Alþýðublaðið - 27.08.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.08.1942, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Herflutnfngar framvegis f loftí? Yfir fjöllum Alaska. Styrjöldin hefir nú tborizt norður til Alaska, og verður án efa mikilvægur þáttur í Kyrrahafsstyrjöldinni háður þar. Myndin sýnir Katalina-flugbát á flugi yfir fjöllum Alaska. Mikiar bollalegg~ ingar í Ameríku um að hefja smíði á stórum herflutn- ingaflugvélum. ARÓÐUR fyrir nýjum vig- stöðvum hefir nokkuð minnkað í Bandaríkjunum upp á síðkastið, ekki að því er virð- ist vegna <þess, að áhugi Ame- xíkumaima fyrir innrás á meg- inland Evrópu hafi minnkað, heldur fremur vegna þess, að þeir treysta því, að Roosevelt forseti og Ghurchill forsætis- ráðherra beiti allri orku sinni til þess að undirbúa slíka innrás ■strax við fyrstu möguleika. Sum dagblöð og tímarit, sem hafa verið mjög ákveðin í kröfum sínum um innrás, hafa nú tekið upp rólegri skrif og benda á, að stjórnir Roosevelts og Churc- hills séu tengdar saman og að hernaðaraðgerðum í svo stórum stíl verði ekki komið af stað á skömmum tima. Viðvaningar í hernaðarlist og stríðsfréttaritarar virðast enn hafa skipta skoðanir um hvenær slk innrás á að hefjast. Sumir þeirra hafa upp á síðkastið látið i ljós þá skoðun, að innrás á meginlandið verði að fresta í nokkra mánuði. Aðrir halda því :fram, að aðgerðir ættu að hefj- ast strax. Báðir aðilar rökræða xnálið óljóst, eins og um sjálf- :skapaða ritskoðun væri að ræða. Að styðja mál sitt með rök- .studdum staðreyndum gæti orð- ið til Iþess að gefa upplýsingar, sem gætu komið óvinunum að notum. í aðalatriðum er enginn á- greiningur um að hefja innrás á meginlandið, til þess að létta á þýzka okinu á Rússum og brjóta nazista á bak aftur. Það er stöð- ugt mikill áhugi á kenning- um Severskys majór, flugvéla- teiknara og verksmiðjueiganda, ;sem fullyrðir, að hægt sé að sigra Þýzkaland næstum því, með flugher eingöngu. Bók hans Victory trough Air Power, hefir verið lesin með mikilli athygli af almenningi, af stjómarmeðlimum og þing- mönnum. En flestir Ameríku- menn virðast vantrúaðir á, að nokkuð geti komið í stað fót- gönguliðsins, að loftherinn, sem verður þýðingarmeiri með hverjum degi sem líður, geti komið í stað landhersins. Kenning Severskys á samt fylgismenn. Scripps-Howard- dagblöðin, stór og áhrifamikill blaða'hringur, hafa einmitt birt greinaflokk, þar sem fram kem- ur ákveðið traust á lofther í baráttunni gegn Þýzkalandi. Eréttum af endurteknum stórum loftárásum á Þýzkaland var tekið í Ameríku sem ljós- bletti á hinum annars svo myrku thnum. ÁÆTLUN KAISERS Washington hefir í nokkra daga verið niðursokkin í um- ræður um skipulagningu vold- ugs loftflota. Forvígismaður maður þessarar ráðagerðar er Henry J. Kaiser skipasmiður, einn af stærstu hergagnafram- leiðendunum. Kaiser vill breyta sumum af skipasmíðastöðvum sínum í verksmiðjur til þess að framleiða risavaxnar flutninga- flugvélar. Uppástunga hans hefir verið gripin með miklum ákafa af almenningi og hefir líka verið rædd alvarlega á æðri stöðum. Vegna þess, að ekki verður litið fram hjá kafbátahættunni og skipaskorturinn er ef til vill mesti erfiðleikinn á að mynda nýjar vígstöðvar, virðist fyrir- ætlun Kaisers vera hið bezta svar við hafnbanninu. Einnig er Kaiser einn af að- dáunarverðustu snillingum Ameríku. Þótt hann væri ekki almenningi kunnur og væri ó- þekktur utan ÍEeðingarríkis síns þar til fyrir fáum mánuð- um síðan, þá er Kaiser nú nokk- urs konar þjóðhetja, á svipaðan hátt og Henry Ford. Hann á met í hergagnaframleiðslunni og nær undraverðum hraða. Hann framleiðir í stórum stíl á mettíma. Eins og áætlun Kaisers var, er hún var lögð fyrir þingið, gerir hún ráð fyrir byggingu fimm þúsund flugbáta, sem séu sniðnir eftir sjötíu smálesta flugbátnum Marz, sem var teiknaður og foyggður af Glen L. Martin, sem foefir smíðað marga flugbáta, sem nú eru í förum á leiðum utan megin- lands Evrópu. Kaiser vildi byrja fram- leiðslu í níu verksmiðjum, sem til eru, og breyta framleiðslu getu sinni í stórJEramleiðslu flutningaflugvéla. Hann ætlaði að nota hinar sömu fljótvirku aðferðir og hafa gert honum fæx*t að hleypa skipi af stokk- unum eftir rúmlega mánaðar smíðatíma. Kaiser hef ir náð þessum hraða að nokkru leyti með hagkv. tilhögun og með því að notfæra sér aðgerðir þær, sem ibeztar þekkjast við skipasmíði. Áður en hann byrjaði að smíða skip, sem var alveg nýtt fyrir honum, þegar hann keypti fyrstu' skipa- smíðastöðina fyrir fáum árum síðan, hafði Kaiser gerbreytt aðferðum við flóðgarðabygging- ar og vegagerð. Hann fullgerði Boulderstífluna, flóðgarð, á- veitu og rafstöð í Klettafjöllun- um, átján mánuðum á undan áætlun. Kaiser álítur, að hann geti byggt fjögur hundruð og tutt- ugu Marz-flugbáta á mánuði, eða fimm þúsund á ári, án einn- ar einustu nýrrar verksmiðju. Hver flugvél myndi bera f jórtán smálestir eða hundrað hermenn með fullkominn útbúnað. Með hinum fyrirhugaða flota væri hægt að flytja fimm hundruð þúsund ameríkska hermenn frá bækistöðvum sínum í Englandi á einni nóttu. Flutningaleiðina milli vesturstrandar Bandaríkj- anna og Ástralíu getur skip far- ið þrjár ferðir árlega og flutt t. d. sex þúsund smál. í hverri ferð, eða átján þúsund smál. á ári. Ein flugvél ber fjórtán smál. í ferð og í fimmtíu ferðum á ári alls sjö hundruð smál. Þannig myndu hundrað flutn- ingaflugvélar vinna vérk gufu- skipsins, án allrar kafbáta- hættu. Óvinirnir mimdu auð- vitað reyna að hindra flutninga loftleiðis, en það er erfitt að finna flugvélar, sem fljúga í mikilli hæð. Reynslan á Krít og í Noregi hefir iþegar sannað, hve hagkvæmir liðflutningar loftleiðis eru. OG ERFIÐLEIKARNIR Síðan Burmabrautinni var lokað, hafa ibandamenn fengið sannanir fyrir þeim möguleika, að flytja loftleiðis her með nauðsynlegan útbúnað. Áætltm Kaisers virðist ef til viU fjar- stæð, en margt, sem framkvæmt IFYRRAKVÖLD var ég ásamt kunningja mínum að telja bréfin, sem ég hefi fengið síðustu fjóra daga og sem eiga að vera svar við bréfi ungfrú L, sem ég birti nýlega. Þau voru 32 að tölu. Hvernig í ósköpunum haldið þið að ég geti birt öll þessi bréf, jafn- vel þó að ég VILDI birta þau? HINS VEGAR hefi ég dálítið gaman af þessu uppþoti. Þó að bréf ungfrú L hafi verið dálítið ósanngjarnt, þá finnst mér að það hafi hitt í mark á viðkvæman blett á okkur karlmönnunum — og ég tel, að það sé ekki nema gott að menn verði sárreiðir! HVAÐ, SEM HVER SEGIR, þá megum við gjarnan verða kurteis- ari, fágaðri í framgöngu, nærgætn- ari og skilningsbetri en við erum. Ég tel það algerar öfgar að við séum ófágaðri en hinir erlendu hermenn, sem hér eru. Við höfum líka betri aðstöðu til að koma vel fram en þessir heimilislausu menn, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla nema í skítugum bröggum og standa á verði í kulda og súld í myrkri og skammdegi meðan við rökum okkur og greiðum og biðl- um til íslenzku stúlknanna. heflr verið í þessu stríði, hefir líka virzt fjarstæða fyrir nokkr- rnn árum. Jafn reyndur flugvéla smiður og Glen Martin álítur hana framkvæmanlega. Það eru að sjálfsögðu margir örðug- leikar á því. Marz-gerðin þarfn- Frh. i 6. siðu „Smala“. MÉR FINNST að ég geti ekki neitað „X 12“ um að birta dálítinn kafla úr bréfi hans, en það var „X 12 “, sem gaf ungfrú L tilefni til að skrifa sitt bréf. „X 12“ hlýtur að skilja, að ég get ekki birt mið- kafla bréfs hans. ,,X 12“ segir meðal annars: „FRÖKEN L! Þær virðast hafa farið í taugarnar á þér þessar fáú línur, sem ég skrifaði um dansinn á Borginni nú um daginn. Þú seg- ist vera í kunningsskap við ó- breytta hermenn, liðsforingja og útlenda verkamenn. Gott og vel, margt mætti um það segja, en samt verður því sleþpt að sinni. En hvemig geta þessir rólegu og virðulegu heiðursmenn umgengizt stúlku eins og þig, sem ert eftir orðalagi bréfs þíns bæði dónaleg og ósvífin í orðum? Eða ertu sá uppskafningur, sem lætur sér nægja lág^engis siðgæði til þess að svívirða landa þína?“ „ÉG HEFÐI kosið að svara þér rækilega, en ég veit að lítils mega sín rök gegn reiðri konu, óg því sendi ég þér þesear línur. Þú seg- ir, að okkur væri nær að slétta göturnar en að skrifa svívirðing- ar um hermennina £ blöðin. Hver Frh. 4 0. síðu. Ég og ungfrú L. höfum fengið 32 sendibréf á 4 dögum. — Nokkur orð til hennar. — Um fisksöluna og lítið ljóð frá i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.