Alþýðublaðið - 30.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.06.1942, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. júní 1942 ALÞYÐtJBlAeiÐ FYRSTU Japanir, sem heim- sóttu Bandaríkin, voru hvorki flotaforingjar, dulbúnir sem fiskimenn, né herforingjar, sem tóku að sér þjónastörf. Það voru þrír hátt settir sendimenn, fulltrúar Tycoons, en svo nefnd- ist þá stjórnandi Japans. Þeir gengu í stífum sloppum og báru tvö sverð hver þeirra. Þeir voru nauðrakaðir, og höfuðbúnaður þeirra, riðinn úr tágum, var einna líkastur líkkistum í lag- inu. Þegar þeir komu til New York, 16. júní 1860, ásamt 74 fylgdarmönnum, japönskum, voru mikilfengleg hátíðahöld, sem 500 000 manns af 800 000 íbúum borgarinnar tóku þátt í með kostum og kynjum. Þau stóðu í hálfan mánuð og kost- uðu borgina 105 þúsund dollara. Sex ár voru liðin frá því að Perry flotaforingi hafði undir- ritað griða- og vináttusáttmál- ann við Japani. Tycoon var nú orðinn svo kunnugur aridanum, sem ríkti hinum megin hafsíns, að hann gat sent fulltrúa þang- að í vinsamlegum erindagjörð- um. Japanir komu fyrst til Washington, Baltimore og Philadelphíu. Á • meðan unnu blöðin í New York ósleitilega að því að æsa forvitni fólksins * með því að lýsa nákvæmlega klæðaburði sendinefndarmann- anna, nauðrökuðum höfðum þeirra og annarlegum lifnaðar- háttum. Herald James Gordon Bennets bar mikinn -kvíðboga fyrir framkomu borgarhverfis- stjóranna, sem flestir voru lítt fágaðir verzlunarmenn, óvanir siðum og vafstri stjórnarerind- rekanna. „Vér vonum,“ sagði blaðið^ „ að borgarhverfisstjór- ar okkar komi fram á viðeigandi hátt. Þeir munu finna það, að ef þeir tyggja minna tóbak og reykja skárri vindla, mun heilsa þeirra fara batnandi." 16. júní fór móttökunefndin, með 37 manna hljómsveit í för með sér, til Perth Aniby, N.J. um borð í skemmtiskipið Alida. Þar átti móttakan að fara fram. Sendifulltrúarnir, viðutan af 1 öllu umstanginu, stigu á skips- fjöl, og á eftir þeim kom löng runa af minni háttar embættis- mönnum. í viðhafnarsalnum í Alida gengu þeir fyrir móttöku- nefndina. Charles G. Cornell, slátrari, sem talaði með miklum írskum málhreim, ávarpaði sendimennina og bauð þá vel- komna. Enginn Jápananna skildi orð af því, sem fram fór. Á meðan þssu fór fram, tottuðu þessir fulltrúar Tycoons nautna- lega pípu sína eða skemmtu sér við að drepa flugur. Portman undirforingi í flotanum, góður málamaður, sneri ræðunni á hollenzku. Túlkur Japananna sneri svo hollenzku ræðunni aftur á Japönsku. Niimi Masa- oký formaður sendinefndarinn- % S s s s s s s s s s Á r % Ohepprir hoðhlaúparar íþi óítanicnri ..wöja. ao pfc. . ' .. i „i K/uui-iiauj-ií. J-JX.1U1 ooð- hlaupastúlkurnar á Olympiuleikjunum grétu, þegar þær misst i keflið, en við vitum ekki, hvort þessir menntaskólapiltar frá New Jersey tóku slysið, sem myndin sýnir, eins alvar- lega. 7 Þegar Japanir uppgðtviðn Ameríkn. ar, muldraði eitthvað undir ræðunni. Því var snúið á hol- lenzku, og Portman undirfor- ingi lagði í það þessa merkingu: „Sendiherrarriir eru ákaflega hrifnir af viðtökunum og eru þakklátir herrunum, sem hafa komið hingað til að bjóða okkur velkomna.“ Þá tóku teiknarar Tycoons, sem jafngiltu ljósmyndurum um 1860, til óspiltra málanna. Þeir drógu pentla, blekbyttur og arkir undan sloppum sínum og fóru að draga kort og mynd- ir af höfninni og strandlínunni í kring. Það fannst Bandaríkja- mönnunum barnaleg skemmt- un. Borgarhverfisstjórarnir sett- ust að snæðingi rrieð tignustu gestúnum. Á borðum var hrís- grjón, fiskur og kampavín. Nokkrir Japananna urðu ofux- ölvi og lognuðust út af. Þeir rumskuðu aðeins, þegar farið var fram hjá Governors Island og fallbyssudrunurnar kváðu við þeim til heiðurs. Þegar Alida lagðist að hafnargarðinum lék hljómsveitin Hail Columbía, 7000 hermanna stóðu fagnandi á staðnum og allt lögreglulið borgarinnar, um 1100 manns. átti fullt í fangi með að halda múgnum í skefjum. Allar búðir voru lokaðar og Bandaríkj afáninn og japanski fáninn blöktu við þær götur, sem fárið var um. Sæti við glugga, þaðan sem gott var út- X‘' Innnilegustu þakkir til með heimsóknum, skeytum mínu. Guð blessi ykkur öll. allra, sem sýndu mér vináttu og gjöfum á fimmtugsafmæli t' Ingibjartur Jónsson. sýni, voru seld allt upp í 7 dollara. Unglipgar og þeir aðr- ir, sem léttir voru á sér, sátu á siglutrjám og rám skipa, sem lágu við hafnargarðinn nálægt South Street. Japanirnir höfðu haft með sér öskju, sem í var afrit af samn- ingi Perrys flotaforingja, sem vott um hið andlega samband, sem væri milli þessara tveggja þjóða. Þessi askja var sett upp á vagn, skreyttan blómum, og yfir vagninn var byggð eftirlík- ing af japönsku hofi, eins og borgarstjórarnir gerðu sér þau í hugarlund. Einnig var á vagn- inum japanskur unglingur, Ta- teishi Fujiro Nariyuki, kallaður Tommy, aðeins 4 fet á hæð, lítill fyrir mann að sjá, en hafði á- berandi stórar tennur. Þetta átti að setja svolítið líflegri blæ yf- ir móttökurnar. „Þarna er Tommy,“ hrópaði kvenfólkið og sendi honum kossa og veifaði vasaklútum; en hann botnaði hvorki upp né niður í öllu þessu og brosti góðlátlegu brosi. Gangan til Union Square tók þrjá tíma. Þar var svo her- sýning. Þegar hér var komið hafði hitinn og kampavínið svif ið mjög bæði á Japanina og borgarhverfisstjórana. Með erf- iðismunum tókst þeim þó að komast upp i vagnana, sem þeirn voru ætlaðir, og komast til Metropolitan Hotel. Gistihúsið var skreytt þrjú þúsund fánum, bandaríkskum og japönskum. Á milli þeirra var komið fyrir skrautljósum. Yfir aðalinnangi byggingarinn- ar stóð með þriggjs feta háum stöfum, upplýstum með gasljós- um: „Velkomnir“. Á veggjum forsalsins héngu myndir, sem áttu að vera frá Japan eða úr japönsku þjóðlífi, gerðar 'alger- lega af handahófi. í öllum svefn- hoi(rberg|um^ sem sendinefnd- inni voru ætluð, voru rekkju- voðir og hægindi úr marglitu Kínasilki. Japönunum hefði lið- ið betur, ef íburðurinn hefði verið minni. Yanagawa Masa- kiyo hélt dagbók um ferðina. Var hún birt mörgum árum seinna, og þar segir, að hvorki hann né félagar hans hafi verið vanir rúmklæðum úr silki. „Einn vina minna fann hreina hvíta krukku undir rúminu. Hann notaði hana fyrir kodda og líkaði vel. Þó að hún væri hörð, svaf hann ágætlega.“ Eftir dálítinn blund settust Japanirnir og borgarhverfis- stjórarnir aftur að snæðingi og kampavínsdrykkju. Tíu píanó- leikarar og 100 manna hljóm- sveit lék, meðan á máltíðinni stóð. Mapnfjöldinn á götunni hrópaði þrefallt húrra á nokk- urra mínútna fresti. Daginn eftir, á sunnudaginn, gengu nokkrir minni háttar japanskir embættismenn sér til skemmtunar um garðinn fyr- ir framan frægt söngleikahús. Þetta kom sér vel fyrir sörig- leikahúsið, því að forstjórinn auglýsti, að Japanirnir mundu vera„ þar á gangi allan daginn. Hann seldi aðganginn að garð- inum á 50 cent. Leikhúsin og búðirnar gerðu sér eftir föngum mat úr, þessari heimsókn Japana og notuðu hana óspart í auglýsingum sín- um. Götusalar seldu það, sem þeir kölluðu japanskan brjóst- sykur, japanska blævængi, jap- anska vindla og japanska dropa við tannverkjum. Hljómleika- húsin auglýstu japanska tón- leika. Bjórstofurnar auglýstu japanskan bjór. Sendimennirnir höfðu nóg að gera í heila viku að taka á móti mönnum eins og Samuel Morse og Cyrus Field, sem með að- stoð túlka sögðu þeim hvor frá sínum afrekum, ritsímanum og srinaleiðslunni yfir Atlantshaf- ið. Þeir Japananna, sem lægra voru settir, keyptu gimsteina í gimsteinabúðum og alls konar skotvopn hjá byssusmiðum, en teiknarar sendinefndarinnar voru önnum kafnir við að gera uppdrátt af bysustæðum og víg- girðingum á Governors Island. Dansleikurinn, sem háldinn Framh. á 6. síðu. Embættismaður skrifar um ólög og kosningar. Bóka- maður lýsir bókaruslinu í bókabúðunum. EMBÆTTISMAÐUR“ skrifar mér: „Eg fullyrði, aff gerð- ardómslögin eru einhver verstu ólög, sem hafa verið sett hér á Iandi. Áður en þau voru sett, gat ríkisstjórnin samkvæmt heimild í öðrum lögum, gert ráðstafanir gegn dýrtíðinni. Og þó að ég hafi ekki verið fylgjandi Alþýðuflokkn- um, þá viðurkenni ég fuslega, að tillögurnar, sem flokkurinn bar fram í baráttunni gegn dýrtíðinni voru þær skynsamlegustu. Gerð- ardómslögin voru því eingöngu sett til að halda niðri kaupi þeirra sem vinna.“ „NÚ ER SVO komið, að allir geta hækkað laun sín, nema við, sem lifum á föstum launum. — Gerðardómslögin bitna því fyrst og fremst á okkur. Þessu ættum við ekki að gleyma á sunnudaginn — og ég kýs nú í fyrsta sinni Al- þýðuflokkinn. Mér dettur ekki í hug að eyðileggja atkvæði mitt með því að kasta því á einhverja aðra flokka. Óréttlætið er svo mik- ið í þessum málum, að ekki er hægt að þola það með nokkru móti.“ BÓKAMAÐUR SKRIFAR: — „Einu sinni sagði enskur blaða- maður, sem var á ferð hér, að við íslendingar læsum meira af ensk- um bókum en lesið væri í enskum bæ af sömu stærð. Þetta mun satt vera, enda höfum við alltaf bóka- menn verið, og lesum býsnin öll\ á ýmsum málum auk móðurmáls- ins.“ „FYRIR stríðið fengum við að jafnaði mikið af ágætum bókum frá Norðurlöndum, sérstaklega frá Kaupmannahöfn. Síðan Danmörk var hertekin, hefir þessu ekki ver- ið til að dreifa, og aðeins enskar bækur hafa fengizt.“ „NÚ ER SVO komið, að rnjög margir íslendingar lesa enska tungu og kemur það þeim því ekki svo mjög illa, að enskan skuli ríkja á bókamarkaðinum, ef þær enskar og ameríkskar bækur, sem við fáum, væru góðar bækur, það bezta, sem þessi lönd hafa á boð- stólum.“ „ÞVÍ ER EKKI að fagna. Bóka- búðirnar hér í Reykjavík hafa hingað til fengið slíkt rusl og slik býsn af einskisverðu reyfararusli, Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.