Alþýðublaðið - 21.08.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.08.1942, Blaðsíða 2
-IZ'TIÆ- .£í> iaV'í&IÍ’SliX'-:*1.'* ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 21. ágúst 1942« SamMrkkir bæjar- rðð í kvðld saran- mga við Dagsbrfin? A BÆJARSTJÓRNAR- FUNDINUM í gær kom fram tillaga þess efnis, að bæjarstjórnin samþykkti að ganga að samningsupp- kasti því, sem verkamanna- félagið Dagsbrún hefir lagt fram við atvinnurekendur, og fundurinn fæli borgarstjóra að undirrita samninga við Dagsbrún fyrir hönd bæjar- ins. Borgarstjóri óskaði eftir því, að tillögu þessari yrði vfsað til bæjarráðs, en bæjar- ráðsfundur verður haldinn i kvöld, og var það samþykkt með samhljóða atkvæðum. Yestnr - ísiendingnr ferst í flngorrnstn. T 1 ESTUR-ÍSLENDIN GUR- V, INN Stefán Pálmason féll í flugorrustu yfir Þýzkalandi í byrjun fyrra mánaðar. Var Frh. á 7. síðu. Heimild til að segja upp gild- andi kaupsamningum með að^ eíns einnar viku fyrirvara. Breytingartillaga frá Alþýðuflokknum við iögin um afnám gerðardómsins samþykkt í efrideild alþingis í gær. STJÓRNARFRUMVARPIÐ um afnám gerðardómsins í sinni núverandi mynd var afgreitt í gær frá efri deild til neðri deildar með þýðingarmildlli breytingu, sam- kvæmt tillögu frá þingmönnum Alþýðuflokksins í efri deild, Haraldi Guðmundssyni og Sigurjóni Á. Ólafssyni. Samkvæmt henni er verkalýðsfélögum og atvinnurek- endum heimilt, að segja upp gildandi kaup- og kjarasamn- ingiun með minnst viku fyrirvara frá því að lögin um afnám gerðardómsins ganga í gildi. Þessi breytingartillaga var samþykkt í efri deild með 5 at- kvæðum gegn 3, en 8 sátu hjá. Já sögðu Alþýðuflokksmennimir tveir, kommúnistarnir tveir og einn Sjálfstæðismaður (Jóhann Þ. Jósefsson). Nei sögðu þrír Sjálfstæismenn (Bjarni Bendiktsson, Gísli Jónsson og Eiríkur Einarsson). Er tilgangur þessa nýja ákvæðis í lögunum vitanlega sá, að iþau verkamannafélög, sem engar kjarabætur hsifa enn fengið, vegna gerðardómsins, geti strax eftir afnám ihans losnað við sína gömlu samninga og gengið til nýrra, þar sem kaup þeirra og kjör yrði bætt til samræmis við þau félög, sem þegar eru bún að fá verulegar kauphækkanir og kjaraibætur. BiffreSðaslys á Þinggvöllum: Bjarni Jónsson forsíjóri og Bfoin Bjornsson blaðamaður siósnðnst. Og auk þeirra Katrín, dóttir Lárusar Fjeldsted hæstaréttarœálaflutuingsm. C ÍÐDEGIS í fyrradag varð bifreiðarslys á Þingvöllum, og ^ * munaði minnstu, að bifreiðin steyptist niður í Pen- ingagjána. Bjami Jónsson forstjóri Nýja Bíó var á leið til sumarbustaðar síns út með vatninu er slysið vildi til. Ók hann sjálfur nýrri bifreið, er hann hafði fengið fyrir tveimur dögum, og var þetta fyrsti akstur hans í henni. Með honum í bifreiðinni var Björn Björnsson blaðamaður og ungfrú Katrín Fjeldsted, dóttir Lárusar Fjeldsted hæstaréttar- málafærslumanns. Katrín Fjeldsted sat í fram- sætinu hjá Bjama, en Björn í aftursætinu. Eins og kunnugt er, er mjög slæm begja, þegar komið er rétt að peningagj ánni. Þar verður að aka mjög tæpt út í hægri brún vegarins til þess að ná beygj- unni. Auk þess sést þarna illa til bifreiða, sem koma úr öf- ugri átt, en í því er Bjami var að taka þessa slæmu beygju kom önnur bifreið á móti hon- . um. Nokkurt fát mun hafa komið á Bjarna, er hann sá bif- reiðina, og er talið, að hann hafi stigið á benzínið í stað heml- anna, og hrökk bifreiðin út í hraunið og skemmdist töluvert. Þau þrjú, sem í bifreiðinni voru, meiddust töluvert. Bjarni Jónsson mun hafa fengið táuga- áfall og skorizt í andliti, enn fremur mun hann hafa rifbrotn- að. Björn Björnsson brotnaði á vinstri handlegg, en Katrín Fjeldsted meiddist allmikið í andliti. Um klukkan 6 í gærkveldi var Bjarni sóttur í sjúkrabifreið héðan úr bænum og fór Ólafur Þorsteinsson læknir með bif- reiðinni austur. Var Bjarni fluttur í Landsspítalann og þar liggur hann nú. Björn Björns- son og Katrín vom flutt í am- erískt sjúkrahús. er Þessi beygja við Peningagjá mjög hættuleg óg hefir oft legið við slysi þarna. Það mun hafa verið í ráði að bæta þessa beygju eitthvað, því að búið er fyrir nokkm að reka hæla nið- ur í hraunbungur þarna, eins og þar hafi átt að sprengja úr berg- inu og breikka veginn. Ekkert hefir þó verið framkvæmt þarna enn sem komið er. Virð- ist þó full ástæða til að gera það hið allra fyrsta. Flokksstjórnarfnndur Atþýðuflokksins verður settur í dag kl. 11 f, h. í fundarsal Alþýðu- hússins við Hverfisgötu, niðri. Sr. Árni SigurSsson fríkirkjuprestur er kominn heim úr sumarleyfi sínu. Eftir að breytingartillaga Al- þýðuflokksþingmannanna hafði verið samþykkt og tekin upp í stjórnarfrumvarpið um afnám gerðardómsins í sinni núver- andi mynd, var það sjálft borið undir atkvæði og samþykkt til neðri deildar að viðhöfðu nafna- kalli með 9 samhljóða atkvæð- um. 5 sátu hjá. Já sögðu: Haraldur Guð- mundsson, Sigurjón Á. Ólafs- son, Brynjólfur Bjarnason, Steingrímur Aðalsteinsson, Bjami Benediktsson, Eiríkur Einarsson, Gísíi Jónsson, Jó- hann Þ. Jósefsson og Magnús Jónsson. Amarri umræðn nra hitaveitnmðlið frestað: bæfarstjórn HITAVEITUMÁUÐ átti að vera til annarrar um- ræðu á bæjarstjórnarfxmdi í gær. Þá átti að ræða um til- lögur þær, sem borgarstjóri lagði fram á síðasta bæjar- stjórnarfundi, um nýja samn- inga um framkvæmd verks- ins og nýtt lán til þessara tramkvæmda. En á fundinum í gær bað borgarstjóri að eins að málið yrði tekið út af dagskrá og síðari umræðunum um það frestað. Um 18 þfisnndir hafa í „Tivoli“ Meiri aðsókn en nokknrn oat órað fyrir. G EYSILEGUR mannfjöldi kom í fýrrakvöld í Tivoli stúdenta og er alveg bersýnilegt að þetta fyrirtæki stúdentanna ætlar að verða hið mesta afreks- verk og gefa þeim mikið í aðra hönd handa hinum nýja stúd- entagarði. Mun láta nærri að um 18 þús- undir manna séu búnar að koma í Tivoli stúdenta og er það miklu meira en gert var ráð fyrir í upphafi, að koma myndu alla dagana. Þó eru nú Hjá sátu: Bernharð Stefáns- j eftir þrír dagar af ^kemmtivik- son, Einar Arnason, Hermann Jónasson, Ingvar Pálmason og Páll Hermannsson. Fjarverandi vor tveir þing- menn deildarinnar: Jónas Jóns- son og Þorsteinn Þorsteinsson. un'ni og meðal þeirra tyeir þeir beztu: laugardagurinn og sunnu dagurinn, en báða þá daga verð- ur sérstaklega vandað til skemmtiatr iðanna. (Frh. á 7. 3Íðu.) Dagsbrúnardeilan: Þrír fnndir hjá sáttanefnd i «aer, en enginn árangur. Deiiuaðilar vom þó beðnir, að vera viðbúnir að mæta enn á fundi í dag. s ATTANEFNDIN í Dags brúnardeilunni hélt þrjá fundi í gær, þann síðasta kl. hálftíu í gærkveldi, og voru háðir aðilar í deilunni mætt- ir á þeim öllum. En árangur varð enginn af þessum funda- höldum. Síðasta fundinum var slitið eftir stuttan tíma. Svo mikið bar á milli. Sáttatilraunum hefir þó ekki verið slitið. Sáttanefndin bað báða aðila að vera undir það búna að mæta á fundi aftur í dag. Kristjón Kristjónsson, sem ríkisstjórnin tilnefndi sem full- trúa Framsóknarflokksins í sáttanefndinni, en ekki vildi taka sæti í henni nema sam- kvæmt ákvörðun flokks síns, tók sæti í henni í gær. Hafði miðstjórn Framsóknarflokksins þá loksins ákveðið, að hann skyldi gera það. Gerd Grieg. Míkil hrifning áhorf- enda á norska kvðldinn. Frn Gerd Grieg fékk ágætar viðtoknr. NORSKA kvöldið í Iðnó í gærkveldi heppnaðist mjög vel, og má telja það afc- hyglisverðan atburð í leiklistar- lífi bæjarins. Söngur, upplestur og leikur frú Gerd Grieg vaktl svo mikla hrifningu og fagnað- arlæti, að fátítt er í íslenzkis leikhúsi. Blómunum rigndi á leiksviðið þegar í upphafi fyrsta dagskráratriðis. Norska kvöldið hófst með því, að fnú Grieg söng sex norsk al- þýðulög. Voru það lög eftir Nordrák, Kierulf og Grieg. Páll ísólfsson lék undir. Söngnum var mjög vel tekið, og varð frú- in að endurtaka sum laganna. Næsta atriðið var upplestur. Frú Grieg las upphafið á „Kát- um pilti“ eftir Björnstjerne Björnsson. Frúin er afburðá upplesari, enda vakti þessi upp- lestur hennar mikla hrifningu. Þá hófst leiksýningin, annar og þriðji þáttur úr leikritinu „Hedda Gabler“ eftir Ibsen. En áður en tjaldið var dregið frá, sagði Viihjálmur Þ. Gíslason efni fyrsta þáttar og skýrði léikinn í stórum dráttum. Frú Grieg hefir stjórnað leiknum; en leikið var á norsku. Sjálf lék frúin aðalhlutverkið, Heddu Gabler. Auk hennar léku Brynjólfur Jóhannesson, Valur Gíslason, Lárus Pálssont og Ólafía G. Jónsdóttir. Að leiksýningunni lokinni á- varpaði Þorsteinn Ö. Stephen- sen frú Grieg, fyrir hönd Félags íslenzkra leikara, og færði henni Iblómvönd og þakkaði henni fyr- ir þá ógleymanlegu list, sem hún hefði nú sýnt áhorfendum. Hannt kvaðst vona, að frúin mundi líka hafa nokkra gleði af komu sinni hingað til lands. Þor- steinn lauk máli sínu með því, að óska þess, að frúin mætti á ný sjá frjálsa og sjálfstæða list í landi sínu. Þessa norska kvölds verður síðar getið nánar hér í blaðinu. New York. — Wendell Will- kie, sá er var í kjöri gegn Roose- velt við síðustu kosningar, er á förum til Rússlands og Miðjarð- arhafslandanna í erindum Bandaríkj astj órnarinnar. Hann hefir stutt Roosevelt fullkom- lega, síðán kosningunni var lok- ið, sérstaklega í utanríkismál- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.