Alþýðublaðið - 05.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.08.1942, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. ágúsí 1942. ALÞÝÐUBLAÐH> Brezka sttjðrnln í Istd- landi afhfúpar stefna Mahatma tSandMs: Gandhi vill samvinnn Ind- verja við Japani! Hann æíMBi að fará tll Toklof Gandhi. Frakkar og stríðið. FALL FRAKKLANDS og af- staða Frakka allt frá því, er Vichystjórnin var sett á laggirnar, hefir verið ráð- gáta öllum hinum mörgu að- dáendum Frakka um allan heim. Það getur ekki verið, hugsuðu þeir, að þessi gamla jorifstuþjóð meginlandsins hafi falfið svo skyndilega niður í djúp niðurlægingar- innar. Hún hlýtur að rísa upp einn góðan veðurdag og brjóta af sér hlekkina. TÍÐINDI, sem borizt hafa frá Frakklandi undanfarið, benda ótvírætt í þá átt, að franska þjóðin sé að vakna, andstaða hennar að aukast til muna og Þjóðverjar að verða áhyggjufxdlir. Til dæmis þetta: 1) Þúsundir SS-manna hafa verið sendir til Parisar frá Rússlandi. 2) Þegar 20 gíslar voru skotnir í Normandie, reyndu Þjóðverjar að ieyna því. 3) Laval bannar skotvopn í Vichy-Frakklandi. AF HVERJU reyndú Þjóðverj- ar að leyna morðunum? Af því að þeir óttast Frakka og vita, að þeir geta ekki lengur hrætt þá með mannvígum. Af hverju voru þúsundir SS- manna, hinna tryggu þjóna Hitlers, sendar til Frakk- lands frá Rússlandi? Af því að þeirra er þörf til þess að bæla niður uppreisnir og halda Frökkum í skefjum. HVAÐ ER Á SEYÐI í Vichy- Frakklandi? spyrja margir. Hvað gera þeir Laval og fé- lagar hans, ef Bandamenn vinna sigur? Þessu getur eng- inn svarað nema txminn, en þó er athyglisvert að heyra, hvað fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna, Leahy að- míráll, segir um menn og málefni í Vichy. Hann átti LONDON í gærkveldi. GANDHI vill samvinnu við Japani. Þetta hefir nú verið opinbeiiega staðfest í yfirlýsingu, sem stjómin í Ind- landi hefir gefið út um tillögur Gandhis til Kongressflokks- ins. Stjómin komst yfir þessar tillögur, þegar gerð var hús- rannsókn í skrifstofum flokksins í maí, en ekki hefir verið skýrt frá þessu fyrr af þvi að Bretar áttu von á að geta náð samkomulagi við Kongressmenn og vildu ekki spilla fyrir slíku samkomulagi með því að birta skjöl þessi. f tillögu Gandhis segir á þessa leið: „Ef Indland fær fullt frelsi, á eitt fyrsta skref þess að vera að koma á samvinnu við Japani“. Ilann segir ennfremur, að hann rnuiii, ef svo færi, fara sjálfur til Tokio og biðja uni miskunn fyrir Kín- verja. Fregn þessi hefir vakið furðu óg nánast sagt skelfingu um allan heim Bandamanna, ekki sízt í Indlandi sjálfu. Hefir þetta á svipstundu breytt við- horfi þúsunda, sem hafa alla tíð borið virðingu fyrir Gandhi og álitið hann hugsjónamann og fyrst og fremst mikinn friðar- vin. Það hefir einnig komið í Ijós, að Gandhi hefir alla tíð trúað á sigur Öxulríkjanna í stríðinu. Þetta atriði, sem áður getur, var í tillögu um að skora á Breta að fara frá Indlandi, en áður hafa borizt fréttir um það. Þegar til umræðu kom í stjórn- arnefnd Kongressflokksins, var atriði þetta feilt úr tillögunni, en hún samþykkt að öðru leyti. Það er nú talið yfirvofandi, að Kongressflokkurinn hefji mikla óvirka mótstöðu og al- tal við b'laðamenn í Wash- ington skömmu eftir að hann kom heim frá Frakklandi og kom þetta fram meðal ann- ars: 1) Pétain hefir skipt um skoðun og telur nú, að öxul- ríkin geti ekki unnið stríðið. 2) Pétain vill, að Banda- menn vinni stríðið. 3) Pétain veitir kröfum nazista harða mótspyrnu, en þeir hafa hótað að svelta 1 500 000 franska fanga, sem þeir hafa, ef hann ekki læt- ur undan. 4) Laval trúir bersýnilega enn, að Öxulríkin vinni stríð- ið. Ella mundi hann hafa gert einhverjar ráðstafanir til þess að haga seglum sín- um eftir vindi og koma sér vel við Bandamenn, eins og hann hefir svo oft gert áður. 5) Leahy aðmíráll ber mikla virðingu fyrir Pétain. HVAÐ SEM VERÐUR næstu mánuðina, er það víst, að hinir stríðandi Frakkar múnu taka þátt í úrslitasókn- inni gegn nazismanum og þeir munu endurheimta frelsi sitt. \ menna óhlýðni við brezk yfir- völd. Þar að auki er búizt við, að flokkurinn muni algerlega vinna á móti landvömunum. Gandhi hefir sagt í viðtali við fréttaritara um þetta mál: ,,Ég hefi ekkert að taka aftur og ekkert að skammast mín fyrir. Þetta atriði var fellt og ég sætti mig við það. Nehru hefir sagt frá því, að Gandhi hafi alla tíð trúað á sig- ur Öxulríkjanna, eins og áður er sagt. Hann hefir enn fremur svarað yfirlýsingu stjórnarinn- ar á þá leið, að aðeins úrslita- ákvarðanir séu venjulega bók- aðar á fundum Kongressflokks- ins og þetta, sem ritað var um samvinnu við Japan, hafi verið rangfært. Hann sagði enn frem- ur, að stefna Kongressflokksins sé andstaða gegn öllum árásum. Fréttir þessar hafa vakið hina mestu furðu og gremju um allan heim. í Bretlandi er þetta umrædda atriði í tillögu Gand- his skoðað sem hvatning til Jap- ana til þess að gera innrás í Indland. eru í hættu. Mssar hðrfa vlð Salsk Stórorrustur i Don - krikanum. London í gær. YRZTU olíusvæðin i ólíi : I e Kaukasus f eru nú í hættu, þar eo herir Þjóðverja em kornnir mjög nærri þeim og ekki er svo að sjá, að Rússar hafi haldið velli nokk ursstaðar sunnan Don. Mið- næturtilkynningin frá Moskva segir, að herir Timo- shenkos hafi orðið að hörfa enn sunnan við Salsk og til- kynningin viðúrkennir enn- fremur, að sú borg sé á valdi Þjóðverja. Sjálfir segjast Þjóðverjar vera komnir 160 km. suður fyrir borgina og alls um 300 km. suður fyrir Rostov. Segjast þeir hafa tek ið borgina Belaya Glyna, sunnan við járnbrautina frá Kaukasus til Stalingrad. Þjóðverjar tilkynna einnig fall Vorosliilovsk, sem er sunnan við járnbrautina. Fréttaritarar gefa í skyn, að Þjóðverjar, sem leugst hafa komizt suður í Kaukasus séu aðeins fámennar sveitir, sem hafi brotizt í gegnum víglínur Itússa o£ farið framhjá aðal- herjtun þeirra. Rússneskir her- flokkar berjast enji um það bil 100 km. sunnan við Rostov og neðri Don. Sýnir þetta allt, hversu vígvellirnir eru stórir og getur liðið nokkur tími, þar til afstaðan fer að skýrast og það kemur í ljós, hvort herir Timo- shenkós eru heilir og geta bar- j izt áfram í Kaukasusfjöllum eða ekki. Bardggar eru enn mjög harðir í krikanum á Don og verður ekki séð, hvernigj fara mun. Þjóðverjar eru mjög stuttir í spuna um bardagana á þessum slóðum, en segja aðeins, að þeir hafi hrundið tíðum. gagnáhlaupum Rússa. Það er hins vegar ljóst af fréttum frá Moskva, að Rússar halda enn velli sunnan við Kletskaya og hafa gert öflug gagnáhlaup. Á einum stað gereyddu þeir her- sveit 2000 ítala, sem reyndi að brjótast til árinnar. Á öðrum stað hafa Rússar gert áhlaup með eldkösturum. Við Zymljaniskaya tilkynna Rússar, að þeim gangi vel og hafi þeir hrundið mörgum á- hlaupiun. Það er svo að sjá, sem Þjóðverjar 'hafi á þessum slóð- um ekki náð góðri fótfestu á eystri bökkum fljótsins. Munu Rússar sennilega hafa sent til þessara vígstöðva liðsauka, þar eð vörnin þar er óbeint vöm Stalingrad. Þjóðverjar hafa nú gert ali- miklar lofárásir á skip á Volgu og sökkt einu olíuskipi. Nálapúði forsetans. Roosevelt forseti hefir innan tun annað dót á skrifborðinu sínu í Hvíta húsinu nálapúða, sem vekur athygli þeirra, sem sjá hann Það er sem sé lítið líkneski af Hitler og er nálunum stungið í hinn óæðri enda hans. ; ’ I j^! Amerfbsklr þing- menn nm loítðrás- ina á snnnndag. Washington, 4. ágúst. ÞRÍR ameríkskir öldunga- deildarþingmenn hafa í tilefni af loftárásinni á herstöð á suðaustur ísland rætt nokkuð um árásina og bardagaaðferðir nazista. Claude Pepper, þingmaður frá Florida, sagði: ,,Enn kusu öxulríkin friðsamlegan sunnu- dag til árásar á hlutlaust lýð- veldi. Síðast voru það Japanir, sem gerðu árás á Pearl Harbour og á sunnudag köstuðu nazist- arnir, bandamenn þeirra sprengjum á ísland. . . Þýzka flugvélin, sem flutti drápstæki Hitlers til íslands, var hrakin burt. . . Ekkert ríki, hversu hlutlaust sem það er, getur átt von á að komast hjá árásum Hitlers.“ ■ Öldungadeildarþingmaðurinn Elbert Thomas frá Utah sagði: „Enn einu sinni hafa nazistar sýnt, hversu þeir virða hlut- leysið vettugi. . . Guði sé lof, að ameríkskir hermenn eru á íslandi, því að þeir munu aldrei leyfa Hitler að leggja þetta litla lýðveldi undir sig.“ Jose Lee frá Oklahoma fórust orð á þessa leið: ,,.. Litlu lýð- ræðisríkin hafa enga von um tilveru í heimi Hitlers. . . Naz- istar mundu gera það sama við ísland og þeir hafa gert við Noreg, en nú eru lýðveldisríkin vakandi. Ameríksku hermenn- irnir, sem vernda ísland, munu ekki leyfa Hitler slíkt.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.