Alþýðublaðið - 04.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.07.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAfMÐ Laugardagur 4. júli 1942 til að kjósa alþíngismenn fyrir Reykja- vík fyrir næsta kjörtímambil, sex að- almenn og sex til vara, hefst sunnu- daginn 5. júlí n. k. kl. 10 árdegis. Kjósendum r skipt i 35 kjördeildir. 1.--28. kjördeiid eru i Miðbæjarbarna- skólanum, 29.-34. kjördeild í lönskél- anum og 35. kjördeild í Elliheimilinu. Skipting í kjördeildir veröur auglýst á kjörstað. Undirkjörstjórnir mæti í Miðbæjar- barnaskólanum í skrifstofu Yfirkjör- stjórnar stundvíslega kl. 9 árdegis. Talning atkvæða fer fram að lokinni kosningu. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 2. júlí 1942. BJðrn Þórðarson Einar B. Onðmundsson St|». Ouðmnndsson HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. ar undir skrifstofu fyrir Komm únistaflokkinn. Fyrir það varð hún að „þrengja að sér“, eins og Þjóðviljinn komst að orði. Fjölskyldur kommúnistafor- sprakkanna sjálfra voru of fín- ar til þess. En fjölskyldan á Skólavörðustíg var ekki of góð til þess að „þrengja að sér“ fyr- ir Kommúnistaflokkinn. — Hún gat komizt af með eitt eldhús fyrir íbúð! HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. eins skoðað hlutina og verið, eins og sagt er ó reykvílcsku, „inter- esserað“. Svo hefir það farið heim til sín og rætt, við sígarettureyk, um neyðina og hörmungarnar, tal- að sig æst um ástandið, hallað sér út af í legubekkinn sinn og látið öskuna jafnvel detta á flosteppið Koramúnistar ætluðu að græða atkvæði á „svarta listanam 4« i Fyrip slfikar spskúiasjóiiip era verkamenn" irnir ofarseldir hefnd atvinnnrekendanna. SIGURÐUR GUÐNASON, formaður Dagsbrúnar upp- lýsti í samtali við Alþýðublaðið í gær að hann hefði lát- ið blaði kommúnista í té svarta listann með nöfnum 300 verkamanna, sem Eggert Claessen og Kjartan Thors gáfu út um daginn og voru búnir að afturkalla. Þetta eru sannarlega furðulegar upplýsingar. Formaður verka maunafélags gefur blaði til birtingar uöfn um 300 verkamanna, sem atvinnurekendiu‘ ætluðu sér og ætla enn að koma fram hefndum á við tækifæri, vegna deilu, sem þeir hafa átt í við þá. sitt. En hvað hefir það gert? Ég spyr: Hvað hafa kommúnistar gert?“ „ÉG VEIT hvað „kák kratanna“ hefir haft að segja fyrir mig. Ég hætti á togaranum af því að ég slasaðist. Hvernig hefði farið fyrir mér ef umbóta-„kák kratanna“ hefði ekki tekizt? Við almúgafólk- ið lifum elcki á æsingasulli komm- únistanna, við fyrirlítum það. Og það þýðir ekki fyrir þetta fólk að koma til okkar, sem höfum lífs- reynsluna, og segja okkur hvað við eigum að gera. Reynslan sjálf, stritið og baráttan hefir kennt okk- ur þúsundfalt fleira en það, sem hægt er að gleypa í sig úr trúboðs- ritum stofukommúnistanna.“ Hannes á horninu. 100% ÚTSVARSHÆKK- UN á launastéttunum — og bann við kauphækkun þeirra! — Lækkun á eienaskatti milljónaeigendanna! Mót- mælið slíku ranglæti! — Þetta er níðingsverk, sem er I alveg eins dæmi og aldrei má ' koma fyrir aftur. Það er rétt, í að láta féndur samtakanna eina j um það, að sjá um útbreiðslu og auglýsingu á „svörtum list- um“ atvinnurekenda, sem gefn- ■j ir eru ,út í því einu augnamiði, : að koma fram hefndum á verkamönnum og útiloka þá frá atvinnu. Þetta er alveg áreiðanlega eins dæmi í sögu verkalýðssam- takanna, ekki að eins hér á landi heldur og úti um heim. Venju- lega birta málgögn atvinnurek- enda þessa verkbannslista, en blöð verkalýðsins gera það ekki. Þau stuðla ekki að því að aug- lýsa fyrir atvinnurekendum og ofurselja þeim verkamenn, sem hafa einmitt bundizt sam- tökum, vegna þess, að hver ein- staklingur var veikur og ófær til að standa af sér ofsóknir einn síns liðs. Verkalýðssam- tökin reyna í lengstu lög að vernda þessa menn, enda er það hlutverk þeirra. Þetta er því fráleitara, þar sem vitað er, að það eru engar líkur til að það atvinnulega veltiár, sem nú er, standi lengi, og að þeir tímar geta komið, að verkamennirnir þurfi kannske að leita sér að atvinnu í stað þess, að atvinnurekendurnir þurfa nú að leita til verka- manna. Það virðist svo, sem formað- ur Dagsbrúanr hlýti ekki ráðum viturra manna, enda er hann Iþjónustumaður kommúnista. — Kommúnistar hafa sennilega í- myndað sér, þótt ótrúlegt sé, að þeir gætu með því að birta „svarta listann,“ geta unnið sér fylgi einhverra verkamanna, -— sem á listann eru skráðir af Eggert Claessen og Kjartani Thors. En þeim er alveg sama um það, þó að þeir ofurselji alla þessa verkamenn hefnd, ekki að eins þeirra manna, sem fengu listann, þ. e. meðlimanna í Vinnuveitendafélaginu, heldur og allra annarra fjandmanna samtakanna, sem eru margir og sem eru sterkir. Verkamenn muna, hvernig umhorfs var hér í atvinnumálunum fyrir stríð, og þeir vita, að það ástand get- ur aftur skapast. Þá mun hæg- ur vandi fyrir bæjarstjórnar- íhaldið að gá í Þjóðviljann frá 2. júlí 1942 til að sjá, hvaða menn það á ekki að taka í vinnu. Og það er jafn hægur vandi fyr ir aðra álíka sinnaða, að gera slíkt hið sama. í æsingunum um daginn, þegar verkamenn komust á snoðir um, að svartur listi hefði verið gefinn út, munu nokkrir þeirra hafa haft við orð, að rétt- ast væri að birta listann. Það var að eins örlítill hluti verka- mannanna. En listinn var ekki birtur þá. Hvers vegna ekki? Hvers vegna birti kommúnista- blaðið hann þá á fimmtudag- inn, rétt fyrir kosningarnar? Það gerði það vegna þess, að það ætlaði sér að græða at- kvæði á því, án þess að skeyta hið minnsta um atvinnulegt ör- yggi þessara verkamanna í framtíðinni. SosBingaannðll. Framh. af 5 s.íðu. koma þeir við og við til hans með smeðjuleg samfylkingar- tilboð. Hámarki hræsninnar náðu kommúnistar síðast, er þeir sendu Alþýðuflokknum tilboð um samvinnu fyrir þrem vikum. Bréfi kommúnista fylgdi eins kona „greinargerð“ í Þjóðvilj- anum, þar sem það er tekið fram, að það sé álit Sósíalista- flokksins <þ. e. kommúnista) að engin samfylking sé hugsanleg við Alþýðuflokkinn, enda sé það „fimmta herdeild auðvaldsins“, sem ráði yfir Alþýðuflokknum. Síðan er talað um leiðtoga Al- þýðuflokksins sem „ofstækis- og ofstopamenn“, „afturhalds- seggi“ o. s. frv. Þeim er ekki klígjugjarnt kommúnistum, að geta látið annað eins samfylkingartilboð frá sér fara og ætlast til að al- menningur taki það alvarlega sem tákn um einingarvilja þeirra. Hj álparkoklcarnir. "\T IÐ ÞESSAR kosningar hafa * kommúnistar tekið upp mjög nýstárlega bardagaaðferð. Þar sem frambjóðendur þeirra hafa staðið sig tiltakanlega lé- lega, hafa þeir eftir framboðs- fundina sent legáta sína héðan úr Reykjavík og látið þá boða sérstaka fundi til þess að reyna að rétta við hlut frambjóðend- anna með nýjum lygum um andstæðingana, sem framleidd- ar eru hér í Reykjavík í stór- framleiðslu. Slíkir hjálpakokk- ar hafa verið sendir í Hafnar- fjörð^ Keflavík, Vestmannaeyj- ar á Akranes og víðar. Herfileg- asta útreið af þessum hjálpar- kokkum fékk séra Sigfás Annes Sigurhjartarson á Akranesi, en hann átti að reyna að lappa svo lítið upp á fylgi Steinþórs barnakennara. Er talið að Stein- þór kunni honum litlar þakkir fyrir komuna. í Vestmannaeyj- um messaði séra Eiríkur Helga- son yfir örfáum sálum, en Þjóð- viljinn gerði sér lítið fyrir og margfaldaði tölu fundarmanna í frásögn sinni af fundinum. Sýnishorn af kjðrseOli við al|)ingiskosningarnar i SejrkJavíls 5. Jilli. Þannig lítnr kjorseðillin út þegar listi Alþýðuflokksins — A-listinn — hefir verið kosírni. X Listi Alþýðuflokksins I!. Listi Framsóknarflokksins ©. Listi Sósíalistaflokksins 13* Listi Sjálfstæðisflokksins E. Listi Landsniálaflokks Þ j óð veldismanna F. Listi frjálslyndra vinstrimanna Stefán Jóh. Stefánsson Sigurjón Á. Ólafsson Jón Blöndal Guðmundur R. Oddsson Jóhanna Egilsdóttir Nikulás Friðriksson Jón A. Pjetuisson Runólfur Pjetursson Tómas Vigfússon Sigurður Ólafsson Guðgeir Jónsson Ágúst Jósefsson Ólafur Jóhannesson Eiríkur Hjartarson Jóhann Hjörleifsson Guðmundur Ólafsson Jón Þórðarson Sveinn Gamalíelsson Sigurður Sólonsson Jakobína Ásgeirsdóttir Jón Þórðarson Guðjón Teitsson Guðm. Kr. Guðmundsson Sigurður Kristinsson Einar Olgeirsson Brynjólfur Bjarnason Sigfús Sigurhjartarson Sigurður Guðnason Konráð Gíslason Katrín Thoroddsen Ársæll Sigurðsson Stefán Ögmundsson Sveinbjörn Guðlaugsson Guðmundur Sn. Jónsson Björn Bjarnason Halldór Kiljan Laxness w ♦ j ) "X-* /uir Magnús Jónsson Jakob Möller Bjarni Benediktsson Sigurður Kristjánsson Guðrún Jónasson Jóhann G. Möller Guðmundur Ásbjörnsson Sigurður Halldórsson Einar Erlendsson Sigurður Sigurðsson Halldór Hansen Jón Ásbjörnsson Bjarni Bjarnason Valdimar Jóhannsson Nikulás E. Þóiðarson Jón Ólafsson Páll Magnússon Sveinbjörn Jónsson Ottó Guðmundsson Gretar Fells Halldór Jónasson Árni Friðriksson Einar Ragnar Jónsson Jónas Kristjánsson Sigurður Jónasson Jón Guðlaugsson Þormóður Pálsson Hákon Guðmundsson | A Landlisti AIMSufi. B Landlisti Framsóknarfl. c Landlisti Sósíalistafl. | D Landlisti Sjálfstæðisfl.j 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.