Alþýðublaðið - 05.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.07.1942, Blaðsíða 8
Sunnudagur 5. júlí 1942. V GAMALL bóndi sendi ein- hverju sinni son sinn með fimm krónu seðil í næsta kaup stað eftir tóbakspundi. En það varð bið á því, að drengurinn kæmi aftur. Árin liðu hvert af öðru, og aldrei spurðist til drengsins. Einn góðan veðurdag ók svo spánnýr og fallegur bíll í hlaðið á bæ gamla mannsins, og prúð- búinn ungur maður steig út úr bílnum. „Jæja, pábbi,“ sagði ungi maðurinn glaðlega. „Ég fór til Ameríku, ég hef unnið af miklu kappi, og nú er ég orðin flug- ríkur maður“. „Já, ekki efast ég nú svo sem um það“, sagði gamli maður- inn stuttur í spuna „en hvar er tóbakið mitt?“ Sonurinn dró tóbaksbita upp úr vasa sínum. „Hérna er það, pabbi minn“, sagði hann „en nú hefir tóbakið stígið. Þú skuldar mér 10 krónur“. * GAMALL Þjóðverji og kona hans rifust oft og tíðum. Eitt sinn, er þau höfðu deilt fast og lengi, andvarpaði kerling mæðulega og sagði: „Æ, það vildi ég, að ég væri komin til himnaríkis.“ „Og ég vildi, að ég sæti á bjórstofunni.“ „Þetta er þér líkt,“ sagði kerl- ing, „að kjósa bezta staðinn handa sjálfum þér.“ * TEMPLARAR nokkrir heimsóttu einu sinni tí- ræðan öldung, sem aldrei hafði bragðar áfengi og báðu hann að votta það skriflega. Templararnir hjálpuðu honum til að setjast upp í rúminu og stýrðu skjálfandi hendi hans, svo að hann gæti skrifað undir yfirlýsinguna. Meðan á athöfninni stóð heyrðu þeir hávaða og læti mik il úr næsta herbergi. Stólar og borð ultu um koll, og allt lék á reiðiskjálfi. „Guð niinn góður, hvað geng ur eiginlega á?“ spurði einn templaranna. „Ó“, sagði gamli maðurinn, um leið og hann lagðist út af, örmagna eftir áreynsluna „það er hann pabbi. Hann er drukk- inn, rétt einu sinni enn þá, gamli maðurinn.“ Ay>70U8lAÐIÐ Berta vildi ekki sjá neinn um þessar mundir og sízt af öllu frænku sína og svar ungfrú Pálu sýndi, að hún hafði á réttu að standa. Það hljóðaði svo: „Kæra Berta! Ég er manni þínum mjög þakklát fyrir þá kurteisi að bjóða mér að dvelja eftirleiðis á Court Leys, en ég vona, að þú gerir þér hærri hugmnydir um mig en svo, að þú álítir að ég taki boðinu. Nýgift hjón eru oft dálítið hlægileg. En þar eð ég get neitað mér um að hafa gam- an af ykkur ætla ég að fara til Ítalíu. Meðal annarra orða. Ég vona að þú farir ekki að sýna manni þínum bréf þín, sízt af öllu bréfin frá mér. Ég læt þig ekki vita heimilis- fang mitt, svo að þú þurfir ekki að hafa samvizkubit af því að svara ekki þessu bréfi. Þín vinsamlega frænka Pála.“ Berta fylgdi 'bréfinu til Eð- varðs. — Hvað á hún við? spurði hann,. þegar hann hafði lesið bréfið. Berta yppti öxlum og svaraði: — Hún heldur, að allir séu heimskingjar, nema hún sjálf. Veslings gamla konan. Hún hef- ir aldrei verið ástfangin. En við munum aldrei dylja hvort ann- að neins, er það, Eddi? Þú ætl- ar aldrei að leyna mig neinu? — Þetta er kyndugt bréf, svaraði hann og las það aftur. — En nú erum við laus við hana. Húsið er tilbúið. Eigum við að fara strax heim? — Við höfum ekki verið hér hálfan mánuð enn þá, sagði hann. — Hverju skiptir það? Okk- ur leiðist báðum í London. Við skulum fara heim og búa okkur undir hið nýja líf, sem við eig- um að eyða saman unz yfir lýk- ur. Hveitibrauðsdagar eru heimskulegir. — Jæja, þá er mér sama. En hugsaðu þér, ef við hefðum far- ið í sex vikna ferðalag til Ítalíu! — Ó, ég vissi ekki þá, hvern- ig hveitibrauðsdagarnir væru. Ég hélt, að þeir væru allt öðru- vísi. • ■ — Þarna sérðu, að ég hafði'á réttu að standa! — Auðvitað hafðirðu á réttu að standa, sagði hún og vafði handleggjunum um háls hon- um. — Þú hefir alltaf á réttu að standa, ástin mín. VIII. Kentströndin milli Leanham og Blackstable er grá og hrjóstr ug. Um langa veturmánuðina næðir svalur vindurinn utan af Norðursjónum yfir klettótta ströndina, og upp af dökkum bylgjum hafsins stígur þokan án afláts og veltir sér inn yfir ( ströndina. Berta stóð á þjóð- veginum, sem lá fram hjá Court Leys og ofan af hæðinni horfði j hún yfir landið, sem var eign hennar. Skammt frá henni stóðu tveir hrörlegir kofar, sem storm ar og regn undangengina ára- tuga höfðu lúð., Þeir stóðu með al ávaxtatrjáa skammt frá veg- inum og voru eins og hluti af landslaginu. Allt um kring voru akrar, stór svæði af plægðum runnum og engiflæmi. Trén voru fá og á stangli og sveigð- í ust fyrir vindinum. Að baki var ; Blackstable, fáein grá hús og , röð af nýjum sveitahöllum, sem byggðar höfðu verið handa j auðugum Lundúnabúum, til j þess að dvelja þar á sumrin. j Þetta var sveitaþorp og á höfn- inni voru árabátar. Berta horfið yfir landsvæð- ið( sem var eign hennar, og hjá henni vaknaði tilfinning, sem hún hafði aldrei orðið vör við fyrr. Regnþrungin ský hengu yfir höfði hennar og henni fannst hún vera lokuð úti frá öllum umheiminum, eins og hún væri stödd á eyðiey. En ) þetta var fæðingarstaður henn- i ar og upp úr þessari mold var j hún og ætt hennar runnin, All- ir forfeður hennar höfðu átt sinn ævidag og horfið svo aftur til moldarinnar, sem þeir voru komnir af. Hún hafði dregið sig út úr skarkala heimsins, til þess að lifa óbreyttu sveitalífi á óðali feðra sinna, eins og for- feður hennar höfðu gert, til þess að rækta landið, plægja það; sá og uppskera. Leysættin var nú komin undir græna torfu, og börnin hennar myndu bera annað nafn. Öllu þessu hvísl- a NÝJA Bfó m Gættu þín fagra mæt (Nice Girl) Ameríkskar söngvamyndir frá Universal Picture. Aalhlutverkið leikur og syng ur hin góðkunna söngva- mær DEANNA DURBIN Aðrirleikarar eru: Franchot Tone Walter Brennan Robert Stack o. fl. Sýning í dag sunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. GAMLA BÍÚ fLeyndardómar hallarinnai (You’ll Find Out). PETER LORRE BORIS KARLOFF BELA LUGOSI KAY KYSER og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. aði grá þokan og brún heiðin að henni. Það var eins og ættin hefði verið orðin of þreytt og æskilegt hefði verið að veita til hennar nýju blóði. Hún þarfnað ist frískleika æskunnar til þess að koma líf í þessa hnignandi ætt. Bertu sjálfri fannst hún of veik til þess að geta staðið ein, og þess vegna hafði hún vahð ungan, hraustan, viljasterkan og duglegan mann, til þess að styðja hana í lífsbaráttunni. Nú var regnhlíf veifað í átt- ina til frú Craddock frá lægð- inni neðan við hólinn Hún brosti þegar hún þekkti á göngu laginu, að þetta var ungrfú Glover. Hún var ákveðin á svip og rjóð í kinnum. — Ég kom til að heimsækja yður, sagði hún. — Ég fréttir að þér væruð komin. — Það eru þegar orðnir fá- einir dagar síðan við komum. Ungfrú Glover hristi hönd Bertu hjartanlega og þær gengu saman heimleiðis í áttina til hússins, eftir göngunum með blaðlausu trjánum til beggja handa. — Jæja, segið mér nú eitt- VERÐL4DMKISA í borginni, þar sem kattasýn- ingin átti að verða. Beta hafði skírteini fyrir sig og Snotru og fann bekkinn, sem Snotra átti að sitja á. Það var afskaplega gaman að sjá alla hina kettina. Snotra hringaði sig niður og fór að sofa, því að þreytan var ekki enn þá horfin úr henni. Svo leið að því að dómararn- ir færu að skoða alla kettina. Snotra vaknaði. Dómarinn kom til þess að líta á liana. Þeir struku hana alla. Þeir skoðuð mjallhvítar tennur hennar. Þeir þreifuðu vandlega á höfðinu á á henni, skoðuð klærnar og dáð ust að fallegu augunum hennar. Svo sneru þeir sér að næsta ketti. Hjartað í Betu fór að slá hrað að. Skyldu þeir veita Snotru verðlaunin? Ef til vill var hún of þreytt til þess að geta unnið verðlaunin . En einhvern veginn fannst þó Betu hún vera bara spræk, ent dómararnir sá kannske betur en> hún. Ó, hvað hún hafði mikinnu hjartslátt! Ekki leið á löngu, þar til dóm ararnir komu aftur^ og þá voru þeir með alla vega lita miða með sér. Á bláða miðanum stóð: Fyrstu verðlaun, á græna miðanum stóð: Önnur verð- laun og á gula miðanum stóð; Þriðju verðlaun. En látið ykkur nú ekki verða bilt við! Snotra fékk bláa mið- ann — fyrstu verðlaun! Mið- inn var nældur í hálsborðann á Snotru, og þá hýrnaði nú heldi ur en ekki yfir Betu. Hún varð- blóðrauð 1 framan, og hún faðm aði Snotru að sér af gleði. En sagan er ekki öll. Svo voru veitt sérstök verðlaun fyr- ir bezt hirta köttinn — og /OKAV, BUD/ I HAVEN’T SEEN Ij ANVTHING 50 FAR THAT LOOKED . LIKE A WRECKED PL-----Jö 'OR HAVE l I ? y 'PLEA5E KEEP ON LOOKOOT POR WRECKASE OF PLANg WH/CH 03ASHED INTH/ð AREA .THI5 MORNING. |F5EEN,REF0RTT0....'> f HE DROPPED S0METHIIN6. . . /F IT'S ANOTHER CRYPTOORAM teri T’LL EXPLOOEJ \--------' MYND4S481 Tóní: Hann kastaði ein- hverju! Ef það er um eitt dul- arfullt merki, er mér allri lok- ið! Tóní: (les): „Gjörið svo vel að hafa gætur á flaki af flug- vél, sem hrapaði hér um slóðir í morgun. Gefið skýrslu“. Tóní: Ágætt, frændi! Ég hef enn ekkert séð, sem gæti ver- ið úr flugvélaflaki . ... Tóní: Eða hef ég séð eitt- hvað?!!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.