Alþýðublaðið - 30.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.06.1942, Blaðsíða 8
V ALt»7IHJBLAÐIf> Þriðjudagnr 30. júní 1942 DÓMARINN (eftir langa og stranga yfirheyrslu): — Þakka yður fyrir, frú. Eg vona, að þér hafið ekki tekið illa upp allar þessar spurningar. Vitnið: Alls ekki. Eg á tvo lcrakka heima. * OFT er karlmanns hugur í konu hrjósti. j * MEÐAL Norðmanna gengur svikarinn Vidkun Quisling und- ir nafninu Vidtkendt Ussling (Víðkunnur Vesalingur). * SKIPSTJÓRI á vöruflutn- ingaskipi endaði einhverju sinni dagsbók skipsins með þessum orðum: „Stýrimaðurinn drukkinn.“ Það þykknaði held- ur í stýrimanninum, þegar hann sá þetta, og hugðist hann að ná sér niðri á skipstjóranum. Næsta dag féll það í hlut stýrimannsins að ganga frá dag- bókinni. Hann endaði hana á þessum orðum: „Sldpstjórinn ódrukkinn.“ * OFT VERÐUR sárhögg síg- andi hefnd. * ÞAÐ eru ekki nema tveir dagar, síðan þú gekkst í bindindi, og samt ertu blind- fullur núna!“ „Æ, já, það er ekkert, sem við þolum, bindindismennirn- • cc ir. * EKKI ÞARF refnum ráð að kenna, né selnum að synda. * BENEDIKT GRÖNDAL lýs- ir komu sinni til Rvíkur 1874 á þennan hátt: „Eftir þriggja daga siglingu sáum við Krísuvíkurfjöllin, — rauð og villt, og þótti mér þau ekki sem vinálegust, en þá varð ég feginn. Við komum í myrkri á Reykjavíkurhöfn um kl. 11 hinn 15. október, og gekk innsiglingin tregt, þótt blæja- logn væri, því enginn viti var og ekkert varð greint til fjálla, 1 blá Ijós ,og flugeldar voru állt- af sendir upp og skipið látið fara svo ,hægt sem unnt var. Loksins eftir langan tíma kom Jón hafnsögumaður, en gerði ekki vitund, heldur fór strax niður í „salinn“, og var hon- um gefið púns. — (Dægradvöl). dyrrijar opnaðar og Berta kom inn. Ungfrú Pála leit á hana og varð þess vör þegar í stað, að hún var með öllu áhyggju- laus. Hún hafði sýnilega ekki grátið, en var ákveðin á svip. Reiðisvipurinn hvarf óðara af andliti pngfrú Pálu, og hún brcsti. — En hve það var fallega. gert af yður að líta hér inn, ungfrú Glover, sagði Berta. — Komið þér sælir, doktor Ram- say. Meðal annarra orða, eft- irleiðis verð ég víst að biðja yður að skipta yður ekki af þeim málum, sem mér koma einni við. _ — Kæra vinkona, greip ung- frú Glover fram í — það er yð- ur fyrir beztu. Berta snéri sér að henni og roðnaði. — Ó, ég skil, sagði hún — þið hafið verið að ræða um trúlofun mína. En hve það var fallegt af ykkur. Eðvarð hefir beðið mig að leysa sig frá heiti sínu. Ramsay kinkaði kolli á- nægður á svip. — En ég neitaði því. \ Doktor Ramsay stökk á fæt- ur, en ungfrú Glover fórn- aði höndum í örvæntingu og hrópaði: — Guð sé oss næstur! Þetta var í eina skiptið á æv- inni, sem það vitnaðist um ungfrú Pálu, að hún hefði hleg- ið af öllu hjarta. Berta ljómaði af hamingju. — Æt-lið þér að halda því fram, að þér sleppið honum ekki, þegar hann æskir þess? — Látið þið ykkur detta í hug. að ég ætli að lofa ykkur að eyðileggja hamingju mína? spurði hún með fyrirlitningu. Ég held, að þér ættuð að blygð- ast yðar. Veslings pilturinn áleit, að heiður sinn krefðist þess að hann sliti trúlofuninni. Ég sagði honum það, sem ég hefi sagt honum þúsund sinn- um áður, að ég elskaði hann, og að ég gæti ekki lifað án hans. En hvers vegna viljið þér skilja okkur að, doktor Ramsay? Berta sagði síðustu orðin með. ákefð. Hún dró andann ótt og títt. Doktor Ramsay varð svara fátt, og ungfrú Glover, sem þótti þetta ókvenlega mælt, leit niður. Ungfrú Pála horfði með athygli á gestina. — Látið þér yður detta í hug, að hann elski yður í raun og veru? sagði ungfrú Glover að lokum. — Mér virðist svo, ef hann hefði elskað yður, að hann hefði ekki verið svona fús á að slíta trúlofuninni. Ungfrú Pála brosti. Það var vissulega einkennilegt, að manneskja með svo sakleysis- legan svip skyldi gera svona lymskulega athugasemd. — Hann bauðst til að slíta trúlofuninni af því hann elsk- aði mig, sagði Berta stolt. — Og ég elska hann miklu heitar fyrir bragðið. — Nú er þolinmæði mín á þrotum, hrópaði doktorinn, sem réð nú ekki við sig lengur. — Hann ætlar að giftast yður vegna peninganna. Berta hló. Hún stóð við arin- inn og sneri sér að speglinum. Hún horfði á hendur sínar, sem hvíldu á arinhillunni, litlar og fagurlega skapaðar. Þetta voru fegurstu hendur, skapaðar til þess að strjúka andlitsdrætti elskhugans, og þar eð henni var ljóst, hve fagrar þær voru, bar hún enga hringa. Því næst leit hún upp og skoðaði sjálfa sig í speglinum. Fyrst starði hún á leiftrandi augun, sem voru eins og skínandi gimsteinar. Hárið var dökkt og svo þykkt og mik- ið, að hún vissi naumast, hvem- ig hún átti að bera það, hrokkið og lokkandi, andlitsliturinn var suðrænn, eins og á konum frá Umbriu, varirnar rauðar og skapaðar til ásta. Berta brosti við spegilmynd sinni og sá skína í drifhvítar tennur. Hún sneri sér hægt við og horfði á gestina og ungfrú Pálu. — Álítið þið óhugsandi, að nokkur geti elskað mig vegna sjálfrar mín? spurði hún. — Þér sláið mér ekki gullhamra, herra doktor. Ungfrú Pálu fannst Berta djörf að hætta þannig á gagn- rýni tveggja ógiftra kvenna, en sagði það ekki. Því næst virti hún hana fyrir sér og mælti: — Þú lítur ágætlega út, kæra vina. Doktorinn sneri sér að ung- frú Pálu og sagði með vanþókn- un: — Getið þér ekkert gert til þess að koma í veg fyrir þessa heimsku, ungfrú Pála? «mm NÝJA BSÓ n H GAMLA BfÚ Wm | Kvikmpdastjarn-1 Oeðbilaði lætcnirinn 1 a tiokkurinn. j , (The Mad Doctor) Ameríksk sakamálamynd. (Fools for Scandal) Basil Rathbone i Ellen Drew 1 Amerxksk gamanmynd, É leikin af: John Howard | CAROLE LOMBARD Sýnd kl. 7 og 9. FERNAND GRAVET Börn fá ekki aðgang. 1 ALLEN JENKINS og RALPH BELLAMY Framhaldssýning kl. 3V2-6V2 TVÍFARI I Les hite and his Orchesta. LÁVARÐARINS með jj Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEON ERROLL Síðasta sinn. og LUPE VALEZ í *‘mim — Kæri doktor Ramsay, sagði hún. Mér hefir veitzt nr-'fjilega erfitt að koma sjálfri mér fyrir í lífinu, þó að ég fari nu ekiri að skipta mér af því, hvernig aðrir vilja haga sínu lífi. VI. Berta gaf sig nú alveg ást sinni á vald. Hin ákafa lund hennar leyfði henni aldrei að gera neitt með hálfum huga, og hún hirti ekkert um að leyna tilfinningum sínum lengur. Ást- in var eins og hýldjúp, sem hún steypti sér í, án þess að hirða um, hvort hún drukknaði eða kæmist af. — Ég er svo mikið bam, sagði hún við Craddock. — Ég get ekki hugsað mér, að nokkur maður hafi nokkru sinni elskað fyrr. Mér finnst lífið vera nú að byrja. Hún mátti aldrei af honum sjá. Á morgnana beið hún eftir því með eftirvæntingu, að hann kæmi til morgunverðar, svo að hún gæti gengið með honum aftur til búgarðs hans. Allur 'tíasi/rux/rvMoc, VEHÐLMJfilAKISA dauðans ofboði og skellti í lás á eftir sér. Snotra var nú aftur ein. Hún reikaði fram og aftur um herbergið, og að lokum dvínaði dagsbirtan og myrkrið skall á. Allt var hljótt. En allt í einu rauf lágt þrusk þögnina. — Sn@tra sperrti eyrum og hlust- aði. Hún var ekki viss um, hvað þetta væri, en helzt hélt hún, að þetta væri mús. En mús var það ekki. Það var sótflyksa, sem var að detta niður reykháfinn. Snotra lædd- ist yfir að arninum og hlustaði. Önnur sótflyksa féll niður. — Snotra skreið inn í arininn og horfði upp eftir reykháfnum. Hún sá upp í heiðan himininn, alstirndan. > i Já, þarna var leið til undan- komu. Það var ekkert annað en að klifra upp reykháfinn og komast upp á þakið! Snotra fór að klifra upp sót- ugan reykháfinn. Klærnar vom langar og hvassar, og hún beitti þeim ekki slælega. Tvisvar missti hún klófestuna, en náði brátt taki aftur og klifraði ó- trauð áfram. Og ekki leið á löngu, áður en hún var komin upp um reyk- háfinn. Hún var komin upp á þakið! Snotra var alvön hús- þökum. Hún hafði oft gengið um á þakinu heima og spókað sig í sólskininu. Hún fann ekki til hræðslu. Skyndilega heyrði hún háv- aða upp um reykháfinn. Hún teygði hausinn niður í r.eykhaf- inn og lagði við hlustimar. — Það voru húsbændurnir, sem voru komnir inn í herbergið niðri. Þetta var þeim mátulegt! Þau höfðu komið til að gá að kisu, en þá var hún öll á bak og burt. Og þau höfðu ekki nokk- urn grun um, hvaða leið hún hafði farið — þangað til þau komu auga á sótið á arninum. Þá áttuðu þau sig. RI1D&SI8A W.de World Fciturti ' WHEN X 6ET T0 BARWNCA I'LL 1 REPOPT THAT OLD 6SEZER! /MAYBE THE AUTHORHIES CAN SUPPLV THE —t msm linjk/ j— 'IT'S TU5TA SHEET 0FMU9C.. THERE'S NOT A LINE OF WPITING ------rOM rr/ v-----~l.—■ 1 S0N6 OF SONSS:., mAT ?0SSIBLE OONNECTlON CAN THERE 0£ BETWEEN A LCVE 50NG AND A BATTEREP yg -----T ALTIMETEK ? %mr>\ [■■■' r-' ^ I'M AFRAID IT'S TOO PEEP FOfJ ME! T00 M4NV PIECE9 OF THIS ----^PU2ZLE MISSINO. . . ' Tóní: Það er aðelns nótna- blað og ekki orð skrifað á það! Tóní: „Song of song?“ Hvaða samband getur verið milli ást* arsöngs og hæðarmælis? Tóní: Ég held að þetta sé of mikið fyrir minn haus! Þetta gerir mig alveg ruglaða. Tóní: Þegar ég kem aftur til Baranka get ég sagt frá þessum karlfauski. Ef til vill geta yf- irvöldin ráðið gátuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.