægt að koma við. Af þessu tilefni átti Alþýðu- blaðið í gær samtal við Sigur- jón Á. Ólafsson, forseta Al- þýðusambandsins um launakjör hinna vinnandi stétta undir gerðardómslögunum. — Hann sagði: „Eins og kunnugt er, var það og er kjarni kúgunarlaga Sjálfstæðisforsprakkanna og Framsóknarhöfðingjanna, að banna allar kauphækkanir verkalýðnum til handa. Þar með taldar alls konar þóknan- ir — og koma í veg fyrir, að alþýðusamtökin gætu á nokk- urn hátt stutt meðlimi sína í baráttu, sem þeir kynnu að heyja fyrir bættum kjörum. Ef þessu yrði óhlýðnast í smáu eða stóru, skyldi beita sektum gegn félögum, félagasambönd- um og stjórnendum þeirra, allt upp í 100 þúsund krónur. Öll önnur ákvæði laganna voru ekkert annað en umbúðir um þetta aðaltakmark þeirra, því að hin önnur ákvæði þeirra, svo sem ráðstafanir gegn dýrtíð inni og fleira, hafði ríkisstjórn- in heimild í eldri lögum til að framkvæma. Alþýðusambandið mótmælti í upphafi þessari lagasetningu og benti á þá hættu, sem slík lög myndu hafa í för með sér fyrir friðinn í landinu — og hélt því fram, að þau gætu haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Kauphækkanir hjá verkámönnum. Þetta hefir allt komið á dag- inn. Þjóðstjórnarsamvinnan var rofin, kaupdeilur hafa ekki útilokast, kauphækkanir hafa orðið allverulegar, jafnt hjá einstökum atvinnurekend- um, bæjarfélögum og ríki. Verkalýðurinn varð að taka til sinna ráða, þegar hann var beittur slíkum órétti — og lét lögin ekki hefta sig í neinu til þess að koma fram kjarabót- um, þar sem hann átti þess kost að koma þeim fram.“ — Hvar hafa kauphækkan- ir aðallega orðið? „Hér í Reykjavík,“ svaraði Sigurjón „hafa kauphækkanir orðið hjá daglaunamönnum, sem unnu hjá öðrum en bæj- arfélaginu sjálfu og aðalat- vinnurekendunum við höfnina. Hefir þessi kauphækkun eink- um og sér í lagi komið fram í því, að mönnum hefir verið greitt. kaup fyrir fleiri tíma en þeir hafa unnið, á þann hátt er farið í kring um gerðardóminn. Hjá iðnaðarmönnum, trésmið- um, múrurum og í iðnaði, sem heyrir undir félag verksmiðju- fólks, hefir veruleg kauphækk- un átt sér stað — og í föstum iðngreinum, eins og til dæmis hjá klæðskerum og fleirum, — hefir einnig verið greitt hærra kaup, en gerðardómslögin ætl- ast til. Við höfnina hér hafa at- vinnurekendur greitt stórum hærra kaup við affermingu á sementi og kolum, en samning- ar áskilja, og til viðbótar mun það alltítt, að mönnum er greitt kaup fyrir fleiri tíma en þeir vinna. Öllum er kunnugt um nýjustu kauphækkunina hjá Eimskip og Ríkisskip, en þær kauphækkanir voru bein afleiðing af þeim kauphækkun- um, sem orðið höfðu annars staðar í bænum. Verður það og að teljast mjög sanngjarnt, að láta þessa verkamenn fá kaup- uppbætur, eins og aðrir verka- menn hafa fengið þær. Þá er vitanlegt, að opinber vinna við vegi og fleira hefir hér á Suð- urlandi yfirleitt hækkað upp í Dangsbrúnarkaup og víða ann- ars staðar á landinu úr kr. 1,00 upp í kr. 1.30 grunnkaup um tímann. Hafa verkamennirnir, hver á sínum stað knúið þetta Það er ekki lengur um neitt að villast: Þrátt fyrir allan fag- urgala Morgunblaðsins, er þetta — endumýjun stjómar samvinnunnar milli Kveldúlfs og Hrifluvaldsins — það, sem fyrirhugað er, ef til vill strax eftir þessar kosningar og í öllu falli ekki síðar en eftir kosn- irrgarnar í haust. Það er þetta, sem Sjálfstæðismönum er ætlað að leggja blessun sína yfir með því að greiða flokki ÓlafSiThors atkvæði við kosningarnar 5. júlí! En kannske gera þeir Kveld- úlfsflokknum dálítið strik í reikninginn á kjördegi. SIGURJÓN Á. ÓLAFSSON fram með því að neita að fara til vinnunnar ella.“ Þeir, sem harðast verða úti. — En hverjir bera svo skarð- an hlut frá borði? „Það eru menn, sem ráðnir eru til fastra starfa, svo sem prentarar, bókbindarar, opin- berir starfsmenn ríkis, skrif- stofumenn þess og embættis- menn, og einnig verkamenn víðsvegar úti um land, þar sem ekki er mikil eftirspurn eftir fólki. Þannig að á allmörgum stöðum, koma gerðardómslögin því hart niður á þessum stétt- um, þar sem samtök þeirra eru bundin á klafa laganna — og Kjðr sjómnana. — Sjómennirnir? „Mestur hluti sjómanna,“ hélt forseti Alþýðusambandsins áfram, „sem vinnur að fisk- veiðum, að togarasjómönnum undanskyldum, er ráðinn fyrir mismunandi hluta af afla. Árið 1941. gaf það sjómannastéttinni góðar tekjur og meira en hún átti að venjast, en með hinum. margumtalaða enska samningi, lækkuðu tekjur þessara sjó- manna að stórmiklum mun, — svo að hér við Faxaflóa urðu tékjur sjómanna allt að helm- ingi lægri nú en í fyrra. Þess- ir sjómenn eru því einnig bundnir á klafa gerðardóms- laganna.“ — En farmennirnir? „Allir farmenn eru bundnir samningum. Þrátt fyrir við- íeitni stéttarfélaganna til þess að fá rýmkun á þeim, hefir ‘því verið neitað af atvinnurekend- um. Starfsmenn á ríkisskipun- rnn og varðskipimum hafa nú komið fram kjarabótum. En þessi hluti farmannastéttarinn ar hefir búið við lægri kjör en þeir, sem sigla milli landa.“ — Og togarasjómennirnir? „Aflaverðlaun þeirra af sölunni hafa brúað það djúp, sem áður var í launaspursmáli þeirra — og mestum deilum olli.“ Frh. á 6. síðuu f UAÐ er alltaf eins og Morg- 1 ' unblaðið sé ekki alveg víst um, að Sjálfstæðismenn reynist flokki Ólafs Thors tryggir á kjördegi eftir þá reynslu, sem þeir eru búnir að fá af honum. Síðast á sunniudaginn reyndi það enn að brýna þá til áfram- haldandi fylgis við flokkinn, og skrifaði meðal annars: „Og því skyldu ekki Sjálfstæð- ismenn í Reykjavík gera skyldu sína í kosningunum? Hvað ætti það að vera, sem héldi þeim frá kjörborðinu eða fældi þá frá sín- um flokki að þessu sinni? Það er í fyrsta sinn nú, eftir 15 ár, að stjórn Sjálfstæðisflokksins fer ein með völd í landinu. Og þó að stjórnin sé aðeins til bráðabirgða. til þess að leysa ákveðin mál, — verða Sjálfstæðismenn að muna, að með sigri Sjálfstæðisflokksins nú verður valdaeinræði Framsókn arflokksins brotið á bak aftur í mútíð og framtíð." Já, hvaða mark eiga bara Sjálfstæðismenn að taka á slík- um orðum, þegar hver yfirlýs- ingin rekur aðra af hálfu fram- bjóðenda flokksins utan úr kjör dæmunum, að stjórnarsamvinn an við Framsókn verði tekin upp á ný eftir kosningar? Morgunblaðið hefir yfirleitt margar áhyggjur um þessar mundir. Það hafði lengi vel treyst því, að Sjálfstæðisflokk- urinn gæti með fagurgala um kjördæmamálið og sjálfstæðis- málið fleytt sér yfir þessar kosn ingar (Alþýðuflokkurinn átti eins og allir vita frumkvæðið að lausn beggja þessara mála og varð beinlínis að kúga Sjálf- stæðisflokkinn til fylgis við þau). En nú er blaðið farið að efast um að þetta ætli að takast, að minnsta kosti hér í Reykja- vík, og spyr raunalega: „Tekst rauða liðinu hér með hjálp sprengidufla sinna að telja mönnum hér í Reykjavík og öðr- um kaupstöðum trú um, að hér sé alls ekki verið að kjósa um þessi stóru mál, heldur um útsvars skrána, gerðardómslögin og ann- að þess háttar?“ Samvizkan virðist virkilega vera eitthvað bágborinn hjá Sjálfstæðisflokknum í sam- bandi gerðardómslögin og út- svörin. Annars þyrfti Morgun- blaðið sízt að vera kvarta yfir því, þó að kosið yrði um þessi mál! Framh. á 6. síðu. -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.