Alþýðublaðið - 09.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.08.1942, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 9. ágúst 1942. Faðir og sonur. Hákon konungur og Ólafur sonur hans á heimili konungsins í Englandi. Stórkostleg hátMðld ! London á 70 ára afmælí flákonar konungs .............. ♦ " ■ -.— Heillaóskir fs*á lýOræðislóndum umallan Eieim STÓRKOSTLEG HÁTÍÐAHÖLD fóru fram meðal Norðmanna London á 70 ára afmæli Hákonar konungs þ. 3. ágúst. Tóku einnig fjöldi Breta og annarra bandamanna þátt í þeim, en fulltrúar flestra lýðræðisþjóða sendu heillaóskaskeyti og hylltu í þeim hinn aldurhnigna hetjukonung. 6 Nílardalnrinn. Framh. af 5 s.íðu. það þýðir svarta landið. Þar er jörðin eins frjósöm og ann- ars staðar og ef til vill ennþá sundurskornari af skurðum, svo að þar er talið mjög erfitt um vélahemað. Á sama hátt og Níl er lífæð Egyptalands, þannig eru það landbúnðarmenninir, sem öll tilvera egypzku þjóðarinnar byggist á. En auðæfin, sem unnin eru úr skauti f jarðar, rata að mestu leyti leið sína til borg- anna, og sveitirnar njóta lítils þar af. En af borgunum er Alexandria sjálf, þrátt fyrir fegurð sína, sennilega minnst egypzk. Á friðartímum var hún þriðja mesta verzlunar- iborgin við Miðjarðarhaf, aðeins Genua og Marseilles voru meiri verzlunariborgir. Níutíu hundr- uðustu af egypzkum útflutningi fór um þessa höfn, og eins og við er að búast eru þarna menn frá öllum þjóðum heims. Á friðartímum var fjöldi ítala í Alexandríu, og árum saman hefir Mussolini eytt of fjár í áróður í Alexandríu og um allt Egyptaland. En langflestir eru þó Grikkirnir, sem eru hópum saman á Egyptalandi. Alexandria, Kairo og Port Said eru borgir, sem sérhvert land mætti vera hreykið af. Satt er það að vísu, að við hlið- ina á skrautlegum stórhýsum og fögrum skemmtigörðum eru kofar úr leiri og sorphaug- ar. En á síðustu árum hafa slík hús verið rifin og sorphaug- arnir verið fjarlægði; og nú er til dæmis Port Said orðin fög- ur og glæsileg nútímaborg, sem þolir samjöfnuð við flestar aðr- ar hafnarborgir. Nú orðið er Egyptaland að verða nýtízku land og óðum fækkar því, sem minnir á foma frægð. Og það er mikil ástæða til að ætla, að Egyptum sjálf- um sé það ljóst, að þrátt fyrir mörg mistök eru Englendingar öðrum Evrópúþjóðum líklegri til þess að hafa samúð með framkvæmdum þeirra í þá átt að færa þjóðlíf sitt í nútíma- stíl. Sjúklingar á Vífikstöðum biðja Alþýðu- blaðið að færa eftirtöldum Hafn- firðingum innilegt þakklæti fyrir peningagjafir, er þeir veittu til kaupa á nýjum bátum: Gísli Jón Egilsson 10,00. Jóhann Kr Jó- hannsson 10,00. Albert Egilsson 30,00. Ðagbjört Sigurjónsd. 10,00. Ásbjörn Guðmundsson 10,00. H. M. S. 10,00. Þ. B. 30,00. M. Mar- teinsson 10,00. Þórarinn Steindórs- son 50,0. Guðjón Jónsson 50,00. O. K. 10,00 .Guðni Oddsson 10,00. Ó. E. 50,00. Ó. G. 10,00. N. N 10,00. St. Sig. 20,00. S. B. 10,00. Einar Guðnason 10,00. Ólafur Þórðarson 10,00. G. Gunnarsson 10,00. N. N. 10,00. Þorsteinn Brandsson 10,00. S. G. 10,00. Jóh. Kr. Helgason 10,00. Ásgeir G. Stefánsson 100,00. B. Jóh. 10,00. Kristján Símonarson 50,00. Guðm. Á. J. Þórðarson 50,00. L. Bjarnason 100,00. Beinteirm 50,00. Tjarnarbíó hefir beðið blaðið að geta um það, að vegna þess hvað kvik- mjnadin Lady Hamiltoti sé löng, þá líði þrjár stundir milli sýninga, sem hefjast kl. 3, 6 og 9 e. h., og séu aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. HátfiðahSldin'fiLondon í nánari fregnum af þessum hátíðahöldum, sem nú hafa bor- izt hingað til blaðafulltrúa Norð manna, S. A. Friid, segir meðal annars: Hátíðahöldin í London á sjötíu ára afmælisdegi Há- konar konungs voru mjög glæsileg. Glaða sólskin og hress- andi vindur, allan daginn. í hóp- göngunni voru 3000 manns og á hátíðasamkomunni í Albert Hall 50(0' marnis. Þrátt fyrir það, að hópgangan færi fram inni í Hyde Park söfnuðust þúsundir enskra áhorfenda til að hylla bæði konunginn ag þátttakendurna í göngunni. Einkum voru norsku sjómenn- irnir hylltir hjartanlega. Mikla athygli vöktu líka ýmsar deild- ir norska hersins í göngunni, ekki sízt kvennadeildin njýa. /Konungurinn kom stundvís- lega, — eins og hann gerir allt- af, — í Albertshöll, ásamt Ólafi ríkiserfingja og Mörtu krónprinsessu og öðru fylgdar- liði. Voru þá öll sæti skipuð. Konungi og fylgdarliði hans var tekið með langvarandi húrrahrópum og fagnaðarlát- um. Jóhann forsætisráðherra Ny- gaardsvold hélt ágæta ræðu og varð oft að bíða við, vegna fagn aðarláta áheyrenda. Forsætis- ráðherrann var mjög hrærður. Eftir að fyrsta hluta hinnar listrænu dagskrár var lokið 'hélt Hákon konungur ræðu sína, Eins og forsætisráðherra hafði gert, þakkaði hann Mörtu krónprinsessu fyrir að hafa komið fljúgandi handan frá Ameríku til að vera viðstödd. Undir þessa kveðju og þökk tóku áhorfendur með fagnaðar- látum. Hákon konungur talaði blaða laust. Hann minntist fyrst ársins 1905 en kom brátt að hinum þungbæru döguxn eftir innrás Þjóðverja 9. apríl 1940. Konungur var augsýnilega hrærður vegna frásagnar sinn- ar og hreif áheyrendur með sér. Hvað eftir annað varð hann að bíða, vegna undirtekta áheyr- enda, einkum þegar hann sagði þessi orð: „Hvernig hefði ég getað litið framan í sjómennina okkar, hefði ég ekki tekið þá ákvörðun í Norður-Noregi, að við skyldum halda áfram bar- áttunni fyrir frelsi Noregs frá frjálsu landi.“ Konungur lauk ræðu sinni með ósk um, að ekki verði langt þangað til allir Norðmenn geti hitzt í frjálsum Noregi, þar sem réttur og réttlæti setjist aftur í-þau sæti, sem þjóðin sjálf hefir ákveðið þeim. Þegar konungur hafði hyllt þá, sem heima berjast í Noregi, þakkaði hann þeim fyrir það fordæmi, sem þeir gefa öðrum Norðmönnum. S|óðus‘]Hákonar kon- nngs. Norski sendiherrann, Erik Colban, sem er forseti „Sjóðs Hákonar konungs“, tilkynnti síðan, að þessi sjóður sem ætl- aður er til viðreisnarstarfs í Noregi, ætti nú kr. 1.620.000 norskar (h. u. b. 2.5 millj. ísl. króna). En ennþá hefðu ekki borizt tilkynningar allstaðar að um söfnun vegna konungs- afmælisins og mætti búast við miklu. Hákon konungur þakkaði það traust, sem til sín væri borið, með því að fela sér að ákveði hvernig þessum sjóði skyldi varið, og hét því að gera sitt ýtrasta til að þessi hjálp kæmi þar að notum, sem hennar væri mest þörf. í tilefni dagsins gaf yfirmað- ur norsku hervarnanna, Hansteen hershöfðingi, út eftir- farandi dagskipun: „Á sjötíu ára afmælisdegi konungs vors sendum vér allir, sem í hernum erum, honum hlýjustu árnaðaróskir. Hann er æðsti hetrfdringi vor, og vér hyllum hann bezt með því að fylgja dæmi hans og fara eftir kjörorði hans: „Noregi allt“. í tilefni dagsins hefir konungur- inn látið í ljós sérstakan áhuga sinn á hernum með því að leyfa að allir í hinum vopnuðu hersveitum vorum beri á ein- kennisbúningum sínum merki með upphafsstöfum konungs- ins á.“ „Esja“ austur um til Siglufjarðar seinnihluta þessarar viku- Fh^tningi á hafnir sunnain Langaness veitt móttaka á morgun og þriðjudag eftir því sem rúm leyfir. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á mið- vikudag. „Liv“ hleður til Búða, Sands og Stykkishólms á morgun. Flutningi veitt móttaka til hádegis. „Þormóður“ hleður til Bíldudals, Þing- eyrar og Flateyrar á morgun. Flutningi veitt móttaka til hádegis. „Þór“ hleður til Vestmannaeyja, Hornafjarðar og Djúpavogs á morgun. Flutningi veitt móttaka til hádegis. yfirmaður hervarnanna meðan á stríðinu stóð í Noregi. Hann situr nú í fangelsi í Þýzkalandi. Ruge sendir árnaðaróskir sínar og lætur í ljós von um, að geta sjálfur flutt konungi hamingju- óskir sínar í Noregi næsta ár. DagsbipanHansteens Á afmælisdegi Hákonar kon- ungs var haldin kvöldveizla í norska sendiherrabústaðnum í London. Þar sæmdi konungur Mörtu krónprinsessu stórkrossi Ólafs helga fyrir störf sín í þágu Noregs í Ameríku. Tryggve Lie, utanríkisráð- herra talaði fyrir minni kon- ungs og lýst því hvernig kon- ungshugmyndin hefði lifað í aldarraðir í sögum og æfintýr- um hjá börnum og fullorðnum og hvernig hinir góðu eiginleik- ar, sem Norðmenn hefðu tengt við fornkonunga sína, hefðu öðlazt nýtt, raunverulegt lff með lífi og starfi Hákonar konungs. Ólafur ríkiserfingi flutti föð- ur sínum mjög innilega ræðu og þakkaði honum fyrir það hve mikilsverður hann hefði verið sér allt frá blautu barm,- beini. Loks talaði konungur og þakkaði þá hlýju og þann skilning, sem hans nánustu og samstarfsmennirnir hefði sýnt sér. Mörg þúsund heillaskeyti bárust konungi. Hér skal aðeins getið kveðja frá Svíakonungi Og Júgóslavakonungi, frá Vilhelmínu drottningu, Roose- velt forseta, forsetum Póllands og Tékkóslóvakíu, Sveini Björnssyni ríkisstjóra íslands, og frá hátíðahöldum víðsvegar um heim, þar sem Norðmenn höfðu mætzt til a# hylla konung sinn. Sérstaklega athygli vakti skeyti frá Otto Ruge, sem var Ensku blöðin fluttu ýtarleg- ar frásagnir um Hákon konung og glæsileg hátíðahöld dagsins. iSendinefnd norskra Stór- þingsmanna, sem sloppið höfðu frá Noregi og taka nú þátt í bar- áttunni utan Noregs, færðu konungi ávarp. Stendur þar, að Noregskonungur sé orðinn skín andi og stórfenglegt tákn þjóð- legrar einingar, frelsis og rétt- lætis, og ást allrar þjóðarinnar togfinist nú til konu^ngs. Enn fremi^r segir þar: „Þakklátir minnumst vér þess„ að konung- ur hefir jafnan sýnt einlægan vilja til samstarfs við Stórþing- ið. Yðar hátign eruð nú á sjö- tíu ára afmælinu fyrirmynd þjóðarinnar í föðurlandsást og tryggð, sem aldrei bregst. Þeg- ar Yðar Hátign hefir aftur setzt í sitt rétta sæti, mun frjálst Stórþing hylla yður að nýju, eins og þjóðin mun óska og krefjast.“ Oslobúar með blém í hnappagatinu. Sú fregn hefir borizt um Stockhólm, að íbúar Oslóborg- ar hafi minnzt sjitíu ára af- mælis konungs með því að bera blóm í hnappagatinu. Þýzku yfirvöldin Ktu á þet-ta sem mót- hlástur, og voru auknar lög- reglusveitir og ,,hirðmenn“ Quislings á kreiki allan daginn til að koma í veg fyrir óeirðir. Bannað var að selja blóm á torgum. í miðhkita Oslóborgar kom saman aaikill mannfjöldi og lögreglan skarst í leíkinn og handtók marga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.