Alþýðublaðið - 21.08.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.08.1942, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐIB zr Pöstudagur 21. ágúst 1942». JARNARBIÓ9 Lady Hamilton Aðalhlutverk: Vivien Leigli Laurence Oliver kl. 9. kl. 5 og 7. FLÓTTI EIGINMANNSINS Aðalíhlutverk: Ingrid Bergman og Leslie Howard. Síðasta sinn. Sala aðgöngumiða íhefst kl. 11 f. h. Ekki hægt að panta í síma. U FTIR því sem Jón Espólín -*-4 hermir, hefir andlegt heilsufar manna hér á landi ver ið heldur bágborið á því herrans ári 1776: „Sturlan gekk yfir og rænu- leysi svo mikið, að marga varð að taka til vöktunar, svo lærða sem leika. Var þar á meðal Sig- urður Jónsson í Holti undir Eyjafjöllum, gamall og sjón- laus, og Jón prestur Stefánsson í Vallanesi. Einn maður hengdi sig í Skíðadal á hríslu, Sigurður Jónsson ráðvandur maður. Ann ar í Svarfaðardal var settur í stokk og dó svo. Það þótti tíð- indi, að hjón deildu vestur í Hnífsdal, og er maðurinn gekk út úr baðstofu frá rimmunni, mælti konan: ,,Far þú til hel- vítis!“ í því hneig maðurinn dauður niður í göngunum, en konan fékk af því harm mikinn og deyði, þegar líkið var kistu- lagt“. IÞÝZKALANDI gengur þessi saga manna á milli, að því er blöð í Svíþjóð herma: „Bretar ætluðu að ráðast inn í Noreg, en foringinn varð fyrri til. Bretar ætl- uðu að ráðast inn í Grikkland, en foringinn varð fyrri til. Bret ar ætluðu að svelta þýzku þjóð- ina í hel — og enn ætlar foring- inn að verða fyrri til“. og skyldurækinn og gerði allt, sem honum bar að gera, með mestu prýði, eins og sönnum sannkristnum manni sómdi. En þó að framkoma hans vekti traust og ánægju nágranna hans, leiddist konu hans þessi óskeikulleiki hans. Eldur brann úr augum hennar, þegar hann stóð framan við hana brosandi, hárviss um, að hann hefði rétt fyrir sér, en hún rangt. Og það versta var, að þegar af henni rann móðurinn, varð hún að viðurkenna, að hann hafði haft rétt fyrir sér. Ósanngirni henn- ar sjálfrar hrelldi hana þá og ihenni Ifannst öll ógæfan vera hennar sök. Það fór alltaf svo, eftir að þeim hafði lent saman og Eðvarð borið sigur úr být- um, eins og vant var, að Berta fékk iðrunarköst og ásakaði sjálfa sig þunglega. Hún spurði sjálfa sig að því, hvernig maður hennar ætti að geta elskað hana, og hún varpaði sér í fang hans við fyrsta tækifæri og baðst innilega fyrirgefningar. Eftir að hún hafði auðmýkt sig þannig fyrir honum og lítillækk að, var hún hamingjusöm í heila viku kannske og gerði ekki ráð fyrir að nokkur hlutur gæti raskað ánægju þeirra. Þá varð Eðvarð aftur hinn full- komni maður, orð hans voru lög og framkoma hans óaðfinnan- leg. Berta dáði hann í auðmýkt. Hún var fljót að gleyma kuld- anum, sem henni fannst hann sýna sér. Ást hennar var eins og flóðaldan, sem umlykur kaldan klett, þótt hún freyði um hann og æði er hann jafn óumbreyt- anlegur eftir sem áður. Það var mesta yndi Bertu að kyssa mann sinn áður en þau fóru að sofa á kvöldin og það særði hana ósegjanlega hve hversdagslega hann tók þessum atlotum hennar. Hún varð alltaf að eiga upptökin, og þegar hún reyndi hann með því að sleppa kossinum, fór hann umsvifa- laust að sofa án þess að kyssa hana. Þá fannst henni hann hljóta að fyrirlíta sig óskap- lega. — Ó, ég get orðið vitlaus út af því að ég skuli sóa ást minni á þig, hrópaði hún, — þú ert mér allt, en ég er eins og hver önnur tilviljun fyrir þig. Ef ég hefði ekki orðið á vegi þínum hefðir þú bara kvænzt einhverri annarri. — Það mundir þú líka hafa gert, sagði hann hlæjandi. — Eg? Aldrei! Eg mundi aldrei hafa gifzt ef ég hafði ekki kynnzt þér. Ást mín er ekki eins og hvert annað leikfang, sem allir geta tekið upp af götu sinni. Hjarta mitt er óskipt, og mér væri ómögulegt að elska annan en þig. Og ég skammast mín, þegar ég hugsa um það, að ég er rétt eins og hver annar kvenmaður í þínum augum. — Þú ferð með óttalegan þvætting stundum, góða. — Já, þarna er álit þitt á mér. Þér finnst ég bara vera stelpu- fífl. Eg er eins og húsdýr, kannske heldur skárri félagi en hundræfill, en hvergi nærri eins nytsöm og kýr. — Eg veit svei mér ekki hvað þú vilt láta mig gera umfram það, sem ég geri. Ekki geturðu ætlazt til, að ég sé að kyssa og kjassa allan daginn, Hveiti- brauðsdagarnir eru til þeirra hluta, en sá maður, sem er alla ævi í hveitibrauðsdögum, er reg infífl. — Já, samkvæmt þínum skiln ingi á ást. Þú hugsar ekki um þá hluti allan daginn, dettur ekki annað í hug en fjármennska og grenjalegur, svo skýtur henni kannske upp í huga þínum eft- ir kvöldmat, einkum ef þú hefir fengið gott að borða. Hún er ó- aðskiljanleg frá hversdagsleg- ustu tilfinningum. Mér er ástin fyrir öllu, innihaldið í lífinu. Án ástarinnar væri ég ekki til. — Já, þér þykir sjálfsagt vænt um mig. En sú ást lýsir sér á furðulegan hátt. En hvað mér viðkemur þá ættir þú að segja mér hvers þú æskir af mér og ég mun reyna að upp- fylla óskir þínar. — Ó, hvernig ætti ég að geta sagt þér það æpti hún óþolin- NÝJA BtO B Undraverður lögreglumaður (The Amazing Mr. Williams) Gamansöm leynilögreglu- mynd. Aðalhlutverk leika: 1 MELWYN DOUGLAS ogj JOAN BLONDELL Aukamynd: ÍSLANDS-KVIKMYND Váttúrufegurð — atvinnulíf (Sýnd að tilhlutun Ferða- félags íslands.) Sýnd kl. 5, 7 og 9. móð. Eg geri allt, sem í mínu valdi stendur til að fá þig til að elska mig, en það er árangurs- laust. Hvernig er hægt að gera þig að heitum elskhuga þegar þú ert kaldur sem steinn? Eg vil að þú elskir mig eins og ég elska þig. — Jæja, ef ég á að segja eins og mér býr í brjósti, þá held ég, að það sé mesta guðs mildi, að ég er ekki eins ofsafenginn og IGAMLA BfÖ Það skeði aftnr. (Remember?) ItOBERT TAYLÍMt GREER GARSON LEW AYRES Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3Vz tU 6V2. • Hinir seku afhjúpaðir (Numbered Woman) Sally Blane og Lloyd Hughes. Börn fá ekki aðgang. I þú ert, því að þá mundu hús- gögnin fljótt láta á sjá. — Mér væri sama, þótt þú. værir ofsafenginn, ef þú bara elskaðir mig, sagði Berta og tók svar hans háalvarlega. — Mér væri sama þótt þú berðir mig og meiddir mig, ef það væri bara af því að þú elskaðir mig. — Eg held, að ein vika mundi nægja til að lækna þig af slíkri HJALTI HJALPFÚSI Hann hlustaði samt alltaf eftir því, hvort ekkert heyrðist í vagni kóngsins, því að þá ætl- aði hann 'sér að skreppa út og sjá hið blíða auglit hans hátign- ar. Um fjögurleytið heyrði hann hófadyn ekki langt í burtu. Brokk, brokk, brokk! Hjalti gekk út að glugganum og horfði út. Hann sá hvar Benni stóð bísperrtur úti fyrir húsi sínu og hafði opnað dyrnar upp á gátt. Það glitraði á silfur- og gullsauminn á fötum hans, og sjálfur var hann allur eitt sól- skinsbros. Þetta var vagn konungsins. Átta hvítum hestum var beitt fyrir hann, og voru þeir allir með svarta stjörnu í enninu. Brokk, brokk, brokk! Ökumað- urinn hægði á gæðingunum, og gullni vagninn nam staðar við hliðið hjá Hjalta! Hjá Hjalta„ takið eftir, ekki hjá Benna! Benni lét eins og óður maður, benti og kallaði án afláts til ökumannsins að koma að hlið- inu hjá sér, en allt kom fyrir ekki. En nú sáu Hjalti og Bennl undarlega sjón: Út úr vagní konungs gægðust öll börn Bý~ flugna-Gunnu. Já, það var ekki um að villast. Það voru þau og: engin önnur! Og jafnskjótt sem vagninn hafði staðnæmzt til fulls, opnuðust dyrnar og öll börnin þustu út úr honum. Þau héldu dyrunum opnum fyrir konunginn, og hann gekk virðu- lega upp götuna í gegnum garð- inn heim til Hjalta og barði þar að dyrum. Hjalti varð sem steini lostinn af undrun og gat hvorki hreyft 0r» i/J '9. HTNDASA6A Tóni: 30 mílur til Arias. Við komum brúðum aftur til menn- ingarinnar. Lillí: Það er ekki of fljótt fyr- ir mig. Örn: Eg vildi, að ég kæmist fljótt til Bandaríkjanna. Nokkru seinna . . . Örn: Eg vildi, að ég væri í þessari flugvél. Tóní: Hún flýgur nokkuð lágt. Örn: Hann er að renna sér til þess að lenda. Það hlýtur að vera flugvöllur einhvers staðar hér í nágrenninu. Skammt frá eru aðrir menn, rækilega faldir í skógarþykkn- inu, að horfa á flugvélina, sem rennir sér niður til þess að lenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.