Alþýðublaðið - 06.08.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.08.1942, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagnr 6. ágúst 1942. ALÞypUBLADfP HíHötéiödiö CtfttM'U: Al>ý(tafIofckiuiaa KIMJM: Stofða Pjetúwtn Rltstjóra oy afgreíOait I AJ- þyRubúskíP. víö Hvo» Isgðtu Sfamr ritotjórn-ir: 4BvX og Ovmmar Stefánssont Sfauar AÍsreáOsSa: 4»Ötv og 4M8 V«r8 í iausfcnöhí 29 jluta. Alþýfiupnatoiilju k. C. Afeiogi 6| stærsto viðfangsefni (less HIÐ nýkjöma alþingi er nú komið saman til funda. Þótt ekki sé gert ráð íyrir að það sitji ýkjalengi, er hitt víst að störf þess verða merkilegri en margra annarra þinga, eða svo er eðlilegt að ætla. Þessu þingi er ætlað að ganga frá stjómarskrá lýð- veldis á íslandi, en sem kunnugt er, hefir mílliþinganefnd fjall- að um ifndirbúning þessa máls undanfarið og hefir ekki frétzt um, að ágreiningur hafi orðið í þeirri nefnd. Þá liggur líka fyrir þessu þingi að sam- þykkja kjördæmabreytinguna, sem var aðalmál nýafstaðinna kosninga. En dómur kjósenda í því máli varð sá, að nú eiga sæti á alþingi 29 þingmenn, sem lýst hafa sig fylgjandi kjör dæmabreytingarfrumvarpinu. En þingmenn, sem mótfallnir eru breytingunni (þ. e. Fram- sóknarmenn) eru tuttugu, og er því augljóst, að hún hlýtur að ná samþykki, néma því stór- felldari svik verði í málinu, en að svo stöddu er þess ekki að vænta, að rokkur þeirra flokka, sem að því stóðu, hafi slíkt í huga, né heldur er ástæða til þess að væna einstaka þing- menn um það að bregðast þessu mannréttindamáli á síð- ustu stundu. Þriðja málið, sem vitað er, að lagt muni íyrir þingið, er gerð ardómsmálið, það er að segja, afrjám launadómsins. Sam- kvæmt yfirlýsingu formanns Alþýðuflokksins, Stefáns Jóh. Stefánssonar, hér í blaðinu á sunnudaginn var, hafði Al- þýðuflokkurinn ákveðið að flytja þegar í upphafi þingsins frumvarp um afnám dóms þessa. Hafði miðstjórn Al- þýðuflokksins tilkynnt ríkis- stjórninni þetta. En þá kom í Ijós, að gerðardómsbröltið og allt það, sem því fylgdi, hafði velgt ráðherrunum svo undir uggum, að Óláfur Thors flýtti sér að lýsa því yfir, að stjórnin mundi sjálf leggja til, að þetta hvimleiða afkvæmi hennar og Framsóknar skyldi svæft svefn inum langa. Alþýðuflokkurinn getur vel unað við þær mála- lyktir, að það verði einmitt sjálfir feður gerðardómsins, sem gangi á undan í því að af- nema hann formlega, því að annað er nú varla eftir, svo á- hrifalítil og fyrirlitin er þessi „dómnefnd“ nú orðin. Þessi endalok sanna einmitt áþreif- anlegast ósigur þeirra manna, Húsnæðisvandræðin og skráning húsnæðislausra AÐ HÚHNÆÐISSKOItTUR var orðinn hér í Reykja- vík, varð mönnum fyrst ljóst sumarið, eða síðari hluta sum- ars 1940. Fyrri hluta þess sum- ars var mikið af lausu hús- næði í bænum, eins og svo mörg undanfarin sumur, af ástæðum sem öllum eru kunnar; flutn- ingi fólks um stundarsakir í burtu, og auk þess var fram- boð á húsnæði orðið meira en eftirspuxn. En skjótlega breytt- ist -þetta ástand. Allt í einu vöknuðu menn við þann vonda draum, að nokkur hluti bæjar- búa hafði hvergi höfði sínu að að halla, og dagana 4. og 5. okt. 1940 fór fram skráning þessa fólks, sem leiddi í ljós þá staðreynd, sem fáa hafði órað fyrir: f Reykjavík voru 104 fjölskyldur og einhleypingar húsvilltir. Að vísu heppnaðist að koma mörgu þessa fólks fyr- ir í ýmsu húsnæði, því húsa- leigunefnd hafði þá, með bráða- birgðalögum frá 3. okt. 1940, fengið heimild til þess að taka ónotað íbúðarhúsnæði leigu- námi, enda var þá, eins og svo oft áður, haldið ónotuðu töluverðu húsnæði með sölu hús eigna fyrir augum. En nú var þessi heimild notuð svo algjör- lega, að flestum hinna húsvilltu fjölskyldna hafði nokkru síðar verið ráðstafað af nefndinni í ýmiskonar hi'isnæði, bæði hús- næði, sem notað hafði verið .til íbúðar áður, svo og annarskonar húsnæði, svo sem verkstæða- pláss, sem fljótlega var innrétt- að, o. s. frv. Þó var vitað, að þessar ráðstafanir, margar hverjar voru ekki til frambúð- ar, enda skrifaði nefndin við- komandi yfirvöldum og til- kynnti þeim hve ástandið var alvarlegt og benti á í því sam- bandi, sérstaklega, að brezka setuliðið hefði fjölda íbúða á leigu, og myndu húsnæðisvand- ræðin minnka ef takast mætti að fá setuliðið til þess að rýma húsnæði bæjarmanna. Þetta var reynt \me^f þeim ójrangri, a!þ með bréfi, dags, 31. jan. 1941, lofar setuliðið að rýma tiltekið húsnæði í bænum, en sem því miður er setið enn þann dag í dag, og eru þaö aðallega Lauga- vegur 40, 34 og 86, sem ber mest á af þessum húsum, sem lofað var að rýma, en sem enn- þá eru í leigu setuliðsins. Verð- ur að sjálfsögðu að ítreka þær kröfur almennings, að setulið- ið standi við gefin loforð að þessu leyti, og rými húsnæði þetta fyrir 1. okt. n. k.; ásamt öllu því húsnæði öðru, sem til íbúðar er hæft, og sem ennþá er í leigu þess. Að sjálfsögðu var séð, að ekki var þetta húsnæði nægilegt til þess að taka við þeirri fjölgun á fjölskyldum, sem eðlileg er á hverjum tíma, og þá ekki síð- ur, þegar atvinna fór sívaxandi í bænum, og aðflutningur fólks því margfalt meiri en undan- farin ár. Það eina, sem var því sjálfsagt að gera og það eina, sem hefði átt að gjöra þá þegar var að byggja íbúðarhúsnæðí í stórum stíl, sem hefði getajð tekið við hinum húsvilltu, svo og eðlilegri fólksfjölgun í bæn- um. En þetta var ekki gjört, og ennþá er það að miklu leyti ógjört. Það er sta^reynd, að seint á sumri 1940, eða fyrir tveimur árum voru þegar áþreif anleg húsnæðisvandræði hér í bænum, og ennþá eru þau að aukast, og lítið hefir verið gert til úrbóta. , Vorið eftir, vorið 1941, voru, gegn margra vonum, mikil vandrasði á þessu sviði, og ráð- stöfuðu þá framfærslufulltrú- ar bæjarins sjö fjölskyldum í Franska-spítalann, fjórum í Austurbæjarbarnaskólann og’ nokkrum annarsstaðar. Þó mik- ið losnaði af húsnæði í bænum, var ástandið svo alvarlegt það vor. sem stöðugt hafa rembzt við að velta öllum byrðum dýrtíðar- innar yfir á bök hinna fátæk- ari í þjóðfélaginu. Og þess er varla að vænta, að þeir verði margir þingmennirnir, sem treysta sér til þess, úr því sem komið er, að greiða atkvæðl gegn afnámi kúgunarlaganna. Það væri nógu gaman að sjá framan í þau nátttröll, sem það gera. Alþýðuflokkurinn hefir átt í harðri baráttu við alla hina stjórnmálaflokka landsins und anfarið, og þeim hefir tekizt að baka honum nokkurn hnekki. En málefnalega hefir flokkurinn engan hnekki beð- ið, síður en svo. Ilann hafði forystu í kjördæmamálinu, tókst að knýja það frumvarp fram á síðasta þingi, og nú er tryggt, að það fær endanlega samþykkt. Baráttan gegn gerð- ardómnum var ann'að aðalkosn ingamál Alþýðuflokksins, og stjórnin hefir nú lýst yfir, að hann skuli afnuminn. Og þótt kommúnistar séu alla vega litir af öfund yfir því, að jafnt andstæðingar Al- þýðuflokksins sem aðrir við- urkenna, að það er fyrir lát- lausa og örugga baráttu hans, sem gerðardómurinn varð svo fljót.t áhi'ifalaus, þá verða þeir að una þeirri staðreynd. Þingmönnum Alþýðuflokksins hefir fækkað um einn, það þýð- ,ir: einum þingfulltrúa færra til að berjást fyrir bættum kjör- um íslenzkrar alþýðu og gegn íhaldsöflunum. En Alþfl. mun eftir sem áður, á þessu þingi sem hinum fyrri, bera fram ný mannréttindamál, ný umbóta- mál, sem horfa almenningi til heilla. **■* Þótti því sýnt, að ennþá al- vaijlegra ytrða ástaiidið næsta haust, enda reyndust þá meiri vandræði en jafnvel hinir svart sýnustu gátu gert sér í hug- arlund. Til þess að bæta úr þeim gaf þáv. félagsmálaráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson, út bráða birgðalög, sem lieimiluðu setu leigutaka í húsnæðum sínum, nema xmdir sérstökum kring- umstæðum, og kyrrsettu þannig mjög marga leigutaka, sem ann- ars hefðu án efa misst húsnæði sitt, og dró þannig úr því, að hrein vandræði yrðu hér í bæn- úm. Þá voru og byggð nokkur íbúðarhús til bráðabirgða af hálfu bæjarins, sem að visu bættu úr, en hvergi nærri nóg, svo síðan hefir þessi ófögnuður aukizt, en ekki úr honum dregið, og nú virðast vandræð- in meiri en áður, og skal náiiar vikið að þeirri skráningu hús- villtra, sem nýlega er lokið, og skýrt hefir verið frá áður að nokkru. Að þessu sinni var haft fyrra fallið á því að skrá þá hús- villtu, og má því búast' við, að róttækari ráðstafanir verði gerðar, heldur en undanfarin ár, til þess að bæta úr því böli, sem húsnæðiseklan er orðin hér í bsnrnn^ svo og í öllum bæj- um og þorpum á landinu, sem fréttir. hafa borizt frá. Að þessu sinni komu til skrán. ingar alls 691 fjölskylda, sem hefir á framfæri sínu 854 böm og auk þess 188 einhleypingar. Til samanburðar má geta þess, að á s. 1. hausti komu til skrán- ingar 664 fjölskyldur með 927 böm á framfæri sínu og auk þess 207 einstaklingar. HiÖ sorglegasta við þessar tölur er það, að nú virðast 351 fjöl- skylda hvergi hafa höfði sínu að að halla, en 340 virðast, að mimista kosti einhver hluti þeirra, verða húsvillt 1. okt. n. k. Sumar hinna fyrnefndu fjölskyldna hafa hvergi átt heima að teljandi sé síðan 14. maí s. 1. (96); nokkrar síðan 1. okt. 194.1 (28); enn aðrar síða® 14. maí 1941 (8), og loks ein, sem telur sig húsvillta síðan 1. okt. 1940. Mér er aftur á móti kunnugt um, að nú hefir komiS • til skráningar mikið af sama fólkinu, sem kom til skráning" ar haustið 1940, en það hefir þá haft húsaskjól um tíma á hin- um ýmsu stöðum, stundum alls elíki íbúðir, í þeirri merkingu orðsins, sem við leggjum í það, en telja sig þó ekki húsvillta nema síðan það missti aftur þessar bráðabirgðavistarverur sínar. Þá má ,geta sér til um ástand það( er ríkir á þeim heiinilum, sem húsvillt eru með ef til vill 4, 5 eða 6 börn, á sí~ felldum hrakningum milli manna. Og við skulum hugsa um aðstæður barnanna; hugsa Frh. á 6. «iðu. ÞAÐ er siður sumra manna, sem í bardaga standa, að busla svo og berjast um til allia hliða, að þeir gæta þess ekki hvar höggin lenda, og kemur þá fyrir að þeir snoppunga sína eigin liðsmenn. Þetta óhapp vildi Þjóðviljanum til þegar hann var að heilsa upp á hið nýkjörna alþing í gær. Segir svo í forystugrein blaðsins: „Þá munu og vafalaust liggja fyrir þingi þessu ýms veigamikil atriði, er snerta utanríkismál landsins, máske þýðingarmeiri mál en flestir gera sér ennþá ljóst. Fram til iþessa hefir engin sjálf- stæð utanríkismx'lastefna verið sköpuð í íslenzkri pólitík. Ber iþetta þing gæfu til þess að skapa hana? Flestum mun finnast það fráleitt, eins og skipun þess er og mannaval allt. Og þó á ísland m. a. frelsi sitt og framtfð undir því að markviss og sjálfstæð utanrík- ismálastefna skapist sem allra fyrst.“ Já, nú er svei mér slegið í merina! Þjóðviljinn er svo ákaf- ur í að skamma alþingi, að hann virðist gleyma því, að kommún- istar eiga nú heila 6 þingmenn á alþingi. Samt segir hann um þingið, að mannaval þess allt sé alveg fráleitt. Enginn undan- tekinn. Sennilega er þetta ó- gætni, því að báðir ritstjórarn- ir sitja á þingi, en þó sýnir þetta hve mikla ógætni menn geta vanið sig á, þegar einskis er annars gætt en að hleypa upp sem mestum æsingum. * Vísir gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn í gær, þegar hann spáði um stjórnarskipti. Spáir hann einkum Jónasi Jóns- syni miklum frama og segir, að hann hafi mikinn hug á forsæt- isráðherrasessinum. Segir blað- ið m. a.: „Kunnugt er að formaður Frám- sóknarflokksins hefir á seinni ár- um lent á kant við Stauning, með- an hann var og hét, og formaður- inn hefir talið sér trú um, að harm væri sjálfstæðishetja og arftaki Jóns Sigurðssonar. í krafti þessar- ar trúar lítur formaðurinn svo á, að hann einn sé þess um kominn, að hafa með höndum útgáfu iaga, er varða sambandsslitin, en af því leiðir aftur, að nú mun hann tjaida öllu því, sem til er, í því augna- miði, að komast upp í stól forsæt- isráðherra, sem honum hefir verið varnað að setjast í til þessa. Fram- sóknarflokkurinn er í nokkrum vanda staddur. Viðskilnaður Her- manns Jónassonar og ráðherra- dómsins var með frekar ógeðfelld- um hæíti, ea Iiermann var skæð- asti keppinautur formannsins, og líklegastur til að mynda stjórn í umboði flokks síns, ef að hairn hefði ekki brotið af sér síðustu dagana fyrir stjórnarskiptin. Um Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.