Alþýðublaðið - 21.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.08.1942, Blaðsíða 7
Föstudag^r 2J. ágúst ,1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Bænnn í dag.i Næturlæknlr er Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—-13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20,00 Fréttir. 20,30 íþróttaþáttur. 20,45 Strokkvartett útvarpsins: a) Lag ipeð tilbrigðum eftir Beethoven. b) Andante can- tabile eftir Tschaikowsky. 21,00 Erindi: Þjóðminjar Norð- manna og byggðasöfn (Skúli Skúlason ritstjóri). 21.25 Hljómplötur: a) Þjóðlög frá ýmsum löndum. b) 21,40 Harmóníkulög. 21,50 Fréttir. Þingfrettir. Dag- skrárlók. opnað kl. 7,30. 1 ,Ranðn mirlnunni* Hawaii-söngvararnir Pétur Á. Jónsson, óperusöngvari, Lárus Ingólfsso/í. í 'bamatjaldinu: Eitthvað gott. T Reiðhjól s s s s s s s s Notað karlmannsreiðhjól^ eða sendisveinahjól ósk-^ S ast til kaups strax. —• S Simi 4900. S S s Bamaskemmtun í dag kl. 6. y Friðfinnur Guðjónsson og Sigfús Halldórsson segja sögur og lesa upp. . . MUSIK Aðgangur ókeypis. Hreinlætisyikan: t dag verðnr farið um Bræðraborgarstig, As- vallag. og Norðurmfri. IDAG er sjötti dagur hrein- lætisvikunnar og allir, sem einhver afskipti hafa af henni, eru ánægðir með það, sem af er af henni. Færi og vel á því að Reykvíkingar sýndu sóma sinn í því að hreinsa sem allra hezt kringum hús sín. Lögreglunni berst allmikið af kærum gegn þeim, sem van- rækja að gera skyldu sína og athugar hún allar þessar kærur gaumgæfilega áður en hún hefst handa með refsiaðgerðir. Á hverjum degi er farin eft- irlitsferð um allmargar götur og í dag verður farið um nokkrar. Þær eru færri en undanfarna daga, enda fer götunum nú að fækka, sem ekki hefir verið far- ið um. Þessar götur verður far- ið um í dag: Vesturbær: Tún- gata, frá Bræðraborgarstíg í vestur og Ásvallagötu. Austur- bær: Norðurmýri. Látið nú ekki undir höfuð leggjast að hreinsa til fyrir dyrum ykkar og vitanlega ekki síður við bakdyrnar. skemmu, og það væri eini inn- flytjandinn, sem ekki hefði vöruskemmu við höfnina. Fleiri tóku til máls. Þessi lið- ur var að lokum samþykktur með minnihluta atkvæða, 6 Sjálfstæðisflokksatkvæðum, en kommúnistar greiddu ekki at- kvæði. SALOMONSEYJAR Framh. af 3. síðu. þeir gert árásir með tundurspill um og kafbátum, en um 'þær er sömu sögu að segja. Ameríkumenn hafa sökkt einu herskipi Japana, en ekki reynd- ist mögulegt að sjá; hvort það var tundurspillir eða beitiskip. Deilur í bæjarstjórn. Dm vðrnskemmn Inn gflytjendasambands- ins við hðfnina. TÖLUVERÐAR deilur urðu á bæjarstjómarfundi í gær út af bráðabirgðavöruskemm- um þeim, sem hafnarstjóm sam- þykkti nýlega að leyfa Inn- flytjendasambandinu að byggja við höfnina, þar sem nú stendur svokallað Sandgerðishús. Eins og kunnugt er sam- þykkti hafnarstjórn þetta leyfi með 2 atkvæðum gegn einu, en tveir nefndarmannanna sátu hjá. Hafði það áður verið fellt í nefndinni, komið fyrir bæjar- stjórn, en hún vísað málinu aft- ur til hafnarstjórnar. Öryggis- málanefnd bæjarins, sem spurð hafði verið ráða í þessu máli, hafði einnig lagt eindregið á móti því að þetta leyfi yrði veitt. Sigurður Ólafsson hóf um- ræður á bæjarstjórnarfundin- um í gær um þetta mál. Kvaðst hann algerlega andvígur því að leyft yrði að byggja vöru- skemmur þarna í viðbót við þær, sem fyrir erú. Vildi hann láta bæjarstjórn fella úr gildi samþykkt hafnarstjórnar. Sig- urður sagðist fallast algerlega á skoðun öryggismálanefndar. Það væri alls ekki forsvaranlegt að hrúga upp öllum vörubirgða- skemmunum á einn lítinn stað. Reynslan sýndi að þegar árásir væru gerðar, þá væri þeim fyrst og fremst stefnt að höfn- unum. , Borgarstjóri kvaðst ekki vilja að samþykkt hafnarstjórnar yrði felld úr gildi. Innflytjenda- sambandið þyrfti nauðsynlega að fá stað undir þessa vöru- PeyMavíkarmótlð: Eigin úrslii i gær. Jafntefli Fram og Vais, 1:1. U ISLIT náðv.st ekki á knatt- sþymukappleiknum í gær- kveldi, með því að jafntefli varð. Verða því félögin Valur og K.R. að keppa til úrslita, þar sem þau eru nú jöfn, með sín 4 stigin hvort. Þetta var fremur góður leik- ur og ánægjulegur á að horfa. r Bæði félögin sýndu laglegan leik með lipru sámspili og fram- koma leikmanna drengileg og prúð, sem ekki er algengt um úrslitaleiki. Fyrri hálfleikur sýndi, að fé- lögin voru mjög jöfn. Þrátt fyrir gott samspil og mörg upp- hlaup á báða bóga, tókst hvor- ugu liðinu að skora mark, enda var vörnin mjög vel vakandi. Endaði hálfleikurinn svo, að ekkert mark var gert og voru það sanngjörn úrslit með tilliti til frammistöðunnar. Þegar 20 mínútur voru af síð- ■ ari hálfleik tókst Fram (Hauk með aðstoð Jóns Magg) að skora mark. Færðist þá mikið fjör í leikinn og hraði að sama skapi og spenningur áhorfenda óx. Ætlar Fram að fá tækifæri? Valur hóf nú grimmilega sókn, en Fram hörfaði skipulega til næstu varnarlínu, en það stoðaði ékki vegna ofurþunga sóknarinnar. Áður en mínúta var liðin, hafði Valur lcvittað með óverjandi skoti frá Snorra. Færðust þá sömu rólegheitin yfir leikinn aftur og stóð svo þóf sitt 4 hvað út leikinn og endaði hann því, eins og áður segir, með jafntefli 1:1. Voru það eftir atvikum sanngjörn úr-, slit. Koma þá gömlu keppinaut- arnir, Valur og K.R., til að eig- ast við um úrslitin, eins og svo oft áður. Þau hafa hvort um sig 4 stig, Fram 3 og Víkingur 1. 1 Áh. •• vorun Vegna fyrirsjáanlegra húsnæðisvandræða hér í Reykjavík á hausti komanda er fólk, sem bú- sett er utan bæjarins, alvarlega varað við að flytja hingað búferlum, án þess að hafa fyrir fran? tryggt sér húsnæði á löglegan hátt. Það skal sérstaklega tekið fram, að sam- kvæmt lögum nr. 126, 9. september 1941, er bannað að leigja húsnæði í bænum, öðrum en heimilisföstum innanbæjarmönnum, og enn fremur er, samkvæmt sömu lögum, bannað að segja leigjendum upp húsnæði til þess að rýma fyrir húseigendum, er eignazt hafa húsin eftir 9. septemher 1941. ✓ Búast má við því, að vegna brýnnar nauð- synjar verði óhjákvæmilegt að kæra til refsing- ar alla þá, er hafa brotið eða kunna að hrjóta ákvæði húsaleigulaganna, sérstaklega ákvæðin um leigu á húsnæði til utanbæjarmanna. Músalelgunefndin i Reykjavík. Fyrsta- og jrija- flokksmöt í knatt- IFYRRAKVÖLD hófst 1. fl. mótið í knattspyrnu. Sigr- aði Valur Fram með 2 mörkum gegn engu. Á sunnudag keppa Haukar og Víkingar, og verður Frið- þjófur Tihorsteinsson dómari. Þriðja flokks mótið hefst á sunnudag kl. 9 f. h. með kapp- leik milli Víkings og K. R. I. — Jón Þórðarson verður dómari — Kl. 10,30 fer fram leikur nftilli K. R. II. og Fram. Dómari verð- ur Haukur Óskarsson. — Kl. 2 keppa Haukar og Víkingar. Ðómari verður Guðmundur Sig- urðsson. VESTUR-ÍSLENDINGUR FALLINN Frh. af 2. síðu. hann „sergeant’” í liði Kanada- manna. Stefán Pálmason var 23 ára að aldri, sonur Sveins Pálma- sonar og konu ihans, sem búsett r ./ eru í Winnipeg. TIVOLI STÚDENTA (Frh. af 2. síðu.) I kvöld leikur Hawaian- hljómsveitin, sem lofað hafði | verið, og á laugardagskvöld mun hinn undursamlegi galdra- maður úr bandaríkska hernum sýna listir sínar að nýju. En listir hans hafa vakið mesta furðu allra þeirra lista, sem sýndar hafa verið í Tivoli stúd- enta. Enginn síaður óhultur í stríðinu. Þessi mynd er af hafnarbænum Dutch Harbour í Alaska. Þótt hann sé afskekktur, gerðu Jap- anir' fyrir nokkru loftárás á hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.